Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
verandi leikmannahóp liðsins eru leikmenn frá
sex þjóðlöndum í Dallas Mavericks en það er
ekki langt síðan telja mátti „erlenda“ leikmenn í
NBA-deildinni á fingrum annarrar handar. Til
marks um það er að Íslendingurinn Pétur Guð-
mundsson var fyrsti Evrópubúinn sem lék í
NBA-deildinni árið 1981 með Portland Trail-
blazers.
Dallas Maverics er með alþjóðlegum blæ í
dag þar sem leikmenn liðsins koma víða að.
Tveir af aðalleikmönnum liðsins eru Þjóðverj-
inn Dirk Nowitzki og Kanadamaðurinn Steve
Nash. Auk þeirra Nash og Nowitzki krydda
þeir Eduardo Najera frá Mexíkó, Tariq Abdul-
Wahad frá Frakklandi og Tékkinn Jiri Welsch
leikmannahópinn en ekki má gleyma Jóni
Arnóri Stefánssyni. Þess má geta að Shawn
Bradley miðherji liðsins lék nokkra landsleiki
með þýska landsliðinu á Heimsmeistarakeppni
fyrir nokkrum árum en hann er með tvöfalt rík-
isfang þar sem hann er fæddur í Þýskalandi.
1981–1991
Á fyrsta áratug Dallas Mavericks í NBA-
deildinni náði liðið að vaxa og dafna í keppni við
bestu lið landsins.
Fyrst ber þar að nefna að Rolando Blackman
hélt liðinu saman fyrstu árin ásamt bakverð-
inum Brian Davies sem allir voru búnir að af-
skrifa. Valréttur liðsins árið 1994 reyndist
happafengur, miðherjinn Sam Perkins, en hann
lék síðar m.a. með meistaraliði Los Angeles
Lakers.
Árið 1988 var liðið nálægt því að leggja Los
Angeles að velli í úrslitum vesturstrandarinnar,
en tapaði 117:103 í oddaleiknum í Los Angeles.
Reyndar tapaði Dallas tveimur síðustu leikj-
unum gegn Lakers í þessari rimmu. Í stöðunni
3:2 á heimavelli sínum gerði bakvörðurinn
Derrick Harper sig sekan um mistök sem seint
munu gleymast. Harper hélt að Dallas væri yfir
í leiknum á lokasekúndunum og í stað þess að
reyna að skora sigurkörfuna rak Harper knött-
inn út um allt þar til leikurinn rann sitt skeið á
enda – og það kom Harper mjög á óvart er leik-
menn Lakers stigu stríðsdans en ekki samherj-
ar hans.
1992–1997
J-in þrjú áttu að breyta öllu hjá Dallas Mav-
ericks á þessum tíma, fyrst valdi liðið bakvörð-
inn Jimmy Jackson árið 1992, Jamal Mashburn
kom árið eftir og þegar Jason Kidd var valinn
árið 1994 virtist framtíðin björt hjá félaginu.
Annað kom á daginn, liðið náði aldrei saman og
var leyst upp á næstu árum. Stjörnurnar þrjár
voru sendar á brott í skiptum fyrir aðra leik-
menn og sáu margir ekki tilganginn í því að fá
m.a. Michael Finley frá Phoenix eða „stærstu“
mistök NBA frá upphafi – Shawn Bradley sem
kom frá New Jersey í skiptum fyrir Jason Kidd!
En þeir Finley og Bradley áttu eftir að
breyta miklu hjá Dallas á næstu misserum.
1997–2000
Í desember 1997 keypti Ross Perot, Jr., Dall-
as Mavericks af Don Carter og félögum hans.
Perot er sonur fyrrum forsetaframbjóðanda
DALLAS Mavericks er ekki þaðfyrsta sem kemur upp í kollinnþegar NBA-deildin er nefnd ánafn, og þó, Dallas var fyrir ára-tug á allra vörum og þá fyrir þær
sakir að vera án vafa allra slakasta lið NBA-
deildarinnar. Litli ljóti andarunginn sem enginn
hélt með eða vildi leika með. Það hafa eflaust
einhverjir „gamlir“ stuðningsmenn skriðið und-
an steinum undanfarna daga eftir að fréttist að
íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefáns-
son hefði gert samning við félagið til fimm ára.
