Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 31
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 31
ÉG VAR að hlusta eftir fréttum í
morgun. Ég segi eftir því ég kann
ekki íslensku. Venjulega fer flest
fyrir ofan garð og
neðan hjá mér en í
dag heyrði ég nokk-
ur orð á ensku. Það
tók mig dágóða
stund að átta mig á
hvað sagt var, en þá
lauk ung kona máli
sínu með að segja: „Ég er í hópi
fólks í hvalaskoðun og í dag er einum
hval færra að skoða. Þetta er senni-
lega það hræðilegasta sem ég hef
séð.“ Röddin var angurvær og titr-
andi. Hún hafði greinilega orðið fyr-
ir slæmri reynslu.
Fyrir nokkrum vikum tilkynntu
yfirvöld sjávarútvegsmála á Íslandi
heimsbyggðinni að þau ætluðu að
heimila dráp á 38 hrefnum í vís-
indaskyni. Það varð allt vitlaust hér
á Íslandi. Talsmenn ferðamála
brugðust harkalega við þar sem vin-
sældir hvalaskoðunar hafa aukist
jafnt og þétt meðal erlendra ferða-
manna. Fleiri hagsmunaaðilar lögðu
sitt til málanna á þeim forsendum að
þetta myndi skaða markaði fyrir út-
flutning Íslendinga, auk þess sem
umhverfisverndarsinnar mótmæltu
og mynduðu samstöðu með erlend-
um skoðanasystkinum sínum. Um
leið og litríkan stafn Rainbow
Warrior bar við sjóndeildarhringinn
öðrum megin á hnettinum hvarf
skynsemin í hafið hinum megin.
Tilhugsunin um sprengihleðslu í
heila hvals setur að mér hroll eins og
flestum öðrum. Fátt er tilfinn-
ingaþrungnari sjón en skutlaður
hvalur; ásamt rotuðum sel og tann-
lausum fíl er hún meðal tíu áhrifa-
mestu mynda af miskunnarlausri
grimmd. Þær myndir eru voldug
tæki sem ber að nota viturlega.
Óprúttnir aðilar geta notað ógeð-
felld áhrif þeirra til að hagræða og
blekkja. Sá möguleiki að nokkrir
hvalir verði skutlaðir eru góðar
fréttir fyrir Greenpeace og IWF því
það veitir samtökunum færi á vit-
undarvakningu og fjársöfnun. Og
samtökin voru ekki þeir einu. Í
næsta fréttapistli heyrði ég Ben
Bradshaw, sjávarútvegsráðherra
Breta, segja að hann harmaði hval-
veiðar og mælti með að fólk snið-
gengi íslenskar sjávarafurðir, ég
held að hann eigi við fisk, í hefnd-
arskyni. Á meðan hvalaskoð-
unarskip, hlaðin fréttamönnum,
skoppuðu fyrir framan skutlana
voru umhverfisverndarsamtök að
safna peningum og breska stjórnin
að slá sig til riddara í pólitískum til-
gangi. Skömmu seinna dustuðu
Bandaríkjamenn rykið af umhverf-
issamvisku sinni og hótuðu við-
skiptabanni.
Óvíst er hvort nokkur hafði fyrir
því að lesa skýrslu sjávarútvegs-
nefndar eða ræða við þá vís-
indamenn sem málið snertir en aug-
ljóst er að ósjálfráð viðbrögð hafa
byggst á villandi heimildum og til-
finningarökum sem slengja öllum
hvölum í einn hóp og öllum hvalföng-
urum í annan. Hið góða og hið illa í
anda Walts Disney.
Hvalir eru ekki allir eins, til eru
margar ólíkar tegundir. Sumir éta
fisk, aðrir ekki. Sumir eru stórir,
aðrir smáir. Sumir lifa á norð-
urslóðum, aðrir á suðurhveli jarðar.
Sumir eru í útrýmingarhættu, aðrir
ekki. Til að fyrirbyggja misskilning
skal tekið fram að hrefnan er ekki í
útrýmingarhættu. Samt sem áður
hafa allar hvalveiðar verið bannaðar
síðan 1989. Japanir, ein fárra þjóða
veraldar sem kjósa sjálfviljugar að
borða hval, hafa stundað hvalveiðar í
vísindaskyni á fjölmörgum teg-
undum hvala utan eigin hafsvæða og
það í stórum stíl. Þótt þetta brjóti
strangt til tekið ekki í bága við sam-
þykktir er það eigi að síður brot
gegn anda þeirra. Fyrir vikið hafa
Japanir verið gagnrýndir rækilega
og réttilega en engum hefur dottið í
hug að sniðganga japanskar vörur,
hvorki í Bretlandi né Bandaríkj-
unum. Það er í lagi að selja og skatt-
leggja Toyota-bifreiðar í glæstum
sýningarsölum en það virðist eiga að
neita okkur um fisk og franskar.
