Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 47
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 47
Opið hús: laugardag 6/9 kl. 10 - 16sunnudag 7/9 kl. 11 - 16 Hér erum viðbrautatasgata
gu
r
Ba
ró
ns
stí
gu
r
álsgataugata Skarphéð.gKarlagVífilsg
MánagSkeggj
Sn
or
ra
br
au
t
Ra
uð
ar
ár
st
íg
ur
Þv
er
ho
lt
Ei
nh
oltMeða
Stórholt
Stangarho
Skipholt
Brautarholt
Nó
at
ún
Laugavegur
Hátún
Miðtú
Samtú
Borg
H
öf
ða
tú
n
Sæt
únSkúlatún
Skúlagata
Steintún
HLEMMUR
M
jö
ln
is
h.
Eldaskálinn
Brautarholti 3
105 Reykjavík
Sími: 562 1420
www.invita.com
Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá
SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið
eldhús með tækjum, flísum, gólfefnum,
málningu og uppsetningu.
Vegna breytinga á skápastærðum bjóðum við
allar sýningarinnréttingar okkar, bæði eldhús
og bað, með afslætti.
Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
Draumaeldhúsið þitt
á 10-20.000,- á mánuði
INVITA
Innréttingar
á allt að
30 ára láni
Óttipunkturcom
(FearDotCom)
Hrollvekja
Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Bönnuð inn-
an 16 ára. (102 mín.) Leikstjórn William Malone.
Aðalhlutverk Stephen Dorff, Natascha
McElhone, Stephen Rea.
ÞEIR sem séð hafa Hringinn (Ringu/
Ring) reka sig náttúrlega strax á hversu
stolin þessi hugmynd er. Munurinn er
bara sá að í stað þess að vera dauða-
dæmd eftir að hafa séð eitthvað mynd-
band þá eru fórnarlömb-
in nörruð til að kíkja á
heimasíðuna feardotcom..
Og handritið er ekki bara
ófrumlegt heldur er það
algjör steypa, algjör rök-
leysa, jafnvel þótt tekið
séð með í reikninginn
hversu mikil rökleysa
fléttan er yfir höfuð.
Leikurinn er líka með því
verra sem maður hefur séð og á það við
alla; Dorff, McElhone og hinn annars
ágæta Íra, Rea.
Miðað við alla þessa stóru, stóru galla
er merkilegt að sjá hversu magnað útlit
er á myndinni; ekki einasta drungalegt
heildarútlitið heldur ekki síst hrollvekj-
andi myndskeiðin sem bókstaflega valda
dauða fórnarlambanna. Minna svolítið á
myndböndin með Marilyn Manson. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Netdauði
TOMAHAWK er enn eitt verkefnið
sem hinn ofurduglegi Mike Patton
tekur þátt í en hann þandi eitt
sinn raddböndin með hinni
framsæknu og vinsælu Faith
No More sem reið röftum á
tíunda áratugnum með sér-
stöku og tilraunkenndu
þungarokki sem þó átti
greiða leið á útvarpsbylgjur
einhverra hluta vegna. Eftir
að Faith No More hætti stofnaði Patt-
on fljótlega útgáfuna Ipecac (sem hef-
ur gefið út plötur með Melvins, Isis,
Ruins, Sensational, Young Gods o.fl.)
og hóf að sinna hliðarverkefninu Mr.
Bungle af meiri einurð en áður. Þá
stofnaði hann sveitina Fantomas með
Buzz Osbourne úr Melvins, Trevor
Dunn úr Mr. Bungle og Dave Lomb-
ardo, fyrrverandi trommuleikara úr
Slayer. Einnig hefur hann sinnt jafn-
ólkum verkefnum og að flytja óhljóða-
list sem Maldoror (ásamt Masami
Akita úr Merzbow) og verið gestur
hjá Sepultura, Kronos Quartet, The
Boo-Yaa T.R.I.B.E., Melt-Banana og
Dillinger Escape Plan. Svo hefur
hann gefið út sólóplötur undir merki
avant garde-gúrúsins Johns Zorn,
Tzadik, og unnið með hipp-hopp-lista-
maninum Dan The Automator (tók
upp Gorillaz). Listinn virðist enda-
laus.
