Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 35
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér ævintýraferð með sérflugi sínu
til einnar fegurstu eyju Karíbahafsins, Dóminíska lýðveldisins. Hér getur þú
valið um glæsilegan aðbúnað, spennandi kynnisferðir og notið lífsins við
fegurstu aðstæður. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum
nýtur þú traustrar þjónustu farar-
stjóra Heimsferða sem bjóða þér
spennandi kynnisferðir á meðan á
dvölinni stendur.
Síðustu sætin
Verð kr. 69.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 89.950
Flug, skattar, gisting á Barcelo
Colonia, 7 nætur. Íslensk fararstjórn.
Karíba-
hafið
13. nóvember
frá kr. 69.950
Sérflug Heimsferða
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Glæsihótel við ströndina
UNDIR fyrirsögninni „Stórvirki
20. aldar“ var eftirtektarverðum
áfanga náð á bráðum aldarfjórðungs
löngum ferli Caput-hópsins sem
fremstu framvarðarsveitar okkar í
nýrri listmúsík. Það gerðist á Tí-
brártónleikum s.l. miðvikudags þeg-
ar Le marteau sans maître eftir
Pierre Boulez var flutt á Íslandi í
fyrsta sinn, ásamt Pierre lunaire eft-
ir Arnold Schönberg er síðast var
hér á dagskrá fyrir meira en tuttugu
árum. Aðsóknin var eftir því mynd-
arleg (sumpart að vísu fyrir öflugri
forkynningu í fjölmiðlum en algeng-
ast er), jafnvel þótt tónleikagestir
næðu ekki alveg að fullskipa 300
sætin í Tónlistarhúsi Kópavogs.
Le Marteau fyrir altrödd, alt-
flautu, víólu, gítar, víbrafón,
xylorimbu og slagverk er sögufrægt
verk. Það aflaði höfundi sínum
heimsathygli eftir frumflutning þess
í Þýzkalandi 1955, enda fyrir löngu
orðið skylduhlustunarefni í háskóla-
kúrsum í tónsögu 20. aldar. Á hinn
bóginn virðast, a.m.k. enn sem kom-
ið er, mun færri þekkja það af eigin
reynslu en afspurn. Vitaskuld ber
ekki að útiloka að til sé fólk sem
hlustar á „Herralausan hamarinn“
sér til einskærrar ánægju. En tón-
félagsfræðingar (sé svoleiðis fólk
líka til) myndu trúlega geta sýnt
fram á aðra og veigameiri þætti að
baki frægð verksins en lýðhylli.
Nefnilega fyrst og fremst hvað
smíðin er óhemju flókin og gerir fá-
dæma nákvæmikröfur til flytjenda.
Um það segir líka meira en mörg
orð, að líða skyldi nærri hálf öld áð-
ur en hérlendir hljómlistarmenn
treystu sér loks til atlögu við þetta
vandmeðfarna „völundarhús tóna og
orða“, eins og það var kallað í tón-
leikaskrá.
Þar kemur að því sérkennilega
fyrirbæri okkar tíma er fyrrgetnir
fræðingar gætu nefnt stöðutákn
örðugleikans. Eftir að kjörorði vín-
arklassíkur um að listinni beri að
fela listina var með róttækustu
framúrstefnu 20. aldar de facto snú-
ið í andhverfu sína, hlaut hlustunar-
gildið fyrir áheyrendum óhjákvæmi-
lega að þoka fyrir þeim „status“
meðal kollega, sérhæfðra flytjenda
og vilhallra gagnrýnenda er tón-
skáld gátu hlotið fyrir að semja ill-
eða óspilanleg verk. Og vitanlega
um leið þeir fáu hljómlistarmenn er
við þau réðu. Kannski er nýjasta
einstaklingsdæmið um það hér um
slóðir þegar Kolbeinn Bjarnason
flautuleikari kleif mannskaðatind
Ferneyhoughs, Unity Capsule, fyrir
fjórum árum.
