Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN
30 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LAXELDI í sjókvíum við Ísland
hefur vaxið á ný á allra síðustu ár-
um. Standeldisstöðvar sem áður
ólu lax í kerum á
landi ala nú seiði
upp í nokkur
hundruð gramma
lax sem fluttur er
út í sjókvíar. Sjó-
kvíareksturinn er
aðallega á Aust-
fjörðum en einnig á
Vestfjörðum og í
Eyjafirði. Mest um-
svif eru í Mjóafirði,
en einnig hefur eldi
í stórum stíl verið
leyft í Berufirði og
Reyðarfirði. Leyfi
fyrir minna eldi eru
annars staðar.
Laxeldið hefur
verið umdeilt vegna
hættu sem stafað getur frá því.
Neikvæð áhrif eldisins eru hættur
vegna sjúkdóma og sníkjudýra,
hugsanleg neikvæð vistfræðileg
áhrif og erfðablöndunarhættan ef
lax sleppur og nær að blandast
náttúrulegum laxastofnum. Áður
en eldið óx á ný varð mikil um-
ræða um þessa þætti. Lögum var
breytt til að unnt væri að stýra
þessari þróun betur og gera kleift
að koma á öflugu eftirliti. Drógu
menn þar lærdóm af reynslu ann-
arra þjóða og þeirri reynslu sem
fékkst fyrir rúmum áratug þegar
kvíaeldi á laxi var reynt hér hið
fyrra sinni. Þá var eldi á frjóum
laxi bannað í flóum og fjörðum ut-
an helstu laxveiðiánna með reglu-
gerð sem landbúnaðarráðherra
setti (nr. 226/2001).
Í laxeldinu er notaður stofn sem
fluttur var frá Noregi í byrjun ní-
unda áratugar síðustu aldar og
hefur frá þeim tíma verið í stöð-
ugu vali í kynbótaáætlun. Þykir sá
stofn henta vel þar sem hann vex
vel í eldinu og verður seint kyn-
þroska. En þessi stofn er sam-
kvæmt rannsóknum einnig erfða-
fræðilega ólíkur íslenskum
laxastofnum (sjá mynd).
Hver á sem fóstrar lax hefur
sinn stofn sem er erfðafræðilega
frábrugðinn öðrum slíkum stofn-
um. Mikil erfðabreidd einkennir
yfirleitt villta fiskstofna og gildir
það einnig um lax. Hafa þessir
stofnar þróast og aðlagast sínu
umhverfi í gegnum náttúruval í
árþúsundir eða síðan ísöld lauk
sem var hér á landi fyrir um tíu
þúsund árum. Þessa aðlögun og
stofnamun er hægt að brjóta niður
með erfðablöndun ef framandi
stofn streymir í ána og æxlast
með heimastofninum í miklum
mæli og/eða í langan tíma.
Ætla má að erfðamunur skýrist
einkum af tvennu. Erfðafjarlægð
er líklegri til að vera meiri milli
stofna sem eru í meiri land-
fræðilegri fjarlægð hvor frá öðrum
og því ólíkara sem umhverfi laxins
er. Þetta virðist einnig eiga við
um íslenskan lax. Stofnar í sama
landshluta í ám með svipaða vist-
gerð sýna minni mun sín á milli en
laxar í fjarlægum landshlutum í
ám ólíkrar gerðar. Að sama skapi
er óheppilegra að blöndun verði
milli stofna af fjarlægum uppruna.
Það sem einnig gerist í eldi er
að oft tapast erfðabreidd þar sem
fáir eða skyldir einstaklingar velj-
ast til undaneldis. Þá eru val-
kraftar allt aðrir en í náttúrunni.
Það sem gildir mestu í laxeldi
er að lax sleppi ekki. Því þurfa að
vera uppi kröfur um góðan búnað
og kunnáttu í meðferð hans og
fiskjarins. Einnig þarf að koma til
öflugt eftirlit og úrræði ef á bját-
ar. En reynslan sýnir að þrátt fyr-
ir góðan vilja, góðan búnað og
kunnáttu verða slys.
