Morgunblaðið - 26.09.2003, Qupperneq 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LANDNEMI í mörgumskilningi, Þórir LaxdalSigurðsson, er horfinn tilfeðra sinna eftir langan
og drjúgan starfsdag. Er hann lauk
námi úr teiknikennaradeild Hand-
íða- og myndlistarskólans vorið
1949 var margt í órækt á því sér-
tæka menntunarsviði, sem er fram
liðu stundir var skilgreint sem
hand- og myndmennt. Tæpur ára-
tugur frá því að regluleg kennsla
hófst í Handíðaskólanum eins og
hann var þá almennt nefndur í dag-
legu tali, gerðist 1. febrúar 1940,
jafnframt lagður grunnur að kenn-
aradeild í tré- og málmsmíðum, ári
seinna teiknikennaradeild og
smíðakennaradeild. Skólinn fá-
mennur og óburðugur en í örum
vexti, þannig höfðu trauðla margir
útskrifast úr teiknikennaradeild er
Þórir settist í hana, ei heldur er
hann lauk námi. Mikil tímahvörf
áttu sér svo stað á tíu ára afmæli
skólans 1949, en þá munu meðal
annars hafa útskrifaðist sautján
handavinnukennarar, sem var mikil
og farsæl þróun, ef ekki sprenging.
Regluleg kennaradeild í handa-
vinnu kvenna var samkvæmt lögum
stofnuð 1947 og hófst kennsla strax
um haustið og voru nemendur fjór-
tán. Þá er mikilsvert að teiknikenn-
aradeildin var strax í upphafi hluti
myndlistardeildar, skólinn hér með
á nótunum varðandi slíkan mennt-
unargrunn í Evrópu.
Á þessum landnámsárum sjón-
menntunar hér á landi og lengi
áfram, var algengt að myndlist-
arnemar skráðu sig einnig í kenn-
aradeild til að hafa viðurkenndan
menntunargrunn í bakhöndinni.
Skynsamleg fyrirhyggja um lifi-
brauð til hliðar, en ég hygg að Þórir
Sigurðsson muni einn fárra sem
fljótlega stefndu á kennarastarf
öðru fremur. Um tugur nemenda
útskrifaðist úr myndlista/
teiknikennaradeild 1949 og skiptist
nokkurn veginn jafnt, má nefna að
úr kennaradeild útskrifuðust um
leið og Þórir Guðmunda Andr-
ésdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir og
Hörður Ingólfsson sem öll komu
mikið við sögu myndmenntunar á
sínum ferli, auk þess sem Guð-
munda varð er tímar liðu einn af
kunnustu myndlistarmönnum þjóð-
arinnar. Einnig minnir mig að Val-
gerður Hafstað hafi líka verið í
kennaradeild, en hún fluttist til
Parísar, seinna New York, á báðum
stöðum virkur myndlistarmaður en
minna veit ég um kennaraferil
hennar. Fleira farsælt en kenn-
aramenntun sótti Þórir í rann skól-
ans sem var eiginkona hans Her-
borg Kristjánsdóttir, einmitt ein
þeirra sem útskrifuðust úr hinum
fríða hópi handavinnukenn-
aradeildar sama ár, fágæt mann-
kostakona.
Eins og margur veit var Þórir
lengstum myndmenntakennari við
Laugarnesskólann og svo farsæll í
starfi að þess munu fá ef nokkur
dæmi á vettvanginum og mun hann
hafa haft mikil og góð áhrif á nem-
endur sína sem sumir hverjir urðu
þjóðkunnir. Þeir sem ég þekki til
muna hann allir að góðu og mér
sjálfum tíðum til álitsauka á veg-
ferð minni að hafa verið samtíða
honum í Handíðaskólanum og ná-
inn vinur að auk.
Þórir fann sér metnaðarfullan og
skapandi vettvang í Laugarnes-
skólanum og kenndi þar í tuttugu
ár. En eftir að hann var ráðinn um-
sjónakennari með myndmennta-
kennslu á skyldunámsstigi og safn-
akennslu, viðloðandi þar sem
stundakennari í fjórtán ár. Svo far-
sæll var hann í starfi að fá ef nokk-
ur dæmi munu á vettvanginum sem
marka má af því að hann var kall-
aður til starfa í skólarannsókn-
ardeild menntamálaráðuneytisins
1974, og námsstjóri í mynd- og
handmennt ári seinna og fram til
ársins 1992, sinnti þarnæst ýmsum
verkefnum til starfsloka 1994. Í öll-
um þessum störfum mun hann hafa
verið brautryðjandi ásamt því að
vera áhrifamaður í samtökum
teiknikennara og lengi fulltrúi
þeirra í alþjóðasamtökum mynd-
menntakennara. Fór endurtekið ut-
an með teikningar íslenzkra barna
á alþjóðlegar sýningar þar sem þær
hlutu iðulega mikið lof, unnu til við-
urkenninga og verðlauna.
