Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.10.2003, Qupperneq 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sigurrós Þorgrímsdóttir Hanna Katrín Friðriksen Arnbjörg Sveinsdóttir Stjórnmálanámskeið fyrir konur 21. október til 13. nóvember, þriðjudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20.00—22.10 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 LÁTTU AÐ ÞÉR KVEÐA! • Konur og áhrif • Konur í forystu • Konur og stjórnmál • Konur og vald • Að kveðja sér hljóðs • Listin að hafa áhrif á aðra • Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum • Listin að vera leiðtogi • Konur og velgengni • Konur og fjölmiðlar • Konur og Sjálfstæðisflokkurinn • Flokksstarfið • Íslenska stjórnkerfið • Fundarstjórnun Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Sólveig Pétursdóttir Ásta Möller Ásdís Halla Bragadóttir Katrín Felsted Gísli Blöndal Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta IngþórsdóttirDrífa Hjartardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stjórnmálaskólinn, SUS, Heimdallur og Hvöt. Innritun: Sími 515 1700/777. Netfang: disa@xd.is www.xd.is Aðalsafn Borgarbókasafns Tryggvagötu 15 kl. 15 Sunnudagar eru barnadagar. Yrsa Sigurðardóttir les úr nýju verðlaunabókinni Biobörn og svarar spurningum. Digraneskirkju Kópavogi kl. 17 Gospelkór Akraness og hljómsveit flytja m.a. lögin Happy day, Oper- ator, Down to the river, Moses og Joy. Kórmeðlimir eru átta og þriggja manna hljómsveit. Kórinn hefur aðallega tekið þátt í æðruleysis- og poppmessum undanfarin ár og einnig á árshátíðum og öðrum uppákomum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SHAKESPEARE skrifar Ríkarð þriðja um það leyti sem hann er að ná fullum þroska sem höfundur, bú- inn að ná vopnum sínum eins og stjórnmálamennirnir segja gjarnan, og Ríkarður þriðji er leikrit um stjórnmál og völd. Shakespeare er þegar þarna er komið sögu búinn að ná valdi á ritun söguleikja, búinn að hita sig upp með þremur leikritum um Rósastríðin, og nær sú sería hámarki með Ríkarði. En fleira bætist í púkkið en tækni- leg fullkomnun. Shakespeare sækir líka aftur í helgileiki miðalda, og í þá merku bók furstann eftir Machia- velli og skapar með Ríkarði alger- lega nýja tegund leikpersónu. Illsk- an er tempruð með skopskyni, ófélegt útlitið með persónutöfrum og leikhæfileikum, og gegnum þykkt og þunnt heldur Ríkarður trúnaðar- sambandi við vini sína – áhorfendur, sem geta ekki annað en hrifist með, fylgt honum inn í martröðina. Því grimmileg sigurgangan, martröð andstæðinganna, breytist fyrr en varir í martröð Ríkarðs. Að lokum stendur hann einn og áttar sig á að einn húðarjálkur er dýrmætari en krúnan sjálf. Og þó. Líklega hatar hann sjálfan sig nóg til þess að flótti er ekki rétta lausnin. Að sumu leyti er Ríkarður alveg hreint ótrúlega tímabært verk að sýna. Verk um pólitíska kaldhæðni, skeytingarleysi um meðölin í blindri sókn að tilganginum. Leikrit um ímynd, um vald, sem byggist á end- anum ekki á neinu öðru en óljósri ógn. Hvort sem horft er til Wash- ington eða Borgarness virðast hlið- stæðurnar sláandi. En þetta eru ekki þeir þættir verksins sem heilla Rim- as Tuminas. Stjórnmál, valdabrölt og hversdagslegar hvatir sem hreyfiafl atburða eru ekki eitthvað sem vekur áhuga hans og þeir sem sækja sýningu Þjóðleikhússins með þær væntingar munu verða fyrir vonbrigðum. Þessi í stað fá þeir hreina og ómengaða martröð. Heim- ur sýningarinnar er heimur ógna og skelfinga, rúst sem enginn virðist megna að byrja að byggja á. Spegl- arnir eru byrgðir, og tilfinningin er sú að það sé ekki einungis af spé- hræðslu Ríkarðs, heldur vegna þess að í þessum heimi getur enginn horfst í augu við neitt. Og yfir