Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 29 ásamt Arafat og kom næstur honum að völdum innan samtakanna um áratuga skeið, en sagði af sér úr miðstjórn þeirra í sumar vegna ágreinings. Miðstjórnin hefur neitað að taka úrsögnina gilda, en hann sækir ekki lengur fundi hennar. Þeir eru gerólíkir menn. Arafat getur verið óútreiknan- legur í framkomu, en Abbas er jarðbundinn og hógvær. Þegar Arafat veitir blaðamönnum viðtöl eru þeir látnir bíða á tilteknum stöðum og síðan fluttir í skyndingu í skjóli myrkurs til að hitta leiðtogann, sem birtist í herklæðnaði og alvæpni í fylgd hers manna. Síðan flytur hann ræður með tilþrifum, en það er undir hælinn lagt hvort hann svarar spurningum. Abbas veitir einfaldlega viðtöl á tilsettum tíma á skrifstofu sinni og kemur fram í fylgd tveggja aðstoðarmanna. Engin læti og ekkert umstang. Abbas er ekki sagður hafa svokallaðan kjörþokka til að bera. honum er lýst sem alvarlegum manni, sem sé heill í samskiptum og eigi frama sinn í palestínskri pólitík því að þakka að hann viti hvernig koma eigi hlutum í verk á bak við tjöldin. Hann hafi orðið forsætisráðherra án þess að vilja það og sé tregur foringi, sem hafi óbeit á sviðsljósinu. Málflutningur Abbasar getur ekki verið Ísraelum á móti skapi. Hann hefur heitið því að nota palestínsku lögregluna og varðstöðvar til þess að gera ólögleg vopn upptæk og fordæmir ofbeldisverk herskárra Palest- ínumanna undanfarin tvö og hálft ár. Hann virðist einnig skynja þarfir Ísraela og gera sér grein fyrir því að þeir vilji öryggi, sem Palestínumenn verði að veita. Hann veit einnig að ísraelskar skoðanakannanir hafa sýnt að verði slíkt öryggi veitt er ísraelskur almenningur reiðubúinn til að gera málamiðlanir varðandi landsvæði og svokallaðar landnemabyggðir. Það hefur meira að segja komið fram að arabískur þingmaður á ísraelska þinginu hafi farið með Abbasi í heimsókn inn á heimili Ísraela af ýmsum stigum þjóðfélags- ins svo hann gæti heyrt raddir íseraelskra borgara. Til þess að geta uppfyllt yfirlýsingar sínar um að tryggja Ísraelum langþráð öryggi hefði hann þurft að öðlast trúverðugleika í augum Palestínu- manna, en meðal almennings nýtur Arafat meiri stuðnings en Abbas. Það var ljóst að hann myndi ekki fá stuðning til slíkra aðgerða á meðan Ísrael- ar halda uppteknum hætti. Vonir Palestínumanna um að ástandið myndi batna við það að Abbas sett- ist í embætti forsætisráðherra hafa að engu orðið og ástandið hefur lítið sem ekkert breyst á her- námssvæðunum. 500 vegatálmar eru á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu og hefur Ísraelsher aðeins fjarlægt níu. Ísraelar hafa hundsað ákvæði í vegvísinum um að fjarlægja 80 ólöglegar land- nemabyggðir á Vesturbakkanum og hefur þeim þvert á móti fjölgað um tvær síðan í júní. Ísraelar hafa haldið áfram að drepa palestínska vígamenn þrátt fyrir þriggja mánaða vopnahlé sem hinir vopnuðu hópar Palestínumanna lýstu yfir. Þessum aðgerðum Ísraela hefur verið svarað með hryðju- verkum. Rifust eins og litlir krakkar Á sama tíma hefur Abbas átt í valdabar- áttu við Arafat, sem hefur kristallast í deil- unni um yfirráð yfir palestínsku öryggissveitun- um. Arafat ræður enn yfir þremur vopnuðum sveitum, alls 28 þúsund manns, þar á meðal þraut- þjálfaðri lífvarðadeild, sem nefnist Sveit 17, og þjóðaröryggissveitunum, sem jafngilda her Pal- estínumanna. Abbas hefur lagt áherslu á að allar sveitir Palestínumanna eigi að vera undir einni stjórn. Á fundi 23. ágúst héldu þeir fund um málið og var rifist heiftarlega eftir því, sem fram kom í tímaritinu Newsweek. Miðstjórn Fatah reyndi að miðla málum á fundinum og lagði til að Nasser Yusuf, sem verið hefur tryggur stuðningsmaður Arafats, tæki við embætti innanríkisráðherra og bæri fulla ábyrgð á öryggismálum. Arafat sam- þykkti Yusuf, en krafðist þess að hafa áfram vopn- aðar sveitir undir sinni stjórn. Abbas studdi einnig Yusuf, en ekki ef Arafat ætti áfram að stjórna vopnuðum sveitum. Samkvæmt frásögninni rifust þeir þar til miðstjórnarmennirnir gáfust upp. „Þeir voru eins og litlir krakkar,“ sagði einn, sem var viðstaddur. Arafat hefur einnig staðið í vegi fyrir Abbasi á öðrum sviðum. Þegar þvinga átti 600 félaga Ara- fats í Fatah til að setjast í helgan stein beitti Ara- fat brögðum til að koma í veg fyrir að það næði fram að ganga á þingi. Hann hefur einnig stöðvað tilraunir til umbóta í dómskerfinu. Arafat skipar sveitar- og bæjarstjóra. Hann hefur einnig sína eigin sjóði, um 30 milljónir dollara á ári, sem hann er sagður veita stríðsekkjum, námsmönnum