Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ISTGAGNRÝNENDUR, sem óhjákvæmilega hafa fjallað mik- ið um Feneyjatvíæringinn í sumar, hafa margir hverjir gert bandaríska skálanum hátt undir höfði, enda var hann talinn með- al hinna sigurstranglegu alveg frá upphafi. Þar gaf að líta sýningu Freds Wil- sons, en hún er eins konar rannsókn á fjöl- menningarlegri arfleifð Feneyja í gegnum ald- irnar, frá sjónarhóli Bandaríkjamanns af afrískum uppruna. Myndlistarferill Wilsons á sér frekar óvenjulegt upphaf og má rekja til þess tíma er hann sinnti fræðslustörfum innan ýmissa bandarískra safna, svo sem Metropolitan safnsins og Náttúruvísindasafnsins. Hann veitti því m.a. eftirtekt í þessu starfi sínu að framsetning sýningarmuna og þær upplýs- ingar sem veittar voru um þá fólu í sér mjög af- gerandi skilaboð. Að auki rak hann augun í mikið af munum í ryk- föllnum geymslum er aldrei voru til sýnis þrátt fyrir að þeir segðu áhugaverða sögu. Rétt eins og sagnfræðingar síðari hluta tuttugustu aldar, gerði hann sér grein fyrir afstæði þess sannleika sem álitinn er nánast algildur í hverju samfélagi á ákveðnum tíma, og hóf að afhjúpa þá sögu sem sópað hafði verið undir teppið, ýmist af því hún þótti ekki áhugaverð, eða vegna þess að hún var of óþægileg. Listferill hans hófst fyrir alvöru meðþeim straumhvörfum er urðu í lífihans er hann fékk frjálsar hendur viðað setja upp sýningu í stofnun Sagn- fræðifélagsins í Baltimore árið 1992. Sýn- inguna nefndi hann Mining the Museum og vísar titillinn auðvitað til þeirra auðæva sem hægt er að finna með námugrefti, því efniviður sýningarinnar var afraksturinn af því sem hann fann með því að róta og leita í geymslum og hirslum stofnunarinnar. Þar fann hann margvíslegar minjar um samfélag blökku- manna á svæðinu en sagnfræðifélagið hafði fram að þeim tíma alfarið litið framhjá tilvist þessa minnihlutahóps í starfi sínu – þurrkað hann út úr sinni sögusýn. Það sem Wilson fann í geymslunum sagði athyglisverða sögu, ekki síst í því samhengi sem hann setti munina. Þar á meðal voru fótajárn sem sett voru í glerskáp ásamt tesetti úr silfri og merkt „málmsmíði“, Ku Klux Klan-hetta hvíldi í gömlum barna- vagni og hýðingarstaur gegndi veigamiklu hlutverki innan um antíkstóla í uppsetningu þar sem vísað var til húsgagnasmíði. Jafnframt nýtti Wilson sér þá málverkaeign sem fyrir hendi var og sýndi iðulega hvítar fjölskyldur með svart þjónustulið í bakgrunni. Myndirnar setti hann þannig upp að ljósi var beint að þjónustufólkinu og hljóðrás tengd verkinu þannig að þegar áhorfendur gengu framhjá myndunum heyrðu þeir spurningar á borð við „Hvar er móðir mín? Hver á að þvo mér?“ og þar fram eftir götunum. Sýning Fred Wilson í Feneyjum er á áþekk- um nótum og vakti töluverða athygli, enda boðskapur hennar og heildaráhrifin sterk. Einum of sterk að mati sumra sem fannst Wilson hafa skotið dálítið yfir markið og jafn- vel falla í þá gryfju að staglast nokkuð á aug- ljósum áhersluatriðum sýningarinnar. Mark- mið hans var að vekja áhorfendur til umhugsunar um þá staðreynd að þótt miðja menningarheildar hvers tíma skilgreini sig með ákveðnum hætti í myndum og máli í sam- ræmi við það sem þykir hafa raunverulegt vægi á hverjum tíma, þá eru aðrar sögur ætíð í bakgrunninum sem jafnvel geta haft meiri þýðingu í samhengi nýrra tíma. Þótt sýning á borð við þá sem Wilsonhefur skapað í bandaríska skálanumfjalli auðvitað fyrst og fremst um fjöl-menningu fyrri tíma – tíma sem þekkti ekki einu sinni það hugtak – þá fjallar hún engu að síður einnig um langvarandi kúg- un hvíta mannsins á hinum svarta. Birting- armyndir