Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V IÐ tókum þann kostinn að byrja á lokakafla sögunnar, frá brennunni á Bergþórshvoli, og höfum hugsað okkur að næsta bók sýni aðdraganda brennunnar. Með því að rekja sig aftur á bak er hægt að varpa ljósi á orsakasamhengið í sögunni, en um leið getum við sett fram sjálf- stæðar sögur. Lesendur þurfa ekki að þekkja söguna alla til að skilja framvinduna. Vonandi náum við að gera allri Njálu skil með þessum hætti. Reyndar hófum við þetta verk- efni með það í huga að skrifa eina bók, en núna viljum við gjarnan gera fleiri,“ segja Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson, höfundar myndasögunnar Blóðregns. Blóðregn segir frá Kára Sölmund- arsyni, sem nær að forða sér úr brennandi húsunum á Bergþórshvoli. Hann á harma að hefna, því þar fór- ust vinir hans og fjölskylda, þar á meðal barnungur sonur. Kári stend- ur einn eftir. Titill myndasögunnar, Blóðregn, er sóttur í Darraðarljóð: Vítt er orpið/fyrir valfalli/rifs reiði- ský,/rignir blóði. Vilja gera allri Njálu skil Embla Ýr Bárudóttir er menntuð í málvísindum og hefur aðallega feng- ist við textavinnu síðustu ár, bæði prófarkalestur og þýðingar. Ingólfur Örn Björgvinsson er grafískur hönn- uður og myndskreytir. Hann hefur áhuga á sögulegum myndskreyting- um og hefur unnið fyrir Þjóðminja- safnið og ýmsa aðila sem tengjast sögulegri ferðaþjónustu. „Ég hef leit- að í slík verkefni, því þau fara vel við áhugamálið. Annars starfa ég við hönnun og auglýsingagerð.“ Ingólf hafði lengi dreymt um að gera myndasögu eftir Njálu. „Það var alveg ljóst að ekki væri hægt að gera þessari miklu sögu skil í einni bók. Við ákváðum því að brjóta Njálu upp í nokkrar sjálfstæðar sögur og ákváð- um að byrja á lokakaflanum. Við sáum fram á að við gætum látið þar við sitja ef okkur sýndist. En draum- urinn er að gera þær þrjár eða fjórar bækur til viðbótar sem þarf til að öll sagan komist til skila.“ Þegar Ingólfur las Njálu fyrst, á unglingsaldri, fékk hann áhuga á Kára Sölmundarsyni. „Kári var dálít- ið í skugganum af stóru hetjunum, Gunnari á Hlíðarenda og Skarphéðni Njálssyni, en þeir Skarphéðinn voru vinir. Það skemmtilega við Njálu er að hún er svo lifandi í vitund fólks að litið er á sögupersónurnar sem raun- verulegar persónur. Efni bókarinnar er óendanleg uppspretta og við þurft- um að einfalda söguna mjög. Æ ofan í æ urðum við að sleppa atriðum, sem við hefðum svo gjarnan viljað hafa með. Þar tókum við stundum til þess bragðs að steypa mörgum atburðum saman í einn, til að ná sömu áhrifum. Og að koma textanum í þetta knappa form var enginn leikur. Það var líka erfitt að finna jafnvægi á milli alvar- legu átakasögunnar í Njálu og alls þess húmors sem leynist svo víða í henni. Við reyndum að vefa þetta saman.“ Blóðregn á suðlægum slóðum Hvorki Embla Ýr né Ingólfur Örn höfðu áður komið að gerð mynda- sögubókar. „Við misreiknuðum veru- lega tímann sem þetta tók. Við héld- um að vinnan myndi taka þrjá til fjóra mánuði, en hún tók rúmt ár. Í fyrstu notuðum við sumarfríið okkar til að vinna í handritinu saman. Svo ákváðum við að ráðast í verkið af fullri alvöru og það endaði með því að við tókum okkur frí frá launavinnu allan síðasta vetur. Við fengum styrk frá Barnamenningarsjóði, Myndstefi og menningarsjóði Sjóvár-Almennra og til að ná endum saman fórum við til Spánar þar sem ódýrara er að lifa. Þar entust styrkirnir lengur en þeir hefðu gert hér heima, fyrir utan að það var gott að komast aðeins í burtu frá sögusviði Njálu. Við höfðum kynnt okkur það rækilega og í fyrstu var ætlunin að endurskapa landslagið alveg í myndmáli bókarinnar. Landið hefur hins vegar breyst töluvert frá því að sagan gerðist og líklega hefði alltaf verið erfitt að gera þeim til hæf- is, sem þekkja þetta svæði eins og lóf- ann á sér. Þess vegna varð niðurstað- an sú að skapa sögusvið sem svipar til Njáluslóða, reyna að halda sömu til- finningu í landslaginu, en ekki eltast við smáatriði. Sagan er hvort sem er ekki nákvæmlega eins og í bókinni.“ Klæðnaður, vopn, húsakostur og ýmis búnaður er hins vegar eins sögulega réttur á teikningunum og framast var unnt. Þar leituðu Ingólf- ur og Embla fanga víða, í bókum og á söfnum. „Þeir sem til þekkja geta komið auga á þekkta hluti úr íslensk- um kumlum á teikningunum. Við leit- uðum til fornleifafræðinga, sem fóru yfir þetta með okkur.“ Þrátt fyrir að mikill tími færi í heimildaöflun og annan undirbúning var teikning sögunnar tímafrekust. „Teikningin tók mikinn tíma og mun lengri en við reiknuðum með. Við lærðum mikið á þessu og það kemur okkur til góða næst.“ Myndasaga um vítahring víga og hefnda í Njálu Myndasagan Blóðregn kem- ur út á morgun, 20. októ- ber, á vegum Máls og menningar. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við höfundana, Emblu Ýri Bárudóttur og Ingólf Örn Björgvinsson, um Kára Söl- mundarson, vítahring víga og hefnda og myndlæsi Ís- lendinga. Morgunblaðið/Jim Smart Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir unnu að Blóðregni í rúmt ár og vilja gera fleiri bækur um efni Njálu. Þegar Ingólfur Örn hafði gert skissur af allri bókinni var hver síða hreinteiknuð með blýanti, bleki og pensli, helmingi stærri en fyrstu skissurnar. Lokaútgáfa blaðsíðunnar, eins og teikningarnar birtast í bókinni. Ferlið frá hreinteikningu að fullbúinni síðu tók að meðaltali tvo daga. Hreinteiknaðar myndirnar voru skannaðar inn í tölvu og þá var hægt að hefjast handa við að lita þær og setja textann inn á þær. Teikning sögunnar var tímafrek. Ingólfur Örn teiknaði blýantsskissur í A4- stærð af allri bókinni og hér er sýnishorn af slíkri skissu. Við gerð Blóðregns lögðu höfundarnir áherslu á að klæðnaður, vopn, húsakostur og ýmis búnaður væri sögulega réttur. Hér sést bær Þorgeirs skorargeirs, vinar Kára Sölmundarsonar. Kápa Blóðregns, myndasögunnar um lokakafla Njálssögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.