Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 44

Morgunblaðið - 19.10.2003, Page 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björgvin JanusEiríksson fæddist 29. janúar 1922. Hann lést 29. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Margrét Þorsteinsdóttir, f. 11.12. 1882, d. 18.11. 1955, og Eiríkur Ein- arsson, f. 20.10. 1880, d. 1940. Uppeldis- systkini Janusar voru Einar Magnússon og Eyrún Runólfsdóttir, þau eru bæði látin. Sambýliskona Jan- usar er Rósa Guðrún Stefánsdóttir, f. 29.12. 1924. Dæt- ur hennar eru Sóley Benna og Fjóla Guðmundsdætur. Janus ólst upp í for- eldrahúsum í Óskoti í Mosfellssveit. Eftir lát föður síns hélt Janus áfram búskap í Óskoti með móður sinni þar til hún lést. Þá fluttist Janus til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Hann var afreksmað- ur í frjálsum íþróttum og var félagi í Ung- mennafélaginu Aftur- eldingu. Frá árinu 1964 starfaði hann á Reykjalundi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Janusar var gerð í kyrr- þey. Björgvin Janus Eiríksson lést hinn 29. september sl. Janusi kynntist ég 7-8 ára gamall er ég var í sveit hjá for- eldrum hans, þeim Eiríki Einarssyni og Margréti Þorsteinsdóttur, er bjuggu í Óskoti sem er sunnan við Hafravatn, nú í næsta nágrenni Reykjavíkur. Janus var þá um 15 ára gamall og tók hann mig nánast í fóst- ur þegar ég kom. Hann hafði brenn- andi áhuga á mörgu, m.a. að kljúfa grjót sem töluvert var af í túninu. Hann sá hvernig lá í steinunum og eftir því hjó hann með meitlinum þröngar holur í steinana. Í þessar hol- ur rak hann fleyga sem hann herti á þangað til steinninn brast og var við- ráðanlegur til flutnings úr túninu. Þegar vetur kom og jörð fraus kom hann þessu grjóti á sleða sem hann spennti fyrir hest og dró það úr túninu. Sumir steinarnir voru svo stórir að þeir klofnuðu ekki en þá lét hann frostið hafa fyrir því. Spennan í fleygunum og vatn sem fraus í hol- unum gerði það að verkum að klett- arnir rifnuðu. Þetta þótti mér ákaf- lega merkilegt og ekki síður þegar grafið var eftir mó til eldiviðar. Þá komu í ljós djúpt í jörð leifar af trjám sem einhvern tímann höfðu vaxið þar. Líka var hægt að sjá öskulög ýmist svört eða rauðbleik með 30-40 cm millibili. Þessi öskulög voru misþykk og mikið var spáð í úr hvaða gosi þetta hefði komið. Fyrir mig var þetta allt mjög forvitnilegt og fræðandi. Janus sem alltaf var að afla sér þekkingar á ýmsum málum drakk í sig það sem hinir mörgu gestir höfðu að segja. Það var gestkvæmt í Óskoti enda gestrisnin mikil. Margir komu til að veiða í Hafravatni en í því var mikill fiskur, bleikja, urriði og lax, sem í þá daga komst hindrunarlaust upp alla Úlfarsá. Sumir þessara manna voru lærðir á mörgum sviðum t.d. rafvirkjar og útvarpsmenn. Man ég eftir einum sem hét Þorsteinn. Það sem þessir menn sögðu féll í frjóan jarðveg hjá Janusi. Gerði hann marg- ar tilraunir til að ná útvarpssending- um og tókst honum það en þá voru öll þessi fræði á byrjunarstigi. Þetta er lítill hluti þeirra minninga sem ég geymi frá veru minni í Óskoti og fáir vita um. Janus var mikill íþróttamaður og byrjaði kornungur að æfa spretthlaup og þrátt fyrir næstum enga aðstöðu til æfinga fór hann að keppa fyrir sitt ungmenna- félag, Aftureldingu. Þar var hann sig- ursæll í spretthlaupi, langstökki og meira að segja fékk hann verðlaun fyrir hástökk en þar varð hann að stökkva vel yfir sína líkamsstærð. Um þetta talaði Janus lítið. Ég spurði hann um þessi ár og þá hló hann og sagði: „Þegar ég fór fyrst á íþrótta- mót átti ég ekki leikfimibuxur hvað þá að ég ætti gaddaskó.