Þórir lagði ekki árar í bát eftir að
starfi lauk, þannig áfram virkur á
mörgum sviðum til vegs og virð-
ingar list- og handmennt á landinu,
sat lengi í ritnefnd tímaritsins Hug-
ur og hönd, höfundur og meðhöf-
undur fjölda rita er varða mynd- og
handmennt, skrift og skrift-
arkennslu, sjálfur listaskrifari og
virkur sem slíkur, átti hér góða vini
erlendis sem hann skrifaðist á við,
sótti heim og þeir hann. Þá var Þór-
ir í forustusveit félags kennara á
eftirlaunum, atkvæðamaður í fé-
lagslífi þeirra, einkum þeim geira
er laut að manntafli. Mikill áhuga-
maður um myndlist, hún enda ein
af grunnfögum hans, tíður góður og
eftirsóttur gestur í sýningarsölum
borgarinnar.
Er Laugarásinn tók að byggjast
um og upp úr 1950, mun faðir minn
hafa verið sá fyrsti sem reisti sér
einbýlishús austan megin ássins, en
Þórir með hinum fyrstu vest-
anmegin, svo þar var hann einnig
landnámsmaður. Mikill dugur og
framsýni lágu að baki þeirrar
ákvörðunar hans og má segja að
hann hafi lagt nótt við dag til að
koma þaki yfir nýstofnaðu fjöl-
skyldu. Til að afla sér viðbót-
artekna við húsbygginguna tók
hann að sér húsamálun til hliðar,
einkum innan húss og hélt því
áfram um árabil enda stækkaði fjöl-
skylda hans ört og marga munna að
metta.
Lungann af sjötta áratugnum
var ég við nám erlendis en þó lengi
vel heima á sumrin en þá í vinnu úti
á landi, þó alfarið heima á árunum
1956–58 og hafði vinnustofu í ófull-
gerðri aðalbyggingu DAS á Laug-
arásnum. Átti því daglega leið
framhjá húsi hans á Vesturbrún 6
og endurnýjaðist þá sjálfkrafa vin-
átta okkar frá skólaárunum og efld-
ist til mikilla muna er fram liðu
stundir. Herborg kona hans hafði
þá þegar búið honum afar þokka-
fullt heimili og í hennar ranni mikið
hjartarúm og viðurgjörningur allur
á rammíslenzka vísu. Við Þórir átt-
um sameiginlegt áhugamál sem var
manntaflið, og sátum löngum yfir
þeim flókna pataldri í hans heima
og gekk á ýmsu. Þórir prýðilegur
skákmaður þótt ekki hefði hann
svigrúm eða metnað til stórra af-
reka, frekar að hann væri elskur að
leik sem væri mikilsverð og upp-
byggjandi afþreying. Sótti öll skák-
mót í áratugi og fylgdist grannt
með íslenzkum skákmönnum og
framvindu skáklistarinnar úti í
heimi, hér vel inni í málum. Þórir
var líka gæddur óvenjulegum eig-
ineika, sem hann flíkaði ekki og
sagði mér fyrst af fyrir fáeinum ár-
um. Svo var að þá hann á sínum
bestu árum fletti dagblöðum eða
tímaritum og fór lauslega yfir efni
þeirra mundi hann eftir flestu ef
ekki öllu sem augu hans námu og
gat þulið það upp. Er hann ein-
hverntíma hermdi Herborgu konu
sinni frá þessum merkilega hæfi-
leika sínum vildi hún helst ekki trúa
því í fyrstu og í raun ekki fyrr en
hún hafði sannprófað það marg-
sinnis. Þessi sérstaka athyglisgáfa
og eðlisgreind hefur mjög mjög lík-
lega gagnast honum vel í lífi og
starfi, í því sambandi má vísa til að
þrátt fyrir að vera akandi alla tíð,
bæði innan bæjar og á þjóðvegum
landsins, kom aldrei neitt að heitið
geti fyrir ökutæki hans.
Með Þóri Sigurðssyni er genginn
hár og nýtur halur, mikill Íslend-
ingur, einn þeirra sem bar hag og
velferð þjóðarinnar mjög fyrir
brjósti og var með báða fætur í for-
tíð og nútíð. Heimakær og ættræk-
inn, í nánu sambandi við venslafólk
í Vesturheimi sem hann átti margt
enda uppruninn norðan heiða.
Heimsótti og skrifaðist á við ein-
staka þeirra aðallega á seinni árum
og átti hér góðvini. Var niðursokk-
inn í ættfræði vesturfaranna, einnig
almenna ættfræði, sem var ein hans
helsta iðja eftir að starfsferli lauk,
leituðu ýmsir til hans í þeim efnum.
Margar dýrar og vænar minn-
ingar á ég frá meira en hálfrar ald-
ar samleið, einstaklega traustri og
uppbyggjandi vináttu, mun vonandi
ná að koma einhverjum þeirra á
blað á öðrum vettvangi en í dag ber
að drúpa höfði og þakka. Fjölskylda
hins gifturíka vegvísis á hug minn
allan.
Þórir Laxdal
Sigurðsson
Eftir Braga
Ásgeirsson
Þórir Sigurðsson á sumardegi, landnámsmaður og vegvísir í mynd-
mennt. Sér í húsið sem hann byggði, garðinn sem hann ræktaði og
ökutækið sem hann fór jafn vel með og ungviðið sem hann kenndi.
