Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 22

Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 22
22 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íbúum starfssvæðis Heilsugæslunnar Grafarvogi er boðið upp á influensubólusetningar mánud. 20. október og þriðjud. 21. október kl. 10:00 - 12:00 báða dagana. Starfsfólk Heilsugæslunnar Grafarvogi Reykjavík, 19. október 2003. Influensubólusetningar Heilsugæslunni Grafarvogi Spöngin 35, 112 Reykjavík. Sími 585-7600. Heilsugæslan Barónsstíg 47, 101 Reykjavík www.hr.is Lögmannshlíðarsókn Djákni Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar auglýsir hér með eftir djákna til starfa við Glerárpresta- kall á Akureyri. Glerárprestakall er ungt og vaxandi prestakall með liðlega 7000 sóknarbörnum. Tveir prestar þjóna nú prestakallinu. Starf djákna verður með áherslu á uppbyggingu barna- og ungl- ingastarfs auk fræðslu. Frekari upplýsingar um fyrirhugað starf og starfstíma veitir sóknarprestur, sr. Gunnlaugur Garðarsson. Umsóknum um starfið skal skila í lokuðu umslagi þannig merktu: Djákni Glerár- kirkju v/Bugðusíðu, 603 Akureyri. Umsóknum skal skila eigi síðar en 14. nóvember nk. Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar. Viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum Á þessu námskeiði verður farið í endurbætur og viðgerðir utan- húss. Bóklegt og verklegt nám. Áhersla verður lögð á viðgerðir og smíði glugga og hurða samkvæmt gömlu handverki. Einnig verður leiðbeint um mat á skemmdum og val á efni til endur- bóta. Námskeiðið hefst föstudaginn 31. október og lýkur laug- ardaginn 15. nóvember. Námskeiðið verður haldið í Miðbæjarskóla og á verkstæði á Grettisgötu 46. Námskeiðsgjald er kr. 16.900. Leiðbeinandi: Þórhallur Hólmgeirsson. Húsgagnaviðgerðir Kennd eru undirstöðuatriði í fínsmíði og hvernig á að gera upp húsgögn og antíkmuni. Nemendur mæta með eigin húsgögn til lagfæringar. Námskeiðið stendur í 7 vikur og hefst fimmtudag- inn 30. október. Námskeiðsgjald er kr. 16.000. Leiðbeinandi: Þórhallur Hólmgeirsson. Listasaga - síðdegisnámskeið Veitt er innsýn í heim listaverka með tónlistarívafi. Fjallað verð- ur um helstu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Safnaheimsóknir. Námskeiðið stendur í 7 vikur og hefst þriðjudaginn 28. október. Námskeiðsgjald er kr. 10.500. Leiðbeinandi: Þorsteinn Egg- ertsson. Myndlist Teikning - kennd eru undirstöðuatriði í teikningu og leiðbeint um notkun ýmissa teikniáhalda. Vatnslitamálun - kennd er blöndun lita og mismunandi að- ferðir í vatnslitamálun. Námskeiðin standa í 7 vikur hvort og hefjast laugardaginn 1. nóvember. Námskeiðsgjald er kr. 13.900. Leiðbeinandi: Þorsteinn Eggertsson. Innritun stendur yfir í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Sími 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is http://www.namsflokkar.is HRINGBRAUT 119, 4. HÆÐ ALGERLEGA ENDURNÝJUÐ, BJÖRT og skemmtileg 2ja herbergja íbúð á þess- um sívinsæla stað auk sérstæðis í bíla- geymslu. Nýtt parket á gólfum, ný eldhús- innrétting og ný innrétting á baði. Glæsi- leg sameign. Verð 11,9 millj. Upplýsingar gefur Árni sölumaður í símum 595 9014 og 897 4693 Skúlagötu 17 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is NÚ STANDA fyrirdyrum árvissirLjóðatónleikarGerðubergs, en þeirhafa verið fastir við- burðir í tónlistarlífi borgarbúa síðastliðin 15 ár. Sunnudaginn 19. október nk. er komið að þeim Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Inese Klotiñu píanóleikara frá Lettlandi. „Ég syng fyrst þrjú íslensk lög,“ segir Guðrún Jóhanna um efnisskrá tónleikanna. „Ég fékk Jón Ásgeirsson til að tónflytja niður fyrir mig lag hans Hjá lygnri móðu, sem hann gerði ljúf- mannlega, og við flytjum það; einnig Brúðkaupið eftir Jón Lax- dal en það á rætur að rekja til Gunnlaugs sögu. Ég hef ekki heyrt aðra syngja þetta lag, en það er þó eitt af mínum uppá- haldslögum, mjög dramatískt og leikrænt og meðleikari minn Inese Klotiña var fljót að ná því – enda er hún rosalega góður pí- anóleikari. Þriðja íslenska lagið er Vöggukvæði – Litfríð og ljós- hærð, eftir Emil Thoroddsen. Þá vindum við okkur í þýsku tón- skáldin; ég syng nokkur ljóð úr Spænsku ljóðabókinni eftir Hugo Wolf og tvö ljóðanna úr Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg, Næturgalann og Nótt.