“ Hann fékk lán- aðar buxur sem náðu niður að hnjám og gaddaskó alltof stóra og þurfti hann að fara í tvenna eða þrenna sokka til þess að þeir pössuðu. Hann sigraði samt og gerði það öll þau ár sem hann keppti fyrir sitt félag, en sá þáttur Janusar hlýtur að vera skráð- ur í bækur Aftureldingar. Oft fórum við Janus með stöng nið- ur að vatni. Hann átti veiðistöng með hjóli en ég varð að láta hrífuskaft nægja og það dugði vel ef við fórum út á bát en lakara ef kasta þurfti frá landi. Óskot er á milli tveggja vatna. Hafravatn að norðan og Langavatn að sunnan. Í Langavatni var vænn sil- ungur en ekki góður. Það rennur eng- in á í Langavatn og engin á úr því. Reynisvatn er vestan við Langavatn og austan við Langavatn er Miðdalur sem á land niður að Hafravatni. Úlf- arsfell er síðan norðan við Hafravatn. Þetta eru smá staðarlýsingar af Óskotslandi og umhverfi þess. Á þessum árum 1934-1942 var enginn bílvegur að Hafravatni og þurfti því að ganga frá Reykjum eða Lamb- haga. Ungmennafélagið hafði aðstöðu að Tjaldanesi en þangað þurfti Janus að fara gangandi. Tveir gamlir hestar voru á bænum en Janus var fljótari án þeirra. Hann gekk því yfir að Reykj- um og um Skammadal og í Tjaldanes. Það þurfti að leggja talsvert á sig til að stunda íþróttir í þá daga. Foreldrar Janusar voru góðar manneskjur og mikill myndarskapur í mat og öðru atlæti þrátt fyrir lítil efni. Margrét var mikil húsmóðir og gerði góðan mat úr því efni sem hún hafði en það var í raun ekki svo lítið, nægur silungur sem hún eldaði á ýmsan hátt. Hún bjó til skyr og strokkaði smjör og hænsnin voru nýtt til hins ýtrasta. Sláturgerð og vinnsla úr kjöti bæði saltað og reykt. Þrifnaður Margrétar var einstakur og þurfti því oft að sækja sand niður að vatni því gólfin voru sandskúruð og voru hvít er þau þornuðu. Eiríkur var ákaflega snar í snúningum og laginn við öll störf. Hann var kominn yfir sextugt þegar hann einu sinni skoraði mig í kapp- hlaup heim túnið. Ég var sem gefur að skilja með mikla íþróttadellu af samskiptum við Janus. Leikar fóru þannig að ég sá undir iljarnar á Eiríki því ég hafði ekki roð við honum. Ég var aldrei skammaður í Óskoti utan einu sinni og var ástæðan vafalaust ærin. Ég nefndi áður að Janus stund- aði ýmsar tilraunir en lítið fór fyrir því hjá mér. Þó var það einu sinni að ég þurfti að moka undan hænunum sem voru á prikum fyrir ofan pall. Þetta var ekki erfitt verk en pallurinn var gömul hurð með lúgu. Yfir lúg- unni var hleri sem ég tók af og þá kom í ljós að hænurnar duttu niður um gatið og haninn sem var svo montinn og háleitur datt alltaf niður. Þetta þótti mér ákaflega fyndið en hávaðinn af hænsnagarginu barst til eyrna Margrétar. Hænurnar höfðu hátt en hávaðinn í Margréti var þó meiri. Fyrir þetta var ég skammaður en þó aðeins einu sinni. Foreldrar Janusar létust með nokkurra ára millibili. Eiríkur fyrst en Margrét nokkru síðar. Janus hafði alltaf búið með foreldrum sínum og bjó í Óskoti nokkur ár eftir að þau lét- ust. Eftir að búskap lauk starfaði hann mörg ár á Reykjalundi sem verkstjóri í plastverksmiðju. Ég hitti Janus sjaldan á þessum árum. Leiðir okkar lágu aftur saman eftir að ég fór að stunda föndur aldraðra í Hraunbæ 105. Árið 1977 kynntist hann sam- býliskonu sinni, Rósu Guðrúnu Stef- ánsdóttur, og áttu þau mjög góða tíma saman eða þar til hún veiktist fyrir nokkrum árum. Með þessum kynnum eignaðist Janus sína fjöl- skyldu og stóðu þau öll þétt saman bæði í veikindum hennar og hans. Að lokum vil ég nefna að á þessum árum fyrir 1940 ríkti kreppa hér á landi sem og víða annars staðar. Í Reykjavík var mikið atvinnuleysi og mikið var um að börn voru send í sveit, þar sem þau gátu gert gagn við heyskap, kúarekstur og aðra snún- inga. Ég var heppinn með heimili og hef búið að því alla æfi og fyrir það er ég þakklátur. Janus var hógvær maður og gumaði ekki af sínum af- rekum. Með virðingu og hlýhug kveð ég hann og votta nánustu ættmennum hans og vinum samúð mína. Ingvar Jónsson. JANUS EIRÍKSSON ✝ Lillý AlbertinePjetursson fædd- ist í Bodö í Noregi 20. maí 1926. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Osvald Olsen og Andrea Olsen. Systkini Lillýjar eru Bjarne, Kare, Os- vald, Marie, Elly, Solveig og Liv. Kare og Solveig eru á lífi. Lillý flutti frá Noregi til Íslands árið 1947 og settist að í Reykjavík. Hún giftist 18. desember 1948 Ólafi Pjeturssyni, löggiltum end- urskoðanda, f. 24. maí 1919, d. 12. jan- úar 1971. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 18. maí 1949, d. 6. jan- úar 2000, gift Elíasi Gíslasyni og áttu þau einn son. 2) Ós- vald, f. 22. ágúst 1952, kvæntur Lindu Ólafsson og eiga þau tvö börn, þau eru búsett í Noregi. Ósvald átti son fyrir. 3) Pétur, f. 19. janúar 1956, giftur Guðrúnu Erlu Hafsteins- dóttur og eiga þau fjögur börn. Útför Lillý fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma mín lést svo allt of fljótt og við söknum þín mikið. Ég á margar ljúfar minningar um þig enda hefur þú alltaf verið mér svo kær. Þú varst alltaf glöð en það var svo langt á milli okkar, þú á Íslandi en ég í Nor- egi, og heimsóknirnar alltof sjaldan. Þú varst alltaf að og gerðir mikið til að gleðja aðra og maturinn þinn var einstaklega spennandi. Þú lagðir mikinn kærleika í allt sem þú gerðir og það var ekkert sem var þér ofviða. Hugmyndaauðgi þín var mikil eins og hlutirnir bera með sér sem þú gerðir og Hringurinn seldi árlega á basar til að styrkja Barna- spítalann. Ég var svo stolt. Elsku amma, þú hafðir hjartarými fyrir alla og þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Hvíl í friði, Amanda. Ég hef misst mína elskulegu ömmu. Amma var rausnarkona með ríka tilfinningu fyrir lífinu og lét sér aldrei leiðast. Var ákaflega stolt og bein í baki, hafnaði aldrei neinu, hvorki í meðbyr né í mótlæti, og gaf sig aldrei. Ég er stoltur af að vera íslenskur og vona að dóttir mín fái að upplifa Ís- land á svipaðan hátt og ég fékk með þér amma mín, hér á landi. Ég sakna þín, amma mín, þú varst stórkostleg. Geir Ove. LILLÝ ALBERTINE PJETURSSON Elskuleg eiginkona mín, ÓLÖF HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturbergi 138, Reykjavík, lést að heimili sínu sunnudaginn 12. október sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 22. október kl. 13.30. Sigurjón Guðmundsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR SVERRISSONAR frá Hvammi, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Indriði Valdimarsson, Sigríður Herdís Guðmundsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Sigþrúður Margrét Þórðardóttir, Guðmundur Stefán Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, ÓSKARS HANSEN heildsala, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 10. októ- ber, fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karitasar, sími 551 5606. Jakobína Úlfsdóttir, Rósa Hansen, Sigurður Samúelsson, Linda Sigrún Hansen, Atli Helgason, Óskar Óskarsson, Einar Trausti Óskarsson, Tryggvi Óskarsson, Andrea Jóhannsdóttir, Ívar Örn og Þórey, Tinna Rós, Úlfur Alexander, Arnar Freyr, Esther Larsen, Bent Larsen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐLAUG HELGA SVEINSDÓTTIR, Möðrufelli 3, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítlala v/Hringbraut fimmtudaginn 16. október. Útför auglýst síðar. Grímur Friðbjörnsson, Sigríður Grímsdóttir, Þórður Axel Magnússon, Gunnhildur Grímsdóttir, Yngvi Óðinn Guðmundsson, Þröstur Grímsson, Guðmundur Hrafn, Lena Sóley og Helga Kristín Yngvabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför minnar elskulegu eiginkonu, móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÁSDÍSAR RAGNARSDÓTTUR, Furugrund 17, Akranesi. Hjalti Samúelsson, Bjarni Þór Hjaltason, Sigrún Gísladóttir, Sveinbjörn Reyr Hjaltason, Guðný Ósk Stefánsdóttir, Hildur Hjaltadóttir, Kristján Þór Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.