ÁLAFOSSKÓRINN í Mosfellsbæ
er að hefja sitt 24. starfsár og eru
laus pláss í allar raddir.
Fyrstu tónleikar kórsins verða 9.
október með Skólahljómsveit Mos-
fellsbæjar auk annarra kóra í Mos-
fellsbæ.
Kórinn er að undirbúa söngferð til
Eystrasaltslandanna í byrjun sum-
ars 2004. Starfið í vetur mun taka
mið af því og verður lögð áhersla á að
æfa hefðbundin íslensk kórlög ásamt
nýjum og nýlegum íslenskum laga-
smíðum.
Kórinn er með reglulegar æfingar
á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 í
Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Auk
þess eru æfingar kl. 11 síðasta laug-
ardag í hvers mánaðar.
Stjórnandi Álafosskórsins er
Helgi R. Einarsson.
Álafosskór-
inn hefur sitt
24. starfsár
KAMMERKÓR Suðurlands flytur
tónlistardagskrá á Hótel Hvolsvelli
kl. 21 í kvöld. Dagskráin nefnist
„Gengið á lagið“ og hefur Edda
Björgvinsdóttir leikkona verið sér-
legur leiklistarráðunautur kórsins í
þessu verkefni. Tónlistin er flutt með
leikrænu ívafi þar sem léttleiki og
grín verður í hávegi haft. Meðal höf-
unda tónlistar má nefna Bach, Billy
Joel og Gunnar Reyni Sveinsson.
Með kórnum kemur fram Sophie
Schoonjans hörpuleikari.
Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn
Agnarsson organisti í Skálholti.
Kammerkór
Suðurlands
syngur á
Hvolsvelli
NOKKRAR sýningar verða á Veisl-
unni í Þjóðleikhúsinu í haust en
Veislan hlaut ellefu tilnefningar til
Grímunnar – Íslensku leiklistarverð-
launanna á liðnu vori.
Þetta er þriðja leikár Veislunnar
eftir Thomas Vinterberg, Mogens
Rukov og Bo Hr. Hansen í Þjóðleik-
húsinu en sýnt hefur verið 85 sinnum
fyrir fullu húsi. Verkið gerist í sex-
tugsafmæli Helga þar sem ættingjar
hans og vinir fagna tímamótunum
með viðhöfn. Þegar veislan stendur
sem hæst tekur atburðarásin
skyndilega óvænta og ógnvænlega
stefnu. Leikið er við stórt veisluborð
og á hluti áhorfenda þess kost að
sitja við borðið ásamt leikendum í
sýningunni og njóta þar þríréttaðrar
veislumáltíðar.
Veislan hlaut 11 tilnefningar til
Grímunnar – Íslensku leiklistarverð-
launanna á liðnu vori.
Leikendur í sýningunni eru Hilm-
ir Snær Guðnason, Arnar Jónsson,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúnar
Freyr Gíslason, Elva Ósk Ólafsdótt-
ir, Inga María Valdimarsdóttir,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Bald-
ur Trausti Hreinsson, Stefán Jóns-
son, Erlingur Gíslason, Þóra Frið-
riksdóttir, Yapi Donatien Achou,
Kjartan Guðjónsson og Brynhildur
Guðjónsdóttir. Píanóleikari og um-
sjónarmaður tónlistar er Jóhann G.
Jóhannsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hilmir Snær Guðnason og Tinna
Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sín-
um í upphafi sýningar á Veislunni.
Veislunni
fram haldið
Íslenski grafíksalurinn,
Hafnarhúsinu
Sýningu á verkum Berglindar
Björnsdóttur ljósmyndara lýkur á
sunnudag. Sýningin nefnist Hring-
rás og fjallar Berglind um hringrás
lífsins á táknrænan hátt. Myndirnar
eru bæði svart/hvítar og í lit.
Opið um helgina kl. 14–18.
Sýningu lýkur
JÓHANN G. Jóhannsson og Bubbi,
Guðbjörn Gunnarsson, eru nú með
samsýningu í Húsi málaranna, Eið-
istorgi. Jóhann sýnir nýjar olíumyndir
sem allar eru unnar á þessu ári. Einnig
sýnir hann 40 vatnslitamyndir sem
spanna tímabilið 1996–2002. Inntak
myndanna eru hughrif íslenskrar nátt-
úru sem hefur verið viðfangsefni hans
undanfarin ár.
Ferðalag nefnist sýning Bubba en
árið 2002 fór hann til Japans og tók
þar þátt í samsýningu í menning-
arborginni Kyoto. Inntak sýning-
arinnar er upplifun Bubba á þessu
ferðalagi með áherslu á þjóðleg ein-
kenni og skyldeika Íslands og Japans.
Sýningin er sölusýning. Hún er opin
fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 og
lýkur á sunnudag.
Samsýning
í Húsi
málaranna
Morgunblaðið/Ásdís
Listamennirnir Jóhann G. og Bubbi á samsýningunni í Húsi málaranna.
♦ ♦ ♦