Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 47

Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 47
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 47 Dans og Gleðitríóið Copy & Paste í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil SYSTKININ Anna Th.Rögnvaldsdóttir og ÓlafurRögnvaldsson hafa und-anfarin misseri verið að vinna að undirbúningi saka- málamyndar fyrir sjónvarp sem bera mun titilinn Allir litir hafsins eru kaldir. Myndin verður í þremur hlutum og hefjast tökur í nóvember næskomandi. Góðar undirtektir erlendis „Fyrstu drög að handriti fóru inn í menningarsjóð útvarpsstöðva á meðan hann var og hét,“ segir Anna sem skrifar handritið og leikstýrir. „Þar fengum við styrk. Á þessum tíma voru aðstæður þannig að það var ekki útlit fyrir að hægt væri að koma svona stóru sjónvarpsverkefni á laggirnar. Þannig að upphaflega sáum við ekki fyrir endann á þessu fjárhagslega. Svo þróaðist þetta þannig að við fengum tiltölulega góðar undirtektir erlendis, þ.e. á meginlandi Evrópu. Þar höfum við fengið undirbúningsstyrki og tvær sjónvarpsstöðvar, í Írlandi og í Sví- þjóð, eru búnar að forkaupa mynd- ina.“ Ólafur mun framleiða og stýra tökum. Hann segir að Ríkissjón- varpið komi aukinheldur inn í þetta af krafti og það hafi verið stórt skref að ná samningum við aðila þar. „Hér er Sjónvarpið að sýna á sér dálítið nýja hlið, það er að sýna vilja til að vinna með sjálfstæðum fram- leiðendum á þennan hátt. Því þetta er af þeirri stærðargráðu að Sjón- varpið getur ekki kostað þetta eitt og sér. Frá upphafi hefur þetta ver- ið hugsað sem samvinnuverkefni við margar sjónvarpsstöðvar og mynd- in hefur frá upphafi verið hugsuð sem útflutningsvara einnig.“ Kostnaður er enda metinn á u.þ.b. 150 milljónir og Anna segir að þar sem um sjónvarpsmynd sé að ræða hafi þurft að vinna þetta á nokkuð annan hátt en þegar verið er að fjármagna mynd sem ætluð er til sýninga í kvikmyndahúsum. Nauðsynlegt hafi verið að telja marga aðila, innlenda sem erlenda, á að koma inn í myndina strax í upphafi. Skortur á leiknu íslensku sjónvarpsefni Myndinni er eins og áður segir skipt í þrjá hluta og er hver þeirra fimmtíu mínútur að lengd. Einnig verður gerð níutíu mínútna kvik- myndaútgáfa. Ekki liggur enn fyrir hvort kvikmyndaútgáfan fer í kvik- myndahús eða verður eingöngu sýnd í sjónvarpi. „Sagan gerist á þremur til fjórum vikum í svartasta skammdegi Reykjavíkur,“ útskýrir Anna, „Þetta er morðgáta sem gerist í samtímanum og aðalpersónan er lögmaður sem er óvænt skipaður verjandi manns sem grunaður er um morðið. Og eins og tíðum gerist í svona sögum er málið ekki eins einfalt og það virðist í upphafi (hlær).“ Sakamálasögur hafa ætíð verið vinsælt efni, hvort sem er sem skáld- sögur eða kvikmyndir. Anna segir að áþreifanlegur skortur hafi verið á svona efni fyrir sjónvarp hérlendis. Ólafur tekur undir þetta. „Það er líka almennur skortur á leiknu íslensku sjónvarpsefni,“ segir hann. „Það er algert ginnungagap í þeim efnum. Það er mikilvægt að það komist skriður á þannig fram- leiðslu því að þannig efni er svo mik- il undirstaða undir aðra þætti. Und- anfarin ár hefur sjónvarpsefni líka verið að sækja í sig veðrið erlendis, þekktari leikarar eru farnir að birt- ast á skjánum og svo má lengi telja.“ Ein og hálf bíómynd Þau Anna og Ólafur reikna með að myndinni verði lokið næsta sum- ar. Og eins og sakir standa nú eru þau einvörðungu með hugann við þessa mynd, sem er eins og Anna segir réttilega „ein og hálf bíó- mynd“. Önnur verkefni, sem í deigl- unni eru, bíða á meðan. Að lokum eru þau spurð hvort það sé ekki pirrandi fyrir listamenn að þurfa að standa í linnulausu fjársnapi. Anna svarar því til að það sé einfaldlega partur af því að vera kvikmynda- gerðarmaður. „Þó það geti vissu- lega verið lýjandi,“ segir hún og kímir. Íslensk sakamálamynd í þremur hlutum í bígerð Allir litir hafsins… Anna og Ólafur Rögnvaldsbörn eru að hefja tökur á íslenskri sakamálamynd sem gerist í nöprum veruleika höfuðborg- arinnar. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við kvikmynda- gerðarmennina um þetta metnaðarfulla verkefni. arnart@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Systkinin Ólafur og Anna fyrir utan gamla hegningarhúsið í Reykjavík. KK og Maggi Eiríks hafa þeyst um landið að undanförnu til að kynna plötu sína, 22 ferðalög, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og selst í yfir 10.000 eintökum. Ferðalagið tekur nú senn enda en um helgina verða þeir á höfuðborgarsvæðinu, leika í Hlégarði, Mosfellsbæ, í kvöld en í Salnum, Kópavogi, á morgun. Í næstu viku verða þeir svo á fimmtu- daginn í Hafnarfirði, á föstudeg- inum á Akranesi og svo í Austurbæ, Reykjavík, á laugardeginum. Túrn- um verður svo slitið formlega vik- una þar á eftir með tónleikum í Stapanum í Keflavík, föstudags- kvöldið 10. október og svo í Félags- heimilinu í Hnífsdal við Ísafjörð, laugardaginn 11. okt. Morgunblaðið sló á þráðinn til KK þar sem hann var á rölti við Arnarstapa. „Við spiluðum í Ólafsvík í gær og verðum á Bifröst í kvöld,“ segir hann. „Túrinn er búinn að ganga vel. Ég var svo að heyra að það væri byrjað að selja miða í Salinn.“ KK lýsir stemningunni á und- angengnum tónleikum sem einkar heimilislegri og innilegri, enda kunni allir textana svo gott sem ut- an að. „Fólkið er að gera okkur at- vinnulausa,“ segir hann og hlær. Hann bætir því svo við að þeir séu spenntir fyrir því að leika í Stap- anum en þar hafi þeir aldrei spilað. Enn fremur lítist honum vel á loka- tónleikana í Hnífsdal, en hug- myndin hafi verið að spila á stað sem liggi miðsvæðis á Ísafjarð- arsvæðinu. „Það var aldrei ætlunin að túra þessa plötu,“ segir hann að lokum. „En svo fór allt af stað þannig að eftirspurninni þurfti að sjálfsögðu að sinna,“ segir hann og brosir í gegnum símann. KK og Maggi ljúka „Ferðalögum“ Morgunblaðið/Arnaldur KK og Maggi sjá nú fyrir endann á „Ferðalögunum“. „Fólkið að gera okkur atvinnulausa“ Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.