Ef marka má reynslu erlendis
og heimfæra hana á Ísland þá
skiptir tvennt meginmáli, hvort
strokulax lifir og í hve miklum
mæli. Þetta eru árstími og þrosk-
astig. Ef lax sleppur að vori eða
sumri á hann meiri möguleika á að
lifa en lax sem sleppur að vetri.
Ef seiði sleppa að vori eða sumri
eiga þau góða möguleika. Þau
lenda þá í eðlilegri hringrás laxins
og halda til hafs og koma aftur á
sleppistað (að kví) þegar kyn-
þroska er náð. Þaðan leiðir eðl-
ishvötin þau áfram í nálæga á,
helst þar sem lax er fyrir (eðl-
ishvötin og þefskyn leiða laxinn
áfram). Því eru ár næst kvía-
staðnum í mestri hættu. Því er af-
ar mikilvægt að kvíastaðir séu
fjarri laxveiðiám og alls ekki í
sama firði eða flóa. Þarna eru auk
sjúkdóma og sníkjudýrahættu
komin meginrökin fyrir banni á
eldi frjórra laxa nærri helstu lax-
veiðiánum sem fyrr er getið. Lax
sem sleppur nærri fullvaxta og
kominn er nærri kynþroska á
einnig góða lífsmöguleika, enda
leitar hann fljótt í laxveiðiár til
hrygningar. Slíkur lax dreifist
hins vegar mikið út frá sleppistað
og gjarnan undan straumi.
Slys varð á Norðfirði nú á dög-
unum þar sem tæplega 3.000 laxar
sluppu. Í kjölfarið hefur fylgt um-
ræða um þessi mál. Veiðirétt-
arhafar hafa eðlilega áhyggjur af
gangi mála og óttast um sína
hagsmuni. Umræðan tók óvænt
nýja stefnu í Fréttablaðinu hinn
29. ágúst þar sem vegið er per-
sónulega að formanni Lands-
sambands veiðifélaga, Óðni Sig-
þórssyni. Það sem verra er að
óskylt viðtal við starfsmann Veiði-
málastofnunar er tekið úr sam-
hengi og notað til að finna þessari
aðför stuðning. Við slíkt er ekki
hægt að una. Tilgangurinn er
væntanlega að gera málflutning
Óðins tortryggilegan.
Óðinn rak í nokkur ár hafbeit-
arstöð í Lárósi á Snæfellsnesi. Sá
rekstur var hins vegar ekki um-
fangsmikill og einungis lítill hluti
af þeim hafbeitarrekstri sem
stundaður var. Lárósstöðin var
stofnuð snemma á sjöunda ára-
tugnum og þar var þróaður haf-
beitarstofn, auk þess sem laxaseiði
af stofnum af Vesturlandi voru
notaðir til sleppinga. Eiginlegar
kynbætur voru ekki stundaðar í
stöðinni.
Hafbeit gengur út á það að
sleppt er gönguseiðum sem leita
aftur á sleppistað. Þessi eld-
isaðferð sem þróuð var í Laxeld-
isstöðinni í Kollafirði er að mörgu
leyti þekkileg þar sem laxinn nýtir
hafið sem afrétt og kemur fullvax-
inn til baka. Í Rangánum byggist
laxveiði á endurheimtum frá
sleppiseiðum. Af hafbeit getur þó
stafað viss hætta. Ef seiði eru illa
sjóþroskuð og/eða þeim sleppt í
sjó er hætt við að þau villist meira
annað en á sleppistað. Einnig
skiptir máli að móttökuskilyrði
séu góð, og leiddu rannsóknir
Veiðimálastofnunar í ljós að lax af
náttúrulegum uppruna veiddist í
nokkrum mæli í hafbeitarstöðvum
þar sem móttaka var í sjó eða á
ósasvæðum við hafbeitarstöðvar.
