Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 56
ÍSLENSKT raunveruleikasjón-
varp er meðal þess sem boðið verð-
ur upp á á Skjá tveimur, sem mun
hefja útsendingar 1. október nk.
Sjónvarpsþættirnir, sem fengið
hafa nafngiftina „Viva Las Vegas“,
eru íslensk útgáfa af Bachelor-
þáttunum vinsælu. „Við höfum
fengið sex fallegar og vel gefnar ís-
lenskar stúlkur til liðs við okkur við
gerð þessara þátta, en meiningin
er að þær haldi ásamt myndatöku-
liði til spilaborgarinnar Las Vegas í
nóvembermánuði með það að
markmiði að ná sér í huggulega,
skemmtilega, ríka, ameríska karl-
menn til að giftast, helst í ferðinni.
Gerðir verða sjö þættir á fjórtán
dögum og má segja að þetta verði
hin íslenska útgáfa af raunveru-
leikasjónvarpi,“ segir Helgi Her-
mannsson dagskrárstjóri.
Íslenskt raunveruleika-
sjónvarp á Skjá tveimur
Systurstöðvar vinna/11
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Nú kemur
þú golfinu
á kortið
Golfkort Búnaðarbankans –
nýtt fullgilt kreditkort hlaðið
golftengdum fríðindum.
www.bi.is
GREIÐSLUR atvinnuleysisbóta úr
Atvinnuleysistryggingasjóði eru um
einum milljarði króna hærri fyrstu
átta mánuðina í ár samanborið við
sama tímabil í fyrra. Þannig höfðu
verið greiddir tæpir 2,7 milljarðar
króna í atvinnuleysisbætur fram til 1.
september. Á sama tíma í fyrra var
búið að greiða 1,7 milljarða í atvinnu-
leysisbætur, en þetta jafngildir 59%
aukningu á milli ára.
Ástæðurnar fyrir þessari aukningu
má rekja til þess að atvinnuleysi það
sem af er árinu hefur verið verulega
meira en það var á síðasta ári. Þannig
er atvinnuleysið að meðaltali fyrstu
átta mánuði þessa árs um 3,5% af
mannafla á vinnumarkaði en atvinnu-
leysi á síðasta ári var um 2,5% að
meðaltali á árinu öllu. Atvinnuleysið
hefur hins vegar farið minnkandi
undanfarna mánuði. Það var 4,1% í
febrúar og 3,6% í maí síðastliðnum.
Miðað við að atvinnuleysi á árinu
verði 3,3–3,4% að meðaltali má gera
ráð fyrir að atvinnuleysisbætur á
árinu öllu verði um 3,8 milljarðar
króna, 1.200 milljónum kr. hærri en í
fyrra þegar atvinnuleysisbætur numu
tæpum 2,6 milljörðum, að sögn Sig-
urðar P. Sigmundssonar, forstöðu-
manns rekstrarsviðs Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs.
Höfuðstóll Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs nam 9,1 milljarði króna um
síðustu áramót. Sjóðurinn hefur
tekjur sínar af hluta tryggingagjalds
sem lagt er á atvinnutekjur.
3,5 milljarðar í tekjur
af hluta tryggingagjalds
Hlutfallið er nú 0,85% og má gera
ráð fyrir að tekjur sjóðsins af gjaldinu
í ár séu um 3,5 milljarðar króna, að
sögn Sigurðar. Til viðbótar hefur
sjóðurinn vaxtatekjur af höfuðstóln-
um. Þannig voru heildartekjur sjóðs-
ins á árinu 2002 um 4,2 milljarðar
króna.
Sigurður sagði að það væru ekki
einungis atvinnuleysisbætur sem
greiddar væru úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Sjóðurinn greiddi
einnig fyrir ýmiss konar hluti tengda
vinnumarkaðnum og gera mætti ráð
fyrir um hálfum milljarði króna til
viðbótar í útgjöld vegna þessa. Þar á
meðal væru ýmis vinnumarkaðsúr-
ræði, starfsþjálfun, námskeið og slíkir
hlutir sem stefndu í að nema 200
milljónum króna í ár. Þá greiddi sjóð-
urinn hluta af kostnaði við rekstur
Vinnumálastofnunar og sextíu millj-
ónir kr. færu í starfsmenntasjóð.
