Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 39
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 39 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni NÚ ERU góð ráð dýr,því Jakob yngri ermjög svo erfiður við-fangs. Fræðimenn ívarkárari kantinum segja, að líklega sé minnst um hann vitað af öllum postulunum og er þá mikið sagt, ef litið er til baka og rifjað upp hversu ógreinileg saga hinna flestra þó er. Hans sé einungis getið fimm sinnum í Nýja testamentinu, á listunum títt- nefndum og einu sinni í framhjá- hlaupi, þegar verið er að segja frá móður hans. Svo ekki meir. Jakob yngri (á grísku ho mik- ros) var e.t.v. frá Kapernaum og gæti hafa verið tollheimtumaður, eða a.m.k. í opinberri þjónustu. Arfsagnir segja hann af ættkvísl Gaðs. Hann var sonur Alfeusar, það er nokkuð ljóst, og e.t.v. Mar- íu, ef það er rétt sem menn þykj- ast geta lesið út úr torræðu orða- lagi guðspjallanna, þar sem Alfeus er talinn sami maður og Klópi; seinna nafnið e.t.v. grísk umritun á hinu fyrra, eða hann einfaldlega með tvö heiti, eins og algengt var. Heimild frá 2. öld segir Alfeus hafa verið bróður Jósefs trésmiðs; aðrir vilja á hinn bóginn meina, að þær hafi verið systur, Maríurnar, eða a.m.k. náskyldar. Það sem gerir málið flóknara en ella er að um a.m.k. þrjá Jakoba er að ræða í Nýja testamentinu (auk Jakobs Sebedeussonar) og erfitt er að skilja á milli þeirra á stund- um. Þetta eru umræddur Jakob Alfeusson, Jakob, bróðir Drottins (sbr. Galatabréfið 1:19), og Jakob hinn réttláti. Sumir bæta hér við öðrum fjórum. Armenska kirkjan, og e.t.v. fleiri í austri, og hin rómversk- kaþólska líta svo á, að Jakobarnir þrír séu einn og sami maður, og vitna til Híerónýmusar kirkju- föður (343–420) í því sambandi. Gætnir menn benda hins vegar á, að þessa bróður Dottins sé ein- ungis getið tvisvar í guðspjöll- unum (Matteusarguðspjall 13:55; Markúsarguðspjall 6:3) undir nafni, og að í Jóhannesarguðspjalli (7:5) komi fram, að „jafnvel bræð- ur hans trúðu ekki á hann [þ.e. Jesú]“. Það hafi ekki breyst fyrr en eftir upprisuna. Því sé dálítið vafasamt að koma honum saman við postulann Jakob yngri. Hins vegar sé líklegra, að Jakob hinn réttláti og bróðir Drottins hafi verið sami einstaklingur, mátt- arstólpi og fyrsti biskup safnaðar- ins í Jerúsalemborg. Þetta er samt engan veginn öruggt, og ýmislegt tengir þann réttláta fremur post- ulanum. Jakob yngri var bróðir Jóse nokkurs (sbr. Markúsarguðspjall 15:40) og jafnvel einnig Matteusar postula, og er ýmist paraður við Thaddeus eða Símon vandlætara. Í apókrýfuritum er að finna upp- lýsingar um einhvern Símon læri- svein, og var hann Klópason. E.t.v. er það vandlætarinn, og hann þá einnig bróðir Jakobs yngri. Það gæti útskýrt hvers vegna þeir tveir eru paraðir saman. Allt er þetta samt óljóst, og raunar hrein- ar getgátur. Þá vilja sumir meina, að postulinn Júdas (þ.e. Thaddeus, en ekki Ískaríot) hafi verið bróðir eða sonur Jakobs yngri. Jakob yngri leiðir þriðju grúppu innsta hrings postulanna, og er þar með áðurnefndum Júdasi, Símoni og Júdasi Ískaríot. Ýmsir hafa gert því skóna, að fjórmenn- ingarnir hafi allir verið meðlimir í herskáum gyðinglegum flokki, sem barðist gegn Rómverjum í Palestínu þar til Jerúsalem féll ár- ið 70, en um það verður ekkert fullyrt. Hvað varðar starfssvæði Jakobs yngri og dauða hans er við sama að glíma og áður, að ekki er mögu- legt að greina í sundur hlut þessa Jakobs og hinna. Palestína er þó nefnd, og sagnir fara auk þess af honum á Bretlandseyjum og Spáni (þykir ósennilegt) og í Egypta- landi, Sýrlandi (fyrsti biskup þess lands) og Rússlandi, og um písl- arvættisdauða hans einhvers stað- ar í Persíu (krossfestur), eða Jerú- salem (grýttur eða laminn til bana með kylfu) árið 62. Jarðneskar leifar hans voru fluttar til Konst- antínópel á einhverjum tíma- punkti og síðan árið 572 til Rómar, að því er sagnir herma. Jakob yngri er vernd- ardýrlingur Úrúgvæ. Þekktasta einkennistákn hans er (tré)kylfa eða kjulla. Myndin sem þessum pistli fylgir, eftir Georges de La Tour (1593–1652), franskan bar- okklistmálara, er með það að leið- arljósi. Önnur tákn eru bók og sög. Nafnið Jakob er upphaflega sótt til Gamla testamentisins og er úr hebresku, Yaakov. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Heims- kringlu en nafnberar voru erlendir. