Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 20

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sandgerði | Auðvelt aðgengi að ræktuðum saltvatnsfiski og hreinn og góður sjór á rann- sóknarstofunni hefur dregið sænska dýra- fræðinga til Sandgerðis til að rannsaka áhrif botnmálningar á sjávardýr. Lars Förlin, pró- fessor í dýralífeðlisfræði við Gautaborgarhá- skóla, og doktorsneminn Anna Lennquist hafa dvalist í Fræðasetrinu í Sandgerði und- anfarna daga við rannsóknir á áhrifum nýs efnis sem hugsanlegt er að geti leyst eitruð efni í botnmálningu skipa af hólmi. „Við viljum vita allt um þetta efni áður en farið verður að nota það í málningu, og full- vissa okkur um að það sé ekki hættulegt,“ segir Lennquist. Verkefni Förlin og Lenn- quist er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að þróa nýja tegund af botnmálningu fyrir skip. Hefðbundnar tegundir botnmáln- ingar eru eitraðar, eins og flest málning, og getur haft áhrif á t.d. frjósemi sjávardýra, segir Lennquist. Málningin hefur m.a. það hlutverka að hindra hrúðurkarla í að setjast við skipsskrokkinn. Nú hefur hins vegar fundist efni sem ekki virðist eitrað sem hindrar hrúðurkarlana í að setjast á skip, og nú er verið að gera til- raunir með efnið. „Ég rannsaka áhrif efnis- ins á sjávarlífverur og hvort það valdi eitr- unaráhrifum í fiski,“ segir Lennquist. „Aðrir í teyminu skoða aðrar hliðar efnisins, t.d. eru efnafræðingar að gera tilraunir með að blanda efnið í málningu, líffræðingar að at- huga af hverju efnið hefur þessi áhrif á hrúð- urkarla, og aðrir að kanna hvaða áhrif efnið hefur á plöntulíf.“ Safna gögnum hér á landi Eitraðasta málningin hefur nú verið bönn- uð sums staðar í heiminum, segir Lennquist: „Málning sem inniheldur efnið TBT er sér- lega eitruð, en efnið hefur verið algengt í botnmálningu víða. TBT getur haft áhrif á frjósemi margs konar sjávardýra. Málning sem inniheldur TBT hefur nú verið bönnuð í einhverjum löndum, t.d. í Svíþjóð þar sem ekki má nota hana á litla báta í einkaeign. Næst-eitraðasta málningin inniheldur kopar, en kopar er líka algert eitur fyrir allar líf- verur svo ekki er það mikið skárri kostur.“ Vinna Lenquist og Förin hér á landi er einkum tengd því að safna sýnum úr fiski, og kemur þá aðstaðan í Fræðasetrinu sér vel. „Ég er að safna sýnum hér á landi vegna þess að í Svíþjóð er mjög erfitt að fá rækt- aðan saltvatnsfisk. Það er auðvelt að fá ferskvatnstegundir en þessar tilraunir þarf að gera á tegundum sem lifa í sjó.“ Best er að notast við fisk sem hefur verið ræktaður í stað þess að notast við veiddan fisk, einfaldlega vegna þess að þá er hægt að ákveða hvaða stærð eigi að nota og hægt að tryggja aðgang að fiskinum þegar hans er þörf. Niðurstaðna er að vænta eftir fjögur ár. Tveir sænskir vísindamenn frá Gautaborg vinna að rannsóknum í Fræðasetrinu í Sandgerði Kanna áhrif máln- ingar á sjávardýr Ljósmynd/Reynir Sveinsson Anna Lennquist og Lars Förlin: Þorskur og sandhverfa skoðuð í rannsóknarstofu Fræðaset- ursins í Sandgerði. Til hægri er Jörundur Svavarsson hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Keflavíkurflugvelli | Nýskipaður yfirmaður Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli bauð bæjarstjórum og sveit- arstjórum af Suðurnesjunum í heimsókn á völlinn í vikunni. Mark S. Laughton, kafteinn í Bandaríkja- þetta margverðlaunaða slökkvilið, sem er nú byggt upp af Íslendingum og litum inn í her- þoturnar,“ segir Árni. Slökkviliðið var við æf- ingar í því að slökkva í flugvélum á æfing- arsvæði sínu, og segir Árni að það hafi borið sig ákaflega fagmannlega að við verkið. flota, tók við á vellinum í ágústbyrjun, og bauð í þessa heimsókn til að hitta hópinn all- an og til að kynna þau verkefni sem nú eru í gangi á Vellinum, segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar. „Meðal annars fengum við að sjá þarna Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Slökktu í fyrir bæjar- og sveitarstjóra Keflavík | „Þetta samstarf okkar hef- ur verið að þróast í tvö ár og er nú komið í þennan farveg. Fyrstu við- brögð sýna að þetta er ekki alrangt hjá okkur,“ segir Guðmundur