Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 10

Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 10
10 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ artálmarnir. Nú færist aftur í vöxt að það rísi vegartálmar, líkt og þegar óstjórnin var í land- inu. Litlir flokkar hermanna, undir verndar- væng gömlu stríðsherranna, krefjast vegartolls af vegfarendum. Þeir þora ekki enn sem komið er að heimta toll af Vesturlandabúum, en kreista blóðið undan nöglunum á heimamönnum. Þegar talibanar voru hraktir frá var lofað gulli og grænum skógum og mikilli uppbyggingu. Síðan eru liðin tvö ár. Hermennirnir fá ekki laun frá ríkinu og stríðsherrarnir borga hvorki þeim né skatta og skyldur til ríkisins eins og ætlast var til. Hermennirnir hafa hvorki haft í sig eða á og gera það sem þeir kunna til að framfleyta sér. “ Vaxandi ógn Ríkarður segir stjórn Hamids Karzais for- sætisráðherra hafa lítil völd utan höfuðborgar- innar Kabul. Í Masar-i-Sharif ráði enn sömu stríðsherrar og börðust við Rússa. Þeir hafi gríðarlega mikið af vopnum og ýmislegt bendi til að enn streymi til þeirra vopn. Það stóð til að af- vopna stríðsherrana en því hefur sífellt verið slegið á frest. Undanfarið hefur soðið upp úr á milli þeirra. En hafa starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans starfsfrið í landinu? „Það hefur ekki verið hægt að vinna syðst í landinu, í Kandahar, vegna hótana og árása á hjálparstarfsmenn. Þó nokkrir úr þeirra hópi féllu í fyrra. Það eru leifar af talibanahópum sem líta á hjálparstarfið sem ógnun við sig og telja það ekki samræmast þeirra kenningum að trúleysingjar séu á þeirra svæði. Þeir sitja fyrir starfsmönnum Rauða krossins og Rauða hálf- mánans og virðast drepa þá fyrir að vera merkt- ir samtökunum. Hingað til hafa eingöngu karl- kyns starfsmenn verið drepnir og flestir Afganir. Einn erlendur starfsmaður Rauða krossins féll þar í fyrra. Gleymum því heldur ekki að Rauði kross Íslands hefur misst mann í Afganistan. Það var þegar Jón Karlsson sendi- fulltrúi var veginn við aðhlynningu særðra ná- lægt Kabúl fyrir rúmum áratug.“ Ríkarður segir mikla þörf fyrir aðstoð frá Vesturlöndum. Hjálparstofnanir á borð við Rauða krossinn byggi starf sitt á frjálsum fram- lögum. Staðreyndin sé sú að þarfirnar séu miklu meiri en getan til að mæta þeim, nema fram- lögin aukist til mikilla muna. Ef ekki verði gripið í taumana stefni í óefni. Þá myndist jarðvegur sem öfgahreyfingar spretta úr. „Öfgamenn þrífast í tómarúmi þar sem hvorki er stjórn né lög. Í Afganistan eru hvorki virk lög né regla úti í hinum dreifðu byggðum. Þeir hafa sínar gömlu hefðir og hafa kannski lifað lengi án þess að hafa skrifuð lög. En gamla kerfið hefur einnig brotnað niður.“ Aðspurður sagðist Ríkarður ekki hafa orðið mikið var við bandaríska hermenn í landinu. „Bandaríkjamenn eru með herlið á mjög tak- mörkuðu svæði í Kandahar og Kabúl. Úti á landsbyggðinni sér maður mjög lítið af erlend- um hermönnum við eftirlitsstörf.“ Sjálfskipaðir hreppstjórar Ríkarður segir aðspurður að ekki sé hægt að tala um hreina lögleysu í sveitum landsins. Hann kynntist best ástandinu í Nahrin-héraði. Þar ráða ríkjum sterkir einstaklingar, „sjálf- skipaðir hreppstjórar“ eins og Ríkarður kallar héraðshöfðingjana. Hann segir almenning virða þessa höfðingja sem yfirvald. „Ég var að byggja skóla í afskekktum dal, R ÍKARÐUR Már Pétursson, sendifulltrúi Rauða kross Ís- lands, sneri heim í september sl. eftir að hafa dvalist í Afgan- istan frá í júlí 2002, að undan- skildu stuttu jólaleyfi í fyrra. Þetta er