Morgunblaðið - 26.09.2003, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 33
✝ Ívar Guðjónssonfæddist í Kefla-
vík 8. september
1983. Hann lést á
heimili sínu hinn 14.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Guðjón Tyrfing-
ur Ívarsson vél-
virkjameistari, f. 3.
maí 1953, og Erla El-
ísdóttir húsmóðir og
fiskverkunarkona, f.
7. nóvember 1959.
Systur Ívars eru 1)
Heiða Björk Guð-
jónsdóttir, f. 12. jan-
úar 1981, maki hennar Carl Jó-
hann Gränz, f. 15. ágúst 1978, og
dóttir þeirra Ásdís Elva Gränz, f.
18. janúar 2002. 2) Elísabet Guð-
jónsdóttir, f. 24. ágúst 1990. 3)
Úrsúla María Guð-
jónsdóttir, f. 24. apr-
íl 1994.
Ívar ólst upp í
Garðinum. Hann
gekk í Gerðaskóla.
Með grunnskóla
vann hann í Nesfiski
við fiskvinnslustörf
og vann þar svo eftir
skólagöngu fram að
ágúst 2000. Þá hóf
hann störf hjá SEES
og vann hann þar í
tvo mánuði. Byrjaði
þá að vinna hjá ÍAV
og vann þar til dán-
ardags.
Útför Ívars verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Útskálakirkjugarði.
Elsku Ívar. Það er svo erfitt að
sætta sig við það að þú sért farinn frá
okkur, en þú skilur eftir svo margar
góðar minningar.
Þó svo að við værum ekki alltaf
bestu systkini þá áttum við samt
margar góðar stundir saman.
Við eigum eftir að sakna þess að
sitja ekki með þér inni í herbergi og
spila og syngja saman á gítarinn og
píanóið. Þú varst besti bróðir sem
nokkur getur óskað sér. Þú gerðir
svo margt fyrir okkur og eiginlega
allt sem við báðum um.
Þú varst alltaf tilbúinn að passa
Ásdísi Elvu litlu frænku þína og vild-
ir gera allt fyrir hana. Það er skrýtið
að sjá sætið þitt við eldhúsborðið
autt. Við erum þakklátar fyrir að
hafa fengið að þekkja þig og að hafa
fengið að eiga þig sem bróður.
Við vitum að þú munt ávallt vaka
yfir okkur og vernda. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar að eilífu.
Drýpur sorg á dáins vinar rann,
Drottinn huggaðu alla er syrgja hann,
börnin ung sem brennheit fella tár,
besti faðir, græddu þeirra sár,
þú ert einn sem leggur líkn með þraut
á lífsins örðugustu þyrnibraut.
(Guðrún Jóhannesdóttir.)
Þínar systur
Heiða, Elísabet og Úrsúla María.
Elsku frændi minn. Við skyndilegt
og ótímabært fráfall þitt er margs að
minnast og margt sem kemur upp í
hugann. Margar skemmtilegar
stundir áttum við saman heima hjá
mér og þér og einnig á Laugarvatni
og í Sælingsdal. Þá vorum við nú vel
virkir með kubbana, kassabílana og
á reiðhjólunum.
Þér fannst líka sérstaklega gaman
að koma á rúntinn með mér, við spól-
uðum á bílnum og hlustuðum á góða
tónlist í græjunum.
Svo man ég hvað þér fannst gam-
an þegar við fórum vestur með sum-
arbústaðinn hans Kidda og Elín-
borgar. Við vorum komnir vestur kl.
hálfellefu um kvöldið, losuðum flutn-
ingabílinn og fórum svo beint til
Reykjavíkur. Þá skiptum við um bíl
og héldum áfram austur á Álfaskeið
þar sem Kiwanishátíðin var haldin.
Klukkan var þá orðin fjögur að nóttu
þannig að við sváfum í Mustanginum
og biðum til morguns.
En hlutirnir breyttust, ég stofnaði
fjölskyldu um það leyti sem þú
fermdist og eignaðist fullt af vinum.