Dallas hefur hinsvegar verið að sækja í sig veðr-
ið undanfarin ár sem körfuknattleikslið og hef-
ur undanfarin misseri verið í hópi bestu liða
NBA en saga liðsins er ekki löng, enda aðeins
rúmir tveir áratugir frá því að liðið var sett á
laggirnar í heimabæ Bobby Ewing og Pamelu.
Það eru aðeins rúmir tveir áratugir frá því að
atvinnumannalið var sett á laggirnar í Dallas og
á þeim tíma hefur liðið oft verið í hópi bestu liða
deildarinnar en vakti þó mesta athygli á árun-
um 1992–1994 er liðið vann aðeins 11 leiki af alls
82 tímabilið 1992–1993 og árið eftir landaði
Dallas Mavericks 13 sigurleikjum en „versta“
lið NBA frá upphafi er Philadelphia 76’ers sem
vann aðeins 9 leiki tímabilið 1972–1973.
Það var árið 1979 að hugmyndin að NBA-liði í
Dallas varð að veruleika þar sem vellauðugir
menn hittust og settu saman viðskiptaáætlun
um rekstur atvinnumannliðs í borginni. Donald
J. Carter og Norm Sonju voru þar fremst í
flokki og var Carter aðaleigandi liðsins allt fram
til ársins 1997.
Félagið reiddi fram um einn milljarð kr. til
NBA-deildarinnar og öðlaðist keppnisrétt tíma-
bilið 1981–1982.
Í fyrsta leik liðsins átti Dallas í höggi við
grannaliðið frá Texas, San Antonio Spurs, og
það ótrúlega gerðist að Dallas vann leikinn á
heimavelli sínum, Reunion Arena.
Minni spámenn úr NBA-deildinni skipuðu
Dallas á þessum tíma og fáir muna eftir þeim
Abdul Jeelani, Jerome Whitehead, Tom La-
Garde, Geoff Huston, og Winford Boynes en
þeir skipuðu byrjunarliðið í þessum leik sem
Dallas vann 103:92. Jeelani skoraði fyrstu stig
liðsins í NBA en þrátt fyrir ágæta byrjun náði
liðið aðeins að sigra í 6 leikjum af 46 þegar langt
var liðið á keppnistímabilið og það var ekki óal-
gengt að Dallas tapaði 10–12 leikjum í röð á
þessum tíma en alls náði Dallas undir stjórn
Dick Motta að vinna 15 leiki af alls 82.
Alþjóðlegur blær
Forráðamenn NBA-liða sem eru að stíga sín
fyrstu skref í deildinni fá að velja leikmenn úr
leikmannahópum þeirra liða sem fyrir eru í
deildinni en aðeins þó þá leikmenn sem önnur
lið telja sig ekki hafa not fyrir. Dallas fór þá leið
árið 1981 að velja unga leikmenn í stað þess að
tefla fram eldri og reyndari leikmönnum sem
einnig stóðu til boða. Þessi hugmyndafræði hef-
ur loðað lengi við félagið og á undanförnum ár-
um hafa forráðamenn liðsins verið iðnir við að
ná í leikmenn frá öðrum löndum en Bandaríkj-
unum.
Eftir að Jón Arnór Stefánsson bættist í nú-
Bandaríkjanna, Ross Perot eldri, og var það
fyrsta verk hans að ráða Don Nelson sem þjálf-
ara liðsins. Nelson hafði náð fínum árangri hjá
Milwaukee Bucks, Golden State Warriors en
hafði staldrað stutt við sem þjálfari New York
Knicks. Nelson eldri og sonur hans Donnie Nel-
son horfðu fram á veginn og náðu í leikmenn
sem fáir höfðu trú á.
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var valinn í nýliða-
valinu árið 1998 og héldu margir að Nelson-
feðgarnir væru nú endanlega gengnir af göfl-
unum með því að velja grannvaxinn lítt reyndan
2,18 metra háan strák með reynslu úr þýsku 3.
deildinni! Leikstjórnandinn Steve Nash frá
Kanada var nú einnig í liðinu og nú fóru hjólin
að snúast hjá Dallas.
Keppnistímabilið 2002–2003 vann Dallas
fyrstu 14 leiki sína og var aðeins einum sigurleik
frá því að jafna met Washington Capitols frá
tímabilinu 1948–49 en Houston Rockets vann
einnig 15 fyrstu leiki sína tímabilið 1993–94.
