Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 40
40 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ORÐINU cranio bregður æ oftar
fyrir í máli Íslendinga á síðustu ár-
um, svo mjög að spurning er hvort
íslenskan hafi eignast nýtt tökuorð.
Fólk notar þetta orð á ísmeygilegan
og undirförulan hátt og segir: „Ert
þú búin að fara í cranio?“ eða „þetta
er nú alveg upplagt fyrir cranio“ eða
„cranio gæti hjálpað.“ Þetta hljómar
eins og gælunafn yfir eitthvað mjög
merkilegt og leyndardómsfullt en
um leið eitthvað mjög áhrifaríkt og
kannski hættulegt. Hvað er þetta
cranio sem allir eru að tala um?
Cranio er einfaldlega latína og
merkir höfuðkúpa, og hefur orðið
verið notað hér á landi sem stytting
eða gælunafn yfir Cranio-Sacral
Therapy (CST), sem hefur m.a. verið
þýtt sem höfuðbeina- og spjald-
hryggsjöfnun eða -meðferð, sem
óneitanlega er óþjált í munni. Íslend-
ingar kunna jú að bjarga sér svo við
erum á góðri leið með að innleiða
nýtt orð, kraníó (ekkert c, takk).
En af hverju eru allir að tala um
þetta cranio?
CST hefur verið í mikilli sókn og
örri þróun og sumir hafa líkt þessari
meðferð og þeirri nálgun sem hún
býður upp á og krefst við byltingu,
svari við hlutgerðingu og bútun nú-
tímalækninga. Meðferðin/meðferð-
araðilinn lítur ávallt á manneskjuna
sem heild og ber óendanlega virð-
ingu fyrir ótakmörkuðum lækninga-
mætti líkamans. Líkaminn/heildin er
læknirinn og veit best hvernig á að
gera við sig. Sá sem veitir meðferð
getur eingöngu verið ljósmóðir í
þeirri kraftbirtingu losun/heilun sem
viðgerð líkamans í óendanlegri visku
sinni tekur á sig.
Þetta hljómar ekki ólíkt því sem á
Íslandi hefur verið kallað heilun, en
hér er stór munur á, því að hér liggja
að baki mjög nákvæmar vísindalegar
rannsóknir og niðurstöður fengnar í
háskólum af vel menntuðu og virtu
fagfólki, prófessorum og læknum.
Meðferðin er stunduð víðsvegar um
heim með frábærum árangri til end-
urhæfingar líkamans eftir slys og
áföll, hverju tagi sem þau nefnast,
allt frá fæðingu til grafar.
Cranio barst til Íslands 1993 og
vissi þá enginn hvað þetta fyrirbrigði
var og mætti því eðlilega nokkurri
andstöðu þar sem það kollvarpaði
hefðbundnum skólalærdómi t.d. um
hreyfanleika höfuðbeina á fullorðn-
um, öndun innan miðtaugakerfis o.fl.
En Íslendingar tóku fljótt við sér og
luku á sjötta tug grunnnámi á næstu
árum og stofnuðu með sér metnaðar-
fullt félag, Félag höfuðbeina- og
spjaldhryggsjafnara, sem starfað
hefur síðan.
Ör þróun og síauknar kröfur hafa
svo kallað á meiri og víðtækari
menntun og 1999 stóð félagið fyrir að
fá til landsins Thomas Attelee, en
hann er stofnandi og skólastjóri
CCST, sem er einn metnaðarfyllsti
og virtasti skóli Evrópu með aðsetur
í London, og þekktur m.a. fyrir með-
ferð á ungbörnum. Síðastliðið vor út-
skrifaðist þriðji ágangur svo við höf-
um nú á að skipa nær sjötíu vel
menntuðum höfuðbeina- og spjald-
hryggsjöfnurum. Ekki eru allir
starfandi, en nokkrir hafa öðlast
mikla reynslu og enst vel í þessu
krefjandi starfi.
GUNNAR GUNNARSSON,
sálfræðingur og
cranio-sacral-jafnari.
Hvað er cranio?
Frá Gunnari Gunnarssyni:
HVERSU oft heyrist ekki öskrað oj,
barasta könguló! Hvers á eiginlega
köngulóin að gjalda? Það er ekkert
að henni, hún er bara sköpuð eins og
hún er sköpuð. Sumar kellur éta að
vísu karlinn sinn eftir mökun en þeir
eru nú hvort sem er alveg búnir. Vís-
indamenn segja að þetta muni vera
aðferð náttúrunnar til að nýta pró-
teinin.
Ekki er hægt að segja að könguló-
in geri ekki flugu mein. En sú ís-
lenska gerir okkur mönnunum í
rauninni ekki neitt. Hvað er annars
að þessu þjóðfélagi þar sem svo
mörgum þykir köngulóin bara
ógeðsleg.
Hafið þið tekið eftir mynstrinu á
baki krossköngulóarinnar? Hún hef-
ur líka röndóttar lappir eins og Lína
langsokkur og þokkafullt göngulag, í
allar áttir.
Hafið þið séð könguló vefa vefinn
sinn? Líklegast of fá okkar. Þar not-
ar hún allar sínar átta lappir listi-
lega. Vitið þið það að vefurinn er
breytilegur eftir því hvort hann er
ofinn í gjólu eða logni.
Af hverju haldið þið að köngulóin
sitji svo oft í miðju vefsins? Flest
okkar höfum eflaust séð vefinn glitra
og glóa í rigningu. Mundum við ekki
sakna þeirrar sjónar í himnaríki?
Hafið þið bjargað könguló upp úr
baðkeri og reynt að koma henni út
um baðgluggann? Það verða stund-
um hinar mestu sportveiðar.
Köngulóin veit nefnilega ekki að það
er verið að bjarga henni, hún sýnir
ótrúlega fimi og skýst út undan sér í
allar áttir uns hún skakklappast loks
dösuð og eins og vel hífuð á átta löpp-
um út um gluggann. Köngulóin er
líka úrræðagóð og hefur þó nokkra
leikhæfileika. Hafið þið séð hana
draga undir sig lappirnar og hnipra
sig saman í kúlu. Hafið þið séð of-
urlítinn hnykil á mjóum þræði, potað
létt í hann og séð hann rakna upp?
Hvað haldið þið að sé þar á seyði?
Köngulóin er sífellt að koma mér á
óvart. Ég þekkti hana svo sem lítið
hér áður og öskraði ekki minna en
aðrir þegar ég rakst á hana. Ég var
bara svo heppin að hafa tækifæri að
kynnast þessum gæludýrum sem
tóku sérstöku ástfóstri við baðkerið
og stofugluggann að utanverðu.
Það verður að segjast eins og er,
ég get bara ekki að því gert að vera
svolítið skotin í köngulónni. Ákvað
svo loks að koma út úr skápnum og
líður miklu betur með það, þrátt fyr-
ir augnagotur. Húrra fyrir köngu-
lónni. Hún lengi lifi.
ANNA ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Miklubraut 60.
Köngulóaróður
Frá Önnu Þuríði Jónsdóttur: