Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 14

Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 14
14 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGAR greinar ogbækur hafa komiðút undanfarna mán-uði þar sem fjallaðer um þau áhrif sem baráttan gegn hryðjuverkum hefur haft á friðhelgi einkalífsins og rétt- indi ýmissa minnihlutahópa í Banda- ríkjunum. Fjölmörg dæmi þess að mannréttindi hafi verið brotin ein- göngu vegna trúarskoðana fólks eða uppruna hafa komið fram í dagsljós- ið. Breska dagblaðið The Times birti í maí síðastliðinn bréf frá lögmann- inum Tony Willoughby, sem vildi greina frá þeim hremmingum sem upplýsingatæknistjóri lögmanns- stofu hans, breskur múslimi af pak- istönskum uppruna, hefði lent í þeg- ar hann fór til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Willoughby lýsti starfsmanni sínum sem herramanni fram í fingurgóma. „Ef ofstæki er til í fari hans er það einskorðað við krikketleik.“ En maðurinn var við komuna til Los Angeles handtekinn og færður til yfirheyrslu, grunaður um að tengjast hryðjuverkum. Að sögn Willoughby var starfsmanni hans meinað að nota síma í hálfan sólarhring eftir handtökuna. Eftir sextán tíma fékk hann loks mat, samloku með skinku, en þegar hann útskýrði að vegna trúar sinnar gæti hann ekki lagt sér svínakjöt til munns fékk hann þau svör að hann skyldi borða það sem honum væri fært. Eftir langa hríð var manninum fylgt aftur á flugvöllinn í handjárn- um og hann sendur úr landi. Far- tölvu í eigu lögmannsstofunnar, sem hann hafði meðferðis, var haldið eft- ir. Tölvan var að lokum send aftur til Bretlands, en þá var búið að eyða öll- um gögnum úr henni. Allt bendir til þess að maðurinn hafi eingöngu verið handtekinn á grundvelli trúar sinnar og litarhátt- ar. En saga hans er ekkert einsdæmi og raunar hafa frásagnir af enn al- varlegri mannréttindabrotum í tengslum við baráttuna gegn hryðju- verkum komið upp á yfirborðið. Dæmi eru um að útlendingar eða innflytjendur hafi verið handteknir og þeir hafðir í varðhaldi mánuðum saman án þess að fá að ráðfæra sig við lögfræðing. Brot gegn útlendingum ógna réttindum innlendra borgara David Cole, prófessor í lögum við Georgetown-háskóla í Washington, rekur í bók sinni Enemy Aliens áhrifin sem öryggisráðstafanir Bush-stjórnarinnar hafa haft á rétt- indi innflytjenda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Í kjölfar hryðju- verkanna 11. september 2001 beindi bandaríska dómsmálaráðuneytið, undir stjórn Johns Ashcrofts, sjón- um sínum að ólöglegum innflytjend- um í landinu, einkum múslimum og mönnum af arabískum uppruna, og var fjöldi þeirra hnepptur í varðhald. Í fyrstu upplýsti dómsmálaráðu- neytið reglulega um fjölda handtek- inna og var talan komin upp í 1.182 strax í byrjun nóvember 2001. Eftir það neituðu stjórnvöld að gefa frek- ari upplýsingar um handtökur. Að skipun Ashcrofts voru réttarhöld yf- ir mörgum sakborninganna lokuð, en þeim hefur flestum verið gefið að sök að hafa brotið ákvæði innflytj- endareglugerða. Að sögn Coles hafa sakarefnin oft verið lítilvæg, eins og í tilviki erlends nema sem tilkynnti ekki til yfirvalda að hann hefði skipt um námsbraut. En það eru ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem hafa orðið fyrir barðinu á herferð Ashcrofts. Cole rekur í bók sinni mál bandarísks rík- isborgara, Joses Padilla, sem hefur verið í haldi í sautján mánuði án þess að fá að ræða við lögmann. Padilla fæddist í Brooklyn í New York en ólst upp í Chicago, þar sem hann gekk til liðs við glæpaklíku og hlaut nokkra refsidóma. Í fangelsinu snerist hann til íslams. Við heim- komuna eftir ferð til Pakistans í maí á síðasta ári var hann tekinn höndum á O’Hare-flugvelli í Chicago og flutt- ur til New York, þar sem honum var stefnt til að bera vitni fyrir rétti sem rannsakaði hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana. Alríkisdómari skip- aði honum lögmann og ákvað dag fyrir vitnaleiðslur, en tveimur dög- um áður en þær áttu að hefjast var hann hins vegar fluttur í herfangelsi í Suður-Karólínu, grunaður um tengsl við al-Qaeda, þar sem honum er enn haldið sem „fjandsamlegum stríðsmanni“. Síðan hefur skipaður lögmaður hans, Donna Newman, reynt að ná tali af skjólstæðingi sín- um, en dómsmálaráðuneytið meinar henni það og ber því við að ef Padilla ræddi við lögmann gæti það spillt til- raunum til að afla upplýsinga frá honum. Mál hans er nú til meðferðar hjá áfrýjunardómstóli í New York- ríki. Stjórnvöld í Washington hafa lagt málin þannig upp að eftirlit með inn- flytjendum og erlendum borgurum hafi verið hert í því skyni að auka ör- yggi bandarískra ríkisborgara. En Cole segir að mál Padillas sýni fram á að ráðstafanir sem gripið er til gagnvart erlendum borgurum geti varðað leiðina fyrir aðgerðir gegn bandarískum þegnum. „Réttindum okkar allra er stefnt í hættu þegar stjórnvöld ákveða að fórna rétti er- lendra ríkisborgara.“ Bjóst ekki við að þetta gæti gerst í Bandaríkjunum Eftir 11. september setti banda- ríska dómsmálaráðuneytið reglu- Starfsmenn bandarísku strandgæslunnar á hryðjuverkaæfingu við Frelsis- styttuna í New York í síðasta mánuði. Að mati margra brjóta öryggisráðstaf- anir Bandaríkjastjórnar í bága við hugsjónina um frelsi og mannréttindi. Mannréttindabrot í nafni ö Bandarísk stjórnvöld hafa sætt vaxandi gagnrýni fyrir að virða mannréttindi og friðhelgi einkalífsins að vettugi í viðleitni þeirra til að stemma stigu við hryðju- verkum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir segir frá umdeildum öryggisráðstöf- unum og dæmum um mannréttindabrot. John Ashcroft GAGNRÝNI á ráðstafanir Bandaríkjastjórnar í tengslum við stríðið gegn hryðjuverkum beinist ekki síst að fangabúðunum í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, þar sem yfir 600 mönnum hefur verið haldið án ákæru, sumum í nær tvö ár. Í Guantanamo-búðunum sitja fangar sem teknir voru höndum í Afganistan og víðar og taldir voru tengjast talibanastjórninni eða al-Qaeda. Fyrstu fang- arnir voru fluttir þangað í janúar 2002 og varnarmálaráðherrann Donald Rumsfeld sagði nýlega að þeim yrði haldið þar til stríðinu gegn hryðjuverk- um væri lokið. Ýmis mannúðarsamtök hafa fordæmt brot á mannréttindum fanganna og illan aðbúnað þeirra, en þar sem herstöðin er formlega á er- lendri grundu njóta fangarnir ekki réttinda samkvæmt bandarísku stjórn- arskránni. Stjórnvöld í Washington skilgreindu fangana auk þess sem „ólög- lega stríðsmenn“ og hafa á þeim grundvelli neitað