Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 12
12 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MEDCARE Flaga hefur á rúmuári þróast frá því að vera ís-lenskt fyrirtæki í útflutningiyfir í að vera alþjóðlegt fyr-irtæki í fararbroddi á sínu
sviði. Veltan hefur þrefaldast á þessum tíma og
starfsmannafjöldinn tvöfaldast. Fyrirtækið
þróar og framleiðir tæki til svefngreininga og
hugbúnað til að greina merki frá svefngrein-
ingum. Hjá því er einnig þróaður og framleidd-
ur viðskiptahugbúnaður fyrir svefngreininga-
og rannsóknarstofur, nema og aukahluti.
Stefnt er að því að bjóða út nýtt hlutafé í
Medcare Flögu fyrir lok næsta mánaðar fyrir
um 12–16 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði
um 900–1.300 milljóna íslenskra króna. Í fram-
haldinu verður óskað eftir skráningu fyrirtæk-
isins í Kauphöll Íslands. Nýtt félag hefur ekki
verið skráð á aðallista Kauphallarinnar síðan í
desember á síðasta ári, er Kaldbakur fór á
markað, en þar áður voru liðin tæp tvö ára frá
því nýtt félag hafði verið skráð á aðallista.
Að sögn Svanbjörns Thoroddsen, forstjóra
Medcare Flögu, eru aðstæður nú góðar til að
setja fyrirtækið á markað, bæði hjá því sjálfu
og á hlutabréfamarkaði. Hann segir að með út-
boði á nýju hlutafé sé annars vegar ætlunin að
endurfjármagna fjárfestingu fyrirtækisins frá
síðasta ári, en þá keypti Flaga bandaríska fyr-
irtækið Medcare Diagnostics, sem var einn
helsti keppinauturinn í Bandaríkjunum. Hins
vegar sé ætlunin að styrkja rekstrarfjárstöð-
una, sem sé mikilvægt vegna þess hve vöxtur
fyrirtækisins hafi verið hraður.
„Fjárfesting Flögu í Medcare Diagnostics
var mjög stórt skref, sem stóð til að endur-
fjármagna með útgáfu hlutabréfa,“ segir Svan-
björn. „Áætlað var að fara í lokað útboð á þessu
ári og skrá hið sameinaða fyrirtæki á markað á
næsta ári. Við höfum hins vegar ásamt fjárfest-
ingarbanka fyrirtækisins, Kaupþingi Búnaðar-
banka, metið aðstæðurnar sem svo, að nú sé
góður tími til að fara á markað, bæði í rekstri
fyrirtækisins og á hlutabréfamarkaði. Nýtt fé-
lag hefur ekki verið skráð á aðallista Kauphall-
arinnar í langan tíma og skráðum fyrirtækjum
hefur fækkað vegna samruna og afskráningar.
Við hjá Medcare Flögu teljum að það sé áhugi
á markaðinum fyrir því að fá nýtt félag inn. Við
teljum einnig að það sé verulegur áhugi hjá
fjárfestum að fá inn fyrirtæki í nýrri grein, fyr-
irtæki sem byggir á þekkingu og tækni og á
sitt undir sölu á alþjóðlegum markaði. Med-
care Flaga er þannig fyrirtæki og vegna ein-
kenna þess teljum við að það geti komið til-
tölulega lítið inn á markaðinn. Fjárfestar muni
fagna því að eiga kost á að ganga til liðs við fyr-
irtækið á þessu stigi og vaxa með því inn í
framtíðina.“
Metnaðarfull markmið
Svanbjörn segir að Medcare Flaga hafi sett
sér metnaðarfull markmið. Ætlunin sé að fyr-
irtækið vaxi hratt, bæði í innri vexti og með því
að nýta þau tækifæri sem gefast í ytri vexti, til
að mynda með því að fjárfesta í öðrum fyr-
irtækjum. Þá skipti máli að vera á íslenska
hlutabréfamarkaðinum þar sem tekið er eftir
fyrirtækinu og mögulegt verði að hafa aðgang
að fjármagni, verði þess þörf.
