Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 28

Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti séns! Allra síðustu dagar rýmingarsölu Veiðihornsins í Kringlunni (Nanoq) NÝTT KORTATÍMABIL Fluguhnýtingarefni á hálfvirði Hnýtingarönglar á hálfvirði Flugubox á hálfvirði Spúnabox á hálfvirði Belly-bátar frá kr. 8.500 Gúmmívöðlur kr. 3.900 Öndunarvöðlur frá 9.900 Patagonia-vöðlur og jakkar á hálfvirði Allir spúnar á kr. 200 Flugulínur frá kr. 500 Shimano-kasthjól á hálfvirði Okuma-kasthjól 40% afsl. Flugur á hálfvirði Veiðivesti frá kr. 2.900 Felugallar á lækkuðu verði Skot á mikið lækkuðu verði Ódýrar veiðistangir Jakkar, veiðistangir og hjól úr leigunni á góðu verði Kringlunni - sími 575 5122 Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Síðumúla 8 - sími 568 8410 www.veidihornid.is S VARTIR listamenn hafa löngum verið áhrifamiklir í tónlistarheim- inum og eru áhrif þeirra enn að aukast. Sem dæmi var fyrr í mán- uðinum greint frá því að tónlist- arfólk, sem er dökkt á hörund, skipaði tíu efstu sætin á lista Billboard yfir vinsælustu lögin í Bandaríkj- unum. Níu af þessum tíu lögum flokkuðust und- ir rapp eða hipp hopp en topplagið var r & b- smellurinn „Baby Boy“ með Beyoncé og Sean Paul. Hipp hopp er áhrifamikil tónlistarstefna og með henni hefur ákveðin tíska náð að ryðja sér til rúms og náð almannahylli. Saga tískunnar seint á 20. öld verður ekki rituð án þess að líta til hipp hopps og má segja að sá stíll sem fylgir þessari tónlistarstefnu hafi valdið byltingu. Ef litið er til síðustu tveggja áratuga eru íþrótta- gallar, hettupeysur, íþróttaskór, of stórar gallabuxur, her- mannabuxur, nærbuxur sem ná uppfyrir buxna- strenginn, kangol-húfur og derhúfur einkennandi fyrir þessa tísku. Þetta er tíska sem fyrir löngu hefur ratað úr miðborgum stórborga Ameríku í úthverfi Reykjavíkur. Og ekki bara til Reykja- víkur því hipp hopp-tengd tíska á sinn stað í ítölskum tískuhúsum á borð við Dolce & Gabb- ana og Versace. Á herratískusýningu yngri og ódýrari línu þess fyrrnefnda, D & G, var nóg um hipp hopp-tísku fyrir veturinn og mátti meðal annars sjá stórar hettupeysur með áletr- uninni, „L’Hip Hop C’est Chic“. Einnig hafa hipp hopp-merki á borð við Phat Farm, Enyce, Roc-A-Wear (frá Jay-Z) og Sean John (fatalínan hans P. Diddy) notið mikilla vin- sælda. Fleiri tónlistarmenn en hér hafa verið nefndir eru með fatamerki; Wu-Tang Clan eru með Wu-Wear, Eminem með Shady, Nelly með Vokal, Outcast með OutKast Clothing Comp- any og J-Lo er ekki bara með föt heldur líka vinsælt ilmvatn. Áðurnefndu merki Phat Farm var síðan komið á fót af öðrum stofnandi Def Jam Recordings, Russell Simmons. Líkt og hipp hopp (reyndar ásamt kántrý) var ráðandi í sölu á tónlist í Bandaríkjunum á síðasta ári meðan sala á annarri tónlist minnk- aði hefur sala hjá mörgum hipp hopp-merkjum aukist meðan samdráttur ríkir hjá tískuhúsum almennt. Hipp hoppið kom af stað fatatískubylgju sem hefur smám saman breiðst út um heiminn. Klæðnaður að hætti hipp hopps þykir venjuleg- ur og á heima víða. (Sem betur fer hefur ekki allt það sem stjörnur í tónlistarheiminum klæðst náð almannahylli, eins og víði leðurjogg- inggallinn, sem vonandi kemst aldrei í tísku því pokandi og leður er nokkuð sem á ekki sam- leið.) Ein ástæða þess að hipp hopp-tískan hefur átt svo greiða leið í vitund meðal Íslendings er án efa tónlistarmyndbönd. MTV er orðið 20 ára og löngu búið að festa sig í sessi. Þar er vinsæl- asta tónlistin rapp og r & b og eru myndböndin mikið stíliseruð og stjörnurnar í vel völdum og dýrum fötum. Eitt af því sem hefur ekki síst einkennt stjörnur í rappheimum síðustu ár eru áberandi skartgripir, demantar á demanta of- an, úr á stærð við eldhúsklukkur og keðjur sem eru svo margar að þær líta út fyrir að vega nokkur kíló. Þessi tíska hefur verið nefnd „bling“ og er einn maður umfram aðra ábyrgur fyrir því að þessi stíll breiddist út og það er stílistinn Derek Khan. Hann komst nýlega í fréttirnar þegar hann var handtekinn fyrir fjársvik gagnvart átta virtum skartgripafyrirtækjum, sem lánuðu honum demanta að andvirði 120 milljóna króna. Þekkt merki á borð við Harry Winston lánuðu honum skartgripi í þeirri trú að stjörnur úr tón- listar- og kvikmyndaheimi myndu klæðast þeim í myndatökum