Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Gunnarsson hef-ur síðastliðin 20 árunnið að þróun hugar-og heilsuræktarkerf-isins kaðlajóga (Rope Yoga). Í kaðlajóga er leitast við að sameina líkama, hug og sál og auka flæði orku um líkamann. Kaðlajóga- kerfiner ætlað að vinna bug á mörg- um þeim kvillum sem hrjá fólk í dag, t.d. bakveiki, þunglyndi og offitu. Hvernig varð hugmyndin að kaðlajóga til? „Áður en ég flutti til Bandaríkj- anna fyrir tæpum 13 árum fékkst ég við ýmislegt hér heima. Ég stofnaði og rak jógamiðstöðina Frískandi og annaðist útgáfu tímaritsins Líkams- rækt og næring. Lengst af starfaði ég þó sem einkaþjálfari með Birni Leifssyni í World Class. Þar upp- götvaði ég að flestir stunda líkams- rækt af ótta. Fólk var að reyna að bæta útlit sitt eða losa sig við vömb- ina en einnig var áberandi að fólk vildi verða sterkara til að ráða betur við ótta sinn. Ég gat ekki séð að það bæri árangur að æfa undirlagður af ótta. Hvort heldur sem maður borð- ar eða stundar líkamsrækt fullur sektarkenndar, ótta eða feimni er maður í raun aðeins að æfa það hug- arástand sem ríkir þá stundina. Því fór ég fljótlega að leiða hugann að öðrum leiðum þar sem hugurinn blandast ferlinu. Það má því segja að þróun kerfisins hafi verið markviss frá upphafi.“ Sameining hugar, sálar og líkama Kaðlajóga er heilsteypt hug- og heilsuræktarkerfi. Guðni segir það útbreiddan misskilning hér, líkt og víða annars staðar, að heilsu-, lík- ams- og vaxtarrækt sé eitt og hið sama. Það gleymist oft að við náum engum árangri með því einu saman að þjösnast áfram eða beita okkur valdi. Viljum við ná árangri þurfum við að beita umhyggju og alúð. Þetta sé líkt og þegar við segjum barni að gera eitthvað, t.d. að klæða sig. Ef við förum ekki vel að barninu hlýðir það okkur ekki. Kaðlajóga skeri sig úr að þessu leyti, því hugmyndin að baki þess sé að samvirkja líkama, huga og sál og skapa þannig ákveðið flæði í líkamanum. Andstæða slíkrar samvirkni sé sundrung. Þessu til út- skýringar tekur Guðni dæmi um manneskju sem hleypur á hlaupa- braut. Hún haldi sér í stangirnar og lesi Moggann um leið. Þessi mann- eskja sé engan veginn til staðar því hugurinn og líkaminn eru ekki að gera það sama. „Við vitum öll að mátturinn er í núinu og þegar við erum til staðar höfum við val. Við getum staðið í miðju hringsins og fært okkur út í hann. Séum við ekki til staðar höfum við ekki þetta val og getum aðeins fært okkur til baka.“ Hann segir að jóga þýði eining og að vera heill og kaðlajóga stuðli beint og óbeint að samhæfingu. „Þú verður að vera til staðar til að iðka böndin,“ segir Guðni, vera meðvitaður og setja þér markmið. Það sé ekki hægt að kveikja á þeim og fara síðan eins og á hlaupabrautinni. Líkaminn sé gríma okkar út á við og viljum við breyta líkamanum verðum við að rækta okkur sjálf andlega og hug- lega á sama tíma. Þá sé rétt að hafa í huga að allir sjúkdómar eiga rót sína í huganum þó að þeir birtist í lík- amanum. Margvísleg áhrif á líkamann Kaðlajógakerfið segir Guðni geta bætt marga líkamlega kvilla svo og eflt líkamsstarfssemina. Æfingar þess leggi megináherslu á að styrkja kviðinn og auka súrefnisflæði til hans. Það eykur um leið súrefn- isflæði til sogæðakerfis líkamans sem styrkir það og eflir. Sogæða- starfsemina megi einnig efla í gegn- um djúpöndun sem kemur þindinni af stað og veldur samdrætti. Þá seg- ir Guðni kaðlajóga vera eina þá bestu lækningu sem til sé við bak- veiki. Samhliða sterkum kvið fari betra jafnvægi líkamans og líkams- staða, en þeir sem glími við bakveiki hafi oft og tíðum glatað þeim eig- inleika að virkja kviðinn. Hann segir mikilvægt að jafnvægi líkamans sé