Mikill vöxtur átti sér stað í hafbeit
í lok níunda áratugarins og var þá
milljónum seiða sleppt. Mestu var
sleppt af seiðum í Hraunsfjörð á
Snæfellsnesi og í Vogum á Vatns-
leysuströnd. Talsverðar villur
urðu frá þessum stöðum sem
komu fram í laxveiðiánum. Einna
minnstar voru villur frá Lár-
ósstöðinni auk þess sem umfang
hennar var lítið af heildinni. Þá
kom aldrei fram lax af nátt-
úrulegum uppruna í Lárósstöðinni
enda móttaka stöðvarinnar í
fersku vatni. Mjög hraður vöxtur í
hafbeitinni, erfiðar aðstæður og að
menn náðu ekki fullum tökum á
hafbeitinni svo og breyting í skil-
yrðum sjávar og minni end-
urheimtur urðu til þess að hafbeit
var hætt hér á landi nema til
stangveiða. Sú mynd sem dregin
er upp í Fréttablaðinu er því alls
ekki rétt. Það að gera fortíð Óðins
tortryggilega spillir ekki nauðsyn
þess að tryggja verndun íslenska
laxastofna. Að því þurfa menn að
snúa sér að einurð.
Búið er að leyfa ákveðið eldi.
Ekki ætti að bæta við leyfum fyrr
en reynsla er fengin af núverandi
eldi. Auka þarf þekkingu okkar á
ýmsum þáttum er lúta að eldinu.
Þar skortir ýmsar grunnrann-
sóknir. Bæta þarf m.a. þekkingu á
farleiðum lax í kringum landið,
erfðafræði íslenskra laxastofna og
þróun á notkun geldstofna í eld-
inu. Með því að finna visthæfar
leiðir í eldinu, t.d. með notkun
geldfisks, er ef til vill um leið
fundinn lykill að betri markaðs-
stöðu. Slík staða kann að reynast
nauðsynleg ef laxeldi á að þrífast
hér á landi í hörðum samkeppn-
isheimi.
Verndun íslenskra laxastofna
Eftir Sigurð Guðjónsson
og Sigurð Má Einarsson
Sigurður Guðjónsson er fram-
kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar.
Sigurður Már Einarsson er deildarstjóri
Veiðimálastofnunar í Borgarnesi.
Sigurður Már
Einarsson
Sigurður
Guðjónsson
Skyldleiki laxastofna á Íslandi.
OPIÐ 9-18
OPIÐ HÚS
í dag frá kl. 15-18
VESTURBERG 148, - 2. hæð h.t.h.
Í einkasölu sérstaklega falleg og rúmgóð
4ra herb. íbúð, 112 fm, á 2. hæð í litlu
fjölbýli sem nýlega er búið að klæða að
utan á vandaðan hátt með litaðri álklæðn-
ingu. Stofa með yfirbyggðar flísal. svalir,
sjónvarpshol, flísal. baðherb., eldhús og 3
svefnherbergi. Vandað eikarparket og
flísar á gólfum. Stutt í skóla og þjónustu.
Áhv. um 8 millj. 40 ára húsbr. m. 5,1%
vöxtum. Ásett verð 13,2 millj. Ákveðin
sala. VERIÐ VELKOMIN.
Atvinna
Gullið tækifæri
Fjarðargötu 11
Sími 595 9095
holl@holl.is
Opið virka daga kl. 9-18
www.holl.is
Til sölu er lítið, sérhæft fyrirtæki í útsaumi, myndsaumi, merkingum
o.fl. Mikil verkefni og góð viðskiptasambönd. Núverandi eigendur
eru reiðubúnir að starfa með kaupendum, kenna og veita leiðbein-
ingar fyrstu vikurnar. Þörf er á 50 til 80 fm snyrtilegu húsnæði.
Upplýsingar gefur Halldór
hjá fasteignasölunni Hóli, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, í síma 595 9095
halldor@holl.is
Digranesheiði Gott tvílyft 188,9 m2
einbýlishús á fallegum stað við Digranesheiði í
Kópavogi með bílskúr. Eignin skiptist m.a. í tvö
herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og bað-
herbergi. Á neðri hæðinni er m.a. þvottahús,
geymslur og bílskúrinn. Lofthæð er minni í
kjallara. Sérlega fallegur og gróinn garður. Nýtt
þak. V. 19,9 m. 3584
Torfufell - glæsilegt m. kj.
Mjög vandað og mikið standsett 123,2 fm
raðhús ásamt 123 fm kj. og 22,5 fm bílsk. Á
hæðinni er forstofa, hol, eldhús, þvottahús, 3
herb. o.fl. Íbúðarhæfur kjallari eru undir húsinu
öllu og er sérinngangur í hann en einnig er
innangengt. Nýtt þak, nýleg eldhúsinnr, nýl.
standsett baðh., gólfefni o.fl. V. 19,2 m. 3591
Langabrekka - Kóp. Vorum að
fá í einkasölu mjög fallega 126 fm sérhæð í 2-
býli. Hæðinni fylgir 25 fm bílskúr og herbergi
undir honum. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur
og 3-4 herbergi. Sérinngangur. Þvottahús í
íbúð. Fallegt útsýni. V. 18,5 m. 3600
Safamýri - rúmgóð Mjög falleg
og vel umgengin 147 fm neðri sérhæð í 4-býli.
26 fm bílskúr fylgir. Hæðin skiptist m.a. í tvær
stofur og 3-4 herbergi. Innaf forstofu er
herbergi og snyrting sem gæti hentað til
útleigu. V. 20,6 m. 3180
Hlégerði - Kóp.
Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 4ra herb.
96 fm efri sérhæð í 3-býlishúsi. Íbúðin skiptist
m.a. í rúmgóða stofu og þrjú herbergi. Sér inn-
gangur. Fallegt útsýni úr íbúð. Bílskúrsréttur.
Stór falleg lóð. V. 14,5 m.
Veghús - m. bílsk.
4ra herbergja falleg 101 fm íbúð á 4. hæð með
fallegu útsýni og stæði í bílageymslu.
Sérþvottahús innaf eldhús. Laus strax. V. 12,3
m. 3580
Seilugrandi - Falleg íbúð.
Stór og glæsileg 123,2 m2 íbúð auk stæðis í
bílageymslu. Íbúðin er á 2 hæðum og skiptist
m.a. í 4 svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu,
eldhús og stofur. Sérgeymsla fylgir í kjallara svo
og sam. þvottaherb. o.fl. Blokkin er nýtekin í
gegn að utan og eru leiktæki ný. V. 17,5 m.
3594
Sogavegur - Þríbýlishús.
Mjög falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í
þríbýlishúsi við Sogaveg í Reykjavík. Eignin
skiptist í forstofu, þvottahús, hol, tvö herbergi,
baðherbergi, eldhús og stofu. Sérgeymsla á
hæð. Allt sér. V. 12,9 m. 3593
Flyðrugrandi - frábær
staðseting. 3ja herb. íbúð á mjög
vinsælli blokk með verðlauna sameign o.fl.
Íbúðin sem snýr inn í garðinn og er með stórum
suðursvölum. V. 13 m. 3613
Álftamýri - laus. 2ja herb. 64 fm
björt íbúð á 4. hæð. Góð sameign. Nýleg
gólfefni. Nýtt gler. Laus strax. V. 9,5 m. 3592
Fannafold-sérinng.
Falleg og björt neðri sérhæð (jarðhæð)
u.þ.b. 100 fm með beinu aðgengi
(sérinngangi). Parket og góðar innréttingar.
Allt sér m.a. geymsla og þvottahús. Lítill
garðskáli og verönd. Mjög falleg íbúð. V. 14
m. 3598