Morgunblaðið - 26.09.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 45
Golfklúbbur Sandgerðis
Kirkjubólsskjöldurinn
Opið golfmót
Minningarmót Magnúsar Þórðarsonar verður
haldið á Kirkjubólsvelli, Sandgerði,
laugardaginn 27. september.
Spilað verður Texas scramble. 2 í liði.
Hæsta forgjöf karla 24, konur 28.
Deilt er í samanlagða forgjöf með 4.
Ræst út frá kl. 9-11 og kl. 13-14.
Fimm bestu fá verðlaun og nándarverðlaun á 4. braut.
Skráning í síma 423 7802 og á netinu.
Verð 2.500 kr. á mann.
NORSKA knattspyrnu-
félagið Brann hefur boð-
ið Ólafi Erni Bjarnasyni,
landsliðsmanni úr
Grindavík, til sín um
helgina.
„Ég vissi fyrst af
áhuga þeirra í kringum
Evrópuleikina okkar
gegn Kärnten og síðan
var maður frá þeim að
fylgjast með mér í leikn-
um við Þjóðverja á Laug-
ardalsvellinum. Þeir buðu mér og
konunni minni síðan út um helgina,
til að kíkja á leik hjá þeim í úrvals-
deildinni og spjalla við þá. Ég veit í
raun ekkert meira hvað þeir eru að
hugsa, en ef þeir bjóða mér eitt-
hvað kem ég með það heim og
skoða mín mál vel, og
reyni að taka gáfulega
ákvörðun í framhaldi af
því,“ sagði Ólafur við
Morgunblaðið í gær.
Samningur Ólafs við
Grindavík rennur út um
áramótin en hann er með
í höndunum nýtt tilboð
frá félaginu til þriggja
ára. „Mér líður vel hér
heima og það er ekkert
lífsspursmál fyrir mig að
komast til útlanda. Ég fer ekki að
rífa upp fjölskylduna og gera hlé á
náminu nema eitthvað mjög gott sé
í boði,“ sagði Ólafur, sem stundar
nám í sálfræði við Háskóla Íslands
og vonast til að ná að ljúka því með
BA-gráðu í vor.
Brann falast eftir
Ólafi Erni Bjarnasyni
NORSKA kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu varð fyrir miklu áfalli í
fyrrinótt þegar það steinlá, 4:1, fyr-
ir létt leikandi liði Brasilíu í heims-
meistarakeppninni í Bandaríkj-
unum. Þetta er þriðji stærsti ósigur
Noregs í 30 leikjum í úrslitakeppni
á stórmótum og hann þýðir að
möguleikar norsku stúlknanna á að
ná langt í keppninni hafa dvínað til
muna. Þær þurfa að sigra Suður-
Kóreu á morgun til að tryggja sér
annað sætið í B-riðli og þá leika
þær nær örugglega við heimsmeist-
arana og gestgjafana, Bandaríkin, í
átta liða úrslitunum.
Marta, 17 ára brasilísk stúlka, lék
þær norsku oft sundur og saman í
leiknum og skoraði tvö markanna,
annað þeirra eftir einleik frá eigin
vítateig. Norska liðið var „yfirspil-
að og auðmýkt“, eins og það var
orðað í VG í gær og Åge Steen,
landsliðsþjálfari, sagði að sínar
stúlkur hefðu ekki getað haldið í
við hraðann á þeim brasilísku.
Noregur hefur reyndar áður lent
í miklum vandræðum með lið Bras-
ilíu í úrslitakeppni stórmóta. Árið
1988 vann Brasilía leik liðanna í
riðlakeppni HM en Noregur sigraði
síðan þegar þau mættust aftur í
undanúrslitum, og varð síðan sigur-
vegari, reyndar ekki opinber
heimsmeistari þar sem um tilrauna-
mót var að ræða. Þjóðirnar léku um
brons á Ólympíuleikunum 1996 og
þá sigraði Noregur, en liðin höfðu
áður gert jafntefli í riðlakeppninni.