gott þar sem sjúkdómar verði til úr ójafnvægi. Standi menn ekki upp- réttir sé það ekki líkamlegt heldur andlegt og kaðlajóga hjálpi mönnum að styrkja báðar hliðarnar. Þannig verði menn réttir í tilverunni og þar með réttir í baki og allir verkir verða fyrir bí. Þá megi líkja þeirri flæðis- aukningu sem kaðlajóga kemur af stað í líkamanum við sprengingu. Öll melting verði margfalt öflugri og um leið verði orkumyndun skrokksins það líka. Felur kaðlajóga í sér sérstaka hugmyndafræði um mataræði? „Í kaðlajógakerfinu eru aðeins til tvær fæðutegundir. Fæði sem þú blessar eða bölvar. Með blessaðri fæðu blessar þú sjálfan þig og því má spyrja hvort við höfnum okkur eða bölvum okkur með því að neyta bölvaðrar fæðu. Samkvæmt hug- mynd kerfisins er það ekki svo þar sem að í raun hefur fæðan ekkert að segja fyrr en afl er hengt á hana. Borði ég hamborgara og blóti hon- um eða hafni hafna ég sjálfum mér um leið. Af höfnuninni leiðir síðan samdráttur í allri minni tilvist og úr- vinnslu. Úrvinnsla hamborgarans verður allt önnur ef ég blessa ham- borgarann og er þakklátur fyrir hann. Það er mikilvægt að skilja að maður er líka að næra sálina og til- finningarnar. Þess vegna á maður að vera til staðar og leyfa sér að njóta matarins sem maður borðar. Melt- ing er ekki bara að melta matinn heldur einnig hvaðeina sem snýr að tilveru okkar, tilfinningalífi og sam- skiptum við fólkið í kringum okkur. Meltum við ekki tilveru okkar jafn- óðum sest það inn í andlegu þarm- ana rétt eins og slæmur matur sest inn í þarma líkamans.“ Kaðlajóga- fræðin hafa einnig sína skilgreiningu á fyrirgefningunni? „Ég segi gjarnan við fólk að fyrir- gefningin sé stærsti meltingarhvat- inn því með fyrirgefningu ertu að losa, sem þýðir að sleppa. Um leið og maður sleppir lætur maður af sam- drætti, beiskju, sjálfsvorkun og nei- kvæðni. Eina ástæða þess að fyr- irgefa ekki er sú að maður vill geta vorkennt sjálfum sér og réttlætt það að vera vondur, í fýlu og svo fram- vegis. Því má segja að þeir sem geta ekki fyrirgefið noti afl fyrirgefning- arinnar til þess að réttlæta kvölina. Um leið og þú fyrirgefur myndast rými og samhliða því myndast flæði sem er sami hlutur og melting. Þetta er óaðskiljanlegt og ætlir þú að vera í jafnvægi verðurðu að vera í flæði við tilveruna. Sem þiggjandi ertu með í flæðinu en þú dregur úr því um leið og þú gerist hafnandi eða synjandi. Það getur þurft hugrekki til að fyrirgefa og hugrekki er ekk- ert nema orka. Þegar menn eru bældir og þreyttir vegna of mikils álags eða höfnunar er oftast eina leiðin til að virkja huga og sál að efla starfsemi líkamans. Þannig fá menn aukna orku og þar af leiðandi meira hugrekki til að takast á við það sem þeir hafa ýtt til hliðar og ekki unnið úr.“ Hvers lags öndun er beitt í kaðla- jóga? „Í kaðlajóga er lögð áhersla á svo- kallaða ujjayi-öndun. Hún er þess eðlis að andað er í gegnum nefið og um leið þrengt örlítið að hálsinum. Að vísu beitum við ætíð neföndun en við ujjayi-öndun er beitt samdrætti í hálsvöðvunum þannig að hljóðið heyrist. Þetta er róandi og gerir fólk meðvitaðra um öndunina. Þegar það á við er öðruvísi öndunaræfingum beitt sem eru til þess ætlaðar að efla flæði súrefnis og lífafls í líkamanum. Öndun er samvirk og alls staðar þar sem er tregða í manneskjunni er tregða í önduninni. Fólk sem andar grunnt er alltaf í yfirborðinu og finn- ur ekki fyrir þeim heita eldi sem myndast í kjarnanum. Fólk sem andar djúpt fer miklu dýpra, ekki bara inn í líkamann heldur einnig alla tilvist sína, tilfinningarnar og upplifun. Það er skemmtilegt að taka hér sem dæmi þegar við kynd- um bál, þá verða logarnir glaðari þegar þeir fá nóg súrefni.