Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 55

Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 55 eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fös. 24. okt Örfá sæti laus sýn. sun. 26. okt sýn. fim. 30. okt Sýningar hefjast klukkan 20. Aðeins þessar sýningar Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús BANDARÍSKA rokksveitinThe Strokes hristi ræki-lega upp í rokkheiminumfyrir tveimur árum og ruddi brautina fyrir mikla tíma- bæra rokkendurnýjun á austur- strönd Bandaríkjanna. Sveitin boðaði gömul og góð gildi, rokk er skítug, kæru- og ábyrgðarlaus skemmtun, og í tónlistinni mátti heyra bergmál frá nokkrum helstu rokksveitum New York, Ramones, Velvet Underground, Television og síðast en ekki síst Blondie. Skemmtilegast af öllu var að heyra hve þeir félagar í sveitinni virtust lausir við áhyggjur af því hvað öðrum fyndist, frægðin var stórlega ofmetin að því er þeir sögðu sjálfir og sókn eftir pen- ingum sókn eftir vindi; listin ein skipti máli. Hvað þau viðhorf varðar hefur kannski áhrif að þeir félagar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki til hnífs og skeiðar, allir af auðmönnum komnir og mennt- aðir í dýrum einkaskólum. Vísir að sveitinni varð til þegar þeir Julian Casablancas og Albert Hammond yngri kynntust á svissneskum einkaskóla. Tónlistaráhuginn sam- einaði þá, Hammond gítarleikari og Casablancas lagasmiður og söngvari. Þegar kom að því að halda heim frá Sviss skildu aftur á móti leiðir; Hammond hélt til heimilis síns í Kaliforníu en Casa- blancas til New York harðákveð- inn í að stofna hljómsveit. Nýr hljómur og nýr stíll Í New York átti Casablancas vin sem var trommuleikarinn Fab Moretti, og þeir ákváðu að stofna saman hljómsveit. Þeir fengu tvo félaga í lið með sér, gítarleikarann Nick Valensi og bassaleikarann Nikolai Fraiture, og byrjuðu að æfa og semja sem mest þeir máttu undir nafninu Come On. Þegar Hammond fluttist svo til New York ári síðar slóst hann í hópinn, þeir hentu öllum gömlu lögunum og byrjuðu upp á nýtt með nýtt nafn, The Strokes, nýjan hljóm og nýjan stíl. Þetta gerðist allt snemma árs 1999 og það ár fór í æfingar og tónleikahald á búllum í New York, en smám saman vann sveitin sér það orð að henni var boðið að spila á stærri og veigameiri stöð- um. Fyrstu upptökur voru gerðar árið 2000, þegar sveitin hljóðritaði nokkur lög til að senda á útgef- endur. Bandarískir útgefendur létu sér fátt um finnast, fannst sveitin ekki að vera að gera neitt sem hægt væri að selja, en eig- andi Rough Trade-útgáfunnar bresku kveikti á perunni og var ekki seinn á sér að semja við sveitina. Eftir að fyrstu lögin komu svo út og allt varð vitlaust í Bretlandi tóku stórfyrirtækin við sér og BMG gerði heimssamning við þá félaga en Rough Trade á enn réttinn í Bretlandi. Fyrsta smáskífan kom út í Bret- landi snemma árs 2001 og þá varð fjandinn laus, bresku poppblöðin gátu ekki á heilum sér tekið yfir því hve þessi nýja rokksveit væri stórkostleg og ekki dró úr þegar breiðskífan Is This It? kom loks út. Segir sitt um álitið sem breskir hafa á Strokes að þeir félagar fengu Brit-verðlaunin sem besti alþjóðlegi nýliðinn og síðan þrenn verðlaun NME: besti nýliðinn, hljómsveit ársins og fyrir bestu plötuna. Eftir að platan kom út tók við langt og strangt tónleikaferðalag um heiminn, en meðal annars lék sveitin hér sællar minningar, á Hótel Íslandi, og komust færri en vildu. Meiri kröfur Eftir öll lætin mátti mönnum vera ljóst að kröfurnar yrðu mun meiri með nýju skífuna, allir þeir sem féllu í stafi yfir Is This It? bjuggust við öðru eins á næstu plötu. Það að þeir félagar ákváðu að skipta um upptökustjóra bendir til þess að þeir hafi fundið fyrir pressunni, ekki síst í ljósi þess að sá sem varð fyrir valinu var Nigel Godrich sem frægur er fyrir það vinna með Radiohead, Beck og Pavement. Hann entist þó ekki nema tvö lög þegar leiðir skildu, í fyllsta bróðerni ef marka má fréttatilkynningar útgáfu drengj- anna. Lögin tvö hefur enginn heyrt en þau birtast kannski á safnkassa eftir nokkur ár. Eftir að hafa sparkað Godrich tóku liðsmenn sé stutt frí og tóku svo til óspilltra málanna með Gordon Raphael sem vélaði um Is This It? og eftir það gekk allt eins og í sögu að sögn þótt platan hafi tafist eitthvað. Þeir félagar eru meðal annars frægir fyrir útganginn á sér og hefur orðið mörgum tilefni til að hnýta í þá, segja að í raun sé The Strokes umbúðir en ekkert inni- hald. Þeir svara jafnan slíku jóssi fullum hálsi, og draga fram mynd- ir frá því áður en sveitin kom til; þeir hafa einfaldlega verið subbur frá unglingsaldri, kannski við- bragð við ríkidæminu í uppvext- inum. Annað sem menn henda gjarna gaman að er hve lengi þeir eru að semja lög, segja sjálfir að hvert þriggja mínútna lag kosti aldrei minna en sjö tíma æfingu og þeg- ar við bætist að þeir hafa verið á að segja stanslausri tónleikaferð í á þriðja ár er ekki nema von að lítið safnist í sarpinn. Sjá til að mynda lengdina á nýrri skífu þeirra félaga; Room on Fire er rúmar 33 mínútur, þrem mínútum styttri en Is This It? Sem betur fer eru menn hættir þeim apa- gangi að amast við lengd plötu; ef platan er góð skipti ekki máli hversu löng hún er eins og Is This It? sannaði svo eftirminnilega. Room on Fire er einmitt góð skífa, hreint afbragð reyndar, sannkölluð Strokes-plata en með skemmtilegum stílbrigðum, sjá dansrokkinnskotin í 12:51, soul- stemmninguna í Under Control, rokkkeyrsluna í The Way It Is og glamrandi breskt gítarrokk í I Can’t Win; það er nóg að gerast í sveitinni og fullt eftir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Strokes snúa aftur Fáar hljómsveitir hafa vakið aðra eins athygli á und- anförnum árum og The Strokes. Á morgun kemur út langþráð önnur plata hennar, Room on Fire.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.