Það breytti því ekki, þú komst alltaf
reglulega í heimsókn. Þegar þú varst
orðinn 17 ára fór að líða lengra á milli
heimsókna en þú komst þó stundum
til að bóna Honduna sem þú keyptir.
Elsku Ívar minn, mig langar til að
kveðja þig með þessari vísu:
Allt fram streymir endalust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust
og horfin sumarblíða.
Þessi vísa er okkur ofarlega í huga
við fráfall þitt. Okkur mun alltaf
þykja vænt um þig og biðjum Drott-
in Guð að vera hjá þér og blessa fjöl-
skyldu þína. Við munum aldrei
gleyma þér.
Rúnar og Helga.
Elsku Ívar. Nú ertu horfinn á vit
feðranna og við munum aldrei fá að
njóta nærveru þinnar í þessu lífi
framar. Það að fá aldrei aftur að
heyra rödd þína, hlátur þinn og sjá
bros þitt nema í minningunni er svo
einstaklega sárt en þá veit ég að við
munum hitta þig síðar við dyr hins
himneska. Þú varst búinn að lifa
margt, en áttir þá mikið eftir af þess-
ari jarðvist, en mundu það ætíð, kæri
frændi, að það eru og voru margir
sem munu alltaf bera ást í hjarta til
þín.
Það fyrsta sem ég gerði eftir að
mamma hringdi í mig og sagði mér
frá andláti þínu var að hugsa til þess
hvort strákurinn sem ég lék mér við í
sjóræningjaleik gæti virkilega verið
látinn, ég sem átti eftir að segja svo
margt við þig.
Elsku frændi. Viltu bera ömmu
okkar, afa og öllum hinum sem eru
þarna á himnum með þér kveðju
okkar sem erum enn hérna á jörð-
inni.
Það er alltaf tími fyrir allt og einn-
ig staður, ég bíð þess er ég mun bæði
verða á þeim tíma og þeim stað er ég
mun hitta þig á ný.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í Sæ-
lingsdal,
Sveinbjörg Inga.
Ég er svo heppinn að eiga fjársjóð
í hjarta mér, sem enginn getur tekið
frá mér. Hann er kirfilega festur og
þótt ég vildi, gæti ég ekki gefið hann
áfram. Þessi fjársjóður er vinátta
mín og Ívars Guðjónssonar sem svip-
lega hefur verið tekinn frá okkur.
Fjársjóðurinn er níu ára gamall en
þá var Ívar aðeins 11 ára gamall
patti sem elti mig um allan Garð það
sumarið. Lífsglaður, fullur af húmor
og heiðarleika.
Ég var flokksstjóri í vinnuskólan-
um og sá strax að þarna var á ferð-
inni einstaklega skemmtilegt og fal-
legt barn sem óð á, við að segja
brandarana. Það var ekki annað
hægt en finnast vænt um hann. Frá
þessu sumri töluðum við alltaf saman
þegar við hittumst og skiptumst á
bröndurum, en fyrir rúmum tveimur
árum leitaði Ívar til mín. Við spjöll-
uðum saman og tókst með okkur góð
vinátta og áttum við margar góðar
stundir saman.
Ívar hafði þroskast í rólegan og
góðan dreng sem var hvers manns
hugljúfi og vildi öllum vel. Hann var
stoltur af foreldrum sínum og fjöl-
skyldu og reglulega var manni sýnt
afrek sem pabbi hans hafði hrist
fram úr erminni – aleinn. Þó var
stutt í litla Ívar því oft gátum við
hlegið stanslaust að engu. Ívari þótti
nú ekki leiðinlegt að geta aðeins bent
mér á, að það sé ekki allt lært með
bókinni, sérstaklega þegar umræðan
var um bilaðan varahlut í bílum.
Honum fannst fátt eins skemmtilegt
og að heyra aukahljóð í bílnum hjá
mér og þá var byrjað að rugla í þeim
sem ekkert veit.
