Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 56
ÍSLENSKT raunveruleikasjón- varp er meðal þess sem boðið verð- ur upp á á Skjá tveimur, sem mun hefja útsendingar 1. október nk. Sjónvarpsþættirnir, sem fengið hafa nafngiftina „Viva Las Vegas“, eru íslensk útgáfa af Bachelor- þáttunum vinsælu. „Við höfum fengið sex fallegar og vel gefnar ís- lenskar stúlkur til liðs við okkur við gerð þessara þátta, en meiningin er að þær haldi ásamt myndatöku- liði til spilaborgarinnar Las Vegas í nóvembermánuði með það að markmiði að ná sér í huggulega, skemmtilega, ríka, ameríska karl- menn til að giftast, helst í ferðinni. Gerðir verða sjö þættir á fjórtán dögum og má segja að þetta verði hin íslenska útgáfa af raunveru- leikasjónvarpi,“ segir Helgi Her- mannsson dagskrárstjóri. Íslenskt raunveruleika- sjónvarp á Skjá tveimur  Systurstöðvar vinna/11 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is GREIÐSLUR atvinnuleysisbóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði eru um einum milljarði króna hærri fyrstu átta mánuðina í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig höfðu verið greiddir tæpir 2,7 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur fram til 1. september. Á sama tíma í fyrra var búið að greiða 1,7 milljarða í atvinnu- leysisbætur, en þetta jafngildir 59% aukningu á milli ára. Ástæðurnar fyrir þessari aukningu má rekja til þess að atvinnuleysi það sem af er árinu hefur verið verulega meira en það var á síðasta ári. Þannig er atvinnuleysið að meðaltali fyrstu átta mánuði þessa árs um 3,5% af mannafla á vinnumarkaði en atvinnu- leysi á síðasta ári var um 2,5% að meðaltali á árinu öllu. Atvinnuleysið hefur hins vegar farið minnkandi undanfarna mánuði. Það var 4,1% í febrúar og 3,6% í maí síðastliðnum. Miðað við að atvinnuleysi á árinu verði 3,3–3,4% að meðaltali má gera ráð fyrir að atvinnuleysisbætur á árinu öllu verði um 3,8 milljarðar króna, 1.200 milljónum kr. hærri en í fyrra þegar atvinnuleysisbætur numu tæpum 2,6 milljörðum, að sögn Sig- urðar P. Sigmundssonar, forstöðu- manns rekstrarsviðs Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Höfuðstóll Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs nam 9,1 milljarði króna um síðustu áramót. Sjóðurinn hefur tekjur sínar af hluta tryggingagjalds sem lagt er á atvinnutekjur. 3,5 milljarðar í tekjur af hluta tryggingagjalds Hlutfallið er nú 0,85% og má gera ráð fyrir að tekjur sjóðsins af gjaldinu í ár séu um 3,5 milljarðar króna, að sögn Sigurðar. Til viðbótar hefur sjóðurinn vaxtatekjur af höfuðstóln- um. Þannig voru heildartekjur sjóðs- ins á árinu 2002 um 4,2 milljarðar króna. Sigurður sagði að það væru ekki einungis atvinnuleysisbætur sem greiddar væru úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Sjóðurinn greiddi einnig fyrir ýmiss konar hluti tengda vinnumarkaðnum og gera mætti ráð fyrir um hálfum milljarði króna til viðbótar í útgjöld vegna þessa. Þar á meðal væru ýmis vinnumarkaðsúr- ræði, starfsþjálfun, námskeið og slíkir hlutir sem stefndu í að nema 200 milljónum króna í ár. Þá greiddi sjóð- urinn hluta af kostnaði við rekstur Vinnumálastofnunar og sextíu millj- ónir kr. færu í starfsmenntasjóð. Einnig mætti reikna með að greiðslur til fiskvinnslufyrirtækja vegna hrá- efnisskorts gætu numið í kringum 150–170 milljónum kr. Heildarútgjöld sjóðsins í ár gætu þannig numið í kringum 4,3 milljörðum króna. Milljarði meira í atvinnuleysisbætur Atvinnuleysi að meðaltali um 3,5% fram til 1. september ÖSSUR hf., sem einkum hefur ein- beitt sér að framleiðslu gervilima frá upphafi vega, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svokölluðum koltrefjum. Að sögn Árna Alvars Arasonar hjá Össurri, er mikið í húfi þar sem spelkumark- aðurinn á heimsvísu er allt að þrisv- ar sinnum stærri en stoðtækja- markaðurinn. „Umsvif fyrirtækisins eru að aukast verulega og sjáum við spelkuviðskipti sem stóran þátt í okkar veltu á næstu árum.“ Talið er að spelkumarkaðurinn nemi allt að tveimur til þremur milljörðum bandaríkjadala á ári sem svarar til 164 til 246 milljarða ís- lenskra króna. Ekki er nema hálft annað ár síðan hönnunarvinnan hófst og eru nokkrir vöruflokkanna nú þegar komnir í framleiðslu hjá fyrirtækinu, að undangengnum prófunum, bæði hér heima og er- lendis. Stöðugildum vegna verkefn- isins hefur fjölgað um tíu á yfir- standandi ári og er stefnt að því að bæta við fólki í framleiðsluna eftir þörfum. Hagsmunir í húfi Sölu- og markaðsstarf hófst form- lega þann 1. september sl. Í fyrstu verða vörurnar aðeins kynntar á mörkuðum Össurar á Norðurlönd- unum, í Bretlandi og í Bandaríkj- unum, en aðrir markaðir fylgja í kjölfarið eftir áramót. „Það er með ráðum gert að fara hægt og rólega af stað. Mjög brýnt er að vel takist til því miklir hagsmunir geta verið í húfi,“ segir Árni. Sú útrás, sem fyr- irtækið stefnir nú að, hefur mikla breytingu í för með sér fyrir starfs- fólkið og þurfa sölumenn að tileinka sér talsverða þekkingu á sviði sjúk- dómafræði til að vera viðræðuhæfir við viðskiptamannahópinn, sem samanstendur af stoðtækjaverk- stæðum nær eingöngu. Össur hf. markaðssetur spelkur úr koltrefjum Umsvif gætu margfaldast  Stórsókn/10 GRASAGARÐURINN í Reykjavík efndi til uppskeruhátíðar í gær þar sem fólk fékk að bragða á fjölmörgum tegundum matjurta sem rækt- aðar hafa verið í nytjajurtagarði Grasagarðsins í sumar. Þá var boðið upp á fræðslu um ræktun matjurta í heimilisgörðum. Öll framleiðsla í nytjajurtagarðinum er lífræn ræktun. Að sögn Evu Þorvaldsdóttur, forstöðumanns Grasagarðsins í Reykja- vík, eru um 100 tegundir og yrki ræktuð í garðinum. „Sumarið hefur verið með eindæmum gott og við höfum ekki orðið fyrir neinum skakkaföllum þannig að uppskeran er góð hjá okkur.“ Nytjajurtagarðurinn var fyrst opnaður sumarið 2000. Í fyrra sóttu 50–60 manns uppskeruhátíðina. Í garðinum má finna ýmsar nýjungar s.s. stilkbeðju, hvítlauk, vorlauk, rósmarín og piparrót. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestum í Grasagarðinum var boðið upp á grænar og gómsætar matjurtir og lífrænt ræktaðar að auki. Stilkbeðja, rósmarín og piparrót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.