Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 11
tækjanna enda hefur fyrirtækið haft góða reynslu af þeirri efnisnotkun í stoðtækin. Koltrefjar eru næfurþunnir þræð- ir, búnir til með flóknu framleiðslu- ferli. Í trefjunum eru langar raðir kolefnisatóma, sem raðast upp í trefjastefnuna. Styrkur koltrefjanna felst í því að á milli kolefnisatómanna í trefjunum er gífurlega sterk atóma- tenging. Hlutverk trefjanna í kol- trefjastyrktu plastefni má líta á svip- að og styrktarstál í steypu. Trefjarn- ar, líkt og styrktarstálið, eru langar, samfelldar einingar, sem hafa mikinn styrk gagnvart togálagi í trefjastefn- una. Vegna þess að styrkur efnisins verður mjög stefnuháður er þar með hægt að búa til efni, sem eru mjög sterk, hafa þó mikla sveigju og eru síðast en ekki síst mjög létt. Koltre- fjar þykja sérstaklega eftirsókn- arverðar þar sem þær hafa mjög há- an togþolsstyrk og eru mjög léttar. Össur hefur með góðum árangri framleitt gervilimi úr koltrefjum á undanförnum árum, en segja má að stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot, sem Össur keypti árið 2000, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið með gervi- fætur úr efninu árið 1986. Síðan hafa margir keppinautar farið að nota koltrefjar í framleiðsluna enda verður göngulag notenda mjög eðlilegt. Óhætt er að segja að efnið hafi breytt miklu fyrir notendur og leyst gömlu tréfæturna og gúmmíhælana af hólmi. Að sama skapi má ætla að kolt- refjaspelkur muni valda byltingu fyr- ir þá, sem þær þurfa að nota, en nú nota um 80% stoðtækjafræðinga plastspelkur, sem eru mun ending- arminni og gefa litla sem enga demp- un, segir Huld. „Kjarninn í því sem við höfum gert er að færa aðferða- fræðina úr gerfifótunum, sem þekktir eru fyrir gæði, yfir í spelkurnar, sem síðan eru lagaðar að hverjum ein- staklingi fyrir sig. Léttleiki, mýkt og fjöðrun einkennir vöruna enda er markmið okkar að líkja eins vel og unnt er eftir hreyfingum mannslík- amans. Ökklaspelkur úr koltrefjum eru hins vegar tíu sinnum dýrari en plastspelkur og gagnast helst fólki með svokallaðan dropfót, sem oftar en ekki er afleiðing heilablóðfalls, brjóskloss eða bakveiki.“ Samkeppni og samrunar Össur, sem upphaflega var stofnað árið 1971, sem stoðtækjaverkstæði, er nú alþjóðlegt fyrirtæki með um 450 starfsmenn víðs vegar um heim, en höfuðstöðvarnar á Íslandi. Hafinn var útflutningur á vörum fyrirtæk- isins árið 1986, en sama ár skráði fyr- irtækið sitt fyrsta einkaleyfi. Fyr- irtækið var í einkeign Össurar Kristinssonar frá 1984 til 1999 er það var skráð í Kauphöll Íslands. Frá þeim tíma hafa umsvif fyrirtækisins aukist verulega og var veltan 81 millj- ón dollara í fyrra. Samkeppni á stoð- og stuðnings- tækjamarkaði er geysimikil enda er talið að vöxtur markaðarins muni nema 5–8% á ári sem þýðir að hann muni tvöfaldast á næstu tíu árum. Samkeppnin hefur leitt af sér bæði samþjöppun og samruna keppinauta, en Össur varð annað stærsta fyr- irtækið í iðnaðinum árið 2000 með kaupum á Flex-Foot og Century XXII, næst á eftir þýska keppinautn- um Otto Bock. Enn eru færi á frekari stækkun og er fyrirtækið óumdeil- anlega í sterkri stöðu til áframhald- andi vaxtar, að sögn Árna Alvars, ekki síst vegna þekkingar sinnar á sviði tækni, efna, sölu- og markaðs- mála. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 11 NÝ áskriftarstöð ánauglýsinga, Skjártveir, hefur formlegaútsendingar miðviku-daginn 1. október. Íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem rekið hefur Skjá einn und- anfarin fjögur ár, stendur að baki stöðinni, sem fáanleg verður á breiðbandi Símans. Skjár einn verður áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hefur enda segir Helgi Hermannsson, dagskrár- og markaðsstjóri, stöðina hafa verið á hraðri siglingu allt frá upphafi og hafi hún aldrei verið jafn sterk og nú, samkvæmt áhorfskönnunum. Stöðin hafi sannað gildi sitt og náð að festa sig vel í sessi. „Þeir þættir, innlendir sem er- lendir, sem verið hafa