Morgunblaðið - 26.09.2003, Qupperneq 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 39
BARNASTARF Fríkirkjunnar í
Reykjavík er hafið. Næstu þrjá
sunnudaga verða barnasamverur í
kirkjunni okkar klukkan 11. Eftir
miðjan október verða barnasamver-
urnar annan hvern sunnudag. Í
barnastarfinu verður mikið sungið,
margar góðar sögur verða sagðar
og að sjálfsögðu gefum við öndunum
brauð í lokin.
Fjölskyldur eru hvattar til þess að
koma saman til kirkju og taka þátt í
safnaðarstarfi kirkjunnar. Í erli
þjóðlífsins eru samverustundir fjöl-
skyldunnar á hröðu undanhaldi.
Þetta mun ekki breytast nema við
spyrnum við fótum og tökum frá
tíma til þess að sinna hvert öðru.
Margir þekkja þá tilfinningu að ætla
síðar að vera með börnum sínum en
áður en við er litið eru þau flogin úr
hreiðrinu og foreldrar og börn hafa
þá farið á mis við þá ánægju og
þroska, sem slíkar samverur gefa.
Fríkirkjan skerpa nauðsyn þess
að vera saman og eiga samleið. Það
er því von okkar að fjölskyldur komi
saman til kirkju og skerpi þannig
einlægni og samtal sitt við Guð í
kirkju hans. Með kærleikann að leið-
arljósi göngum við síðan út í lífið,
minnug þess hve nauðsynlegt það er
að tala saman, vera saman og eiga
samleið.
Fríkirkjan í Reykjavík býður þig
og þína velkomin til kirkju á sunnu-
daginn.
Morgunblaðið/Júlíus
Barnastarfið er
hafið í Fríkirkj-
unni í Reykjavík
Hallgrímskirkja. Eldriborgara starf kl. 13.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Laugarneskirkja. Hjónanámskeið Laugar-
nessafnaðar hefst í kvöld í Ölveri undir
Hafnarfjalli. Aðalfræðarar helgarinnar eru
prestshjónin Bjarni Karlsson og Jóna
Hrönn Bolladóttir.
Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–13.
Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem
hafa lengi langað til að syngja en aldrei þor-
að. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson,
organisti. Uppl. og skráning í síma
896 8192.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deild-
arstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á
Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum
8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Lága-
fellsskóla kl. 13.20–14.30. Umsjón hefur
Þórdís djákni.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla
þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sól-
arhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir
alltaf velkomnir.
Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára starf
kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir
10–12 ára eru hjartanlega velkomnir.
Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–
18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn.
Kirkja sjöunda dags aðventista.
Samkomur laugardag:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Einar Valgeir Arason.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
menn Amicos og Sigríður Kristjánsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla/Guðsþjónusta kl.
10.15. Ræðumaður Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir Ólafs-
son.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum. Biblíufræðsla/Guðsþjónusta kl.
10.30. Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Safnaðarstarf
RÚMLEGA 280 börn tóku þátt í
barnaskákmóti Hróksins sl. sunnu-
dag og var keppt í þremur flokkum
stúlkna og þremur drengjaflokkum.
Selma Ramdani, Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir og Hallgerður Þor-
steinsdóttir sigruðu í stúlknaflokk-
unum en Dagur Andri Friðgeirsson,
Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi
Brynjar í drengjaflokkunum.
Nánari úrslit urðu sem hér segir:
Drengir 1.–3. bekkur: 1. Dagur
Andri Friðgeirsson – 5 vinningar. 2.
Ragnar Kjartansson – 5 vinningar. 3.
Nikulás Óskarsson – 4 vinningar.
4.–5. bekkur: 1. Hjörvar Steinn
Grétarsson – 5 vinningar. 2. Patrek-
ur Magnússon – 5 vinningar. 3. Grét-
ar Davíðsson – 5 vinningar.
6.–7. bekkur: 1. Helgi Brynjar – 5
vinningar. 2. Bjarni Jens Kristinsson
–5 vinningar. 3. Ingólfur Helgi Héð-
insson – 4 vinningar.
Stúlkur 1.–3. bekkur: 1. Selma
Ramdani – 5 vinningar. 2. Karólína
Jóhannsdóttir – 4 vinningar. 3. Edda
Ragnarsdóttir – 3½ vinningur.
