Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sætin til Rimini þann 16. september í eina viku. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1. Kynnstu Feneyjum, Flórens, Rimini og Róm, því héðan er frábært að ferðast til allra átta um Ítalíu. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og að auki getur þú valið um úrval gististaða á Rimini og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 2 fyrir 1 Rimini 16. september frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Fargjald kr. 32.200.- / 2 = 16.100. Skattar kr. 3.850. Alm. verð kr. 20.950. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. Verð gistingar Nautic 7 nætur 2 í stúdíó, á mann 17.400. E R TIL ómerkilegra fyrirbæri en gangstétt? Gráar, sviplaus- ar raðir af steinum, troðnar skósólum, sem liggja þvers og kruss um borgina. Þó eru þetta farvegir manngrúans; vörð- ur borgariðunnar. Ég hafði varla áttað mig á að gangstéttir hefðu nokkuð annað hlutverk en að leiða fólk milli staða fyrr en í vikunni. Þá rek ég augun í ástfangið par á unglingsaldri kela á götuhorni. Gangstéttin þeirra athvarf, fjarri foreldrahúsum. Ef til vill fyrsta ástin. Þau faðmast og kyssast í óratíma. Vinirnir spölkorn ofar í götunni og láta sér fátt um finnast. Þegar þeir hverfa á braut lítur stúlkan á kærastann björtum augum og rennir frá peysunni, svo hann komist með hendurnar undir bolinn. Bara í stutta stund. Svo halda þau áfram faðm- lögunum. Síðar um daginn þræði ég gangstéttina meðfram þungri umferðargötu. Stakur skór á götunni miðri minnir óþyrmilega á varasama umferðina. Stórfljót sem hefur hrifið mann með sér – eitt mannslíf sem hverfur í strauminn. Aðrir standa á árbakkanum og fylgjast með í stjarfri ógn. Á sólbjörtum degi færa gangstéttirnar okkur nær hvert öðru, þar mæt- umst við og heilsumst ókunnugt fólk. En við förum sjaldan túr á gangstéttum í rigningu. Þegar Jens Sigsga- ard fékk hugmyndina að Palli var einn í heiminum, þá var hann að labba í rigningu. Það bara hlýtur að vera. Í rigningunni eru gangstéttirnar mannlausar og göturnar auðar. Einstaka hræða á ferli, en þá er hún að flýta sér, einhvern veginn mitt á milli þess að labba og hlaupa, stekkur í þriðja hverju skrefi, göngulagið eins og hún sé hálfur maður, hálf antilópa. Í asa rigningarinnar hættir fólk að sneiða hjá rifunum á milli gangstéttarhellnanna; enginn tekur eftir gluf- unum í mannlífinu. Fólk með hettu heilsar ekki; sjón- deildarhringurinn er of þröngur. Og hending ef kastað er kveðju. Fólkið er eins og skuggar sem birtast og hverfa í kvöldhúmi ljósastauranna. – Jæja, það er blíðan, segir blaðamaður fjörlega. – Já, blíðan, svarar skugginn og hverfur ofan í gangstéttina. Aldrei hafa ljósastaurarnir verið eins gráir og bognir. Aðeins einrænar sálir á ferli – ljósastaurarnir í mannlífinu. Í Fischersundi heilsar þó rjóð og útitekin kona í grænum regngalla. Hún er með hettuna niðri og það dropar af hrokknu hárinu. Um leið og blaðamaður heilsar lætur hún dæl- una ganga: – Það er einhver dulúð við kvöldið sem dregur fleiri út en mig og þig. Jepparnir aka framhjá Rainbow Warrior í stríðum straumum. Ég sá regnboga þar í dag. Ég held það þýði að þeirra málstaður sigri. Og Mars hefur ekki verið svona nálægt jörðinni í 60 þúsund ár. Ég las það í blaðinu. Jæja, bless elskan. Græni liturinn hverfur í grámann. Var hún Marsbúi? Blaðamaður flýt- ur