Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 1
Strákarnir á Strikinu Pétur Blöndal talaði við Bjórbandið sem treður upp á Strikinu Fólk 48 FÉLAGAR í kirkjukór Ólafsvíkur létu ekki kalsaveður og rigningu trufla sig og slógu kirkjugarðinn í bænum í gríð og erg. Var garðurinn sleginn í fjáröflunarskyni þar sem kórfélagar hyggjast senn bregða undir sig betri fætinum og fara í kórferðalag til Þýskalands. Hér er það Bjarni Ólafsson sem mundar ljáinn og greinilegt að þar er eng- inn veifiskati á ferð. Maðurinn með ljáinn Morgunblaðið/Alfons Finnsson STOFNAÐ 1913 241. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Dallas Mavericks Liðið sem Jón Arnór Stefánsson er genginn til liðs við 14 Allt eða ekkert Ný Mike Leigh-mynd á Breskum bíódögum B7 ALLT útlit er fyrir að yfir 20 ný íslensk leikverk verði frumflutt á fjölum leikhúsanna í vetur. At- hygli hefur vakið að Þjóð- leikhúsið boðar frum- flutning 8 nýrra íslenskra verka í vetrardagskrá sinni. Rætt er við höfund- ana átta í Sunnudags- blaðinu í dag. Erfitt er að staðhæfa hvort met verði slegið í frumflutningi nýrra íslenskra leikverka í vetur. Ekki síst vegna þess að sjálfstæðu leikhóparnir hafa venjulega verið sérstaklega duglegir við að sýna ný íslensk leikrit. Vetrardagskrá þeirra hefur enn ekki verið formlega kynnt. Langflestir af við- mælendum Morgunblaðsins telja þó að óvenju mörg íslensk leikverk verði á fjölunum í vetur. María Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikhúsfræð- ingur, segir erfitt að skilja hvers vegna nánast allt í einu svo stór og fríður hópur skuli finna hvöt hjá sér til að skrifa leikrit. „Staða íslensks leikhúss og leikhúsfólks hefur verið fremur veik síðastliðinn áratug. Sjálfhverft spaug og snyrtimennskuglæpir hafa aðallega verið ástundaðir til þess að lifa af í hörðum heimi markaðsþjóðfélagsins, m.a. á kostn- að íslenskra leikritahöfunda sem gjarnan hefur verið litið á sem einnota vöru.“ Yfir 20 ný íslensk verk á fjölunum  Sunnudagur/1 Þjóðleikhúsið boðar frumflutning 8 nýrra íslenskra verka SKJÁR tveir og Ríkissjónvarpið eru með í undirbúningi tilboð í sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppn- inni, sem nú er hjá Norðurljósum, en rennur út í vor. Að sögn Helga Hermannssonar, dagskrár- stjóra Skjás tveggja, verður að öllum líkind- um boðið í sjónvarpsréttinn í samstarfi við RÚV. „Við stefnum að því að fá réttinn til okkar frá og með næsta hausti. RÚV kæmi þá til með að sýna laugardagsleikina og Skjár tveir myndi sitja að sunnudags-, mánudags- og miðvikudagsleikjunum. Þetta samstarf gæti orðið fyrirmyndarhjónaband og báðum stöðvum til framdráttar.“ Ætla að bjóða í enska boltann  Systurstöðvar vinna/11 NÝ háplöntutegund, haustlyng, verður á næstunni skráð í flóru Ís- lands, en plantan fannst á jörðinni Felli í Mýrdal í vikunni. Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur við Menntaskólann við Sund, segir þetta einstakan fund, en mörg ár eru síðan ný tegund hefur verið skráð í flóru Íslands. Það er ekki síður sérstakt við þennan fund að tegundarinnar er getið í gamalli plöntuskrá frá árinu 1820, en síðar var talið að um ranga greiningu hefði verið að ræða. Plöntuna fann Brynja Jóhanns- dóttir meinatæknir þegar hún var í göngu í Mýrdalnum fyrr í vikunni. Í flórubók frá árinu 1942 er sagt frá eintaki af haustlyngi í Grasa- safninu í Kaupmannahöfn, sem „Thorarensen“ hafi safnað á Ís- landi, en þess jafnframt getið, að hér hljóti að hafa orðið einhver ruglingur við merkingar og því beri að strika tegundina alfarið út úr flóru Íslands. Haustlyng ný planta í flóru Íslands GETIÐ í gamalli plöntuskrá frá árinu 1820, en síðar talið að um ranga greiningu hefði verið að ræða.  Fann nýja/4 Haustlyng í Mýrdal Ljósmynd/Ágúst H. Bjarnason SEX manns létust og 25 slösuðust þegar bílsprengja sprakk á stærsta ávaxtaheildsölumarkaðinum í Srin- agar í indverska hluta Kasmírhér- aðs í gær. Sumir hinna slösuðu eru í lífshættu og gæti því tala látinna átt eftir að hækka, að sögn fulltrúa landamæralögreglunnar. Herská, pakistönsk samtök lýstu ábyrgð á tilræðinu á hendur sér, en Indverj- ar og Pakistanar deila um yfirráð í Kasmír. AP Sex létust í Kasmír MAHMOUD Abbas, forsætis- ráðherra Palestínumanna, sagði af sér í gærmorgun, en vinsældir hans meðal almenn- ings hafa minnkað mikið und- anfarið og hann hefur átt í langvinnri valdabaráttu við Yasser Arafat, æðsta leiðtoga Palestínumanna. Ísraelar sögðu að þrátt fyrir að Abbas gegndi ekki lengur embætti forsætisráðherra yrði hann áfram eini maðurinn sem þeir væru tilbúnir til friðarvið- ræðna við á grundvelli alþjóð- legu friðaráætlunarinnar er nefnd hefur verið Vegvísir. Bæði Ísraelar og Bandaríkja- menn hafa reynt að sniðganga Arafat, sem þeir segja kynda undir hryðjuverkastarfsemi. Um hádegi í gær var Arafat sagður enn ekki hafa ákveðið hvort hann myndi fallast á af- sagnarbeiðni Abbas. Nokkrar líkur höfðu verið taldar á að Abbas myndi ekki standa af sér vantrauststillögu er leggja átti fram á palest- ínska þinginu síðar í vikunni, en palestínskir embættismenn sögðust í gær óttast að afsögn hans myndi leiða til aukins glundroða. Abbas hefur átt í sífelldum erjum við Arafat, að sögn að- stoðarmanna hans. Einnig hef- ur snaraukinn fjöldi hryðju- verka í Ísrael undanfarið grafið mjög undan Vegvísinum, og komið illa við Abbas, sem tók við forsætisráðherraemb- ættinu í apríl, eftir að palest- ínskir forystumenn voru beittir miklum þrýstingi á alþjóðavett- vangi. Forsætisráðherra Palestínumanna segir af sér Talið mikið bakslag í friðarumleitunum Reuters Dvínandi vinsældir VINSÆLDIR Mahmouds Abb- as meðal almennings hafa farið dvínandi, en álitið er að honum hafi mistekist að auka lífsgæði Palestínumanna. Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.