Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 38
KIRKJUSTARF 38 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir prestar þjóna Grafarvogspestakalli FRÁ og með 1. september munu fjórir prestar þjóna í Grafarvogi. Þeir eru sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur, sr. Sigurður Arn- arson, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Þetta er eðlileg skipan þar sem brátt munu um fimm þúsund sókn- arbörn vera á bak við hvert pest- embætti, en samkvæmt lögum eiga sóknarbörnin ekki að vera fleiri en fjögur þúsund á bak við hvern prest. Fjölgun presta mun leiða af sér fjölþættari þjónustu. Hvern sunnudag verða þrjár guðs- þjónustur kl. 11, almenn guðsþjón- usta í aðalsal kirkjunnar, barna- guðsþjónusta á neðri hæð kirkjunnar, og á sama tíma kl. 11 verður barna– og fjölskylduguðs- þjónusta í Borgarholtsskóla. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður síðan gosp- elguðsþjónusta í kirkjunni kl. 20. Guðsþjónustur eru einnig á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Einn af pestum safnaðarins sér um enskar messur og annar tekur þátt í æðruleysismessum þjóð- kirkjunnar. Hin hefðbundna dgskrá safn- aðarstarfsins verður sem hér seg- ir: Guðsþjónustur: 7. september hefst vetrarstarfið í Grafarvogs- kirkju með barna– og fjölskyldu- guðsþjónustu kl. 11:00. Almennar guðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11:00. Barnaguðsþjónustur eru einnig kl. 11:00. Guðsþjónusturnar fara því fram samtímis, á sitt hvorri hæð kirkjunnar. Barna- guðsþjónustur í Borgarholtsskóla kl. 11:00. Þær annast prestar safn- aðarins og leiðtogar í barnastarfi. Foreldramorgnar: Starfið hjá þeim hefst fimmtudaginn 5. sept- ember kl. 10:00–12:00 í Graf- arvogskirkju og eru þeir vikulega. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi sam- verustundir. Kirkjukrakkar: Fyrir börn á aldrinum 7–9 ára, kl. 17:30–18:30 á mánudögum í Engjaskóla, þriðjudögum í Rimaskóla og á fimmtudögum í Húsaskóla og Grafarvogskirkju. KFUM og K verður í vetur fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára á mið- vikudögum kl. 17:30–18:30 og hefjast fundirnir 17. september og fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára á mánudögum kl. 17:30–18:30 og hefjast fundirnir 15. september. Æskulýðsfélög: Fyrir unglinga í 9. og 10 bekk á þriðjudögum og 8. bekk á fimmtudögum kl. 20:00 í Grafarvogskirkju Eldri borgarar: Þátttakendum í þessu starfi fer fjölgandi og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13:30. Starfið hefst með því að farið verður í haust- ferð þriðjudaginn 16. september. Kirkjukór: Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar org- anista og kórstjóra. Kórinn, sem er orðinn fjölmennur, getur þó enn bætt við góðum karlaröddum. Safnaðarfélagið: Fundir hjá Safnaðarfélaginu eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 6. október kl. 20:00. Alfa–námskeið: Hefst þriðjudag- inn 13. janúar 2004. Um er að ræða 10 vikna fræðslunámskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Fermingarbörn: Dregið verður um fermingardagana í guðsþjón- ustu sunnudaginn 14. september kl. 11:00. Krakkakór: Er fyrir börn frá 7 ára aldri. Æfingar eru á þriðju- dögum kl. 17:45–18:45. Unglingakór: Er fyrir unglinga frá 11 ára aldri. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 16:00–17:30 og á fimmtudögum kl. 17:00–18:30. Fé- lagsgjald er kr. 5.000 fyrir vet- urinn. Örfá pláss eru laus, áhuga- samir geta haft samband við kórstjóra í síma 820 8450 eða 587 9070. Kórstjóri er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kyrrðarstundir: Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju verða í hádeg- inu á miðvikudögum kl. 12:00 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boð- ið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Þær hefjast mið- vikudaginn 10. september. Sorgarhópur: Hópur sem hittist reglulega í nokkrar vikur og fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vetur, líkt og síðast- liðna vetur. Prestar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið í janúar 2004 og verður 10 næstu mánudaga þar á eftir. Hóp- urinn er ætlaður þeim sem hafa misst nána ástvini. Bænahópur: Á hverju sunnu- dagskvöldi kl. 20:00 hittist bæna- hópur í kirkjunni og er hann öll- um opinn. Námskeiðið „Að búa einn“ Und- ir handleiðslu sr. Önnu Sigríðar Pálsdóttur verður í janúar 2004 og ætlað þeim sem hafa gengið í gegnum skilnað. Al–Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20:00. AA-hópur hittist á laugardags- morgnum kl. 11:00. Morgunstund gefur gull í mund: Alla virka daga aðventunnar verð- ur boðið upp á friðar- og kyrrð- arstundir í Grafarvogskirkju kl. 07:00–08:00 á morgnanna. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morgunverð í safn- aðarsal kirkjunnar. Símatímar prestanna eru frá kl.11:00–12:00, þriðjudaga til föstudaga, viðtalstímar eftir sam- komulagi. Símanúmer Grafarvogskirkju: 587 9070 Fax: 587 9267 Netfang: erna@grafarvogs- kirkja.is Sóknarnefnd, safnaðarfélag, kórar, æskulýðsfélög, prestar og aðrir starfsmenn Grafarvogs- kirkju. Vetrarstarf Norðfjarðarkirkju FJÖLBREYTT starf verður í kirkjunni í vetur. Því er mikilvægt að allur söfnuðurinn sé sem virk- astur og taki þátt í öflugu safn- aðarstarfi. Reynt er að ná til alls safnaðarins með fjölþættum at- höfnum. Barnastarfið er einn mikilvæg- asti þáttur starfsins okkar og því mikilvægt að leggja áherslu á að börnin sæki kirkju og leiti sam- félags hvert með öðru, foreldrar og börn, aldnir og ungir. Starf tíu til tólf (TTT) ára verð- ur áfram öflugt, og æskilegt að efla unglingastarf einnig. Ferm- ingarstarfið er mikilvægur þáttur í fræðslunni um kirkjuna, lífið, um alvöru og samhengi mannlífs í gleði og sorg á daglegum vett- vangi. Foreldrar eru hvattir til að styðja við starf okkar með sýni- legri þátttöku sinni. Fjölskylduguðsþjónustur í vetur eru með léttu sniði og byggjast á framlagi barnanna að miklu leyti. Þar koma nemendur Tónskólans fram með tónlistaratriði og söng- ur og gleði ríkir. Þetta er góð stund sem gleður og eflir sam- félag andans. Um námskeið á vegum kirkj- unnar er óskað eftir ábendingum þeirra sem áhuga hafa en fjöl- margt er í boði af hálfu kirkj- unnar sem er bæði fróðlegt og lærdómsríkt og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við sókn- arprest. Söfnun verður á vegum Hjálp- arstarfs kirkjunnar og munu fermingarbörn ganga í hús og safna á sameiginlegum söfn- unardegi um allt landið mánudag- inn 3. nóv. kl. 18–20. Eru allir beðnir um að taka þeim vel. Viðtalstímar sóknarprests eru sem hér segir: Í Safnaðarheimili á þriðjudögum til föstudags frá kl. 13:00. Sími í Safnaðarheimili er 477 1766, sími heima 477 1127, farsími 896 9878. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Vetrarstarfið í Hallgrímskirkju UM þessar mundir er vetrarstarfið í Hallgrímskirkju að hefjast. Messa nk. sunnudags ber þess merki, því þá hefst barnastarfið, sem er með þeim hætti, að börnin eru með í messunni til að byrja með. Þau fá síðan fræðslu og leik við hæfi. Í messunni verður einnig kynnt allt starfsfólk kirkjunnar og nýtt starfsfólk sérstaklega boðið vel- komið. Á haustmánuðum (sept.-des) verður sr. Sigurður Pálsson í námsleyfi, en hann mun dvelja í Kaupmannahöfn við nám og skriftir. Við óskum honum vel- farnaðar og biðjum góðan Guð að blessa störf hans og fylgja þeim hjónum á erlendri grund. Í fjarveru sr. Sigurðar Páls- sonar mun undirritaður sinna sóknarprestsstörfum, en að auki mun koma til liðs við okkur dr. Sigurður Árni Þórðarson sem mun þjóna sem prestur. Sigurður Árni hefur verið verkefnisstjóri á bisk- upsstofu, en áður hefur hann ver- ið rektor Skálholtsskóla og þjónað sem sóknarprestur. Dr. Sigurður Árni mun prédika í messunni. Þá verður boðin velkomin til starfa Helga Vilborg Sigurjóns- dóttir, en hún mun stjórna Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju í vetur. Enn er hægt að skrá ný börn í kórinn. Ákveðið hefur verið að verða við áskorunum um að tekin verði samskot í messum í Hallgríms- kirkju, eins og gert er í kirkjum um allan heim. Næsta sunnudag verður fjáröflunin kynnt og hafin. Vetrarstarfið verður að öðru leyti með nokkuð hefðbundnu sniði, barna– og unglingastarf fyr- ir börn á öllum aldri, ferming- arfræðsla og hópastarf. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barna- og unglingastarfinu og og veitir frekari upplýsingar. Fræðsla fyrir fullorðna verður með nokkuð breyttu formi, en á sunnudögum verða fræðslumorgn- ar ekki lengur kl. 10.00, heldur verður sunnudagsfundur kl. 13.00. Þessir fundir verða í október og nóvember með fjölbreyttu efni, sem kynnt verður síðar. Þá verður boðið upp á 7 vikna námskeið í grundvallaratriðum kristinnar trú- ar sem kallast Lifandi steinar. Námskeiðið verður á fimmtudags- kvöldum kl. 20-22 en einnig verð- ur aukafundur og samvera hálfan laugardag á miðju tímabilinu. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 2. október kl. 20.00. Nánari upplýs- ingar hjá prestunum, en þeir munu kenna á námskeiðinu og stýra því. 12 spora starfið heldur áfram, en fyrsti kynningarfundur verður miðvikudaginn 24. sept. kl. 20.00, en hóparnir verða starfræktir í allan vetur. Umsjón hefur Sigrún Ásgeirsdóttir. Foreldramorgnar eru alla mið- vikudaga kl. 10.00 undir stjórn Dagbjartar Theodórsdóttur, sem einnig stýrir öldrunarstarfi kirkj- unnar, heimsóknarþjónustu, opn- um húsum o.fl. Kórastarfið er þegar hafið en við kirkjuna starfa þrír kórar: Barna- og unglingakór Hallgríms- kirkju, sem þegar er getið, Mót- ettukór Hallgrímskirkju og Kammerkórinn Schola cantorum, sem Hörður Áskelsson, kantor kirkjunnar, stjórnar. Kórarnir hafa reglulegar æfingar, syngja í helgihaldi kirkjunnar og halda tónleika, en tónleikahald í Hall- grímskirkju er mjög fjölskrúðugt. Listvinafélag Hallgrímskirkju er 20 ára gamalt og hefur skipulagt mjög fjölbreytta listastarfsemi í kirkjunni, svo sem tónleika, mynd- listarsýningar, málþing o.fl. For- maður félagsins er sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kvenfélag Hallgrímssóknar er elsta félag kirkjunnar og hefur starfað mikið fyrir kirkjuna, búið hana fallegum munum og haldið uppi fjölbreyttu félagsstarfi. Kven- félagsfundir eru fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Formaður félags- ins er Ása Guðjónsdóttir. Það er von okkar að vetrarstarf Hallgrímskirkju verði mörgum til uppbyggingar, gleði og blessunar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Vetrardagskrá Dómkirkjunnar Á ÞESSUM vikum er vetrardag- skráin okkar að falla í skorður. Að vanda er hún fjölbreytt og tek- ur til margra sviða aldurs og áhugamála. Dómkirkjuprestarnir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson leiða safnaðarlífið. Sunnudagsmessurnar kl. 11 eru í fyrirrúmi safnaðarlífsins. Þar er viðleitni okkar að leiða inn hressi- legan blæ í trúareinlægni um leið og við leitumst við að vera hefð- inni trú. Dómkórinn leiðir sönginn undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Hann ber hitann og þung- ann af tónlistarstarfi Dómkirkj- unnar og ber þar hæst Tónlistardagana um mánaðamót október og nóvember. Hann stjórnar einnig Kór Menntaskólans í Reykjavík sem syngur við fáein- ar guðsþjónustur á árinu. Á sunnudagskvöldum kl. 20 eru æðruleysismessur þriðja sunnudag hvers mánaðar. Þær eru ætlaðar öllum þeim sem hafa gert sér gagn af „Sporunum tólf“ til þess að ná framförum í lífi sínu. Að þeim stendur hópur presta ásamt dómkirkjuprestunum og frábært tónlistarfólk. Fyrsta sunndag hvers mánaðar eru kvöldmessur kl. 20, stundir þar sem lögð er áhersla á einlægni, nánd og kyrr- láta gleði. Á miðvikudögum eru hádeg- isbænir kl. 12:10 og léttur máls- verður á kirkjuloftinu á eftir. Þetta eru tilvaldar kyrrðarstundir fyrir fólk sem starfar í miðborg- inni og getur tekið sér hlé um miðjan dag til þess að næra sálina. Á fimmtudögum er opið hús kl. 14–16 í Safnaðarheimilinu. Þessar stundir eru einkum ætlaðar þeim sem ekki eru lengur eða tíma- bundið bundnir við vinnu á þess- um tíma. Á þessum fundum er fjölbreytt dagskrá, notalegar kaffiveitingar, stutt helgistund og stundum farið í stuttar ferðir eða heimsóknir. Umsjónarmaður er Anna Johannessen. Eldri borg- Morgunblaðið/Jim SmartGrafarvogskirkja Safnaðarstarf Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudagskvöld kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er samkoma kl. 20.00. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðumaður Robert Maas- bach. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Mik- il lofgjörð og fyrirbæn. Allir hjartan- lega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.