Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 23

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 23 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM NÚTÍMA afar og ömmur eru svöl og barnabörnin hafa mikla ánægju af samvistum við þau, að því er fram kemur í könnun Early Learning Centre og greint er frá í Guardian. Í hugum fólks eru afar og ömmur ekki lengur ströng gam- almenni í ruggustól úr tengslum við raunveruleikann, heldur heil- brigðari en nokkru sinni og m.a.s. nettengd. Könnunin náði til 750 foreldra barna sex ára og yngri og var ætlað að kanna hlutverk afa og ömmu í lífi barnanna. Í ljós kom m.a. að börnin eru meira með öfum sínum og ömm- um en foreldrar þeirra voru með sínum öfum og ömmum. Þrír fjórðu hittu afa eða ömmu einu sinni í viku, miðað við 64% kyn- slóðarinnar á undan. 93% finnst þessar sam- verustundir mjög skemmtilegar, enda er amma ekki lengur úti í horni að prjóna og afi segir ekki lengur að börn eigi að sjást en ekki heyrast. 80% af öfum og ömmum leika úti við barnabörnin sín miðað við 63% fyrri kynslóðar. Og barna- börnin fá hjálp við heimalærdóm- inn frá afa og ömmu sem eru í vaxandi mæli nettengd, t.d. nota 60% þeirra tölvupóst.  FJÖLSKYLDAN Morgunblaðið/Ásdís Gaman með afa og ömmu ALGENGASTA dánarorsök kvenna eru hjarta- og æðasjúkdómar. Konur fá sjúkdóminn u.þ.b. 10 árum síðar á ævinni er karlar. Konur virðast vera varðar fyrir hjartasjúkdómum fram að tíðahvörfum vegna estrogenáhrifa. Fram að 65 ára aldri eru hjartasjúk- dómar fjórum sinnum algengari hjá körlum heldur en konum. Eftir þann aldur minnkar þetta bil verulega. Rannsóknir sýna að konur eru síður líkleg- ar til að láta skoða áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Einkenni frá hjarta geta verið van- metin hjá konum og fá þær því síður viðeigandi skoðun. Ein- kenni frá brjósti eru oft ekki tekin alvarlega og talin vera eitthvað annað en hjartasjúkdómur, t.d. streita. Reykingar Stærsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma eru reykingar hjá báð- um kynjum. Til að draga verulega úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er því áhrifaríkast að leggja áherslu á virkar tóbaksvarnir og að leiðir til reykleysis standi öllum til boða. Meðal kvenna sem reykja eru heilaáföll/heilablóðfall líklegri en hjá konum sem ekki reykja. Reykingar og getnaðarvarnapillan eiga ekki góða samleið, kona sem reykir u.þ.b. 15 sígarettur daglega og er á pillunni er í þrisvar til fimm sinnum meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm. Þessi áhætta er talinn tuttugufaldast ef hún reykir fleiri en 15 sígarettur daglega. Reykingar geta einnig leitt til hækkaðs blóðþrýstings, en háþrýst- ingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þótt konur lifi lengur en karlar seg- ir árafjöldinn ekki allt, lífsgæði þessi ár skipta sköpum. Heilbrigt hjarta ævilangt er góð leið til að bæta lífs- gæði. Konur sem og karlar verða að hugsa vel um sitt hjarta. Suma áhættuþætti er ekki hægt að hafa áhrif á, eins og erfðir, kyn og aldur. Aðrir eru þess eðlis að hvert og eitt okkar getur haft áhrif á þá. Þitt fram- lag að heilbrigðu hjarta er að sleppa reykingum, hreyfa þig daglega, borða hollan mat, forðast aukakílóin, draga úr streitu og láta fylgjast með þekktum áhættu- þáttum hjarta- og æða- sjúkdóma, t.d. blóð- þrýstingi, blóðsykri og kólesteróli. Hjartadagur Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn í 94 löndum sunnu- daginn 28. september. Tilgangur- inn er að vekja vitund almennings á hjarta- og æðasjúkdómum og leiðum til að forðast þá. Hjartaheill í Perl- unni 26–28. september er sýning sem Landsamtök hjartasjúklinga standa fyrir í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Á sýningunni verður ýmislegt kynnt er lýtur að hjarta- og æðasjúkdómum. Hjartavernd mun kynna áhættu- reiknivél Hjartaverndar á hjarta.is þar sem fólk getur látið reikna út lík- urnar á að fá kransæðsjúkdóm á næstu 10 árum þegar tekið er tillit til mældra áhættuþátta eins og kólester- óls, blóðþrýstings og fleira. Árleg hjartaganga Landsamtaka hjartasjúklinga verður farin frá Perl- unni á morgun, sunnudag kl.14. Dag- leg hreyfing er eitt það besta sem gert er hjartanu til góða. Hjartavernd hvetur alla til að taka þátt í göngunni og púla þennan dag fyrir hjartað. Ástrós Sverrisdóttir, fræðslu- fulltrúi Hjartaverndar Einkenni frá hjarta oft vanmetin hjá konum  FRÁ HJARTAVERND TENGLAR ..................................................... www.hjarta.is (Hjartavernd) www.worldheartday.com www.lhs.is Kona, hugsaðu um hjarta þitt „VIÐ vorum búin að heyra um vefinn og skoða hann oft þegar við ákváðum að setja upp heima- síður fyrir báðar dætur okkar síð- astliðið vor,“ segir Elín Ida Krist- jánsdóttir, en hún og Auðun Ólafsson eiga dæturnar Kristínu Maríu sem er að verða fimm ára og Bryndísi Mörtu, 8 mánaða. „Ég hélt þetta væri svo flókið en í raun og veru er mjög einfalt að gera heimasíðuna og setja inn myndir og texta.“ Elín segir að hver og einn geti haft síðurnar eins og hann vill og það sé mjög misjafnt hversu mikl- ar upplýsingar komi fram. Einnig sé hægt að loka síðunum með að- gangsorði sem hægt er að gefa aðeins nánustu fjölskyldu og vin- um. „Viðbrögðin við síðunum okkar hafa verð mjög góð og Kristínu Maríu finnst mjög spennandi að hafa sína eigin heimasíðu. Ég kíki stundum inn á síður annarra, ekki síst þeirra sem hafa skrifað í gestabókina hjá okkur því þá kemur upp krækja inn á þeirra síður. En maður verður líka að passa sig á að eyða ekki of mikl- um tíma í þetta því það er auðvelt að gleyma sér. Fyrir utan heima- síður barnanna skoða ég umfjöllun um uppeldi og mér finnast grein- arnar sem birtast bæði stuttar, hnitmiðaðar og gagnlegar. Ég fer ekki mikið á spjallið en þeir sem nota vefinn eru duglegir að aug- lýsa ýmsar barnavörur og fleira sem það þarf að losna við eða aug- lýsa eftir slíkum vörum. Mér sýn- ist að á barnalandi.is sé hægt að fá nánast allt fyrir barnið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eigin heimasíða: Dætur Elínar Idu og Auðuns, þær Kristín María 5 ára og Bryndís Marta 8 mánaða, eiga hvor sína heimasíðu. Mjög einfalt að setja upp síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.