Hvalkjötið verður selt innanlands
en það er frekar ódýr matur á Ís-
landi. Kostnaður við veiðar, skurð og
rannsóknir er mun hærri en verðið
sem fæst fyrir kjötið. Íslenska ríkið
greiðir bátunum þremur tæplega
eina milljón króna fyrir hvern hval
og tekjur af sölu hvalkjötsins fara
upp í kostnað.
Fiskimið Íslendinga eru meðal
fárra veiðisvæða veraldar þar sem
enn er veiði von. Fiskveiðilögsagan
teygir sig 200 mílur út frá ströndum
landsins og sér Evrópu, og þá eink-
um Bretlandi, fyrir þorski, fiskinum
sem sjávarútvegsráðherra okkar
Breta er svo umhugað um að nú
verði sniðgenginn. Breska stjórnin
og umhverfisverndarsinnar virðast
horfa fram hjá því að Íslendingar
hafa stjórnað fiskveiðum sínum með
þeim árangri að fiskistofnar hafa
stækkað síðastliðinn áratug á meðan
aðrar þjóðir hafa nánast gereytt eig-
in fiskistofnum. Þar að auki hafa Ís-
lendingar framfylgt hvalveiðibanni
út í ystu æsar og hefja ekki hval-
veiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta
lagi árið 2006. Alls ekki er raunhæft
að ætla að tilgangur vísindaveiðanna
sé aðferð Íslendinga til að smeygja
sér bakdyramegin inn í atvinnuveið-
ar. Ef vísindalegar sannanir benda
til þess á komandi árum að hrefnur
hafi neikvæð áhrif á fiskistofna Ís-
lendinga er sennilegt að þeir vilji
veiða þær. Það á einnig við um fíla-
hjarðir í Simbabve. Við getum hugg-
að okkur við að Íslendingar hafa ný-
lega sett á þriggja ára veiðibann á
rjúpu, þrátt fyrir að hún sé hefð-
bundinn jólamatur þeirra. Að setja
þá í hóp með Japönum og koma fram
við þá sem illmenni segir meira um
hugarástand gagnrýnandans en inn-
tak gagnrýninnar.
Áætlað er, og skekkjumörk áætl-
ana eru allt að 50% til eða frá þegar
talning á hvölum er annars vegar, að
innan efnahagslögsögu Íslands séu
um það bil 43.000 hrefnur. Hrefnur
eru undarleg blanda, því þótt þær
séu skíðishvalir éta þær fisk og
smokkfisk og þótt þær séu flökku-
dýr eiga þær samt sínar heimaslóðir.
Þær éta því ekki aðeins fisk heldur
einnig fæðu fisksins. Þær gæða sér á
allri fæðukeðjunni, ef svo má að orði
komast. Mikilvægur þáttur fisk-
veiðistjórnunar er að fylgjast með
fæðukeðjunni og ekki er unnt að vita
hvað hrefnan borðar nema skoða
maga hennar. 38 hrefnur eru innan
við 0,01% af íslenska hrefnustofn-
inum. Talan verður ærið léttvæg ef
tekið er mið af stofninum á heims-
vísu.
Íslenska hagkerfið byggist á fisk-
útflutningi. Flatarmál sjávar innan
fiskveiðilandhelginnar er um
780.000 ferkílómetrar og hennar er
eins vandlega gætt og unnt er á svo
stóru hafsvæði. Íslendingar hafa
lagalegan rétt á að stjórna fisk-
veiðum sínum eins og þeim finnst
henta og ef það felur í sér hrefnu-
veiðar þá verður svo að vera. Engan
skal undra að Íslendingar séu í upp-
námi vegna hótana um að þeir falli í
alþjóðlega ónáð og verði beittir við-
skiptabanni. Einkum þegar hót-
anirnar koma frá þjóð sem hefur
horft upp á hverja ríkisstjórnina af
annarri ýta undir algjört, og ef til vill
óbætanlegt, hrun eigin fiskveiða síð-
an Edward Heath undirritaði afsal
fiskimiða okkar.
Mistök Íslendinga voru aðferðin
við þetta allt saman. Önnur helsta
tekjulind þeirra eru erlendir ferða-
menn. Íslendingar flytja ekki aðeins
út stærstan hluta fiskafurða sinna til
Bretlands heldur flytja þeir inn
verulegan hluta ferðamanna sinna
þaðan. Hvalveiðarnar hófust í upp-
hafi verslunarmannahelgarinnar í
Bretlandi þegar hvalaskoðun var í
hámarki. Sá vafasami verknaður að
gera þjóðina svo berskjaldaða á slík-
um tímapunkti gæti reynst alvarlegt
axarskaft sem tekur langan tíma að
jafna sig. Ferðamenn hafa lýst því
yfir að þeir komi aldrei aftur, í við-
tölum sem venjulega sjást í vondum
ferðaþáttum. En samt sem áður
finnst yfirgnæfandi meirihluta Ís-
lendinga þeir vera í fullum rétti og
að þeir ættu að vera látnir í friði við
að stjórna sínum eigin málum.