Frábær vinátta hefur tekið enda
alltof snemma, Ívar minn, en ég vona
að þér líði betur og að þú sért sáttur
þar sem þú ert nú. Troðfull Útskála-
kirkja á bænastund er merki þess
hve vel liðinn þú varst og hvað þitt
blíða fas og útgeislun snerti marga
hjartans strengi. Þótt formleg
kveðjustund fari fram í dag, Ívar
minn, þá fylgir fjársjóðurinn mér
alla ævi. Gott fólk skilur eftir sig
djúpan farveg og það gerðir þú svo
sannarlega.
Ég bið Almættið að styrkja Guð-
jón, Erlu og fjölskylduna alla, sem
og alla vinina hans Ívars sem eiga nú
um sárt að binda. Minning um ein-
lægan og góðan pilt lifir.
Samúðarkveðja.
Árni Árnason.
Elsku Ívar minn. Við höfum átt
margar ánægjustundir saman þó að
þær hefðu alveg mátt vera fleiri.
Alltaf gastu komið öllum í gott skap,
þú tókst bara upp gítarinn og byrj-
aðir að spila. Ég held að flestir sem
við þekkjum hafi t.d. heyrt okkur
syngja Búkollu og alltaf var beðið
um það aftur og aftur.
Mér er það minnisstæðast þegar
ég hitti þig laugardaginn eftir að þú
varðst tvítugur hvað þú varst stoltur
yfir því að hafa farið í ríkið og sýnt
skilríkin og komist í gegn. Þú vildir
allt fyrir alla gera, það var, alveg
sama hvað það var og hvenær, þú
mættir alltaf. Ég vildi bara að ég
hefði getað þakkað þér fyrir að vera
svona yndislegur vinur eins og þú
varst. En núna hef ég misst minn
besta vin og ég vona bara að þú sért
á betri stað og líði vel. En ég veit að
þú verður með mér áfram í anda og
passar mig. Og ég ætla að vona að þú
sjáir hvað við eigum yndislega að,
það styðja allir við bakið á mér og
það er það sem hefur haldið mér
uppi. Ég vildi óska þess að við hefð-
um ekki þurft að kveðjast svona. Ég
kveð nú, elsku vinur minn, þó mig
langi það ekki en ég veit að guð mun
gæta þín.
Þinn vinur
Páll.
Elsku Ívar. Ég veit að þú ert kom-
inn á betri stað núna og vonandi líður
þér vel, en við sitjum eftir í sorginni
eftir að hafa misst æðislegan strák.
Mig langar að þakka þér fyrir að
hafa verið frábær vinur og æðislegur
í alla staði og allar góðu stundirnar
okkar þótt þær hafi ekki orðið nógu
margar. Það er eitt sem mig hefur
alltaf langað til að segja en náði ekki
meðan þú varst hérna hjá okkur:
Mér þótti ótrúlega vænt um þig og
alltaf þegar þú hringdir ljómaði ég,
þú sagðir alltaf eitthvað sætt og
skemmtilegt og þú varst alltaf í góðu
skapi og ég ætla að reyna að
skemmta mér mikið á meðan ég lifi
svo að ég hafi meira að segja þér
þegar ég kem til þín.
Þegar ég talaði við þig á sunnu-
dagsnóttina varst þú með Palla vini
þínum og bauðst mér í bíó daginn
eftir og ég var farin að hlakka til að
hitta þig en svo þegar ég hringdi í
þig á sunnudaginn svaraði systir þín
og sagði að þú værir dáinn. Ég gat
ekki haldið tárunum í skefjum og ég
græt enn. Hver hefði trúað því að
það væri seinasta sinn sem ég heyrði
í þér? Núna eru bara minningar eftir
sem er alltaf gott að hugsa um.
Takk fyrir að vera æðislegur vin-
ur, það var gaman að þekkja þig þótt
stutt væri. Ég gæti haldið endalaust
áfram og rifjað upp allar minning-
arnar því mér þótti svo vænt um þig
og ég hlakka til að hitta þig aftur.
Þín vinkona
Lena.
