Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 44
1. Hver fer með aðalhlutverkið í ítalska ráninu (The Italian Job)? 2. Frá hvað borg er uppistandarinn Pablo Fransisco? 3. Hvar hófu KK og Maggi haust- tónleikaferðalag sitt? 4. Hver leikstýrir myndinni Pabbi passar (Daddy Day Care)? 5. Hvað heitir önnur sólóplata trymbilsins Ásgeirs Ósk- arssonar? 6. Íslendingur situr í stjórn tónlistar- samtakanna European Music Roadworks. Hvað heitir hann? 7. Hverjum mætir Freddy í nýlegri hryllingsmynd? 8. Berglind Ólafsdóttir leikkona fer með hlutverk um þessar mundir í bandarískum þætti. Hvað heitir hann? 9. Hvaða stjörnu valdi breska tíma- ritið Prima þá verst klæddu á dögunum? 10. Hvað er Halli Reynis einkum þekktur fyrir? 11. Hver er aðalstjarnan í Sjóræn- ingjum Karíbahafsins? 12. Hvar er borgin Derry? 13. Hvernig tónlist leikur Kimono? 14. Hvað hefur Hörður Torfason gefið út margar plötur? 15. Í hvaða hljómsveit er þessi piltur? 1. Mark Wahlberg. 2. Los Angeles. 3. Í Básum (í Þórsmörk). 4. Steve Carr. 5. Áfram. 6. Anna Hild- ur Hildibrandsdóttir. 7. Jason. 8. Tískurétturinn (Style Court). 9. Christinu Aguileru. 10. Tónlist (hann er trúbadúr). 11. Johnny Depp. 12. Norður-Írlandi. 13. Nýrokk. 14. Tuttugu. 15. Danna og Dixielanddvergunum. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. 44 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 Lárétt 1.Klukkutíma mál fylgir Dauðanum. (10) 5.Skítkastari dýraríkisins. (9) 8.Á sigraðar sem voru fengnar fyrir eigin tilverknað. (6) 9.Sprunga er ekkert númer bara grín. (5) 10.Frásögn segir: "Pass í austur". (6) 11.Bátalægi þar sem hægt er að finna starfsmenn. (9) 13.Klósett við Landsbankann. (7) 15.Ekkert merkilegt að þú átt ekkert og átt 9. (4,2,3) 16.Frumskeið sem kemur aftur? Nei, það sem kom á undan bronsöld. (10) 17.Uss plata spiluð öfugt áður en þú færð vefnaðarvöru. (5) 18.Það sem Íslendingar fengu í Kaupmannahöfn árið 2001 er notað sem mælieining. (9) 24.Það sem skilur miðstöð taugakerfisins eftir í molum. (9) 25.Kímplanta sem verður að listamanni. (10) 28.Egypskt tákn númer tvö hefur marga galla. (8) 29.Partí líkamshluta völdum af tilviljun. (8) 30.Haus dýra er hluti af náttúruöflunum. (11) 31.Tókst dreng að finna skrifstofuáhald. (6) 32.Bók sem innheldur t.d. raunorð. (9) 33.Blandaðir og viðkvæmir. (7) Lóðrétt 1.Sniðmát býr til miðlunarvatn. (8) 2.Álögur sem voru aldrei lagðar á Tycho Brahe. (10) 3.Ætli það skaði afa? Ég bar blak af. (8) 4.Dýr í soðið. (8) 5.Mín spil einn fatnað gefa. (8) 6.Sýni putta. (10) 7.Rústir sjónfæra. (9) 12.Gáfur Vasks. (9) 14.Iðukast í Bifröst. (4) 18.Bang! Emú fyrsti réttur verður - veiddur með sérstöku vopni. (8) 19."Skor 1 í norður" segir ákveðinn. (11) 20.Höfuðfat sem Múmmínsnáðinn og félagar hans fundu. (10) 21.Reipi úr ís? (9) 22.Gefa þær túlkun á áþján. (9) 23.En hálit finn hjá landi. (7) 26.Skal Kvennalistinn ígrunda að vera mótfallinn? (8) 27.Iðnaðarmaður birtist í skans úr harpix. (8) Lárétt: 4. Hrævareldur, 8. Orðspeki, 10. Væng- haf, 12. Mannssonurinn, 13. Nasisti, 14. Arab- ar, 16. Krýsantema, 17. Hjáguð, 18. Tvista, 19. Hnakkrífast, 23. Flugrit, 25. Skrefbót, 27. Höf- uðból, 30. Veðurbarinn, 31. Allavega, 32. Síð- astaleikur, 33. Aðilar. Lóðrétt: 1. Kommóða, 2. Óðinshani, 3. Meist- ari Jakob, 5. Rokrass, 6. Vatnaskrímsli, 7. Langalengi, 9. Ofurstar, 11. Hersveitir, 15. Ágerst, 19. Herðablað, 20. Faðirvorið, 21. Stæl- ingar, 22. Asnahaus, 24. Guðfræði, 26. Fullvíst, 27. Haugar, 28. Febrúar, 29. Bjalla. Vinningshafi krossgátu Vinningshafi vikunar er Vésteinn Jóns- son, Víkurströnd 13, 170 Seltjarnarnesi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Napóleons- skjölin eftir Arnald Indriðason LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út fimmtudaginn 11. september Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN ÞAÐ ER að færast líf í sjóbirt- ingsgöngur í Skaftafellssýslum samkvæmt upplýsingum frá Ragnar Johansen leigutaka Vatnamóta og Hörgsár, sem Morgunblaðið ræddi við á föstu- daginn. 16 punda dreki veiddist á spón í Vatnamótunum á föstu- dagsmorgun, sá stærsti sem enn hefur frést af í síðsumars- og haustveiðinni. Birtingar allt að 20 pundum hafa hins vegar veiðst í ádrátt bænda í neðri hluta Kúða- fljóts og munu það vera fiskar á leið í Tungufljót. Tröll „Þetta er geysilega fallegur fiskur, 16 punda hængur og sá stærsti hjá okkur það sem af er. Veiðimaðurinn heitir Jón Snorra- son og fékk hann fiskinn á ein- hvern rauðan eða órans spinner. Hollið hefur verið að gera það gott og menn verið að fá fína veiði, aðrir fiskar allt að 8 pund- um,“ sagði Ragnar í Hörgslandi ennfremur. Að ganga í bergvötnin Ragnar sagði auk þessa, að birtingur hefði gengið nokkuð í bergvatnsárnar eftir rigning- arnar sem staðið hafa í sveitinni, t.d. hefði hann heyrt af veiði- mönnum frá Klaustri sem fengu sex fallega birtinga á skömmum tíma í Laxá og Brúará í Fljóts- hverfi og þegar hann opnaði fyrir veiðiskap í Hörgsá s.l. fimmtu- dagskvöld hefðu strax veiðst þrír fallegir fiskar, 4-5 punda. Þá eru menn farnir að reyta bærilega víða í Grenlæk og nokk- ur fiskigengd virðist vera í hann, betri en í fyrra og hitteðfyrra miðað við sama tíma. Tungulækur hefur einnig verið að taka við sér og þó menn veiði enn ekki marga fiska er haft fyrir satt að mikið gaman sé að laumast upp á klett á Breiðunni og horfa ofan í fiska- torfuna sem þar hefur hreiðrað um sig. Eru þar nokkrir birtingar svo stórir að sjónin minnir nokk- uð á kafbátalægi að sögn veiði- manna. Birtingur byrjaður að ganga í bergvötnin ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Jón Snorrason með 16 punda birting úr Vatna- mótunum, með honum er veiðifélagi hans Valdimar Flygenring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.