Pét- ursson, stjórnarformaður Lykilráð- gjafar ehf., Turnkey Consulting Group (TKC-Group), í Keflavík. Ráð- gjafarfyrirtæki hans og Ríkharðs Ibsen höfðu forgöngu um stofnun fé- lagsins og annast Ríkharður fram- kvæmdastjórn. Guðmundur Pétursson rekur RV ráðgjöf-verktaka ehf. sem hefur eink- um unnið að ráðgjöf við verktöku og rekstur og rekur auk þess leikskól- ann Krók í Grindavík. Fyrirtæki Rík- harðs, RI-ráðgjöf ehf., sérhæfir sig í gerð viðskiptaáætlana. Leiðir þeirra tveggja hafa legið saman í nokkrum verkefnum og varð það til þess að þeir ákváðu að taka upp formlegt samstarf og leita til fleiri aðila um þátttöku. Alhliða verkefnisstjórn Tilgangur fyrirtækisins, TKC- Group, er að taka að sér alhliða verk- efnisstjórn og fá til liðs við sig fyr- irtæki og einstaklinga á ýmsum svið- um. Guðmundur og Ríkharður segja að nú þegar hafi á annan tug fyr- irtækja gengið til liðs við fyrirtækið og fleiri séu að hugleiða þátttöku. Taka þeir fram að fyrirtækið sé opið öllum sem áhuga hafa á að vera með. Fyrirtækið er ekki með fasta starfsmenn heldur kaupir nauðsyn- lega þjónustu hjá hluthöfum og öðr- um, allt eftir þörfum hverju sinni. Þegar unnið er að verkefnum eru þeir sem búa yfir réttri þekkingu leiddir saman. Ríkharður segir að þetta eigi að vera teymis- og tengslafyrirtæki sem byggi upp sífellt meiri þekkingu til að auka möguleikana á að fá verk- efni. Guðmundur og Ríkharður segja að mikil tækifæri séu á Reykjanesi og talsverð atvinnuuppbygging og ætli þeir fyrirtækinu að taka þátt í henni. Nefna sem dæmi fyrirhugaða upp- byggingu á iðnaðarsvæðinu í Helgu- vík. Þar muni þeir bjóða fram krafta sína. Buðu Byggðastofnun Lykilráðgjöf mun annars vinna fyrir alla sem til þess leita, skilgreina verkefni og koma þeim í ákveðinn farveg. Stefna þeir félagar að því að fyrstu skrefin hjá hugvitsmönnum og frumkvöðlum verði án endurgjalds. Lykilráðgjöf bauð stjórnendum Byggðastofnunar í kynnisferð um Reykjanes á dögunum, ásamt bæj- arstjórunum á Suðurnesjum, banka- stjórum, alþingismönnum og fleirum til þess að kynna þeim tækifæri svæðisins. Segja þeir að ekki hafi ver- ið vanþörf á að kynna svæðið því fyr- irtæki þar hafi ekki verið nógu dug- leg við að kynna starfsemi sína og möguleika á þessum vettvangi. Von- ast þeir til að með þessu framtaki hafi þeim tekist að opna augu manna fyrir ýmsum möguleikum og að umræðan í kjölfar kynnisferðarinnar leiði til þess að tækifærin verði notuð til að skapa atvinnu. Stofnuðu Lykilráðgjöf ehf. í Keflavík eftir að hafa unnið saman að nokkrum verkefnum Leiða saman fyrirtæki með þekkingu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Guðmundur og Ríkharður: Ætlum að taka þátt í uppbyggingunni. Sandgerði | Hæstiréttur hefur dæmt Sand- gerðisbæ til að endurgreiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. 37,4 milljónir króna sem var oftekið í fasteignaskatta á árunum 1998 til 2000. Fyrir mistök Fasteignamats ríkisins var álagningarstofn fasteignaskatts flugstöðv- arinnar ákvarðaður 36,8% of hár frá árinu 1989, en vegna fyrningarákvæða náði dóm- urinn aðeins aftur til 1998. Héarðsdómur hafði áður fallist á þá kröfu Sandgerðisbæjar að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. ætti ekki aðild að málinu þar sem krafan hafi ekki verið til 1. október árið 2000 þegar hlutafélagið yfirtók flugstöðina. Hæstiréttur hafnaði þessum rökum og seg- ir kröfuna hafa verið til þegar hlutafélagið tók við öllum eignum, réttindum og skyld- um flugstöðvarinnar. Þungur baggi á bæjarfélaginu „37 milljónir eru stórir peningar, það fer ekkert á milli mála,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, og segir þetta muni verða þungan bagga á sveitarfélgainu. „Þetta eru ekki mistök bæj- arfélagsins, heldur eru þetta mistök Fast- eignamats ríkisins. Ef við hefðum vitað það á sínum tíma að fasteignamatið væri með þessum hætti hefðum við að sjálfsögðu ver- ið með annan álagningarstofn.“ Sigurður segir dóminn í raun tvíþættan: „Við eigum að sjálfsögðu að borga þar sem við tökum of mikið, en sökin er ekki sveitar- félagsins.“ Sandgerði endurgreiði 37 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.