Þess ber þó að geta að 14 sigurleikir Dallas er
einum sigurleik meira en liðið náði að landa allt
keppnistímabilið 1992–1993.
Cuban engum líkur
Yfirleitt vita fæstir hverjir eigendur NBA-
liðanna eru en í Bandaríkjunum vita flestir
áhugamenn um körfuknattleik hver eigandi
Dallas Mavericks er. Mark Cuban, sem keypti
liðið af Perot í janúar árið 2000.
Cuban er einn af þeim aðilum sem seldu
hlutabréf sín á réttum tíma, rétt áður en „net-
bólan“ sprakk á fjármálamörkuðum.
Cuban seldi netfyrirtækið Broadcast.com
fyrir 5 milljarða Bandaríkjadala, en það var
Yahoo-fyrirtækið sem keypti. Cuban fjárfesti í
ýmsum hlutum en ákvað að gera Perot tilboð
um kaup á Dallas Mavericks, liðinu sem hinn
rétt rúmlega fertugi Cuban dáði og elskaði.
Mark Cuban hefur ekki farið troðnar slóðir frá
því að hann keypti Dallas og er áberandi á leikj-
um liðsins þar sem hann rífst við dómarana við
hliðarlínuna klæddur í keppnistreyju liðsins.
Hann er ekki í hópi þeirra sem kjósa að sitja
spariklæddir á bak við glerveggi í efstu hæðum
keppnishallar liðsins. Cuban tekur þátt í leikn-
um af lífi og sál.
Að auki hefur Cuban byggt upp bestu að-
stöðu sem þekkist á meðal NBA-liða hvað varð-
ar aðbúnað leikmanna og á blaðamannafundi sl.
fimmtudag sagði Jón Arnór Stefánsson að í æf-
inga- og keppnisaðstöðu liðsins væri hægt að
finna allt sem þyrfti og meira til. „Það eru
einkaþjálfarar, næringarfræðingar, lyftinga-
þjálfarar, úthaldsþjálfarar, sjúkraþjálfarar og
læknar sem starfa hjá félaginu og í raun og veru
þarf maður ekki að hugsa mikið með allt þetta
lið í kringum sig. Þeir vita hvað á að gera,
hvernig og á hvaða tímum. Þetta er með ólík-
indum og ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“
sagði Jón Arnór meðal annars.
Það verða því eflaust margir sem munu fylgj-
ast grannt með Dallas Mavericks í vetur þar
sem Jón Arnór Stefánsson gæti verið í leik-
mannahópi liðsins.
Litli ljóti andarunginn, Dallas Mavericks, er nú stór og fallegur eftir erfiða æsku og unglingsár
Íslenskt
krydd í
Dallas
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Arnór Stefánsson er íslenska kryddið í Dall-
as en þar eru fyrir leikmenn frá Þýskalandi,
Frakklandi, Kanada, Tékklandi, Mexíkó og
Bandaríkjunum.
Reuters
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur blómstrað sem leikmaður Dallas Mavericks undanfarin misseri.
seth@mbl.is
Körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks, sem Jón Arnór Stef-
ánsson er nú genginn til liðs við, á sér hvorki langa sögu né
glæsilega. Það er hins vegar komið í fremstu röð og til alls lík-
legt næsta vetur. Sigurður Elvar Þórólfsson rekur sögu félagsins.
Tímabil – sigrar/töp vinningshlutfall
2002–03 60:22 73,2%
2001–02 57:25 69,5%
2000–01 53:29 64,6%
1999–00 40:42 48,8%
1998–99 14:36 28%
1997–98 20:62 24,4%
1996–97 24:58 29,3%
1995–96 26:56 31,7%
1994–95 36:46 43,9%
1993–94 13:69 15,9%
1992–93 11:71 13,4%
1991–92 22:60 26,8%
1990–91 28:54 34,1%
1989–90 47:35 57,3%
1988–89 38:44 46,3%
1987–88 53:29 64,6%
1986–87 55:27 67,1%
1985–86 44:38 53,7%
1984–85 44:38 53,7%
1983–84 43:39 52,4%
1982–83 38:44 46,3%
1981–82 28:54 34,1%
1980–81 15:67 18,3%
Gengi Dallas
Mavericks