þeim um réttindi sem stríðsföngum eru tryggð með Genfarsáttmálanum. Fangarnir hafa til dæmis ekki fengið að ráðfæra sig við lögmenn. Rauði krossinn er einu mannúðarsamtökin sem fengið hafa aðgang að herstöðinni. Fyrr í þessum mánuði gagnrýndi æðsti fulltrúi samtakanna í Washington Bandaríkjastjórn harðlega fyrir mannréttindabrot í Guant- anamo. Sagði hann óviðunandi að föngunum væri haldið þar án ákæru, rétt- arhalda og aðstoðar lögmanna. Deginum áður hafði hópur fyrrverandi dóm- ara, sendimanna og lögfræðinga Bandaríkjahers hvatt hæstarétt Bandaríkjanna til að úrskurða um lögmæti þess að reknar væru slíkar fanga- búðir utan dóms og laga. Þá fóru ýmis mannúðar- og þegnréttindasamtök í Bandaríkjunum form- lega fram á það fyrir skemmstu að upplýst yrði í krafti upplýsingalaga hvort fangarnir hefðu verið beittir harðræði, en menn sem látnir hafa verið lausir úr búðunum í Guantanamo og fangabúðum Bandaríkjahers í Afganistan bera að þeir hafi meðal annars verið neyddir til að taka inn lyf og hindraðir í að sofa. Fangarnir í Guantanamo-herstöðinni Haldið utan dóms og laga Fangar í herstöðinni í Guantanamo á Kúbu, á mynd sem dreift var af banda- ríska varnarmálaráðuneytinu í janúar 2002. AP Umdeild löggjöf FLJÓTLEGA í kjölfar hryðju- verkaárásanna 11. september 2001 samþykkti Bandaríkjaþing lög sem kennd hafa verið við ætt- jarðarást („Patriot Act“) og veita framkvæmdavaldinu víðtækar heimildir til að fylgjast með borg- urunum og svipta menn frelsinu, í því skyni að sporna gegn hryðju- verkum. Með lögunum eru heimildir yf- irvalda til að framkvæma hleranir, húsleitir og hafa eftirlit með net- notkun meðal annars rýmkaðar. Gert er kleift að handtaka er- lenda ríkisborgara og hneppa þá í varðhald á grundvelli gruns um tengsl við hryðjuverkastarfsemi, vísa þeim úr landi og neita þeim um inngöngu í landið á ný. Það ákvæði laganna sem hvað harðast hefur verið gagnrýnt er svonefnd „grein 215“, sem veitir yfirvöldum rétt til að afla ýmissa persónuupplýsinga, þar á meðal til að skoða skrár um útlán bóka- safna, söluyfirlit bókabúða, gögn um fjármál, skrár símafyrirtækja og skólaskýrslur, án þess að hin- um grunaða sé gert viðvart. Al- ríkislögreglan þarf ekki að sýna fram á að viðkomandi tengist með nokkru móti glæpsamlegu athæfi, einungis að vísa til þess að rannsóknin tengist baráttu „gegn alþjóðlegum hryðjuverk- um eða leynilegri njósna- starfsemi“. Setning laganna var harðlega gagnrýnd, meðal annars af sam- tökum og stofnunum á borð við American Civil Liberties Union, Center for Constitutional Rights og Cato Institute, sem halda uppi virkri baráttu gegn þeim. Fullyrt er að lagasetningin hafi verið illa undirbúin og að þing- menn hafi verið undir þrýstingi um að afgreiða frumvarpið án þess að hafa haft tækifæri til að kynna sér efni þess nægilega vel, en drög að því voru lögð fram að- eins níu dögum eftir hryðjuverkin 11. september og það var sam- þykkt af þinginu fimm vikum síð- ar. Gagnrýnendur halda því fram að lögin grafi undan þeim meg- inreglum um einstaklingsfrelsi og mannréttindi sem bandarískt samfélag hafi verið byggt á. Þannig hafi andstæðingar Bandaríkjanna í raun náð mark- miði sínu með óbeinum hætti. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.