akkeri Skjás eins frá upphafi, koma til með að verða það áfram. Á hinn bóginn er Skjá tveimur ætlað að vera einskonar mótvægi við Skjá einn. Þannig er stöðvunum tveim- ur ætlað að vinna saman sem heild og vega hvor aðra upp. Eft- ir því sem við best vitum, hefur þessi viðskiptahugmynd, að reka annars vegar auglýsingasjónvarp og hinsvegar áskriftarsjónvarp, sem þræltengdar systurstöðvar, hvergi verið reynd,“ segir Helgi. Þó að formleg útsending nýju stöðvarinnar hefjist ekki fyrr en í byrjun október, mega sjónvarps- áhorfendur búast við óvissusýn- ingum á Skjá tveimur síðari hluta septembermánaðar sem auglýstar verða sérstaklega á Skjá einum. Menn ættu þar með að geta stillt sig inn á lógóið, sem komið er á breiðbandið, prófað sig áfram og dottið inn í spennnandi sjón- varpsefni. „Þvert á það sem margir halda, munum við ekki veikja dagskrá Skjás eins með tilkomu nýju stöðv- arinnar, heldur má segja að við bætum um betur með nokkrum nýjum erlendum þáttaröðum og tveimur glænýjum innlendum þátt- um,“ segir Helgi. Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrir þætti, sem hann kallar „Maður á mann“, en þar fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga í ítarlega yfirheyrslu um líf þeirra og störf, viðhorf og skoðanir. Í grínþáttaröðinni Atvinnumaðurinn fer Þorsteinn Guðmundsson svo í starfskynningar á ólíkum vinnu- stöðum og veltir upp ýmsum hug- myndum á íslenskum vinnumark- aði. Íslenskt raunveruleikasjónvarp Bíómyndum verður aftur á móti gert hátt undir höfði á nýju stöð- inni, en segja má að bíókvöld verði þrjú kvöld vikunnar, á mánudags-, fimmtudags- og laugardags- kvöldum auk þess sem stefnt er að því að endursýna bíómyndir bæði fyrir og eftir eiginlega dagskrá, sem stendur frá 20.00 á kvöldin og fram að miðnætti. Á fyrstu vik- unum er t.d. fyrirhugað að sýna allar James Bond-myndirnar frá upphafi. Sex erlendir þættir, sem verið hafa á Skjá einum til þessa, verða færðir yfir á áskriftarstöð- ina Skjá tvo og fá þar með hálf- gerðan heimanmund frá syst- urstöðinni, að sögn Helga. Það eru þættirnir: Law and Order: Crim- inal Intent, Yes Dear, Will and Grace, Everybody loves Raymond, CSI og Charmed. Einnig verða nokkrir nýir erlendir þættir á dagskrá stöðvarinnar, svo sem: Hack, John Doe, Meet my Folks, Queer as folk og síðast en ekki síst „Sögur úr Hollywood“ þar sem fylgst er með fræga fólkinu. Eins og á Skjá einum, er stefnt að íslenskri þáttagerð á Skjá tveimur og má gera ráð fyrir því að fyrstu íslensku þættirnir verði sendir út á fyrri helmingi næsta árs. Helgi segir að ýmislegt sé í farvatninu sem á án efa eftir að skemmta sjónvarpsáhorfendum, en meðal innlends dagskrárefnis verður íslensk útgáfa af Bachelor- þáttunum vinsælu sem fengið hef- ur nafngiftina „Viva Las Vegas“. „Við höfum fengið sex fallegar og vel gefnar íslenskar stúlkur til liðs við okkur við gerð þessara þátta, en meiningin er að þær haldi ásamt myndatökuliði til spilaborg- arinnar Las Vegas í nóvember- mánuði með það að markmiði að ná sér í huggulega, skemmtilega, ríka, ameríska karlmenn til að giftast, helst í ferðinni. Gerðir verða sjö þættir á fjórtán dögum og má segja að þetta verði hin ís- lenska útgáfa af raunveruleika- sjónvarpi. Auðvitað er þetta til gamans gert, en öllu gamni fylgir líka alvara.“ Í upphafi verður nýju sjón- varpsstöðinni einungis dreift á breiðbandi Símans, sem einnig sér um að þjónusta áskrifendur. Breiðbandið nær nú til um 33 þús- und heimila í landinu, en for- ráðamenn stöðvarinnar stefna að því að koma dreifingunni í loftið þegar stjórnvöld koma til með að auglýsa eftir umsóknum í svokall- aðar stafrænar tíðnir, sem valda munu mikilli byltingu í dreifikerfi sjónvarpsstöðva. Að sögn Helga er dreifing Skjás eins alltaf að styrkjast meir og meir og lætur nærri að stöðin nái nú til um 85% landsmanna. Mánaðaráskrift að Skjá tveimur kostar 2.995 krónur og má gera ráð fyrir sérstökum opnunartil- boðum. Helgi vill ekki tjá sig um hversu marga áskrifendur stöðin