lengsta dvöl hans við hjálparstörf erlendis en hann hefur áður starfað fyrir Rauða krossinn á Balkanskaga, í Suður- Súdan, Úganda og í Afganistan 1995. Stuðningur og nærvera Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur um árabil sinnt hjálparstarfi í Afganistan. Það hefur m.a. aðstoðað við bygg- ingu skóla og heilsugæslustöðva, auk þess að styðja framleiðslu gervilima og endurhæfingu fórnarlamba jarðsprengna. Aðalverkefni Rík- arðs að þessu sinni var að stjórna bygginga- framkvæmdum í Nahrin-héraði sem varð illa úti í jarðskjálftum í fyrra. Reistir voru fimm skólar í Baraqi, Almatoo, Joi Kalan, Sujan og Toliah. „Ég byrjaði á að búa til útboðsgögn fyrir skólana fimm og valdi síðan úr þau bygging- arfyrirtæki sem til greina komu. Síðan var lokað útboð og valdir verktakar. Ég hafði yfirumsjón með byggingunum, auk þess vann ég að útboði á tveimur heilsugæslustöðvum í nágrenni Kabúl og í Nahrin og vöruhúsi í Masar-i-Sharif. Í vöru- húsinu verða geymd neyðargögn, teppi, tjöld og fleira. Þetta eru allt byggingar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.“ Þegar Ríkarður sneri heim var byggingu skólanna að ljúka. Hann segir að byggingarnar séu sýnilegur árangur af hjálparstarfinu en áhrif þess séu mun víðtækari. „Við erum fulltrú- ar landanna sem reyna að koma á friði í Afgan- istan. Nærvera okkar gefur fólki ákveðna ör- yggistilfinningu í því tómarúmi sem skapaðist eftir að ógnarstjórn talibana var hrakin frá. Þar á undan hafði lengi verið stríð í landinu. Svo kemur friður og þá finnst sumum að ekkert sé að gerast. Það að við komum og förum að byggja upp, þótt okkur finnist það stundum vera smátt í sniðum, tel ég að hafi mikil sálræn áhrif.“ Svikin loforð Ríkarður segist óttast að Afganistan sé að falla í gleymsku hjá þjóðum heimsins og þá sé hætt við að sæki í gamla farið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki staðið við lof- orð sem gefin voru um uppbyggingu í landinu eftir fall talibananna. Undanfarið hafa allra augu verið á stríðinu í Írak og Mið-Austurlönd- um. Það er einfaldur mælikvarði sem maður hefur á ástandið þegar maður er þarna. Veg- Lengst til vinstri má sjá nýja skólann í Almatoo rísa. Fyrir miðju eru tjöld sem notuð voru til kennslu á meðan skólinn var í byggingu. Í þorpinu lifa flestir af búskap. Peningar eru nær óþekkt fyrirbæri og vöruskipti algengust í viðskiptum á milli fólksins. Stúlkur fá nú að ganga í skóla, en var meinað það í tíð talibana. Bekkir eru kyngreindir og í skólanum í Baraqi, þar sem myndin var tekin, eru 300 drengir og 80 stúlkur í skólanum. Öfgamenn sætta sig ekki við menntun kvenna og hafa kveikt í 30 stúlknaskólum í Afganistan á einu ári. Ríkarður snæðir hádegisverð með samstarfsmönnum í Nahrin. Til matar er nan-brauð, hrísgrjón og steiktar kartöflur, sem þykja hálfgert neyðarbrauð því Afgönum líka ekki kartöflur sérstaklega vel. Afganir matast yfirleitt með guðsgöfflunum, en Ríkarður hefur haft með sér disk og skeið. Framtíð Afganistans Ógn steðjar að Afganistan ef alþjóðasamfélagið svíkur lof- orðin sem gefin voru um upp- byggingu í landinu. Guðni Ein- arsson ræddi við Ríkarð Má Pétursson, sendifulltrúa Rauða kross Íslands, sem kom nýlega heim eftir dvöl í Afganistan. Það er til siðs að fara úr skónum áður en stigið er inn í kennslutjaldið. Á landsbyggðinni í Afganistan er ófrávíkjanleg regla að fara úr skónum áður en stigið er inn í hús eða híbýli, meira að segja versl- anir. Í miðborg Kabúl er þó hægt að fara í búðir án þess að fara úr skóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.