Tomahawk, sem er einhvers konar
blanda af Mr Bungle og Faith No
More, hefur líkt og Fantomas á að
skipa rokkhetjum miklum. Á tromm-
um er John Stanier (fyrrum Helmet)
á bassa er Kevin Rutmanis (Melvins,
var áður í The Cows) og gítarleikari
er Duane Denison (var áður í The
Jesus Lizard). Reyndar er Tom-
ahawk upphaflega runnið undan rifj-
um Denisons en á nýju plötunni, Mit
Gas, er þetta orðið meira að band-
verkefni og sérstakleg fær Patton að
leika lausum hala.
Það var skondið hvernig þetta við-
tal bar að. Ofurbransalegur umboðs-
maður, grásprengdur og í jakkafötum
kom askvaðandi að þeim tíu manna
hópi sem vonaðist til að krækja í við-
tal við Tomahawk og allir með augun
á Patton náttúrulega. Og ég held svei
mér þá að það hafi verið einn af topp-
unum fyrir mig á hátíðinni er ég náði
að hrista spaðann á Patton! Honum
var hins vegar óðar skipað í viðtal
með einhverjum „stærri“ aðila (Ath. á
Hróarskeldu var ég fyrst og síðast
aumingi frá Íslandi, þ.e. í fjölmiðla-
legu tilliti) áður en umboðsmaðurinn
æpti: „Jæja, vill einhver annar fá við-
tal“. Ég rak óðar upp hendina og
kallaði: „Ég, ég!“ „Allt í lagi,“
hreytti umbinn þá út úr
sér. „Þú færð Kevin
hérna. Hann er þinn í tíu
mínútur. Og hagið ykkur
vel!“
Ansans…ég fékk þann
ófrægasta! Jæja, hvað um
það. Gerum bara gott úr
þessu…
Rennur mjúklega
Jæja, hvað eruð þið að pæla með
þessu Tomahawk-dæmi?
„Við þekkjumst allir og höfum
gert í gegnum tíðina. Duane vildi
stofna nýtt band og setti sig í sam-
band við Mike. Duane setti sig því-
næst í samband við John og svo tal-
aði Mike við mig. Og þetta small
saman.“
Og hvernig þekkir þú Patton?
„Ég kynntist honum út af Fant-
omas. Þá var ég nýgenginn til liðs
við Melvins (’98) og þeir voru að
æfa í sama húsnæði og við.“
Hvernig er að vinna með Patton,
hann virðist afar ör og vinnusamur
náungi?
„Já, það má sannarlega segja
það. En við erum búnir að vinna
svo lengi saman núna að maður
pælir ekki í því lengur. Núna vita
allir hvað þeir eiga að gera og þetta
rennur mjög mjúklega allt saman.“
Nú ert þú fastur meðlimur í
Melvins. Hvað var það sem knúði
þig til að ganga í annað band líka?
„Það sem ég kann að meta við
þetta er hversu ólíkar sveitirnar
eru. Þetta tækifæri til að fá að gera
eitthvað allt annað höfðar sterkt til
mín.“
Myndir þú segja að Tomahawk
væri „súpergrúppa“?
„Ég lít nú ekki á þetta þannig.
Mér finnst hins vegar fínt að allir
komi úr mismunandi áttum.“
Sérðu það fyrir þér að Tomahawk
muni verða aðalbandið ykkar allra?
„Nei. Þetta gengur fínt eins og
það er.“
Er von á þriðju Tomahawk-plöt-
unni?
„Ekki strax. Mit Gas var að
koma út og við ætlum að fylgja
henni eitthvað eftir.“
Hvernig gengur svo að sam-
ræma tímann?
„Það er auðvitað pínu vinna en
það gengur alveg upp. Þannig býr
John í New York, Duane í Nash-
ville, ég í L.A. og Mike í San Frans-
isco! En ég elska að spila á tón-
leikum. Það er því rosa gaman að
spila með tveimur böndum á hátíð-
inni, þ.e. Melvins og Tomahawk.
Það er bara stuð. Það er stuð að
túra.“
Hróarskelduviðtalið: 5. hluti
Tomahawk
Tomahawk er einhvers konar ofurband þekktra
og sjóaðra nýbylgjuklára, leidd af Mike Patton,
fyrrverandi Faith No More-liða. Arnar Eggert
Thoroddsen talaði við Kevin Rutmanis,
bassaleikara sveitarinnar.
Tomahawk: (f.v.) Mike Patton, Kevin Rutmanis (með hendur á lofti),
John Stanier (sitjandi), Duane Denison.
-www.roskilde-festival-dk
-www.ipecac.com
arnart@mbl.is