Að sögn Svanbjörns er almennt talið að
rannsóknir á svefni, svefntruflunum og öðru
sem þessu tengist, muni vaxa hratt á komandi
árum. Hann segir að því sé spáð að í Banda-
ríkjunum, þar sem rannsóknir á þessu sviði eru
komnar lengst á veg, muni vöxtur markaðarins
á tíu ára grunni verða a.m.k. um 14% á ári.
„Við hjá Medcare Flögu erum með skýr
markmið um að verða afgerandi stærsta fyr-
irtækið í heiminum á þessu sviði og ætlum vaxa
enn meira en markaðurinn og ná 30–40%
markaðshludeild. Velta fyrirtækisins á síðust-
liðnum tólf mánuðum var um 19 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.450 milljóna ís-
lenskra króna. Við teljum að fyrirtækið geti
vaxið um 20–30% á ári. Þar að auki er stöðugt
verið að skoða þau tækifæri sem hugsanlega
gefast til að taka yfir og sameinast öðrum fyr-
irtækjum á sama sviði.“
Starfsemi í fjórum löndum
Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði fyr-
irtækið Flögu á árinu 1992. Helgi hafði þá um
árabil starfað á rannsóknarstofu geðdeildar
Landspítalans í svefnrannsóknum. Fyrstu
starfsmennirnir voru ráðnir á árinu 1994 og ár-
ið eftir voru fyrstu tækin seld.
Í árslok 1998 hófu Flaga og bandaríska fyr-
irtækið ResMed samstarf. Þá keypti ResMed,
sem vinnur að meðferðarlausnum við svo-
nefndum kæfisvefni, 10% hlut í Flögu og hætti
sjálft þróun á greiningarbúnaði við svefntrufl-
anir. ResMed tók þá að sér dreifingu greining-
artækja Flögu í Bandaríkjunum og nokkrum
löndum Evrópu og Asíu.
Í september á síðasta ári keypti Flaga
keppinautinn Medcare Diagnostics og varð við
það stærsta einstaka fyrirtækið í heiminum
sem býður lausnir til svefngreininga. Nafni fé-
lagsins var í kjölfarið breytt í Medcare Flaga.
Um mitt þetta ár hóf Medcare Flaga rekstur
eigin fyrirtækis í Þýskalandi, sem er annar
stærsti markaður í heimi með lausnir til svefn-
greininga á eftir Bandaríkjunum. Þá keypti
fyrirtækið síðastliðið sumar stofnun í Banda-
ríkjunum sem sérhæfir sig í að mennta og
þjálfa þá sem vilja starfa innan svefngreining-
argeirans.
Hjá Medcare Flögu starfa samtals um 130
manns. Þar af er helmingurinn í höfuðstöðv-
unum hér á landi. Hér er yfirstjórn fyrirtæk-
isins, stýring vöruþróunar og þjónusta við
dreifingaraðila um allan heim. Framleiðslu
fyrirtækisins er jafnframt stýrt frá Íslandi og
hér fer lokasamsetning og prófun tækja fram
sem og eftirlit með gæðum. Í Bandaríkjunum
eru um 40 starfsmenn, 35 starfa að sölu, mark-
aðsmálum og þjónustu en 5 við kennslu og
þjálfun. Í Þýskalandi eru 11 starfsmenn sem
sinna sölu, markaðsmálum og þjónustu. Þá eru
13 starfsmenn í útibúi fyrirtækisins í Hollandi
en þeir fást að megninu til við vöruþróun.
Að sögn Svanbjörns eru engin áform uppi
um að færa höfuðstöðvar fyrirtækisins frá Ís-
landi. Hann segir þó ljóst að vaxtartækifærin
séu fyrst og fremst erlendis.
Hluthafar í Medcare Flögu eru samtals um
430 talsins. Kaupþing Búnaðarbanki er stærsti
hluthafinn með 20% hlut, sem bankinn keypti
af Helga Kristbjarnarsyni fyrir rúmu ári. Ann-
ar stærsti hluthafinn er bandaríska fyrirtækið
ResMed, með 10% hlut. Aðrir hluthafar eru
minni en þeirra á meðal eru margir starfsmenn
fyrirtækisins og aðrir fjárfestar.
Þeir sem kaupa vörur af Medcare Flögu eru
læknar, sérhæfðar svefnrannsóknarstofur,
sjúkrahús, rannsóknaraðilar og lyfjarannsókn-
arfyrirtæki.
