Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 17
ilvægt að geta þegið og á þessu skrefi fari fólk að leyfa sér að þiggja, hamingju, kærleik og velmegun. Það séu fjölmargir sem geti ekki þegið gjafir því þá finnst þeim þeir vera komnir í skuld og það sé óþægilegt. „Þegar líða tekur að lokum þrep- anna, eða á sjötta skrefi, er komið að því að fylgjast með sjálfum sér. Átta sig á mistökum sínum og vera fljótur að fyrirgefa sér. Allt sem við gerum sé ferli þangað til við vöknum af þeim vana sem ferlið er. Sé maður ómeðvitaður eða sofandi geri ferlið mann háðan. Það þýði ekki að maður geti ekki verið í jákvæðu ferli svo lengi sem maður festist ekki í því. Þetta skref byggist einnig á því að vera meira vakandi, öðlast frekara innsæi og halda áfram á beinu braut- inni. Allt gjörbreytist þegar maður hefur öðlast kærleik og traust á sjálfum sér. Þegar maður getur ver- ið til staðar og er ekki hræddur við að sýna fólki sinn innri mann.“ Lokaskref kaðlajóga kallast ham- ingja eða þakklæti. Hann segir það mikilvægt að við breytum hugsun okkur í þakklæti því það útiloki þann skort sem svo margir búi við. Það fyrirfinnist enginn skortur á því augnabliki sem við erum þakklát því þá séum við uppljómuð. „Við búum við stöðugan skort í nútíma- samfélagi, grasið er alltaf grænna hinum megin og enginn má vera að því að vera til staðar,“ segir Guðni. En hann og vinur hans Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur nota orðið skortdýr um þær manneskjur sem lifa í stöðugu vanþakklæti og óham- ingju. „Þegar við lærum að njóta augnabliksins erum við tilbúin til að þiggja og vera þakklát. Við eigum að láta frá okkur bareflin, hætta að misbeita okkur, skammast okkar og refsa okkur. Við eigum frekar að fara að okkur með alúð barnsins, hvetja sjálf okkur til að taka ábyrgð og velja betri veg, sjálfs okkar og umhverfisins vegna.“ Hvernig er æfingakerfi kaðlajóga uppbyggt? „Hver og einn getur iðkað æfing- arnar upp á eigin spýtur. Það sem til þarf eru kaðlarnir sem æfingarnar eru gerðar með en þeir eru blakkir sem festar eru í gálga. Á þessum gálga liggur þú síðan og notar þunga líkamans til að styðja þig. Æfing- arnar byggjast á því að draga allar hreyfingar inn í kviðinn hvort sem þær eru gerðar á bakinu eða á hlið- inni. Þær styrkja því kviðinn fyrst og fremst en þaðan leiðir síðan styrkurinn út í alla limina. Öndun er samhliða æfingunum og í kaðlajóga er óháðri athyglisaðferð beitt sem hugleiðslu. Í hvert skipti sem við verðum fjarlæg leiðum við okkur til baka með önduninni. Að lokum eru böndin notuð til að teygja og und- irbúa líkamann fyrir slökun. Æf- ingabúnaðurinn, þ.e. reipin, tónlist, myndband, hugmyndafræðin í bóka- og bæklingaformi, verður settur á markað á Íslandi í nóvember. Þar til gerðir seljendur munu annast sölu búnaðarins og veita þjónustu honum tengda. Það er Hreysti hf. sem stendur að innflutningi, sölu og dreifingu kaðlajóga hér á landi. Einnig er undirbúningur slíkra jóga- tíma hér á landi þegar hafinn, en nánari upplýsingar um það og annað sem snýr að kaðlajóga má nálgast á heimasíðunni www.ropeyoga.com. Nú þegar hafa fjórir einstaklingar útskrifast sem kaðlajógakennarar. Þá mun ég halda námskeið hér í nóv- ember bæði fyrir kennara og al- menning.“ Telurðu kerfið falla vel að per- sónueinkennum Íslendinga? „Ég lít á Íslendinga sem orku- bolta, Ísland er auðlind og að mörgu leyti ósnortið. Það er ekki hægt að bera Ísland og Bandaríkin saman þó svo að þar fari vel um mig. Íslend- ingar eru nýjungagjarnir, öflugir og mjög stórhuga. Það sýnir sig vel þegar horft er yfir Íslandssöguna. Það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að raunveruleg uppbygging landsins hófst en þá hófst hún líka af krafi. Landið hefur blómstrað hratt á aðeins þessum 60 árum og er að verða eins og lítið heimsveldi. Íslendingar eru sterkir og hafa mikinn vilja og kraft en helsta einkenni okkar er þó hvað við erum óbeisluð. Öfgarnar hér eru jafnmiklar og orkan. Það sem mig langar að leggja af mörkum sem Ís- lendingur er að hjálpa bæði sjálfum mér og Íslendingum að komast inn í núið og verða enn öflugri en þeir eru. Ég hef unnið með mörgum framkvæmdastjórum stórra fyr- irtækja í Bandaríkjunum og þeir eiga allt nema sjálft lífið því þeir eru aldrei til staðar til að njóta neins af því sem þeir hafa skapað sér. Lífs- gæðakapphlaupið er mikið hér líkt og annars staðar. Við þurfum að átta okkur á hvert leið okkar liggur, hver séu markmiðin og hver tilgangur lífsins er. Hér er góður hópur fólks sem vinnur ötullega að heilsuræktarmálum. Ég hlakka til að slást í lið með þeim og hafa þann- ig áhrif á framtíð og heilsu þjóð- arinnar.“ Svona í lokin, lítill fugl hvíslaði því að mér að fræg Hollywood-leikkona hefði sótt tíma hjá þér ... „Ég hafði aðallega starfað með forstjórum stórra fyrirtækja en mest lítið með stjörnunum þar til en Kim Basinger sótti tíma hjá mér í sex mánuði fyrir síðustu bíómynd sína, 8 Mile. Ég var nú hálffeiminn við hana fyrst en það var alls engin ástæða til þess. Hún og aðstoð- arkona hennar voru svo skemmti- legar að það var hreint bíó á köflum. Kim er skemmtileg og mjög gjöful manneskja, mikill dýravinur, um- hverfissinni og kærleiksrík. Manni finnst leikararnir vera svo fjarlægir manni þegar maður sér þá á hvíta tjaldinu en sú var ekki raunin með Kim. Hún er eðlilegri en flestar aðr- ar manneskjur sem ég hef hitt. Það var skemmtilegt hvað hún var laus í reipunum og algjörlega óháð. Oft og tíðum byrjaði hún að syngja í miðri æfingu og ekki bara þrjú lög heldur tíu, fimmtán eða tuttugu, hún breyttist bara allt í einu í skemmti- kraft! Ég svitnaði og roðnaði en hélt mig við efnið og að lokum komumst við aftur á réttan kjöl.“ nleg heild er þess eðlis að andað er í gegnum nefið og um leið þrengt örlítið að hálsinum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 17 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 1. október í 3 vikur. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma árs- ins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frá- bæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér síð- ustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Á Costa del Sol er að finna eitt besta veðurfar í Evrópu og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábæran aðbúnað. 3 vikur til Costa del Sol 1. október frá kr. 29.950 Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó 1.okt., 3 vikur. Almennt verð kr. 52.450 Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960 Verð kr. 29.950 Flugsæti til Costa del Sol, 1. okt. með sköttum. Almennt verð kr. 31.450 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 10.sept. – uppselt 17.sept. – 19 sæti 24.sept. – 23 sæti 1.okt. – 32 sæti 24.sept. Vikuferð frá 29.963
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.