og öðrum, sem leita til hans. einnig er talið að hann hafi verið að reyna að ná öllum yfirráðum yfir vopnuðum sveitum Palestínumanna úr höndum Abbasar þegar hann skipaði Jibril Rajoub í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa, en enginn hafði gegnt þeirri stöðu áður. Var sagt að ætlunin væru sú að Rajoub færi fyrir nýju ráði, sem hefði stjórn á öll- um öryggissveitum Palestínumanna, alls 53 þús- und manns. Þar með yrði Mohammed Dahlan, yf- irmanni öryggismála hjá Abbasi, skákað til hliðar. Erfitt að af- skrifa Arafat Þegar Abbas tók við sem forsætisráðherra upphófust miklar vangaveltur um það hvort nú myndi einu gilda um Yasser Arafat og tími hans væri liðinn. Bæði Ísraelar og Banda- ríkjamenn vonuðu að með nýrri skipan yrði Arafat ýtt til hliðar, en hann hefur sýnt svo um munar að það er engin leið að afskrifa hann, frekar en fyrri daginn. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar eru nú að gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki gengið fram hjá honum og skoraði Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, nýlega á Arafat að beita áhrifum sínum til að þrýsta á Hamas og Íslamska jihad að lýsa yfir vopnahléi á nýjan leik. Shaul Mof- az, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði á þriðjudag að Ísraelar gætu þurft að senda Arafat í útlegð áð- ur en árið er á enda, en yrðu að tímasetja slíkt með varkárni til þess að grafa ekki undan Abbasi. Arafat hefur ávallt treyst á pólitískt innsæi sitt. Hann lætur sig einu varða þótt hann búi ekki við lystisemdir, sé nánast í stofufangelsi og kom- ist vart úr höfuðstöðvum sínum. Hann gerir sér grein fyrir veikri stöðu Palestínumanna, en sér þó ekki aðeins veikleika. Hann lítur svo á að Ísr- aelar búi líka við óöryggi, efnahagur þeirra sé á niðurleið og straumur innflytjenda hafi nánast stöðvast. Það sé að verða viðtekið að Ísraelar eigi að hverfa aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir 1967, rífa eigi landnemabyggðirnar og skipta Jerúsalem í tvær höfuðborgir. Abbas hef- ur vissulega verið keppinautur hans um völd og hann hefur gerólíkan stíl, en nýi forsætisráð- herrann hefur líka firrt hann ákveðinni ábyrgð. Ekki var lengur hægt að skella skuldinni á Arafat eingöngu þegar eitthvað gerðist. Það var því í þágu Arafats að styðja Abbas upp að vissu marki, en standa um leið í vegi fyrir honum. Abbas aðþrengdur Abbas sóttist ekki eftir embættinu sem hann settist í fyrir fjórum mánuðum. Öll at- burðarás undanfarinna mánaða er honum þvert um geð. Hann er þeirrar skoðunar að hægt sé að ná árangri í samskiptum við Ísrael, en það verði ekki gert með ofbeldi, sem aðeins leiði til þess að þjappa Ísraelum saman gegn Palestínumönnum og þagga niður í röddum hófsemi í Ísrael. Ef hægt verði að stöðva ofbeldið og hefja friðarviðræður verði Sharon annað hvort að hefjast þegar handa við að hrinda ákvæðum vegvísisins til friðar í fram- kvæmd eða afhjúpa ella að hann hafi engar slíkar fyrirætlanir og uppskera fyrir vikið þrýsting bæði innan frá og utan. Ofbeldisverk Palestínumanna komi því einu til leiðar að Ísraelar komist hjá því að velja og Bandaríkjastjórn geti skorast undan því að standa við skuldbindingar sínar. Standi Pal- estínumenn við sitt muni hins vegar koma fram brestir í samstöðu Ísraela og Bandaríkjamenn verði að sýna trúverðugleika og standa við stóru orðin. Það er hins vegar ljóst að honum er alvara í því að vilja koma á friði og telur það verkefni brýnna en bæði Arafat og Sharon. Óvíst er hvað tekur við fari Abbas frá, en því má ekki gleyma að valdabarátta Arafats miðaði ekki við að koma Abbasi frá, í það minnsta ekki enn um sinn, heldur takmarka völd hans. Víst er að Arafat verður kennt um að hafa komið því til leiðar að Abbas hrökklaðist frá völdum og Palestínuleiðtoginn mun sennilega telja það sér í hag að forsætisráð- herrann sitji áfram. Abbas mun hins vegar örugg- lega ekki taka það í mál nema hann fái sínu fram- gengt í deilunni um öryggissveitirnar. Ef Abbas fer úr embætti, sem allt útlit er fyrir, þýðir það að helsti stuðningsmaður vegvísisins til friðar og gagnrýnandi hryðjuverkaherferðarinnar á hendur Ísraelum í forustusveit Palestínumanna hverfur frá völdum. Morgunblaðið/Kristinn Arafat og Abbas eru gamlir samherjar og nær samstarf þeirra marga ára- tugi aftur. Abbas er einn af fáum sam- herjum Arafats, sem alla tíð hefur verið honum hollur og aldrei tók þátt í ráðabruggi gegn honum, þótt hann fylgdi honum heldur ekki í blindni. Laugardagur 6. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.