at- burðunum gnæfir sá hestur sem á endanum skiptir öllu máli, þegar allt er orðið um seinan. Martröðin er framan af í tóntegund trúðleiksins, en um leið og Ríkarður hefur náð markmiði sínu og halla tekur undan fæti færist drungi yfir þar til sýn- ingin stöðvast, nánast eins og leik- fang með útrunna rafhlöðu. Djörf og áhrifarík leikslok. Hin trúðska martröð er vitaskuld ein leið að Ríkarði þriðja, og á sér fyllilega stoð í textanum. En með því að einblína á hana tapast vissulega margt sem er heillandi við verkið. Ætlun og samspil persónanna fletj- ast út og valdataflið verður aldrei spennandi. Þá eru styttingar og senutilfæringar sýningarhöfunda með þeim hætti að flókin sagan verð- ur aldeilis óskýr, auk þess sem út- smogin uppbygging Shakespeares fellur saman. Segja má að höfundar sýningarinnar neiti sér um ansi margt af þeim meðölum sem þeim eru rétt til að hafa áhrif á áhorfend- ur. Útkoman verður einhvers konar ljóðrænn Bubbi kóngur, og sem slík þá heldur sýningin, enda leikhúslegt ímyndunarafl höfunda hennar óum- deilt. Ríkarður sjálfur er andstyggilegt illfygli – annað hvort væri nú – en Rimas hefur þann áhuga á persón- unni sem á endanum kveikir samúð. Sú sýn sem sýningin miðlar af kvöl Ríkarðs er ekki sótt í leikritið, held- ur í sköpun leikstjórans og aðalleik- ara hans. Hilmir Snær Guðnason er óvið- jafnanlegur leikari. Hann hefur bæði það sem kallað er „star quality“, þann eiginleika að áhorfandinn hefur alltaf og ævinlega áhuga á því sem hann segir og löngun til að reyna að skilja hvað hann er að hugsa, og svo leikhæfileika til að miðla því sem hann þarf og vill. Enda verður hinn dýrslegi, aumkunarverði og við- bjóðslegi Ríkarður sem hann skapar að algerri þungamiðju sýningarinn- ar. Hilmir hefur sjúklegt skopið í fyrri hlutanum á valdi sínu og nær síðan í skottið á harmrænunni undir lokin. Glæsilegt. Þó verð ég að játa að eftir að hafa séð Hilmi í þessari róttæku leikgerð á Ríkarði, og í köfl- óttum uppfærslum Baltasars Kor- máks á Hamlet og Draumi á Jóns- messunótt, þá er mig farið að langa til að sjá hann leika bitastæðan Shakespeare án þess að eiga það sí- fellt á hættu að leikstjórakonseptin drekki túlkun hans. Kvenhlutverkin hafa mikið vægi í verkinu og sýningin heldur því vel til haga. Það er hins vegar gegnum- gangandi að kveinstafir kvennanna, sem eðli atburðanna samkvæmt er þeirra helsta hlutskipti, eru skop- færðir með ýmsum hætti. Þetta birt- ist t.a.m. í óhemjuleik Nönnu Krist- ínar Magnúsdóttur í bónorðs- atriðinu, sem fyrir vikið verður næsta áhrifasnautt, og því hvernig Margrét drottning Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur dettur inn í að flytja texta sinn á ítölsku og ensku. Þessi uppátæki þóttu mér heldur lítilfjör- leg fyndni, og tilgangurinn er mér hulinn. Edda Heiðrún Backman er Elsabet drottning og afar sterk, ekki síst í atriðinu þar sem Ríkarður bið- ur dóttur hennar eftir að hafa látið myrða syni hennar tvo. Guðrún Gísladóttir teiknar skýra mynd af móður Ríkarðs. Mörg smærri hlutverkanna eru vel af hendi leyst. Pálmi Gestsson er það flottur sem Hertoginn af Bokk- inham að mann langar að sjá meira af samskiptum hans og Ríkarðs en þessi sýning hefur að geyma. Her- toginn af Klarens, bróðir Ríkarðs, er á hinn bóginn næsta óstyttur og glæsilega leikinn af Sigurði Skúla- syni. Þriðji bróðirinn, Játvarður konungur, er örsmátt hlutverk, en Jóhann Sigurðarson gerði það eftir- minnilegt með gróteskri mynd af dauðvona óbermi. Þá nær Hjalti Rögnvaldsson að verða eftirminni- legur sem vandræðalegur Rípajarl. Rúnar Freyr Gíslason er Rík- mond, sá sem kemur og sigrar Rík- arð og verður síðar Hinrik sjöundi. Meðferðin á hlutverkinu er afar af- káraleg, Ríkmond