Kæri vinur, ég vil skrifa nokkur
orð til minningar um þig. Ég geymi í
mínum huga margar góðar minning-
ar um okkur tvo og einnig með öllum
vinahópnum. Þú komst manni til að
hlæja og komst manni í gott skap –
vissir ætíð hvað til þurfti. Alltaf
varstu tilbúinn að gefa af þér og
spurðir einskis.
Þín hefur nú þegar verið sárt
saknað og þín mun ætíð verða sakn-
að.
Guð geymi þig, góði vinur. Þín
minning lifir.
Þorsteinn.
ÍVAR
GUÐJÓNSSON
✝ Edith GerhardtÁsmundsson
húsmóðir, Reynimel
76, fæddist í Stettin
í Austur-Þýskalandi
hinn 27. júlí 1928.
Hún lést á heimili
sínu fimmtudaginn
11. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Paul
Gerhardt, f. 22.1.
1900, og Minna Ger-
hardt, f. 23.4. 1894.
Edith átti fimm
systkini en á nú einn
bróður á lífi, Her-
bert.
Hún kom frá Lübeck til Ís-
lands sem landbúnaðarverka-
kona 1949 og fór þá að Haga á
Barðaströnd. Árið 1951 kom hún
svo til Reykjavíkur og sama ár
giftist hún Erni Ásmundssyni, f.
á Djúpavogi 4.5. 1932. Edith
starfaði í Ísbirninum í fjölda ára
en seinni ár í borðstofunni á elli-
heimilinu Grund í Reykjavík.
Edith og Örn
eignuðust sex börn.
Þau eru: Þórunn, f.
18.11. 1951, gift Ás-
geiri Jóhannssyni,
þau eiga eina dótt-
ur; Ásdís, f. 20.4.
1953, gift Unnsteini
Björnssyni, d. 13.5.
2003, þau eiga þrjár
dætur og tvö barna-
börn; Erna, f. 7.8.
1955, gift Gunnari
Þór Jakobsen, þau
eiga tvö börn og
eitt barnabarn;
Anna María, f. 28.6.
1958, gift Hermóði Gestssyni,
þau eiga tvö börn; Páll Ingólfur,
f. 6.7. 1960, kvæntur Halldóru
Ingadóttur, þau eiga tvær dætur
og þrjú barnabörn; og Guðjón
Pétur, f. 21.4. 1962, kvæntur
Svövu Bjarnadóttur, eiga þau
tvö börn.
Edith verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók
græðandi hendi á milda sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart,
blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð.
Okkur í huga er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda dró,
hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
(Vigdís Runólfsd.)
Ég kveð ástkæra tengdamóður
mína með söknuði og þakklæti í huga
fyrir allt sem þú varst mér og fjöl-
skyldu minni.
Guð geymi þig, elsku Edith mín.
Svava.
EDITH
ÁSMUNDSSON
Fleiri minningargreinar um Ívar
Guðjónsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞORFINNA STEFÁNSDÓTTIR,
Bylgjubyggð 37,
Ólafsfirði,
verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugar-
daginn 27. september kl. 14.00.
Ólafur Víglundsson,
Jörgína Ólafsdóttir, Rögnvaldur Ingólfsson,
Þröstur Ólafsson, Brynja Júlíusdóttir,
Sigurlaug Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA J.G. BETÚELSDÓTTIR
frá Görðum, Aðalvík,
Furugerði 13,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Hringbraut miðviku-
daginn 24. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorkell Guðmundsson,
Erna Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Hildur Þorkelsdóttir, Atli V. Jónsson,
Gerður Þorkelsdóttir, Torfi E. Kristjánsson,
Fanney Þorkelsdóttir, Hafsteinn Þ. Hilmarsson,
barnabörn og langömmubarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GESTUR BREIÐFJÖRÐ RAGNARSSON,
Selsvöllum 12,
Grindavík,
lést af slysförum miðvikudaginn 24. september.
Jóhanna Garðarsdóttir,
Steinunn Gestsdóttir, Tryggvi Sæmundsson,
Ragnar Breiðfjörð Gestsson, Margrét Helgadóttir,
Hanna Rún Gestsdóttir,
Reynir Garðar Gestsson, Inga Þórðardóttir
og barnabörn.