Einnig mætti reikna með að greiðslur
til fiskvinnslufyrirtækja vegna hrá-
efnisskorts gætu numið í kringum
150–170 milljónum kr. Heildarútgjöld
sjóðsins í ár gætu þannig numið í
kringum 4,3 milljörðum króna.
Milljarði meira í
atvinnuleysisbætur
Atvinnuleysi að
meðaltali um
3,5% fram til
1. september
ÖSSUR hf., sem einkum hefur ein-
beitt sér að framleiðslu gervilima
frá upphafi vega, hyggst nú færa út
kvíarnar með framleiðslu spelkna úr
svokölluðum koltrefjum. Að sögn
Árna Alvars Arasonar hjá Össurri,
er mikið í húfi þar sem spelkumark-
aðurinn á heimsvísu er allt að þrisv-
ar sinnum stærri en stoðtækja-
markaðurinn. „Umsvif fyrirtækisins
eru að aukast verulega og sjáum við
spelkuviðskipti sem stóran þátt í
okkar veltu á næstu árum.“
Talið er að spelkumarkaðurinn
nemi allt að tveimur til þremur
milljörðum bandaríkjadala á ári sem
svarar til 164 til 246 milljarða ís-
lenskra króna. Ekki er nema hálft
annað ár síðan hönnunarvinnan
hófst og eru nokkrir vöruflokkanna
nú þegar komnir í framleiðslu hjá
fyrirtækinu, að undangengnum
prófunum, bæði hér heima og er-
lendis. Stöðugildum vegna verkefn-
isins hefur fjölgað um tíu á yfir-
standandi ári og er stefnt að því að
bæta við fólki í framleiðsluna eftir
þörfum.
Hagsmunir í húfi
Sölu- og markaðsstarf hófst form-
lega þann 1. september sl. Í fyrstu
verða vörurnar aðeins kynntar á
mörkuðum Össurar á Norðurlönd-
unum, í Bretlandi og í Bandaríkj-
unum, en aðrir markaðir fylgja í
kjölfarið eftir áramót. „Það er með
ráðum gert að fara hægt og rólega
af stað. Mjög brýnt er að vel takist
til því miklir hagsmunir geta verið í
húfi,“ segir Árni. Sú útrás, sem fyr-
irtækið stefnir nú að, hefur mikla
breytingu í för með sér fyrir starfs-
fólkið og þurfa sölumenn að tileinka
sér talsverða þekkingu á sviði sjúk-
dómafræði til að vera viðræðuhæfir
við viðskiptamannahópinn, sem
samanstendur af stoðtækjaverk-
stæðum nær eingöngu.
Össur hf. markaðssetur
spelkur úr koltrefjum
Umsvif gætu
margfaldast
Stórsókn/10
GRASAGARÐURINN í Reykjavík efndi til uppskeruhátíðar í gær þar
sem fólk fékk að bragða á fjölmörgum tegundum matjurta sem rækt-
aðar hafa verið í nytjajurtagarði Grasagarðsins í sumar. Þá var boðið
upp á fræðslu um ræktun matjurta í heimilisgörðum. Öll framleiðsla í
nytjajurtagarðinum er lífræn ræktun.
Að sögn Evu Þorvaldsdóttur, forstöðumanns Grasagarðsins í Reykja-
vík, eru um 100 tegundir og yrki ræktuð í garðinum. „Sumarið hefur
verið með eindæmum gott og við höfum ekki orðið fyrir neinum
skakkaföllum þannig að uppskeran er góð hjá okkur.“
Nytjajurtagarðurinn var fyrst opnaður sumarið 2000. Í fyrra sóttu
50–60 manns uppskeruhátíðina. Í garðinum má finna ýmsar nýjungar
s.s. stilkbeðju, hvítlauk, vorlauk, rósmarín og piparrót.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gestum í Grasagarðinum var boðið upp á grænar og gómsætar matjurtir og lífrænt ræktaðar að auki.
Stilkbeðja, rósmarín og piparrót