Markaðsleg sérstaða
Um 50% af heimsmarkaðinum á sviði svefn-
rannsókna eru að sögn Svanbjörns í Banda-
ríkjunum. Hann segir að þaðan komi ríflega
helmingur af tekjum Medcare Flögu. Fyrir-
tækið selji þar beint til endanlegra viðskipta-
vina sinna. Það sama eigi við um Þýskaland og
Holland. Önnur sala fari hins vegar í gegnum
um 60 dreifingaraðila um allan heim. Vörur
fyrirtækisins séu nú í notkun í öllum heims-
álfum, samtals í yfir 50 löndum.
„Medcare Flaga er stærsta einstaka fyrir-
tækið á sviði framleiðslu tækja og hugbúnaðar
til svefnrannsókna í heiminum og einnig á
Bandaríkjamarkaði. Þar er fyrirtækið þó ein-
ungis með um 15% markaðshlutdeild en fyr-
irtæki á þessum markaði eru mjög mörg. Þetta
er spennandi því við hjá Medcare Flögu teljum
fyrirtækið ekki einungis vera leiðandi á sínu
sviði heldur einnig hafa markaðslega sérstöðu.
Fyrirtækið leggur áherslu á að þjóna þeim sem
eru að rannsaka og greina svefn og er ekki í
öðru. Mjög margir keppinautar Medcare
Flögu eru fyrirtæki sem eru fyrst og fremst í
einhverju öðru, eins og t.d. meðferðarlausnum
við kæfisvefni, en eru líka að selja greining-
artæki. Við teljum því að Medcare Flaga geti
betur mætt þörfum viðskiptavina sinna en aðr-
ir og vaxtarmöguleikar séu mjög miklir.“
Framleiðsla Medcare Flögu er vöruþróun,
þ.e. hugbúnaðarþróun og þróun á rafeinda-
tækjum. Svanbjörn segir að hjá fyrirtækinu
þurfi að vera fyrir hendi þekking á öllum þeim
sviðum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á
þeim flóknu tækjum sem unnið er að. Auk þess
þurfi öflugt sölufólk, bæði fólk með þekkingu á
markaðsmálum og fólk með sérþekkingu á við-
fangsefninu. Einnig þurfi samstarfið við starfs-
fólk fyrirtækisins erlendis að ganga vel. Lyk-
ilatriði sé að vel takist til með að samtvinna alla
þessa hópa en það hafi tekist mjög vel.
Spennandi verkefni
Svanbjörn hóf störf hjá Medcare Flögu í
ágúst 2001 en starfaði áður í átta ár á fjár-
málamarkaði, m.a. hjá Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins og síðar hjá Íslandsbanka. Hann
segir að Helgi Kristbjarnarson hafi leitaði til
sín og beðið sig um að taka við af sér í starfi
forstjóra.
„Það er spennandi verkefni að taka þátt í að
byggja upp fyrirtæki sem hefur eins mikla
möguleika og Medcare Flaga hefur í hinu al-
þjóðlega umhverfi. Fyrirtækið er leiðandi á
sínu sviði og er á góðri leið með að ná afgerandi
stöðu. Mér fannst því ekki hægt að hafna því að
fá tækifæri til að taka þátt í að reka íslenskt
fyrirtæki sem getur náð sérstöðu á heims-
markaði. Það hefur reynst gífurlega spennandi
að vinna að þessu með því frábæra starfsfólki
sem Medcare Flaga hefur á að skipa á öllum
sviðum. Það gefur því svo enn frekara gildi að
góður árangur okkar skuli líka snúast um að
hjálpa fólki sem á við vandamál að stríða og
bæta þannig lífsgæði og lífslíkur þess,“ segir
Svanbjörn Thoroddsen.
Stærstir á sínu sviði
Morgunblaðið/Ásdís
Medcare Flaga er stærsta fyr-
irtæki í heimi á sviði fram-
leiðslu tækja og hugbúnaðar
til svefnrannsókna. Hlutur fyr-
irtækisins á heimsmarkaði er í
kringum 15% og stefna stjórn-
endur þess að því að hann tvö-
faldist innan tíðar. Grétar
Júníus Guðmundsson ræddi
við Svanbjörn Thoroddsen,
forstjóra Medcare Flögu.
Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, segir að rannsóknir á svefni, svefntruflunum og
öðru sem þessu tengist muni vaxa hratt á komandi árum.
gretar@mbl.is
RÉTT mataræði og nægjanleg hreyfing eru undirstaða góðrar lík-
amlegrar og andlegrar heilsu. Þetta hefur lengi verið almennt við-
urkennt. Á síðari árum hefur orðið algengara að talað sé um að
fullnægjandi svefn sé ekki síður mikilvægur fyrir góða heilsu.
Svanbjörn Thoroddsen segir að hægt sé að tala um vitund-
arvakningu í þessa veruna. Næsta víst sé að innan fárra ára verði
fullnægjandi svefn talinn jafn mikilvægur og rétt mataræði og
nægjanleg hreyfing. Vitundarvaking sé bæði á meðal almennings
og innan heilbrigðisgeirans. Þar skipti ekki síst máli að æ fleiri
rannsóknir sýni fram á bein tengsl á milli svefnraskana og alvar-
legri sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og heilablóðfalls. Það sé
ekki síst af þessari ástæðu sem svefnrannsóknum fjölgi stöðugt.
Svefn er ekki stöðugt líkamlegt ástand heldur ferli lífeðlis-
fræðilegra ástandsbreytinga. Svefn hefur verið greindur í fjögur
stig, auk draumsvefns. Tvö stig eru kennd við grunnan svefn og tvö
við djúpan svefn. Í djúpsvefni er líkaminn í kyrrð, mikil vöðvaslökun
og blóðþrýstingur lækkar auk þess sem hægir á hjartslætti.
Svefnraskanir leiða til þess að viðkomandi fer ekki í gegnum
svefnstigin fimm á eðlilegan máta. Ófullkominn
svefn er talinn geta leitt til verulega skertra lífs-
gæða. Truflaður svefn getur valdið langvarandi
þreytu, sem aftur getur haft áhrif á ýmsa and-
lega og líkamlega þætti. Útkoman getur orðið
sjúkdómar af ýmsu tagi.
Skilgreindar hafa verið yfir 70 tegundir
svefnröskunar, en meðal þeirra algengustu eru
svefnleysi, fótaóeirð og kæfisvefn. Svefnleysi
er algengara hjá konum en körlum, en rann-
sóknir í Bandaríkjunum benda til þess að um
40% kvenna og um 30% karla eigi við þennan
vanda að stríða, a.m.k. tímabundið.
Fótaóeirð er talin hrjá a.m.k. 4% manna en þetta lýsir sér sem
óþægindi í fótum á daginn og svefntruflanir á nóttunni.
Kæfisvefn er eitt alvarlegasta form svefnröskunar og eru um
7% Bandaríkjamanna talin þjást af honum. Saamkvæmt rann-
sóknum hér á landi er talið að um 4% karlmanna og um 2%
kvenna þjáist af kæfisvefni, sem gerir hann einn af algengustu
langvinnu sjúkdómum á Íslandi.
Svanbjörn segir að svefnraskanir séu sjaldnast fyrsti þátturinn
sem er rannsakaður þegar leitað er orsaka ýmiss konar sjúkdóma.
Áhugi á svefni og svefnröskunum sé þó mikill og fari ört vaxandi
þrátt fyrir að tiltölulega stutt sé síðan tæknin hafi orðið nægj-
anlega góð til að hægt væri að fylgjast af nákvæmni með þeim líf-
eðlisfræðilegu ferlum sem eigi sér stað í svefni. Flestar gerðir
svefnraskana sé hægt að meðhöndla eftir að þær hafi verið
greindar. Ógreindir og ómeðhöndlaðir svefnsjúkdómar geti haft
margvíslegar afleiðingar í för með sér, bæði andlegar og líkamlegar,
auk þess að hafa áhrif á framvindu alvarlegri sjúkdóma.
Í Bandaríkjunum er talið að yfir 44 milljónir manna þjáist af
svefnröskunum, auk um 35 milljóna sem þjáist endrum og eins.
Þetta eru samtals um 28% þjóðarinnar. Svanbjörn segir að al-
mennt sé gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem eiga við þennan
vanda að stríða í öðrum vestrænum ríkjum sé svipað og í Banda-
ríkjunum.
Svefn undirstaða góðrar heilsu
! " #$