Þær norsku
„yfirspilaðar
og auðmýkt-
ar“ á HM
Fyrsta markið var gestanna en þáhrökk Hörður Flóki í gang og
vörn HK small saman. Haukar
reyndu að spila vörn-
ina framarlega en
liprir HK-menn áttu
svör við því, náðu 6:1
forskoti og þegar
Hafnfirðingar reyndu að fara enn
framar dugði það engu betur. Oft
hefur sýnt sig að Haukar gefast ekki
svo auðveldlega upp og það fór því
heldur um heimamenn í byrjun síð-
ari hálfleiks þegar Haukar skora úr
fyrstu fimm færum sínum og minnka
muninn í 15:12. En þar við sat, sjö af
næstu 8 sóknum þeirra fóru í súginn
á meðan HK-menn héldu áfram að
smeygja sér í gegnum vörn þeirra til
að ná 20:13 forystu. Haukar voru
samt ekki hættir og minnkuðu mun-
inn í 24:21 þegar rúmar fjórar mín-
útur voru eftir en HK-menn stóðust
prófið og héldu haus.
Árni þjálfari hefur tekið gleði sína
á ný eftir slæma byrjun í mótinu.
„Ég er verulega sáttur. Við töluðum
um í hálfleik að Haukar geta refsað
mönnum duglega á mínútu og því
þurfti að berja inn í hausinn á mínum
mönnum að það mætti ekkert slaka á
og maður var aldrei rólegur. Fyrsta
korterið yrði mikilvægt og Haukar
komu aðeins til baka en við náðum að
rífa þá frá okkur. Það var allt annað
að sjá til okkar nú en í fyrstu tveimur
leikjunum. Á sunnudaginn var ég að
hugsa um að hætta þessu því ég
skildi ekki af hverju ég væri yfirleitt
að þessu en svona sigrar gefa þessu
gildi. Nú var stemmning og leikgleði
geislaði af mönnum. Það var ekki til
staðar á móti ÍR í síðasta leik þó ég
reyndi að taka menn til bæna, það
dugði ekkert. Nú var neistinn til
staðar,“ sagði þjálfarinn og ætlar sér
stóra hluti í vetur. „Við vitum að við
getum unnið alla. Við höfum háleit
markmið og unnum bikarinn í fyrra.
Það er ekkert launungarmál að við
ætluðum að vinna hann aftur auk
þess að gera betur í deildinni. Það er
dýrmætt að vinna svona leiki ef mað-
ur ætlar upp í efri hlutann því maður
tekur stigin með sér.“ Sem fyrr segir
átti Hörður Flóki stórleik, Augustas
Strazdas var einnig mjög góður þeg-
ar hann skoraði góð mörk og lét spil-
ið ganga. Brynjar Valsteinsson var
drjúgur í horninu, Atli Þór Sam-
úelsson kraftmikill eins og Alexand-
er Arnarson. Sigurinn samt að
mestu aðþakka góðri vörn.
„Við vorum staðir og spiluðum
ömurlegan sóknarleik frá byrjun,
ástæðan er eflaust hugarfarið hjá
okkur,“ sagði Jón Karl Björnsson,
sem skoraði úr fjórum af fimm víta-
köstum sínum og verður því að telj-
ast með betri mönnum Hauka í gær.
„Við höfum alltaf lent í vandræðum
þegar við komum hingað og vorum
því ekki vissir um sigur enda var
þessi leikur erfiður eins og við
bjuggumst við. Síðustu mínúturnar
sýndum við hvað í okkur býr en það
dugði ekki til,“ bætti Jón Karl við.
Birkir Ívar Guðmundsson mark-
vörður átti ágætan leik og Ásgeir
Örn Hallgrímsson og Matthías Árni
Ingimarsson ágæta spretti.
Morgunblaðið/Kristinn
Alexander Arnarson, línumaður HK, brýst framhjá
Matthíasi Árna Ingimarssyni úr liði Hauka og fé-
lagi hans, Robertas Pausuolis, fylgist með.