Ætli sé ekki óhætt að spá að flutn-
ingur Caputs verði sömuleiðis í
minnum hafður sem álíka glæsileg
hópframmistaða, þegar senn fimm-
tugur hamar Pierres Boulez var
fyrst klifinn á Íslandi. Fyrir viðmið-
unarsnauðan hlustanda, er síðast
heyrði verkið af hljómplötu fyrir
álíka löngu og þegar fyrirmynd þess
Pierrot Lunaire var fyrst flutt hér á
landi, var alltjent næsta vonlaust að
greina snöggan blett á leiftursnarpri
spilamennsku Caputinga. Þeir lyftu
hér sannkölluðu grettistaki með að
virtist lygilega lítilli fyrirhöfn, þrátt
fyrir sífelld takttegundaskipti –
snyrtilega slegin af stjórnandanum,
Guðmundi Óla Gunnarssyni – og
mýgrút fingur- og heilabrjóta af að-
allega hrynrænum toga. Og þó að
undirrituðum væri að mestu hulið
hvað héldi 40 mínútna langri smíð-
inni saman í formi (torskilinn symb-
olískur ljóðatexti Renés Char bætti
þar lítið úr skák, enda varð maður
sjaldnast var við tónræna textamál-
un að hætti Pierrots Lunaire), brá
samt fyrir furðumörgum litríkum
stöðum, þó að ekki gætti jafnskýrra
andstæðuflata og í verki Schön-
bergs. Söngkaflar voru í minnihluta,
en mynduðu – þrátt fyrir fjölda
„ósönghæfra“ risatónbila – engu að
síður músíkalskasta efnisþátt verks-
ins í framúrskarandi öruggri túlkun
hins hljómmikla danska mezzosópr-
ans Helene Gjerris.
Eftir hlé var komið að hinu kabar-
ett-kennda expressjóníska sjöþætta
verki Arnolds Schönbergs (1874–
1951) Pierrot Lunaire Op. 21 (1912)
fyrir „Sprechstimme“, C-/G-flautu,
klarínett/bassaklarínett og píanó-
kvartett. Það er samið á „atónölu“
milliskeiði tónskáldsins áður en
Schönberg gekk alfarið tólftónaað-
ferð sinni á hönd, og fullkomlega í
anda hins súrrealíska ljóðaflokks
Alberts Giraud í þýzkun O. E.
Hartlebens. Þrátt fyrir áberandi
framsækni fyrir sinn tíma eru tjá-
brigðin í raun rómantísk, þótt undir
yfirvarpi fáránleikans sé, enda Pét-
ur í tunglinu meðal vinsælustu verka
þessa mikla múrbrjóts módernism-
ans í dag. Smíðin er álíka löng og Le
Marteau en með afbrigðum litskrúð-
ug og fjölbreytt, m.a. þökk sé mis-
munandi áhöfn fyrir hvern þátt, og
borin uppi af bæði sterku ljóðrænu
textanæmi og óbrigðulum tökum á
hljóðfærarithætti.
Skilaði hljóðfærasextettinn öllum
þeim kostum til lýtalausrar fulln-
ustu með spilamennsku í þvílíkum
úrvalsflokki að unun var á að hlýða
allt til enda. Talsöngur Helene
Gjerris var að sama skapi vel út-
færður og myndrænn, þótt ekki byði
hlutverkið upp á sömu söngrænu til-
þrif og í Boulez, auk þess sem styrk-
vægið, a.m.k. ofan af hliðarsvölum,
virtist Gjerris nokkuð í óhag. Eftir
sem áður var frammistaðan tví-
mælalaust glæsileg nelka í hnappa-
gati flytjenda, er áttu vissulega er-
indi sem ómælt erfiði. Kom það ekki
sízt fram af eldheitum undirtektum
áheyrenda, er gátu líkt og í fyrra
verkinu stuðzt við skáldlegar þýð-
ingar Þorsteins Gylfasonar í tón-
leikaskrá.
Hin torkleifu stöðu-
tákn örðugleikans
TÓNLIST
Salurinn
Boulez: Le marteau sans maître. Schön-
berg: Pierrot Lunaire. Helene Gjerris
mezzósópran og CAPUT hópurinn (Kol-
beinn Bjarnason C- & altflauta, Pétur
Jónasson gítar, Guðmundur Kristmunds-
son víóla, Pétur Grétarsson víbrafónn,
Steef van Oosterhout xylorimba, Frank
Aarnink slagverk, Daníel Þorsteinsson
píanó, Guðni Franzson klarínett/
bassaklar., Auður Hafsteinsdóttir fiðla,
Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla, Bryndís
Halla Gylfadóttir selló.) Stjórnandi: Guð-
mundur Óli Gunnarsson. Miðvikudaginn
15. október kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson