Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 32

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingi RagnarBrynjólfur Björnsson fæddist hinn 11. júlí 1932 á Borg á Mýrum. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli hinn 19. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Magnússon prófessor og prestur á Borg á Mýrum, f. 17. maí 1904, d. 4. febrúar 1997, og Charlotte Kristjana Jónsdóttir, f. 6. júní 1905, d. 3. september 1977. Systk- ini Inga eru Magnús, f. 19. júní 1928 í Reykjavík, d. 8. júlí 1969; Dóróthea Málfríður, f. 11. nóv. 1929 í Reykjavík; Jón Kristinn, f. 26. jan 1931 á Borg á Mýrum, d. 21. maí 2003; Jóhann Emil, f. 26. júní 1935 á Borg á Mýrum; Björn, f. 9. apr. 1937 í Reykjavík; Ingi- björg, f. 10. júní 1940 á Borg á Mýrum; Oddur Borgar, f. 19. ág. 1950 í Reykjavík. Ingi kvæntist 5. jan. 1957 eft- irlifandi konu sinni Jónu Aldísi Sæmundsdóttur, f. 20. júlí 1934 á Kambi í Veiðileysufirði á Strönd- um. Foreldrar hennar voru hjón- in Sæmundur Guðbrandsson, f. 18. október 1889, d. 30. júlí 1938, og Kristín Sigríður Jónsdóttir, f. 29. júlí 1892, d. 26. janúar 1978. Ingi og Jóna eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Charlotta, f. 30. ágúst 1957, maki Sigurgeir Þórarins- son, fæddur 11. maí 1957. Þeirra börn eru: Harpa Bóel, f. 1. nóv. 1980, sambýlismaður Finnbogi Ásgeir Finnboga- son, f. 27. jan. 1979; og Þórarinn Snorri, f. 22. nóv. 1987. 2) Snorri, f. 14. desem- ber 1960, maki Ás- dís Birna Þormar, f. 9. febrúar 1964. Þau skildu. Þeirra börn eru: Aldís, f. 6. ágúst 1983; Dagný Lilja, f. 12. desember 1987; Kristín Ásdís, f. 11. maí 1990; og Hall- dór Þormar, f. 14. september 1992. 3) Sæunn Lilja, f. 7. feb. 1962, maki Garðar Ragn- valdsson, f. 6. nóv. 1955. Þeirra dætur eru: Íris, f. 29. nóvember 1987; Hrefna Guðríður, f. 11. apr- íl 1991; og María Aldís, f. 8. októ- ber 1995. Ingi ólst upp á Borg á Mýrum til 13 ára aldurs en þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur og bjó á Bergstaðastræti 56 og þar bjó Ingi einnig í mörg ár eftir að hann stofnaði sjálfur til fjöl- skyldu. Ingi starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1959 til 1994 og var forstöðumaður víxladeildar í Austurstræti lengst af. Innan bankans tók hann virkan þátt í uppbyggingu orlofshúsa fyrir starfsmenn sem byggð voru í Sel- vík við Álftavatn og einnig vann hann við að koma á fót pöntunar- félagi sem var lítil nýlenduvöru- verslun innan bankans. Ingi Ragnar verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég tengdarföður minn Inga Ragnar B. Björnsson en hann lést síðastliðinn föstudag eftir langa og erfiða baráttu við þann miskunn- arlausa sjúkdóm, Alzheimer. Kynni mín af honum hófust fyrir góðum aldarfjórðungi þegar ég hóf sambúð með Charlottu dóttur hans. Strax við fyrstu kynni fann maður að þar fór óvenju ljúfur og hjarta- hreinn maður. Þegar ég hugsa til baka, þá man ég ekki eftir að hafa heyrt Inga tala illa um nokkurn mann eða séð hann skipta skapi. Það var alltaf gott að koma á heim- ili þeirra hjóna og gestrisni þeirra mikil. Jólaveislur, afmælisveislur, garðveislur og veislur við nánast hvert tækifæri rifjast upp þegar litið er til baka. Og oft er Ingi úti í garði að leika við barnabörnin í þessum minningum og þá ekki síst á Hörpu- stöðum þar sem þau hjónin komu upp barnagarðhúsi fyrir barnabörn- in að leika í. Ingi var mikið náttúrubarn og naut sín vel við gróðursetningu eða að hlúa að trjám sem hann hafði gróðursett. Sérstaklega átti þetta við tré sem hann gróðursetti í fjöl- skylduparadísinni Lindarbrekku við Hreðavatn. Þar gekk hann á milli trjánna, oft með eitt eða fleiri barna- barna sinna með sér, kannaði hvað trén höfðu stækkað og gaf þeim áburð. Skömmu áður en hann veikt- ist, keyptu þau hjónin sér sumarhús við Elliðavatn og fékk hann þar sinn eigin reit til að rækta. Því miður varði það alltof stutt þar sem sjúk- dómurinn tók fyrir að hann gæti not- ið þess að vera þar. Ingi og Jóna ferðuðust mikið um landið þótt að ekki þættu fyrstu far- skjótarnir merkilegir í dag. Oft var rifjað upp hversu oft sprakk á bíln- um í ferðum, nú eða þegar stýrishjól- ið datt af í miðju ferðalagi, og ekki sást alltaf í börnin í aftursætinu fyrir ryki. Seinna nutu þau ferðalaganna á góðum bíl og með tjaldvagninn í ef- irdragi, og ferðuðumst við fjölskyld- an þá oft með þeim. Í minningunni var alltaf gott veður í þessum ferð- um, en þar sem veður voru misjöfn á þessum árum eins og nú, þá tel ég að það sé félagskapur þeirra hjóna sem lýsir upp endurminningar þessara ferða. Það er mér heiður að hafa kynnst slíkum manni, blessuð sé minning hans. Sigurgeir Þórarinsson. Ein af fyrstu minningum mínum um afa er þegar hann var að stússast í gróðurhúsinu á Grenigrundinni. Þar ræktaði hann rósir og vínber, bæði græn og blá. Ég fékk að hjálpa til, vökvaði með litlu hvítu vökva- könnunni sem var alveg eins og afa kanna nema minni og smakkaði á uppskerunni. Afi ræktaði líka marg- ar tegundir af sumarblómum, sól- blóm og jarðarber. Mér fannst ákaf- lega gaman að fá að „vinna“ með afa í garðinum og hann kveikti með mér áhuga á garðyrkju og náttúrunni. Þegar við vorum ekki að vinna í garðinum var afar vinsælt að kíkja á hundinn Týru sem bjó rétt hjá afa og ömmu. Ef ekki viðraði til gönguferða var farið í feluleik inni eða spilað lúdó. Mér fannst fátt skemmtilegra en að hlusta á afa segja frá því þegar hann var lítill strákur að alast upp á Borg á Mýrum. Skemmtilegasta Borgarsagan var þegar afi týndi öðr- um gúmmískónum sínum í forarpytti og þurfti að ganga heim á sokkaleist- anum á öðrum fæti. Ég gat hlustað á þessar sögur aftur og aftur og afi var ótrúlega þolinmóður og sagði þær eins oft og ég vildi heyra. Þegar ég var átta ára fluttu afi og amma í Skerjarfjörðinn á Hörpu- staði. Þar gisti ég oft og alltaf var jafnvel tekið á móti manni. Afi kenndi mér mannganginn og við tefldum oft. Á kvöldin dönsuðum við með ömmu í kringum borðstofuborð- ið við harmonikkulögin í útvarpinu. Morgnarnir voru ekki síður skemmtilegir því þá útbjó afi bestu súrmjólk sem ég hef fengið, með púðursykri, múslí og rjóma. Göngu- túrarnir sem við fórum í eru mér mjög minnistæðir. Í þeim sýndi afi mér jökulsorfnar klappir og útskýrði að einu sinni hefði jökull legið þarna sem við stóðum. Það fannst mér virkilega áhugavert og vakti með mér áhuga að læra það síðar meir. Afi sýndi mér líka trjágöngin hjá Há- skólanum en hann hafði plantað þeim í sumarvinnu þegar hann var ungur maður. Núna, 15 árum síðar, er ég í Há- skólanum að læra um jökla, klappir og náttúruna og geng um trjágöngin sem afi plantaði þegar hann var á svipuðum aldri og ég. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast afa mínum eins og hann var og muna hann eins og hann var áður en Alzheimer-sjúkdómurinn náði tök- um á honum. Þakklát fyrir að hafa átt afa sem kenndi mér að meta nátt- úruna, var þolinmóður, góður og tal- aði til mín sem jafningja. Þannig ætla ég að minnast afa míns. Þitt barnabarn Harpa Bóel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, elsku afi, Guð geymi þig. Þínar Íris, Hrefna Guðríður og María Aldís. Kæri afi, eftir langt og erfitt stríð nýtur þú nú hvíldar. Þegar ég renn yfir minningar í huga mér þar sem við vorum saman virðist ró, friður og gleði einkenna þær. Ein af fyrstu minningum mín- um af þér var hve góður þú varst að herma eftir hinum ýmsu dýrahljóð- um, og hvað þetta gat glatt okkur barnabörnin. Sögustundir þínar líða seint úr minni. Ég man eitt sinn þegar við fjölskyldan, amma og þú vorum sam- an í sumarbústað. Við tveir vorum fyrstir á fætur og yfir morgunverð- inum sagðir þú mér frá þínum yngri árum og lífinu í kringum stríðið. Aldrei þreyttist maður á þessum sögum og bað ég um að heyra þær aftur og aftur. Margar notalegar stundir átti ég þegar ég gisti hjá ykkur ömmu. Spilamennskan við ömmu, og maturinn, göngutúrarnir þínir, hugguleg stund við skrifborðið þitt, gajol og bílapælingar. Megi góðmennska þín vera okkur leiðarljós í gegnum lífið. Takk fyrir allt, minn elsku afi. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson. INGI RAGNAR B. BJÖRNSSON Í fjármála- og viðskiptalífi nútímans eru freistingar á hverju strái. Peningum fylgja völd og völdum fylgir ábyrgð. Þess vegna er mikilvægt að í gildi séu reglur til að koma í veg fyrir, að einn geri á annars hlut. Auðvitað tíðkast hvers kyns brot í þessum flókna heimi afleiða og samningsbrota, en eitt er þó sýnu alvarlegast. Þetta er brot, sem óeðlilega lítið hefur verið fjallað um, miðað við hversu alvar- legs eðlis það er. Þarna á ég við innherjaviðskipti. Innherja- viðskipti eru helsta mein ís- lensks fjár- mála- og við- skiptasam- félags. Þau tíðkast, sama hvað hver segir. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með þessum málum og auðvitað Kauphöll Íslands, en spyrja má hvort nóg sé að gert og hvort eft- irlitið sé nógu strangt. Í lögum um verðbréfaviðskipti eru fruminnherjar skilgreindir svo: „Með innherja er átt við: 1. fruminnherja, þ.e. aðila sem býr yfir innherjaupplýsingum vegna eignaraðildar eða hefur að jafnaði aðgang að slíkum upplýs- ingum vegna aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna ann- arra starfa á vegum útgefanda verðbréfa, 2. tímabundinn innherja, þ.e. að- ila sem telst ekki fruminnherji en býr yfir innherjaupplýsingum vegna starfs síns, stöðu eða skyldna og 3. annan innherja, þ.e. aðila sem hvorki telst fruminnherji né tíma- bundinn innherji en hefur fengið vitneskju um innherjaupplýsingar, enda hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsing- arnar voru.“ Þetta eru eðlilegar skilgrein- ingar og ekkert út á þær að setja. Annað má segja um viðurlögin við innherjaviðskiptum. Viðurlög við innherja- viðskiptum, samkvæmt sömu lög- um, eru stjórnvaldssektir, frá 10 þúsund krónum upp í tvær millj- ónir. Dýr myndi Hafliði allur, segi ég nú bara. Þetta eru hneyksl- anlega lágar upphæðir miðað við þá alvöru, sem málum af þessu tagi fylgir. Þarna er löggjafinn að leika sér með fjármálageirann. Það verður bara að segjast eins og er. Leika sér með líf og limi „aðila á mark- aði“ eins og gjarnan er sagt í þess- um stóra kima mannlífsins, sem annars einkennist af leiðindum á