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reyni- völlum frá 1646 … Þetta nafn hefur verið notað í öllum nálægum málum frá því á mið- öldum. Það er vel þekkt í Danmörku frá 12. öld. Ensk mynd nafnsins er Jacob, dönsk, norsk, sænsk og þýsk Jakob, ítölsk Giàcomo, Jàcopo, finnsk Jaako, frönsk Jacques … Í síðlatínu tíðkast myndin Iacomus sem hlið- armynd við Iacobus. Við þetta má svo bæta, að af síð- latnesku myndinni kemur James (í gegnum forn-frönsku), en þann- ig er hann nefndur í útgáfum Nýja testamentisins á enskri tungu. Hinn 21. desember 2001 voru 435 Íslendingar sem báru nafnið Jak- ob sem fyrsta eiginnafn og 136 sem annað. Messudagur Jakobs yngri (og Filippusar; á íslensku Tveggja- postulamessa) er 1., 3. eða 11. maí í vesturkirkjunni, en 9. október og 14. nóvember í austurkirkjunni. Jakob yngri sigurdur.aegisson@kirkjan.is Jakob yngri eða minni eða litli er svo nefnd- ur vegna þess, að ann- ar var honum eldri, meiri eða hærri; Jakob Sebedeusson. Sig- urður Ægisson fjallar í dag um postulann sem er níundi á list- um guðspjallanna og Postulasögunnar og leiðir þriðja hópinn. Lærisveinarnir 12 KIRKJUSTARF ararnir hafa kunnað vel að meta þetta tilboð um samfélag. Fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mán- aðar eru prestarnir með helgi- stundir á Vesturgötu 7. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar er með dagskrá eftir messu annan sunnudag hvers mánaðar. Þar eru á dagskrá í vetur áhugaverðir fyr- irlesarar og svo er svo notalegt á þessum fundum. Formaður félags- ins í vetur er Ingibjörg Hjaltadótt- ir. Barnastarf Dómkirkjunnar hef- ur vaxið mjög á undanförnum ár- um og eru nú í gangi fimm hópar barna sem hittast í hverri viku auk barnasamkomu við hlið mess- unnar á sunnudagsmorgnum. Þar er að venju sungið saman, horft á brúðuleikrit og farið í leiki svo eitthvað sé nefnt. Að stundinni lokinni er svo kaffi þar sem for- eldrar og börn eiga góða stund saman. Í vetur verður áfram boðið upp á kirkjustarf í samvinnu við Vesturbæjarskóla og frístunda- heimilið Skýjaborgir fyrir 1.–3. bekk. Þá hittast á miðvikudögum tveir hópar 9–12 ára barna í Safn- aðarheimilinu. Að auki heimsækir æskulýðsfulltrúinn okkar Hans G. Alfreðsson flesta leikskólana í sókninni mánaðarlega. Unglingastarf er í samvinnu við Neskirkju í æskulýðfélaginu NEDÓ sem starfar í tveimur deild- um sem hittast í Neskirkjukjall- aranum á fimmtudagskvöldum. Fermingarundirbúningur hófst með viku námskeiði í ágúst og er dagkrá fyrir fermingarbörnin all- an veturinn fram að fermingum í vor. Auk þessa alls eru svo hátíðir um ársins hring og sérstök verk- efni sem lyfta starfinu og auka á fjölbreytni og kraft safnaðarlífs- ins. Þetta allt er mikið komið undir starfsliði okkar og embættisfólki en þó fyrst og fremst þeim sem þekkjast vilja þessi tilboð um þjón- ustu. Sóknarnefndin undir for- mennsku Auðar Garðarsdóttur skapar þessu starfi fjárhagslegan ramma og félagslegan bakhjarl. Kirkjuhaldari hjá okkur er Ást- björn Egilsson og kirkjuvörður er María Björk Traustadóttir. Sími kirkjunnar er 520 9700 og á heimasíðu okkar www.domkirkj- an.is eru þessar upplýsingar að- gengilegar ásamt miklu öðru efni. Prestar og starfsfólk Dómkirkj- unnar bjóða alla hjartanlega vel- komna. Bjöllukór Fríkirkj- unnar í Reykjavík BJÖLLUKÓR Fríkirkjunnar er nú að hefja sitt annað starfsár. Í bjöllukórnum er ungt og hæfi- leikaríkt tónlistarfólk sem er að takast á við skemmtileg og krefj- andi viðfangsefni. Æfingar bjöllukórsins verða á þriðjudögum klukkan 17:00 í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar. Við getum enn bætt í hópinn. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við kórstjóra bjöllukórsins, hana Hel- enu Mörtu Stefánsdóttur, í síma 867 6409 eða í gegnum netfangið frikirkjan@frikirkjan.is Kynningarfundur á tólf spora starfi MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 8. sept- ember kl. 20:00 verður kynnt mannræktarstarf sem nú ryður sér óðum til rúms innan kirkj- unnar, þar sem fólk fetar sig eftir hinni kunnu tólfsporaleið og vinn- ur með tilfinningar sínar. Unnið er í smáum hópum, þar sem gagn- kvæmt traust og nafnleynd ríkir. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir allt fólk sem vill vaxa hið innra með markvissum hætti og þiggja styrk trúarinnar og reynslu annarra í veganesti. Hóp- arnir hittast hvert mánudagskvöld kl. 20:00 í Laugarneskirkju. Kynningarfundurinn 8. sept- ember er öllum opinn að kostn- aðarlausu, gengið er inn um að- aldyr kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.