Já, það verður 38 hvölum færra að
skoða í hafinu við Ísland í lok mán-
aðarins en það er ekki kjarni máls-
ins. Það verður líka nægur þorskur á
íslenskum fiskimiðum í fyr-
irsjáanlegri framtíð og gnægð
hrefna að auki. Myndavélarnar sem
verið hafa í Reykjavík undanfarnar
vikur hafa myndað skutla og blóð í
sjónum, ekki blóðprufur og sýnatök-
ur. Afleiðingin er sú að hinir veiddu
hvalir hafa verið notaðir til að renna
stoðum undir formúluna – dauðir
hvalir eru sama sem dollarar og at-
kvæði. Þetta er hræðilega sorglegt.
Hvað ríkisstjórn Íslands varðar
þarf hún að læra af þeim sem nú
veitast að henni því þeir kunna að
ráðskast með fjölmiðla, en ráðherr-
um hennar á að vera treystandi í
þessu máli. Ríkisstjórn Breta og
þeir sem nota þennan atburð í eig-
inhagsmunaskyni ættu að einbeita
sér að brýnni pólitískum vanda-
málum og umhverfismálum heima
fyrir.
Hér kemur Rainbow Warrior
Eftir Robert Jackson
Höfundur er enskur rithöfundur sem
dvelur langdvölum í Reykjavík. Skáld-
saga hans 69 Degrees North fæst hér
á landi.
Um er að ræða tveggja íbúða 283 fm hús á tveimur hæðum með innb. 59
fm bílskúr. Á efri hæðinni er falleg 5 herbergja hæð með fallegum
innréttingum. Í stofu er arinn. Á neðri hæðinni er 3ja herbergja samþykkt
íbúð og tvöfaldur 59 fm bílskúr, innbyggður í húsið. Sérlega glæsilegur
ræktaður garður. Falleg og vel stað-
sett eign í góðu viðhaldi.
Gjörið svo vel að líta inn.
Jón Sturla og Guðrún taka vel
á móti ykkur. Sími 568 5556
STARRAHÓLAR 10
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG,
MILLI KL. 14 OG 17
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
4ra herbergja ca 94 fm endaíbúð á 3. hæð
ásamt bílskúr. 1. hæð er jarðhæð. Gott út-
sýni yfir Víðidalinn og Elliðavatn. Gólfefni:
Gott eikarparket á holi, stofu og eldhúsi,
„pergó“ á herbergjum og dúkur á baði.
Áhv. nýleg húsbréf ca. 7,5 m. Laus við
kaupsamning. V. 12,4 m. 3597
Nýtt glæsilegt 194 fm einbýlishús á 2 hæð-
um ásamt tvöföldum 59 fm bílskúr og 87
fm hesthúsi. Húsið er staðsett innst í götu á
útsýnisstað. Vandaðar innréttingar og gólf-
efni. Stór suðurverönd. Bílskúrinn er tvö-
faldur með góðri lofthæð og góðri geymslu.
Hesthús með kaffistofu, salerni, sag- og
heygeymslu. Rúmgott 160 fm gerði og lóð-
in er samtals 1.553 fm. V. 39,9 m. 3711
Falleg og notaleg 2ja herb. íbúð á 3. hæð í
góðu fjölbýli. Hol m. skápum, ágæt stofa,
opið eldhús, þvottahús inn af eldhúsi, flísa-
lagt baðherbergi m. sturtuklefa og hjóna-
herbergi m. skápum. Fallegt parket er á holi
og stofu, dúkur á eldhúsi, baði og herbergi.
Góðar svalir. Góð sameign.
V. 8,9 m.
Austurberg 14 - 3. h. h. - bílskúr
- útsýni - laus strax
Dimmuhvarf 29 - Vatnsendi - einbýli og hesthús
Vesturberg 120 - 3. h. mið - útsýni - laus strax
Sími 588 55 30
Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali,
Þekking - öryggi - þjónusta
OPIÐ HÚS Í LINDASMÁRA 41
Opið hús í dag frá kl. 14-16 í
Lindasmára 41. Arna og Rúnar
taka á móti ykkur. Um er að ræða
156 fm sér á 2 hæðum. Vandaðar
innréttingar. Mikil lofthæð. 5 góð
svefnherbergi. Eign með mikla
möguleika.
BÚJARÐIR - BÚJARÐIR
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með
greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt,
svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið.
Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til
sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak
á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is.