4.–5. bekkur: 1. Jóhanna Björg
Jóhannsdóttir – 5 vinnningar. 2.
Agnes Jóhannesdóttir – 4 vinningar.
3. Bergrún Rist – 4 vinningar.
6.–7. bekkur: 1. Hallgerður Þor-
steinsdóttir – 5 vinningar. 2. Guðrún
Gísladóttir – 4 vinningar. 3. Sunna
Dögg Arnardóttir – 4 vinningar.
Úrslit í barna-
skákmóti Hróksins
Landsþing Landssambands fram-
sóknarkvenna verður haldið að
Hótel Glym í Hvalfirði 26. og 27.
september. Þingið verður sett kl. 13
föstudaginn 26. september. Erindi
halda: Hansína B. Einarsdóttir fé-
lagsfræðingur, Elísabet Benedikts-
dóttir, framkvæmdastjóri Þróun-
arstofu Austurlands, og Bryndís
Bjarnarson, jafnréttisfulltrúi Fram-
sóknarflokksins.
Á þinginu munu starfshópar m.a.
fjalla um: stjórnmálaástandið, störf
og stöðu Framsóknarflokksins, að-
stöðu framsóknarkvenna til auk-
innar stjórnmálaþátttöku o.fl.
Í DAG
Hjartagangan á Vesturlandi verð-
ur á Hjartadaginn sunnudaginn 28.
september og er mæting að Heið-
arskóla kl. 14. Frá Heiðarskóla verð-
ur ekið í rútu að Ölveri þaðan sem
gengið verður til baka að Heið-
arskóla. Bíll eða bílar munu fylgja
göngunni þannig að þeir sem vilja
hvíla sig geta fengið far alla leið eða
hluta af henni. Eins geta börnin
fengið far þegar þau vilja ekki ganga
lengur. Að þessu sinni er tilefnið 20
ára afmæli Landsamtaka hjarta-
sjúklinga.
Að lokinni göngu verður grillað sam-
an og býður félagið öllum upp á pyls-
ur. Allir velkomnir.
Á MORGUN
Haustgöngur skógræktarfélag-
anna Á morgun, laugardaginn 27.
september, kl. 10 verður síðasta
ganga í syrpunni „Haustgöngur
skógræktarfélaganna“. Safnast verð-
ur saman við hliðið að gróðrarstöð-
inni í Fossvogi, neðan Borgarspít-
alans. Gengið verður um skóginn við
gróðrarstöðina og síðan farið yfir
Kringlumýrarbraut á göngubrú og að
kirkjugörðunum við Fossvogskap-
ellu.
Göngustjórar verða Steinar Björg-
vinsson og Hannes Þór Hafsteinsson,
garðyrkjufræðingar og fuglaskoð-
arar.
Haustganga Kvenréttindafélags
Íslands Kvenréttindafélag Íslands
efnir til göngu á Þingvöllum á morg-
un, laugardaginn 27. september. Far-
ið verður frá nýju upplýsingamiðstöð-
inni fyrir ofan Almannagjá kl. 13.30.
Gangan tekur einn og hálfan til tvo
tíma. Leiðsögumaður verður Sig-
urður Líndal fyrrverandi lagapró-
fessor.
Sjálfboðasamtök um nátt-
úruvernd standa fyrir göngu á
morgun, laugardaginn 27. september.
Lagt verður af stað frá Mjódd (SVR)
kl. 11. Ákveðið verður á staðnum
hvert gengið verður en gangan getur
tekið 1 til 3 klukkustundir.
Sjálfboðasamtök um náttúruvernd
munu standa fyrir mánaðarlegri
göngu í vetur, síðasta laugardag
hvers mánaðar.
Reykhyltingar hittast í Reykholti
Reykhyltingar sem voru í skólanum
veturinn 1963–64 ætla að hittast í
Reykholti á morgun, laugardaginn
27. september. Áætlað er að koma í
skólann eftir hádegi til að rifja upp
minningar úr skólastarfinu og snæða
síðan saman um kvöldið og gista.
Engin formleg dagskrá er skipulögð
að öðru leyti.
Vinir Indlands halda aðalfund fé-
lagsins á morgun, laugardaginn 27.
september, kl. 17 á Holtsgötu 23,
Reykjavík, efstu hæð. Eftir venjuleg
aðalfundarstörf verður indverskur
málsverður og starf félagsins kynnt.
Fundurinn er opinn öllum vinum Ind-
lands.Á skólaárinu 2003–2004 stunda
tæplega 1.000 börn nám í S–Indlandi
með aðstoð Vina Indlands, segir í
fréttatilkynningu.
Skíðadeild Breiðabliks tekur á
móti gestum í Bláfjöllum í skíða-
skála félagsins á morgun, laugardag-
inn 27. september, kl. 10–14, með
kaffi, kakói og meðlæti ásamt kynn-
ingu á vetrarstarfinu. Þjálfarar
kynna æfingaáætlun vetrarins og kl.
11 hjóla þeir ásamt 9 ára og eldri iðk-
endum í bæinn en 8 ára og yngri
verða á æfingu í fjallinu. Öllum
krökkum er boðið að taka þátt í æf-
ingunum.
Nánari upplýsingar eru á
www.breidablik.is/skidi.
5 ár frá opnun fyrstu Nettóversl-
unarinnar Í tilefni af því að 5 ár eru
liðin frá opnun fyrstu Nettóversl-
unarinnar í Reykjavík mun Nettó
efna til keppni þar sem pör sem skrá
sig á Netto.is keppa í því að kyssast
sem lengst. Keppnin verður í Nettó
Mjódd og hefst kl. 15.30. Í vinning er
ferð til Manchester á tónleika með
Elton John. Þá mun Már Goldengay
reyna að setja heimsmet í kex-
húsasmíði en hann ætlar að smíða lík-
an af Hallgrímskirkju. Gestum í
Mjódd gefst tækifæri til að geta upp
á fjölda pakkanna og sá sem kemst
næst því fær ferð með Flugleiðum
innan Evrópu.
Blómasýning í ráðhúsi Reykjavík-
ur Samband garðyrkjubænda stend-
ur fyrir blómasýningu, í samvinnu við
blómabændur, Garðyrkjuskóla rík-
isins og Félög blómaskreyta, blóma-
heildsala og blómaverslana, helgina
26.–28. september í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Kynntar verða nýjungar í blóma-
rækt, skreytingum og öllu því sem
viðkemur blómum, frá ræktun til sölu
og hægt að fá ráðleggingar um lausn-
ir á ýmsum sviðum o.fl. Sýningin
verður opin á laugardag og sunnudag
kl. 12–18.
Á NÆSTUNNI
ÁLFRAMLEIÐENDUR á Norður-
löndum fengu í vikunni viðurkenn-
ingu fyrir stórátak í tóbaksvörnum,
en starfsfólki var boðið upp á nám-
skeið til að hætta að reykja sem fyr-
irtækin greiddu kostnað af.
Samstarfsvettvangur álframleið-
enda á Norðurlöndum, AMS, stóð
fyrir átakinu og fékk viðurkenningu
frá Tóbaksvarnaráði, landlæknis-
embættinu og Lýðheilsustöð. Einnig
fékk Alcan í Straumsvík sérstaka
viðurkenningu fyrir besta árangur
starfsmanna við að hætta að reykja,
en þar reyndust 30% þátttakenda á
námskeiðinu reyklausir eftir 12
mánuði. Rannveig Rist situr í stjórn
AMS fyrir hönd íslenskra álfram-
leiðenda, auk fulltrúa þriggja ann-
arra álvera á Norðurlöndunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elly Andersen, formaður AMS, og Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, tóku við
viðurkenningu frá Þorgrími Þráinssyni frá Tóbaksvarnarráði.
Alcan verðlaunað
fyrir tóbaksvarnir
Frosnir kjúklingar frá
Íslandsfugli á tilboði
Frosnir kjúklingar frá Íslands-
fugli eru á tilboði í Bónusi um
helgina á 249 krónur kílóið. Í blaðinu
var sagt að kjúklingarnir væru frá
Ísfugli. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Fleiri Íslendingar en Freyja
með beinasjúkdóminn
Það er ekki rétt sem kom fram í
Morgunblaðinu í gær að Freyja Har-
aldsdóttir sé eini Íslendingurinn sem
þjáist af sjaldgæfum beinasjúkdómi,
Osteogenesis imperfecta. Beðist er
afsökunar á þessu.
LEIÐRÉTT
KIRKJUSTARF