Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 49
SMS tónar og tákn BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 49 Afmælisþakkir Kæru ættingjar og vinir. Þakka ykkur innilega fyrir gjafir, símtöl, skeyti og annað, sem gladdi mig á 80 ára afmælinu mínu. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Eiríksdóttir, Hofsvallagötu 20, Reykjavík. Afmælisþakkir Innilegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu með nærveru sinni, gjöfum og kveðjum á 100 ára afmæli mínu 30. september síðastliðinn. Vinarhugur ykkar yljar og gleður. Guð leiði ykkur og verndi. Karvel Ögmundsson, Njarðvíkum. Á LANGRI ævi hef ég ekki gert neitt í því að skrifa í blöð, en nú finn ég þörf til að biðja Morgunblaðið að birta fyrir mig nokkrar línur, ef það mætti verða til að vekja athygli á frekju og yfirgangi svokallaðra „sportveiðimanna“ með skrifum sín- um um fugla og ekki síður þegar þeir eru komnir á jeppum með byssu út í náttúruna að elta rjúpu. Frá því að ég var unglingur hef ég ásamt mörgum öðrum unnið að því og það hefur verið okkar áhuga- mál, að gróðursetja og rækta skóg norðan við Akrafjall, þar er nú orð- inn fallegur skógur. Hér áður fyrr var alltaf rjúpa í Akrafjalli en hefur nú um nokkurt skeið varla sést þar rjúpa. Hér fyrir nokkrum árum verptu tvö til þrjú rjúpnapör í skóg- inum hjá okkur og það var gaman þegar kom fram á sumarið að fylgj- ast með þeim með ungana sína, átta til tíu í halarófu á eftir. Rjúpan verður spök þegar hún kynnist mannfólkinu og ekki er verið að áreita hana. Já, þetta er nú liðin tíð en gæti komið aftur ef umhverf- isráðherra fær frið til að koma því fram sem hún er að gera, að friða rjúpuna. Ég heyrði um það í október á síð- asta ári að menn í smalamennsku hefðu séð rjúpnahóp í Akrafjalli. Ég sá það, að á þriðja degi eftir að mátti skjóta rjúpu fór stór jeppi ak- andi upp á Akrafjall og þá vissi ég strax hvað klukkan sló. Ekki hef ég haft spurnir af því að rjúpa hafi síð- an sést í Akrafjalli og engin kom rjúpan til okkar í skóginn í vor. Já, en kannski fer að birta aftur í þess- um málum því Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gaf í vor út reglugerð um friðun rjúpu í þrjú ár. Þá bregður svo við að skotveiði- menn sætta sig ekki við það og hafa skrifað hvern langhundinn eftir annan til að reyna að gera lítið úr störfum þeirra manna sem hafa rannsakað líf rjúpunnar og gáfu Siv ráð þegar hún gaf út sína reglugerð, en mér finnst þessir æðstu prestar þeirra skotveiðimanna vera aumk- unarverðir og vinna fyrir slæmt málefni. Það er annars alveg ótrúlegt hvaða augum sumir menn sjá fugla og hugsa út í lífríki þeirra í nátt- úrunni, samanber það sem einn að æðstu prestum skotveiðimanna sagði, að það væri athugandi að leyfa skotveiði á hrossagauk. Hvernig hugsar svona maður út í lífríki fugla á Íslandi. Þurfum við kannski að leita læknis fyrir hann og getur þá læknir nokkuð að gert? Nei, nú þarf almenningur að fylgj- ast vel með þessum málum. Mér skilst að samkvæmt skoðanakönnun sé meira en helmingur landsmanna á móti skotveiði á rjúpu. Rjúpa var hér á Íslandi þegar menn komu hér að landi fyrir 1100 árum og gegnum aldirnar þurftu menn að veiða rjúpu, því þá var lítið um mat, en nú er það villimennska að skjóta rjúpu sér til gamans og ég vona svo sannarlega að Siv takist það sem hún ætlar sér, en ég veit að hún á í baráttu við hóp manna sem eiga erfitt. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Grenigrund 32, Akranesi. Það þarf að friða rjúpuna Frá Guðjóni Guðmundssyni ÞESSI skrif eru ekki til að ófrægja einn ævisagnaritara og frægja ann- an, enda getur enginn skrifað ævi- sögu manns nema maður sjálfur og skrifi maður ævi- sögu er maður að skrifa um sjálfan sig. Annars þarf ekki að rekja þessa ævisögu- sögu. Stór orð hafa fallið: Þjóð- areign, málsókn, réttlæti, ritfrelsi, skoðanafrelsi. En eitt orð hefur hvergi heyrst; kurteisi. Hvernig ætlum við að umgangast þjóðareign eða réttlæti eða ritfrelsi – ef ekki er hægt að sýna gamalli konu kurteisi? Ef gömul kona skiptir skoðun kemur það