eða á verðlaunaathöfnum. Það sem Khan gerði hins vegar var að fara með gripina beint til veðlánara og notaði hann féð sem hann komst yfir til að styðja við stór- karlalegan lífsstíl sinn; hann fór á dýrustu veit- ingastaðina og splæsti þar á vinina og keypti dýr krem og föt. Þegar kom að því að skila dýr- gripunum veðsetti hann annað hálsmen til að leysa út hitt. En á endanum komst upp um hann og búið er að dæma hann í eins og hálfs árs fangelsi og komu svik hans tískuheiminum í opna skjöldu. Síðastliðinn áratug hefur Khan verið einn eftirsóttasti stílistinn í tónlistarbransanum en hann hefur m.a. átt þátt í að skapa stíl Missy Elliott, P. Diddy, Monicu, Mary J. Blige, Laur- yn Hill og Eve. Í byrjun tíunda áratugarins sannfærði Khan rappara um að skipta út Timberland-skónum og víðum gallabuxum fyrir Chanel, Louis Vuitton og Harry Winston. „Hann gegndi mik- ilvægu hlutverki í að kynna hátískuna fyrir hipp hopp-samfélaginu,“ segir Anne Fahey, yfir- maður almannatengsla hjá Chanel í viðtali við New York Times. Khan viðurkennir það. „Allir eru að tala um bling-bling núna. Elskan mín, ég var með Salt-N-Pepa í Van Cleef & Arpels árið 1996,“ segir hann í viðtalinu. Hipp hoppið hefur því átt sinn þátt í því að knýja hátískuna áfram, sem er ekki lengur bara fyrir fínar konur með litla hunda í tösku. Hefð- bundin merki eru líka búin að átta sig á mik- ilvægi hipp hopp-tískunnar og hafa mörg hver komið fram með sportlegar línur. Hvað svo verður veit enginn. Kannski selst hipp hopp- tískan aðeins á meðan plötur þessara lista- manna seljast en líklegra er að hún sé komin til að vera. Bling! Stællegir strákar. Úr bókinni Back in the Days eftir Jamel Shabazz.AF LISTUM Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Níundi áratugurinn í Brooklyn. Þessir gaurar eru ekki svo ósvipaðir rappstjörnum í dag. Úr bókinni Back in the Days eftir Jamel Shabazz. Missy Elliott er bling. UNGUR píanisti frá Lettlandi, Liene Circ- ene, leikur í Tíbrá, tónleikaröð Salarins í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20. Fyrst á efnisskrá hennar er Sónata í G-dúr eftir Franz Schubert, Rondo a capriccio eða Rondóið um „týnda tíeyringinn“ eftir Ludwig van Beethov- en, síðan næturtónar frá heimaslóðum pían- istans eftir Vasks, og að lokum stórvirki eftir Franz Liszt; Ballatan í h-moll og Feneyjar og Napólí. Liene Circene er ungur píanó- leikari frá Lettlandi sem vakið hefur mikla athygli. Hún hóf nám sex ára gömul og komu ríkir tón- listarhæfileikar hennar strax í ljós. Eftir nám í Siguldas- tónlistarskólanum í Lettlandi stundaði hún framhaldsnám frá 1988–1996 í Emils Därzins- tónlistarskólanum hjá Anitu Päze. Liene Circene hefur haldið fjölda tónleika víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum listahátíðum, m.a. í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Póllandi, Úkr- aínu, Rússlandi, Lettlandi og Litháen. Hún hefur einnig leikið einleik með fjölmörg- um hljómsveitum, svo sem Fílharmóníunni í Varsjá, þjóðarsinfóníu Lettlands, hljómsveit BBC í Wales og mörgum fleiri. Lifandi og dramatísk Liene Circene hef- ur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanó- leik sinn. Árið 1992 hlaut hún 1. verðlaun í Vladimir Krainev, alþjóðlegri keppni ungra sólista, sem haldin var í Úkraínu. Árið 1993 komst hún í úrslit í Tschaikowski-keppninni í Moskvu, hlaut 1. verðlaun í Maryse Cheilan Internationale-píanókeppninni í Frakklandi og 1. verðlaun í Baltic TV Alternativa-keppninni sama ár. Hún hefur verið sæmd virðing- armestu verðlaunum Lettlands fyrir frammistöðu sína, The Great Music Award. Tveir af þekktustu píanóleik- urum Íslendinga, Jónas Ingimund- arson og Halldór Haraldsson, eru á einu máli um hæfileika Liene Circene. „Þegar maður lifir og hrærist í tónlistinni þarf kannski talsvert til að hrífa mann al- gjörlega,“ segir Jónas Ingimund- arson. Hann segist hafa hlýtt á upptöku af tónleikum Circene í Toronto í Kanada. „Hún spilar með sálinni ekki bara með hönd- unum,“ segir Jónas. Halldór Har- aldsson tekur í sama streng og segir að hún sé geysilega lifandi en um leið mjög dramatísk. „Ég hlakka mjög til að heyra hana spila á tónleikunum í kvöld.“ Leggur sál sína í leikinn Liene Circene píanóleikari. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.