niður að höfn með vatnselgnum í göturennunum. Skipið er grænt eins og sjórinn. Er Rainbow Warrior geimskip? Þó nokkur umferð er um höfnina og nef á rúðum. Íslenski fáninn blaktir og áletrunin „Veljum ferðamennsku en ekki hvalveiðar“. Það stendur skýrum stöfum að bát- urinn sé lokaður. En reglulega koma skipverjar upp á þilfarið til að reykja, – eins og hvalir að blása. – Við vorum á leið til Grikklands þegar kallið kom, segir ungur maður, sem er ekki með nein hlífðarföt með sér. – Nafnið Rainbow Warrior bendir til þess að þetta sé herskip, segir blaðamaður eftir stuttar samræður um þriggja vikna siglingu á úthöf- unum. – Já, við erum hermenn, segir stúlka í gulum regnstakk með sólskins- bros. – Mér hefur nú alltaf verið í nöp við nafnið, segir maðurinn. – Þið hafið sjálfsagt lesið ykkur til um hvalveiðar og ástand hvala- stofna? – Já, við höldum okkur upplýstum. Við höfum heyrt heilmikið um land- ið ykkar. Skipverjunum skolar aftur niður í káetu. Aðeins ferðamenn ráfa um höfnina. Þeir verða jú að fara út og skoða eitthvað. Nú standa þeir í rign- ingunni að skoða Rainbow Warrior. Það sést ekki í andlitið á öðrum fyrir hlífðarfatnaði. Þeir skima tortryggnir í kringum sig. – Er lögreglan búin að setja farbann á skipið? – Nei, svarar blaðamaður. Ég held því sé lagt hérna til að kynna mál- staðinn. – En varðskipið, er því lagt þarna til að fylgjast með þeim? – Nei, það liggur alltaf þarna við festar. Stundum getur sannleikurinn verið óspennandi, beinlínis leiðinlegur. Eins og blautur maður í rigningu. Þó er eitthvað notalegt við rigninguna. Á meðan maður er ennþá þurr. Annað gildir ef vatnið vellur í skónum. Engu líkara en allir eigi regngalla nema blaðamaður, gegnblautur, kaldur og hrakinn eftir aðeins klukkutíma rölt í rigningunni. Hann mætir fólki á leið út í bleytuna. – Jæja, þá er það rigningin, segir hann niðurdreginn. – Já, yndislega rigningin, segir kona brosandi. Ég var að koma úr moll- unni í Þýskalandi og rokið og rigningin er dásamleg. – Þetta er fegrunarlyf, segir bóndinn og víst er það satt – brosandi fólk er fallegt. Eina fólkið sem syngur í rigningunni hlýtur að vera á bíl. Ann- ars væru það ekki svona kátt. Blaðamaður fleytir kerlingar á gangstétt- arhellunum heim á leið. Nema hvað, hann er vatnið og skoppar á stein- inum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glufurnar í mannlífinu SKISSA Pétur Blöndal flaut eftir gangstéttum borgarinnar AXEL Kristjánsson hæstarétt- arlögmaður felldi nýlega 89 kg hreintarf á Grjótöldu ofan við Hrafnkelsdal. Það er í frásögur færandi að nú eru liðin 40 ár frá því Axel fór fyrst til hreindýraveiða. Hefur hann farið flest árin sem hreindýraveiðar hafa verið leyfðar á þessu tímabili. Mun vera leitun að áhugaveiðimanni hérlendis sem á lengri hreindýraveiðiferil að baki. Félagar Axels í fyrstu ferðinni 1963 eru nú látnir en þeir voru Þor- steinn S. Thorarensen borgarfógeti og Vilhjálmur K. Lúðvíksson lög- fræðingur Landsbankans og nutu þeir leiðsagnar Kjartans Bjarna- sonar bónda frá Þuríðarstöðum. Veiðifélagar Axels nú voru Karl sonur hans og Kristfinnur Jónsson, en þeir hafa farið saman til hrein- dýraveiða á hverju hausti frá 1998. Sigurður Aðalsteinsson leið- sögumaður á Vaðbrekku afhenti Axel sérmerkta húfu í tilefni af 40 ára veiðiafmælinu. Á hana er letr- að: „Veiðimeistari í 40 ár“ og saum- uð mynd af stærsta tarfinum sem Axel hefur fellt. Sá féll 1997 og vó 115 kíló. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Axel Kristjánsson hreindýraveiðimaður felldi þennan tarf á Grjótöldu. Hreindýraveiði- maður í 40 ár Axel Kristjánsson með húfuna sem gerð var í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því hann fór fyrst til hrein- dýraveiða. EYJÓLFUR Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kiwanis-alheims- hreyfingarinnar, segir aðalbreyt- inguna sem Kiwanis-hreyfingin standi frammi fyrir í dag vera að að- laga sig breyttu samfélagi. Ungt fólk hafi ekki sýnt samtökunum sama áhuga og þeir sem eldri eru og meðal þess sem verið sé að endurskoða sé hið fasta fundarform samtakanna. Nokkur fækk- un hefur orðið í Kiwanis-hreyf- ingunni á liðnum árum, einkum í Bandaríkjunum en á sama tíma hef- ur félagsmönnum fjölgað í Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. Eyjólfur sem starfar nú í höfuð- stöðvum samtakanna í Indiana hefur starfað innan Kiwanishreyfingarinn- ar í samtals 40 ár eða frá stofnun ís- lensku hreyfingarinnar fyrir réttum um 40 árum. Hann tók við fram- kvæmdastjórastöðunni um síðustu áramót en var áður framkvæmda- stjóri Evrópuskrifstofu samtakanna í Ghent í Belgíu um sex ára skeið og þar áður heimsforseti hreyfingarinn- ar 1995-6. Um 610 þúsund manns eru í alheimshreyfingunni í dag að með- töldum ungliðahreyfingunum. Á skrifstofunni sem hann stýrir starfa 110 manns en auk þess eru starfræktar tvær skrifstofur í Asíu, ein í S-Ameríku og ein í Evrópu. Auk vinnu við framtíðarmótun og dagleg- an rekstur er starfsemi þeirra fólgin í að þjónusta Kiwanis klúbba í 88 ríkjum víðsvegar um heiminn. Reksturinn er fjármagnaður með ár- gjöldum en það fé sem safnast til góðgerðarmála rennur óskipt til málaflokksins. Fundarformið í endurskoðun Að sögn Eyjólfs byggist klúbba- starfið fyrst og fremst á samfélags- þjónustu í því umhverfi sem þeir eru starfræktir í. Hann segir að á seinni áratugum hafi verið lögð rík áhersla á að klúbbar í einstökum ríkjum legðu til framlög og jafnvel vinnu við verkefni í öðrum löndum, einkum þriðja heims ríkjum. „Við höfum ver- ið í mjög ítarlegu samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna um að eyða joðskorti. Það verkefni er komið langt á veg og beinist nú eink- um að A-Evrópu,“ segir Eyólfur Sig- urðsson. Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kiwanis- alheimshreyfingarinnar Hreyfingin lagi sig að breyttu samfélagi Eyjólfur Sigurðsson Sýna þarf að- gát í réttunum ÁHUGI almennings á göngum og réttum hefur farið vaxandi nú í seinni tíð og m.a. hafa borist fréttir af því að mun meira af fólki en fé hafi verið í einstaka réttum. Herdís Storgaard hjá Árvekni sagði það hið besta mál að fólk af mölinni fylgdist með réttarstörfunum en hins vegar væri nauðsynlegt að fara varlega. Hún sagðist hafa heyrt dæmi um að jafnvel mjög litlum börnum hefði verið sleppt lausum í réttirnar en slíkt gæti reynst mjög hættulegt. „Þetta er vinnustaður, þar sem at- gangur er mikill og lítil börn geta því verið í mikilli hættu, sé þeim sleppt lausum. Þetta á reyndar líka við um þá eldri, sem ekki þekkja aðstæður við réttarstörfin og skynja ekki þær hættur sem geta skapast.“ Herdís sagði það vissulega skemmtilegt að fylgjast með réttar- störfunum en ítrekaði það að fólk sýndi aðgát. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.