engum við. Hún skuldar engum skýringu. Það er einsog við þykjumst búa í stórborg en ekki litlu plássi og varði ekki um gömlu konuna í plássinu. Þykjumst, – því að í stórborgum viðgengst oft meiri kurteisi. Það er rétt svo að menn séu byrjaðir að bjóða hér góð- an daginn, komið langt framá árið 2003. Er ekki hægt að viðurkenna ást konu til manns af því að hann er þjóðareign? Kannski er hún líka okk- ar eign, kannski erum við eign hvert annars. Hún hellti uppá kaffi fyrir hann meðan hann skrifaði sögurnar sínar eða var það kannski hann sem hellti uppá fyrir hana? Það er nauð- synlegt að það sé hellt uppá í þessu plássi. Þessvegna ættum við að sýna henni þá lágmarks kurteisi að hafa skoðanaskipti ánþess að við verðum alvarlega vitlaus. Þar ætti forsætis- ráðherra að ganga á undan með góðu fordæmi og rétta fram höndina ef lykilfarið í lófanum svíður ekki ennþá svo sárt. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR rithöfundur. Um kurteisi Frá Elísabetu Jökulsdóttur Elísabet Jökuls- dóttir rithöfundur. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Gömul og þekkt bátasmiðja á Vesturlandi. 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Stór heildverslun með neytendavörur.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. Mjög góður rekstur.  Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum til sölu eða leigu. Gæti verið hentugt fyrir veisluþjónustur.  Lítið rótgróið iðnfyrirtæki sem framleiðir plastglugga, hurðir og sólstofur. Góð verkefnastaða. Gæti hentað til flutnings út á land.  Þekkt heildverslun með gjafakort o.fl. Ársvelta 40—50 m. kr.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Lítill söluturn í nágrenni miðbæjarins. Verð aðeins 2 m. kr.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með myndbönd, grill og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóðbylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Aðveld kaup. Rekstrarleiga með kauprétti kemur til greina.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Tveir pizza „take-out“-staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  L.A. Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4—5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskiptasam- bönd.  Kaffi Espresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Miklir möguleikar. Auðveld kaup.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Traust jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi óskar eftir duglegum og heið- arlegum meðeiganda sem hefur reynslu á þessu sviði. Viðkomandi verður að leggja fram a.m.k. 10 m. kr. í peningum. Mjög góð verkefna- staða og mikil tækifæri framundan.  Vélaverkstæði í Keflavík með alhliða málmsmíði. Vel tækjum búið.  Gott fjárfestingartækifæri. Stórt hótel á landsbyggðinni í öruggri útleigu. Skipti á fasteign í Reykjavík koma til greina.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kaup- rétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur. Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem hefur gaman af há- lendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki.  Gott fyrirtæki með flúðasiglingar til sölu að hluta eða að öllu leyti. Mikill vöxtur - miklir möguleikar.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Rammamiðstöðin, Síðumúla, óskar eftir sameiningu eða samstarfi við rekstur sem fer saman við rammagerð - gallerí.  Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið fyrir trésmið sem vill breyta um starf.  Glæsileg snyrtivöruverslun á Laugavegi. Eigin innflutningur að hluta.  Þekkt sérverslun með 130 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr.  Tveir thailenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vax- andi.  Gæludýraverslun í Keflavík. Skemmtilegt tækifæri fyrir dýravini.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Ísbúð, myndbönd og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tækifæri.  Söluturn og myndbandaleiga í Hafnafirði, tilvalið sem fyrsta fyrirtækið. Verð 4,5 m. kr.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.