þarf til að standa undir sér, en segir að í raun útheimti nýja stöð- in mjög lítið af viðbótarstarfsfólki og tækni umfram það sem fyrir er á Skjá einum. „Skjár einn hefur í gegnum tíðina verið rekinn í litlu húsnæði og fyrir lítið fé og verður nýja stöðin í sama húsnæði og Skjár einn er nú í Skipholti 31. Innlenda dagskrárgerðin krefst svo vitanlega stjórnenda og fleira starfsfólks. Við væntum þess að almenningur í landinu, sem verið hefur hliðhollur Skjá einum, kaupi sig inn í Skjásfjölskylduna og komi með okkur frá byrjun í þetta nýja ferðalag svo að nýja stöðin nái að eflast og dafna líkt og Skjár einn.“ Forráðamenn Íslenska sjón- varpsfélagsins hf. hafa nú fullan hug á því að færa enn frekar út kvíarnar til þess að koma til móts við íþróttaáhugamenn í dagskrá sinni. Þeir hafa undirbúið tilboð í ensku úrvalsdeildina og ensku bikarkeppnina og hafa boðið RÚV til samstarfs, sem felur í sér að RÚV fær að sýna laugardagsleik- ina ásamt markapakka og frjálsu aðgengi að efni til sýninga í frétta- og íþróttatímum. RÚV mun, að sögn Helga, hafa sýnt máli þessu mikinn áhuga og á hann von á já- kvæðum viðbrögðum af hálfu stofnunarinnar. „Hér er um tvo aðskilda sjónvarpsrétti að ræða og ríkir mikill einhugur meðal eig- enda Íslenska sjónvarpsfélagsins að ná réttinum til félagsins. Við teljum okkur standa mjög vel að vígi að ná þessum rétti, en sem stendur er hann hjá Norðurljósum hf., en sá samningur rennur út næsta vor. Við stefnum að því að fá réttinn til okkar frá og með næsta hausti. RÚV kæmi þá til með að sýna laugardagsleikina og Skjár tveir myndi sitja að sunnu- dags-, mánudags- og miðvikudags- leikjunum. Þetta samstarf gæti orðið fyrirmyndarhjónaband og báðum stöðvum til framdráttar. Landsmenn gætu sömuleiðis glaðst yfir því að fá laugardags- leikina í opinni dagskrá RÚV og svo restina í áskriftarsjónvarpinu okkar, vilji þeir meira. Að sama skapi höfum við hjá Ís- lenska sjónvarpsfélaginu einir og sér boðið í útsendingarétt á öllum meiriháttar golfmótum, sem fram fara í heiminum, og má í því sam- bandi t.d. nefna bandaríska PGA- mótaröðina. Hugmyndir hafa verið uppi um sérstaka íþróttarás þegar fram líða stundir enda má segja að hið fullkomna sjónvarpsfélag sé samansett úr þremur efniviðum: vinsælu auglýsingasjónvarpi sem höfðar til fólks á aldrinum 18–50 ára, áskriftarsjónvarpi með bíó- myndum og öðru gæðaefni og svo íþróttarás,“ segir Helgi. Þeir sterkustu lifa af Markaðsstaða og áhorf Skjás eins hefur, að sögn Helga, vaxið frá byrjun. „Stöðin lagði af stað fyrir fjórum árum með það að leiðarljósi að gera hlutina ódýrt, leggja áherslu á innihaldið og end- urspegla þjóðfélagið.“ Spurður um samkeppnina á litlum markaði, svarar Helgi því til að auðvitað sé ekkert pláss fyr- ir allar þær sjónvarpsstöðvar, sem nú starfi á íslenskum sjónvarps- markaði. Því sé ekki að leyna. „Það er stefna okkar eigenda að sameina Íslenska sjónvarpsfélagið og Norðurljós og ég trúi því að það muni á endanum gerast. Á hinn bóginn snýst sjónvarp aðeins um einn hlut, sem er dagskráin. Það efni, sem höfðað getur til flestra á þeim tímapunkti sem flestir eru að horfa á sjónvarp, milli klukkan 20.00 og 23.00 á kvöldin, vinnur stríðið. Þeir, sem eru með bestu dagskrána og skulda minnst, lifa af.“ Systurstöðvar vinna saman Íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem rekur Skjá einn, hefur formlega útsendingar á nýrri rás, Skjá tveimur, hinn 1. október næstkomandi. Ólíkt Skjá einum, sem er opin auglýsingastöð, verður Skjár tveir áskrift- arstöð án auglýsinga. Helgi Hermannsson, dagskrár- og markaðsstjóri, sagði næstu áform miðast að því að gleðja íþróttaáhugamenn þessa lands enda telja forráðamenn félagsins góðar líkur á því að þeir nái sjónvarpsrétti enska boltans og margra stórmóta í golfi. Morgunblaðið/Sverrir Íslenskt raunveruleikasjónvarp verður meðal þess sem í boði verður á Skjá tveimur að sögn Helga Hermannssonar, dagskrár- og markaðsstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.