er gerður að hreinni skopfígúru og mig grunar að Rúnari sé margt betur gefið en trúð- leikur. Katbæingur Baldurs Trausta Hreinssonar og Þyrill Randvers Þorlákssonar voru að sama skapi meira skrítnir en áhrifaríkir. Valdi- mar Örn Flygenring er síðan hár- réttur sem varðmaðurinn Hróbjart- ur. Þrír ungir leikarar fara með hlutverk skósveina Ríkarðs, stund- um eru þeir hundar, stundum trúðar, stundum jafnvel bara almúgamenn. Allt þetta leystu þeir Björgvin Franz Gíslason, Björn Thors og Ívar Örn Sverrisson prýðilega og voru hlægi- legir mjög þegar á þurfti að halda. Leikmynd Vytautasar Narbutas og búningar hans og Filippíu I. Elís- dóttur eru flott verk, búningarnir sannfærandi og leikmyndin fram- kallar margar sterkar myndir í svið- setningunni. Lýsing Páls Ragnars- sonar styður þetta rækilega.Verra á ég með að fella mig við tónlist Faust- as Latenas. Bæði finnst mér hún notuð allt of mikið og á óviðeigandi stöðum, nokkuð sem hefur löngum pirrað mig við uppfærslur Lithá- anna, og svo er ég ekki sáttur við tónlistina sem slíka. Notkun á tangó- tónlist er við það að verða klisja í leikhúsi, og hér er hún einkennilega óviðeigandi. Ríkarður þriðji er óhefðbundin Shakespearesýning. Svo mjög reyndar að yfirskrift hennar er „harmrænt gleðispil byggt á leik- verki Williams Shakespeares“. Sem slík er hún um margt áhrifarík, mikil sjónræn og hugmyndaleg veisla eins og við var að búast. Það er kjánalegt að tala eins og það sé bannað að fara slíkar leiðir, þótt sumir freistist til þess þegar tilraunirnar keyra úr hófi. En Shakespeare er enginn greiði gerður af hreintrúarmönnum. Samt er dálítið leiðinlegt til þess að vita að eiga þess ekki kost að sjá „Ríkarð þriðja eftir Shakespeare“ á íslensku fyrr en kannski eftir tutt- ugu ár eða svo. Það er nefnilega skrambi gott leikrit. Rimas Tuminas hefur sagt að Rík- arður verði hans síðasta sýning á Ís- landi. Sjálfur hef ég ekki alltaf hrifist af sýningum hans hér, þótt ástæðu- laust sé að efast um að áhrif hans séu mikil og jákvæð við eflingu djörfung- ar og listræns hugrekkis í íslensku leikhúsi. Þegar á heildina er litið þykir mér kannski mest til þessarar sýningar koma af þeim sem ég hef séð, þrátt fyrir þá annmarka sem hún hefur fyrir minn smekk. Um leið og honum eru þökkuð störfin langar mig að ljóstra því upp að allt síðan ég sá uppfærslu hans á Þremur systr- um og áttaði mig á að Máfurinn hafði ekki verið neitt sértilfelli þá hefur mig dreymt um að sjá hann setja upp Skugga-Svein. Þar eru nú aldeilis kóngulóarvefir fyrir róttæka leik- húshugsun að blása í burtu. Eitt lag enn, hr. Tuminas. Grálynt gleðispil LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: William Shakespeare, þýðing: Helgi Hálfdanarson, tónlist: Faustas Latenas, lýsing: Páll Ragnarsson, bún- ingar: Vytautas Narbutas og Filippía I. Elísdóttir, leikmynd Vytautas Narbutas, aðstoðarleikstjóri og túlkur: Ásdís Þór- hallsdóttir, leikstjórn: Rimas Tuminas. Leikendur: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Bald- ur Trausti Hreinsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Thors, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Frið- rik Friðriksson, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hjalti Rögnvalds- son, Ívar Örn Sverrisson, Jóhann Sigurð- arson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Skúlason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Valdi- mar Örn Flygenring, Þjóðleikhúsinu 17. október. RÍKARÐUR ÞRIÐJI – harmrænt gleðispil byggt á leikriti Williams Shakespeares Morgunblaðið/Árni Sæberg „Glæsileg túlkun Hilmis Snæs Guðnasonar á titilhlutverkinu.“ Þorgeir Tryggvason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.