“ Sjö skref kaðlajóga Skrefin sjö segir Guðni vera í senn andleg og líkamleg. Hið fyrsta sé að vakna til vitundar um eigin tilvist og vera til staðar. „Sé maður ómeðvit- aður er allt í upplausn, maður er allt- af háður einhverju og engin hugsun býr á bak við hvert ferli. Sé maður til staðar er hins vegar ekkert ferli án hugsunar. “ Hann segir það helst virðast vera sársauki eða einhvers konar ónot sem vekur fólk til með- vitundar og skerpir athygli þess. Þegar athygli er náð án þess að fólk verði háð getur það farið að taka ábyrgð. Að taka ábyrgð hafi þann tilgang að geta valið viðbrögð í stað þess að bregðast við. Við getum hins vegar ekki valið nema við séum tilbúin til að fyrirgefa sjálfum okkur á sama tíma. Annað skrefið snúist um að velja, sem tengist fyrirgefn- ingunni. Fyrirgefningin og ábyrgðin séu órjúfanleg heild, ekki sé hægt að fyrirgefa sé maður ekki ábyrgur og öfugt. Með fyrirgefningu taki mann- eskja fulla ábyrgð og hætti að nota umhverfið og aðra til að vorkenna sjálfum sér. Það sé mikilvægt að sýna ábyrgð því maður beri ábyrgð á bæði sjálfum sér og lífinu í kringum sig. Allt sem við segjum, hugsum og gerum hafi áhrif á umhverfi okkar. Engin manneskja sé eyland og að öll séum við eining í stærri heild, því verðum við að vakna til ábyrgðar, fyrr eða síðar. Guðni útskýrir að þriðja skrefið, sem felst í að setja sér raunhæf markmið, getum við ekki stigið fyrr en við séum orðin ábyrg og hætt að byggja okkur skýjaborgir. Hann eigi það til að spyrja fólk hvaða tilgang það hafi í lífinu. Það svari þá gjarnan að það viti það ekki sem hann telji mjög gott. Fólk hafi frjálsan vilja og því sé tilgangur þessarar manneskju að hafa ekki valið. Fjórða skrefið kennir okkur að standa við gefin lof- orð og gera okkur grein fyrir því hvað sé mikilvægast í samskiptum við okkur sjálf og tilveruna. Það sé stöðugt svo að flest okkar ljúgi, pretti og svíki á einhvern hátt. Tek- ur Guðni sem dæmi að við segjumst ætla að vakna klukkan sjö í fyrra- málið. Þegar klukkan hringir látum við hana hringja aftur eftir tíu mín- útur og gerum það tvisvar sinnum. Þannig byrjum við daginn á því að ljúga og svíkja okkur sjálf og það geri enginn nema við sjálf. Eins yf- irgefi okkur enginn nema við sjálf og það gerum við með því að svíkja okk- ur. Smám saman hættum við að treysta okkur og að lokum missum við allt traust á okkur, förum að hafna okkur þar sem við þolum ekki við í eigin návist. Guðni segist muna orð móður sinnar úr barnæsku sem sagði, „farðu varlega Guðni minn því Guð heyrir og sér allt sem þú gerir“. Hann hafi þá ekki áttað sig á því að Guð notar hans augu og eyru til að fylgjast með honum. Fimmta skrefið segir Guðni eiga að kenna okkur að laða að okkur með því að sættast við okkur sjálf og finnast við eiga ham- ingju og auðlegð skilið. Þannig bjóð- um við tilverunni til samstarfs við okkur. Það ferli sem býr að baki þessu sé stórkostlegt og geri fimmta skrefið afar mikilvægt. Það sé mik- Hugur, líkami og sál órjúfa Morgunblaðið/Arnaldur Guðni Gunnarsson segir kaðlajóga geta bætt marga líkamlega kvilla. Æfingarnar eru þannig uppbyggðar að hver og einn á að geta iðkað þær upp á eigin spýtur að sögn Guðna. Í kaðlajóga er lögð áhersla á svokallaða ujjayi-öndun, en hún Jóga nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hafa nokkarar nýjar útgáfur jóga litið dagsins ljós í kjölfarið. Ein þeirra er kaðlajóga þar sem er leitast við að sameina líkama, hug og sál. Hugarsmiður kaðlajógans er Íslendingurinn Guðni Gunnarsson sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tæp 13 ár. María Ólafsdóttir hitti hann að máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.