“ Besti ljóðaflokkurinn fyrir konur Eftir hlé flytja Guðrún Jó- hanna og Inesa ljóðaflokkinn Haugtussu – eða Stúlkuna á fjall- inu, eftir Grieg. „Við höfum flutt þennan flokk áður og af þeim ljóðaflokkum sem ég þekki, finnst mér þessi sá besti sem saminn hefur verið fyrir konu. Karlarnir hafa Vetrarferðina, Malarstúlkuna fögru og Dichter- liebe. Inesa er líka hrifin af þess- um flokki Griegs, enda er píanó- parturinn góður, þannig að píanóið fær líka að blómstra.“ Guðrún Jóhanna og Inese hafa þegar flutt Haugtussu víðs vegar um Bretland, og því í góðri æf- ingu. „Ljóðin og tónlistin eru hvor tveggju mjög falleg. Mér finnst næstum því að ég sé að syngja á íslensku. Ljóðin eru eft- ir Arne Garborg og samin á ný- norsku, sem er ennþá nær ís- lensku en sú norska sem við heyrum oftast. Ljóðmálið og tón- málið höfðar hvort tveggja sterk til mín og mér finnst ég skilja það mjög vel, og betur en margt annað í erlendri tónlist. Ég hafði nú aldrei hugsað um Letta sem einhverja sérstaka frændur okk- ar, en Inesa finnur líka til tengsla við þennan norræna flokk – við höfum fundið til sam- norrænnar kenndar við það að vinna að þessu. Í ljóðunum eru sterkar náttúrustemmningar og smalastúlkan sem sungið er um er mikið náttúrubarn. Hún býr í fjöllunum, verður ástfangin og lendir í ástarsorg og lýsingin á henni er sérstök – og mér finnst hún alveg eins geta verið ís- lensk.“ Guðrún Jóhanna og Inesa Klotiña kynntust í Guildhall- skólanum í London meðan þær voru þar báðar við nám. „Mað- urinn minn heyrði í Inesu á tón- leikum, og sagði að ég yrði endi- lega að reyna að komast í að vinna með henni. Þá var hún ekk- ert að vinna með söngvurum – var í einleikaradeild; en við ákváðum þó að fara að vinna saman. Hún er konsertpíanisti, en eftir einleikaranámið fór hún í meðleikaradeildina. Ég man vel eftir því þegar hún kom fyrst með mér í tíma hjá söngkenn- aranum mínum, Lauru Sarti – sem kenndi líka Diddú og Þóru Einarsdóttur – þá sagði Laura: Þú verður að halda í þennan pí- anóleikara eins og þitt eigið líf! …og það hef ég gert. Ég vona að áheyrendur í Gerðubergi verði jafnhrifnir af henni og ég og aðr- ir sem í henni heyra.“ Guðrún Jóhanna lauk meistara- gráðu í söng og prófi frá óperu- deild Guildhall School of Music and Drama í London fyrr á þessu ári, og býr enn þar í borg. Sagt var frá því í fréttum í vor er Guð- rún Jóhanna vann ljóðasöngs- verðlaunin í hinni virtu bresku Kathleen Ferrier-söngkeppni. Þar heyrði umboðsmaður nokkur í Guðrúnu Jóhönnu og bauðst til að taka hana upp á sína arma. „Hún sendi mig í prufu í Kom- ische Oper í Berlín, sem gekk mjög vel. Ég syng þar næsta vet- ur – en veit ekki ennþá hvað. Ég er líka að prufusyngja fyrir fleiri óperuhús og hljómsveitarstjóra, en er jafnframt að halda tónleika bæði hér heima og úti, bæði með Inese og öðrum píanóleikurum.“ Var ekki hrifin af óperutónlist Guðrún Jóhanna hefur verið ið- in við að halda ljóðatónleika, en oft eru ungir söngvarar upptekn- ari af því að koma sér áfram í Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir debúterar í Gerðubergi Ljóðasöngurinn á sterk ítök í mér Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: „Á ljóðatónleikum er maður í sterkara persónu- legu sambandi við áheyrendur sína.“ Skreytingar við öll tækifæri Laugavegi 63 • sími 551 2040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.