þeirrar kúgunar eru margar í skál- anum þar sem klassískar táknmyndir af svörtum karlmönnum með þungar byrðar mæta áhorfandanum fyrst fyrir utan sem hluti af burðarvirki skálans við innganginn. Þegar inn er komið er saga kúgunar þeldökkra rakin, m.a. í gegnum verk er vísa til niðurlægjandi skrípó-ímynda svartra í bandarískum skemmt- anaiðnaði, í gegnum skrautmuni, svo sem lítil borð og bakka í líki svartra barna, hversdags- lega smávöru svo sem matvæli (negrabrauð og Óþellósúkkulaði), nytjahluti (t.d. dyrahamrar sem er eins og höfuð blökkumanns) og skart- gripi (höfuð blökkukvenna sem nælur og eyrnalokkar). Við smávöruna hefur Wilson sett litla miða með merkingum á borð við; „Ekki súkkulaði“, „Ekki dyrahamar“ og „Ekki eyrnalokkar“ til að leggja áherslu á þá nei- kvæðu hlutgervingu er í þessum varningi felst. Líkt og í Baltimore rekur hann einnigsögu svartra í gegnum listasögunasjálfa þar sem þeldökkir eru nánasteinvörðungu baksviðs eða í auka- hlutverkum og beinir kastljósinu að þeim með áhrifaríkum hætti. Þó má einnig merkja nokkrar undantekningar frá hinum rauða þræði kúgunar á sýningunni er gefa vísbend- ingu um að Afríkumenn hafi verið fjölskrúð- ugur hópur í þeirri alþjóðlegu borg er Fen- eyjar voru fyrr á öldum, þar sem vel stæðir „Márar“ voru einnig í hópi þessa minnihluta. Eitt verkanna í skálanum var t.d. tileinkað frægasta blökkumanni Feneyja, hinum hug- umprúða Óþelló, því þrátt fyrir þá ógæfu er á honum dynur er hann óneitanlega gott dæmi um velgengni og virðingu í garð blökkumanns í fjölmenningarlegu samfélagi fyrri tíma. Þegar upp er staðið er sýning Wilsons því óneitanlega áhugaverð kortlagning á lífi og hlutverki svarta minnihlutans í Feneyjum allt fram til dagsins í dag, er spannar allt í senn; listasöguna, goðsagnir, sagnfræði og alþýðu- menningu. Hún er vel til þess fallin að vekja samtímann til umhugsunar um hlutverk hinna útilokuðu og forsmáðu hverju sinni, um fólks- flutninga heimshluta á milli og erfiða stöðu minnihlutahópa og innflytjenda, hverjir svo sem þeir kunna að vera á hverjum stað fyrir sig. Eins og bent er á í sýningarskrá tvíær- ingsins hefur Wilson öðrum fremur tekist að „afhjúpa þá staðreynd að sagnfræði, kynþátt- ur, kyn, framsetning, og jafnvel velmegun og vald, eru allt hugmyndir sem verða til fyrir til- stilli ímyndunarafls hvers menningarheims, en eru þrátt fyrir það þrálátar í sjálfum veru- leikanum“. Þótt Wilson hafi verð gagnrýndur fyrir að vera of mikið niðri fyrir í þessari sýningu, er auðvelt að verja þau sjónarmið er hann hefur að leiðarljósi. Efniviðurinn er hápólitískur og ákaflega áleitinn og settur þannig fram að áhorfandinn gengur framhjá táknmyndum for- dómanna eins og úreltum gripum á safni. Ef til vill hefur listamanninum því einungis enn og aftur tekist að „sópa undan teppinu“ og af- hjúpa hversu djúpar sprungur veikleikar sundrungar og kúgunar hafa rist í samfélags- mynd okkar. Aðgengi og útilokun Verk Freds Wilsons afhjúpa með margvíslegum hætti hvernig blökkumenn voru notaðir sem „burð- arstoðir“ velmegunar hvíta mannsins, í félagsleg- um, efnahagslegum og menningarlegum skilningi. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Verkið „Safe House“ eða „Athvarf“, þar sem hvítu og svörtu er teflt saman þannig að það myndi eina heild, því jafnvel inni í athvarfinu sjálfu eru hversdagslegir hlutir er vísa til þessara andstæðna. Efniviður verksins „Drip Drop Plop“ er dæmigerður fyrir feneyska glerlist og vísar í senn til svartra tára og niðurlægjandi skrípamynda úr bandarískum teiknimyndum. Morgunblaðið/Fríða Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.