leiðindi ofan. Nú er mál að ákalla íslenskt Alþingi og krefjast þess, að refsingar við innherja- viðskiptum verði hertar til muna, svo samræmi fáist í refsilöggjöf þjóðarinnar. Í mínum kokkabókum eru inn- herjaviðskipti ekki síður alvar- legur glæpur en mannrán, eða manndráp af gáleysi. Þarna er verið að leika sér með líf og limi fólks, sem hefur sömu réttindi og við hin. Meginstoð samfélagsins er að allir séu fæddir með sömu rétt- indi til lífs, frelsis og eigin líkama. Innherjaviðskipti brjóta í bága við þessa meginreglu og þess vegna er á mörkunum að þjóð, sem refs- ar fyrir þau með fjársektum, geti flokkast sem siðmenntuð. Mér er skapi næst að senda Kofi Annan, hinum skelegga fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, erindi vegna þessa máls. Ég þykist vita að hann myndi taka umleitunum mínum vel, enda hef- ur hann svo litríka og hlýlega áru, eins og greinilega sést á myndum Reuter-fréttastofunnar. „Dear Mr. Annan. My name is Ívar Páll Jónsson and I am a crusader from Iceland. I’ve been following market activ- ities in Iceland and I’m absolutely disgusted. Insider trading, as we both know, is a very serious matter. However, in Iceland, it seems not to be that big a deal, if you get my drift. The only penalties for insid- er trading in Iceland are fines, from 10 thousand kronas to 2 million kronas. That’s pocket change for the people involved. I urge you, Mr. Annan, to do something about this. One solution would be to expel Iceland from the United Nations. I know it is in your power to do so. Please do it, NOW! Yours sincerely, Ívar Páll Jónsson crusader.“ Aðeins Alþingi Íslendinga getur komið í veg fyrir að ég sendi þetta bréf, sem ég hef eytt síðustu dög- um í að semja. Ég gef því frest til 1. október til að breyta lögum um verðbréfaviðskipti, nánar tiltekið ákvæðum um viðurlög við inn- herjaviðskiptum. Auðvelt ætti að vera að kalla þingið saman, enda hafa samgöngur batnað á síðustu áratugum. Strætisvagnakerfið er nú sameiginlegt með sveitarfélög- unum á suðvesturhorninu, aðal- þjóðvegurinn meira að segja mal- bikaður og áætlunarflug til fyrirmyndar. Aðalatriðið er þetta: Það gengur einfaldlega ekki að innherjar gangi kaupum og sölum. Þeir eru manneskjur. Það er ómannúðlegt að kaupa Bjarna Ármannsson, Björgólf Guðmundsson eða Ró- bert Wessman. Að sama skapi lýs- ir það hreinni illgirni, að selja þessa góðu menn. Innherja- viðskipti standast ekki þær sið- ferðiskröfur, sem við gerum í nú- tímasamfélagi, ekki frekar en mansal. Ef innherjaviðskipti færu fram fyrir opnum tjöldum myndi okkur blöskra og senn myndi þjóðin kalla á strangari refsingar. Ef fram færi uppboð á segjum Ágústi Guð- mundssyni stjórnarformanni Bakkavarar Group á Lækjartorgi 17. júní, risi upp reiðialda meðal þjóðarinnar. En nei, þessi við- skipti fara fram í undirheimunum, frekar innarlega, hægra megin, í Kauphöll Íslands. Þess vegna er þjóðinni sama. Þess vegna umber- um við innherjaviðskipti. Innherja- viðskipti Viðurlög við innherjaviðskiptum, sam- kvæmt sömu lögum, eru stjórnvalds- sektir, frá 10 þúsund krónum upp í tvær milljónir. Dýr myndi Hafliði allur, segi ég nú bara. Þetta eru hneykslanlega lág- ar upphæðir miðað við þá alvöru, sem málum af þessu tagi fylgir. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is  Fleiri minningargreinar um Inga Ragnar B. Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.