Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 27
Ingólfur teiknaði blýantsskissur í A4-stærð af bókinni allri á tveimur mánuðum á síðasta ári. Þær skissur þurfti að hreinteikna með blýanti, bleki og pensli, helmingi stærri en fyrstu skissurnar svo auðveldara væri að vinna öll smáatriði. Myndirn- ar voru svo skannaðar inn í tölvu og þá var hægt að taka til við að lita þær og setja textann inn á þær. Þetta ferli, frá hreinteikningu og þar til tilbúin síða lá fyrir, tók að meðaltali tvo daga. Embla Ýr flatlitaði margar síðanna í tölvu, en flatlitun er það kallað þeg- ar litir eru settir inn án nokkurs skugga eða litbrigða. Ingólfur valdi litina, Embla Ýr flatlitaði og Ingólfur tók svo aftur við og fullvann litunina, til dæmis með því að setja inn skugga og ná þannig fram dýpt í myndunum. Texti bókarinnar varð til um leið og Ingólfur rissaði upp fyrstu skissur. Embla Ýr segir að þarna sé auðvitað ekki um textann úr Njálu að ræða, því vegna þessa knappa forms hafi þurft að gera breytingar og stytting- ar. Textinn hafi þurft að vera á nú- tíma íslensku, sem allir lesendur bók- arinnar gætu skilið. „Þetta hefði orðið vond myndasaga ef við hefðum haldið okkur við texta Njálu,“ segir hún. „Bókin geymir endursögn Njálu í myndasöguformi. Hún er ekki myndskreyting við söguna alla.“ Með pólitík í andlitinu Ingólfur segir að hann hafi ekki haft ákveðnar fyrirmyndir í huga þegar hann mótaði útlit söguhetj- anna. „Þær verða til í höfðinu á mér.“ Í bókinni virðist Snorri goði þó merkilega líkur Össuri Skarphéðins- syni. „Mér hefur verið bent á þetta,“ segir Ingólfur, „en ég hafði hann nú ekki í huga. Stjórnmálamenn eru allt- af stjórnmálamenn. Snorri goði er kannski bara svona pólitískur í fram- an. En í Njálu er ýmsar vísbendingar að finna um útlit persónanna. Til dæmis kemur fram að hár og skegg sviðnaði af Kára og það gerist líka í myndasögunni.“ Ein persóna í bókinni á sér lifandi fyrirmynd. Það er Björn bóndi í Mörk, sem er byggður á skopteikn- ingum Ingólfs af vinnufélaga. „Þeir eru ekkert líkir að öðru leyti,“ segir Ingólfur og líklega eins gott að taka það fram, því bóndinn í Njálu er raup- söm gunga, þótt hann vilji gjarnan láta gott af sér leiða. Sýn tveggja lesenda á söguna Blóðregn á að höfða til lesenda á öllum aldri. „Við bjuggum til sögu sem við vildum lesa sjálf. Þetta er bók fyrir börn og fyrir fólk sem las Prins Valiant í bernsku og er enn að lesa myndasögur, 40 árum síðar. Við meg- um ekki vanmeta hve margir eru vel myndlæsir. Vonandi geta unnendur Njálu haft gaman af bókinni, en við erum líka að reyna að kveikja áhuga þeirra sem aldrei hafa litið í söguna. Titillinn, Blóðregn, virkar kannski fráhrindandi á einhverja, en það verður að hafa í huga að við gerð myndasögu sem byggist á Njálu er ekki hægt að komast hjá því að skýra frá bardögum og mannvígum. Höf- undur Njálu notar skopskyn til að draga versta broddinn úr þessum at- riðum og við gerum það líka, án þess að fara út í einhvern fíflagang.“ Embla Ýr og Ingólfur Örn eru þeg- ar búin að gera drög að handriti næstu bókar. „Sú bók byrjar á brúð- kaupi Höskuldar Hvítanesgoða og endar á brennunni. Áherslan flyst þá frá Kára, sem er hetjan í Blóðregni, en Skarphéðinn verður hetjan í næstu bók. Þá verður persóna Marð- ar líka skýrari. Vonandi verður þetta eins konar leynilögreglusaga. Ein- hvers staðar í upphafi leynast atburð- ir, sem komu þessari atburðarás af stað. Við ætlum að rekja okkur aftur að þeim atburðum og sjá hvar þessi vítahringur víga og hefnda hefst. Sagan er svo flókin að við fyrsta lest- ur skilja menn ef til vill ekki orsaka- samhengið. Reyndar eru skoðanir á því hvað fór úrskeiðis nánast jafn margar og lesendur. Við erum tveir lesendur með okkar sýn á söguna.“ Framboð á íslenskum myndasög- um hefur ekki verið mikið og í raun segjast þau Embla og Ingólfur renna blint í sjóinn með Blóðregn. „Það var djörf ákvörðun hjá Máli og menningu að gefa bókina út. Þar á bæ vita menn að vísu að stór hópur fólks les mynda- sögur og bara tímaspursmál hvenær ráðist yrði í útgáfu sem höfðar til al- mennings. Við vonum að lesendur taki Blóðregni vel, svo við getum haldið áfram með bókaflokkinn. Þetta er skemmtilegasta verkefni sem við höfum ráðist í.“ rsv@mbl.is Í upphafi bókarinnar hleypur Kári Sölmundarson út úr logandi húsunum á Bergþórshvoli. Föt hans eru í ljósum logum, hár og skegg sviðið. Hann á harma að hefna, því í brennunni fórust vinir hans og fjölskylda, þar á meðal barnungur sonur. TENGLAR ..................................................... www.njalusogur.is. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 27 VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.