Haukar fengu skell
FORVIÐA fylgdust Haukar með
þegar HK-menn völtuðu yfir þá í
Digranesi í gærkvöldi. Fremstur
í flokki fór Hörður Flóki Ólafs-
son markvörður HK, sem varði
án afláts úr opnum færum og
þegar við bættist við öflug vörn
Digranesdrengjanna reyndist
það þrautreyndum Hafnfirð-
ingum ofviða og HK vann 27:25.
„Vörnin og Flóki komu okkur í
gang. Flóki byrjaði strax í byrjun
að verja vel og ég er virkilega
sáttur við hans framlag í kvöld,“
sagði Árni Stefánsson þjálfari
HK eftir leikinn.
Stefán
Stefánsson
skrifar
KR-INGAR veittu tyrkneska lið-
inu Besiktas harða keppni í fyrsta
leik sínum á alþjóðlegu körfuknatt-
leiksmóti í Danmörku, Copenhagen
International Basketball Gala, sem
hófst í gær. Tyrkirnir sigruðu, 89:81,
eftir að KR hafði verið yfir lengi vel
og náð þrettán stiga forystu í þriðja
leikhluta.
CHRIS Woods, nýi bandaríski
leikmaðurinn, var atkvæðamestur
KR-inga með 30 stig en Skarphéð-
inn Ingason skoraði 12 og Steinar
Kaldal 10. Khalid El-Amin, fyrrum
leikmaður með Chicago Bulls, var í
aðalhlutverki hjá Besiktas.
KR leikur við danska liðið BF Cop-
enhagen í dag og við Bonn frá
Þýskalandi á morgun en á sunnudag
er leikið um sæti.
ALLEN Iverson, aðalstjarna
NBA-liðsins Philadelphia 76’ers,
hefur samið við félagið til næstu
fjögurra ára og fær skotbakvörður-
inn um 6 milljarða í sinn hlut eða 1,5
milljarða á ári.
HINN 28 ára gamli Iverson hefur
leikið undanfarin sjö ár með 76’ers,
með góðum árangri en hann lék alla
82 leiki liðsins á sl. leiktíð og varð
fimmti stigahæsti leikmaður deildar-
innar með 27 stig að meðaltali í leik.
Iverson segir að það hafi alltaf verið
sinn draumur að leika fyrir 76’ers og
það sé líka draumur sinn að ljúka
ferli sínum sem leikmaður 76’ers.
WOLVES hefur sýnt áhuga á að fá
til sín Stuart Baxter, fyrrverandi
þjálfara norska liðsins Lyn, en stóll-
inn undir Dave Jones, knattspyrnu-
stjóra Úlfanna, er farinn að hitna,
eftir slæmt gengi. Þá hafa tvö lið á
Spáni sýnt Baxter áhuga og einnig
hans gamla lið Lyn. Svo gæti einnig
farið að Baxter myndi verða aðstoð-
armaður Jones hjá Úlfunum.
FÓLK
Ólafur Örn
LÁRUS Orri Sigurðsson leikmaður enska 1.
deildarliðsins WBA mun ekki leika knatt-
spyrnu næstu 14–15 vikurnar en Lárus Orri
fór í speglun á hné í gær þar sem í ljós kom að
liðþófi í vinstra hné er meira skaddaður en
talið var í fyrstu.
Lárus Orri sagði í gærkvöld að vissulega
væru þessar fregnir slæmar og ljóst væri að
hann yrði ekki í liði Íslands sem mætir Þjóð-
verjum 11. okt. nk., en hann hefði vonast til
þess að meiðslin væru minniháttar. „Ég fer í
aðra aðgerð eftir tvær vikur þar sem verður
stoppað í götin á liðþófanum og síðan tekur
við endurhæfing. Svona lagað fylgir því að
vera í íþróttum. Ég veit svo sem hvað bíður
mín á næstu vikum enda sleit ég krossband á
sama hné fyrir nokkrum misserum og þessi
meiðsli eru ekki eins alvarleg. Það er því ekk-
ert annað að gera fyrir mig en að vera með
trefilinn um hálsinn 11. október og öskra
áfram Ísland frá Englandi,“ sagði Lárus Orri
en hann er samningsbundinn WBA fram til
loka keppnistímabilsins 2004–2005.
Lárus Orri
frá í allt að
5 mánuði