Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 56

Morgunblaðið - 19.10.2003, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Næsta tölublað af tímaritinu sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 25. október n.k. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 21. október kl. 16. Auglýsendur! Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Frítt til áskrifenda Morgunblaðsins! m TÍMARITUMMAT&VÍN270620035102003 Í A IT UM A m m TÍMARIT UM MAT & VÍN092003 3.TBL ÞAÐ gerðist í vikunni eftirað Travis hélt vel heppn-aða tónleika í Laugar-dalshöllinni 4. júlí 2002. Neil Primrose, hæverski trommari sveitarinnar, var staddur í smá af- slöppun ásamt félögum sínum í Frakklandi. Þar sem þeir voru að baða sig í sólinni á sundlaug- arbakka hótelsins sem þeir gistu átti hræðilegt slys sér stað. Þegar Primrose var búinn að fá nóg af hitanum ætlaði hann að kæla sig aðeins með því að stinga sér hressilega til sunds. Ekki vildi bet- ur til en að höfuð hans rakst harkalega á botn grunnrar laug- arinnar og hann missti samstundis meðvitund. Þegar vinir hans sáu hann fljóta upp í vatninu brugðust þeir skjótt við og drógu hann upp á bakkann. Var honum hraðað á spítala þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið mænuskaða. Sveitin af- lýsti öllum framtíðaráformum. Framhaldið var óljóst með öllu. Primrose gekkt undir aðgerð sem lánaðist sérlega vel og eftir að endurhæfingin hófst kom fyrst í ljós að hann myndi trúlega ná sér að fullu, um síðir. Enginn gerði sér þó í hugarlund að hann yrði kom- inn á stjá á innan við ári eftir að slysið átti sér stað, hvað þá til í tuskið nú, galvaskur á leið í helj- arinnar tónleikaferð til að fylgja eftir nýrri plötu með Travis sem kom út á mánudaginn var. Sterkari en áður „Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Primrose í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu. „Allt klappað og klárt. Platan búin. Ný smáskífa komin út („Re-Offender“) og myndbandið klárt. Allt eins og það á að vera. Hlutirnir æxluðust þannig að við fengum góðan tíma til að safna kröftum frá því í síðustu törn þannig að við erum ferskir og ið- andi í skinninu að fara að túra aft- ur. Gera það sem okkur þykir skemmtilegast.“ – Hvernig hefur þú það sjálfur? „Ég er miklu betri, þakka þér fyrir. Þetta er búið að vera erfitt ár. Okkur tókst að lifa það af. Stöndum upp sterkari ef eitthvað og afraksturinn er nýja platan.“ – Var ástandið á einhverju stigi svo alvarlegt að útlit var fyrir að Travis myndi jafnvel hætta? „Já, í nokkra daga voru menn nokkuð vissir um að hljómsveitin gæti aldrei starfað framar í sömu mynd, að dagar hennar væru brátt taldir. Það var þegar líðan mín var sem verst og óljóst hvort ég gæti leikið framar á trommur. En með Guðs hjálp, vina minna og fjöl- skyldu þá var ég staðráðinn í að ná fullum bata og láta það ekki gerast að sveitin myndi hætta.“ Enn í endur- hæfingu – Hún hlýtur því að hafa verið mögn- uð tilfinningin sem þú fékkst þegar þú settist í fyrsta sinn við trommusettið eft- ir að hafa náð þér? „Það er rétt. Til- finningin var ein- stök. Ég varð afar hamingjusamur maður þann dag. Þótt sársaukinn hafi enn verið mikill fann ég þá hversu mikla ánægju ég fæ út úr því að spila og ég held svei mér þá að þetta óhapp hafi kennt mér að meta tónlist upp á nýtt.“ – Þurftirðu sem trommuleikari á einhverri sérhæfðri endurhæfingu að halda? „Já, ég hef verið í mjög stífri sjúkraþjálfun og er enn. Ég hleyp daglega og þarf endalaust að gera einhverjar hálsæfingar. Eftir að- gerðina missti ég nefnilega allan mátt í vöðvunum og ekki hjálpuðu öll verkjalyfin til þar því ég var al- gjörlega slappur í langan tíma. Sem betur fer er ég laus við verkjalyfin en ég hef á enn nokkuð í land að ná fyrri styrk.“ – Hefur þetta viðburðaríka og erfiða ár breytt þér mikið sem per- sónu og tónlistarmanni? „Ég er orðinn miklu þakklátari manneskja. Þakklátari fyrir það sem ég á og hef. Þakklátari fyrir að eiga alla þessa góðu vini og vandamenn að og þakklátari fyrir að vera í þessari hljómsveit. Það er hin sanna farsæld. Ekki öll frægð- in eða peningarnir. Við eigum hver annan að og okkur hefur gengið vel hingað til, en nú, kannski vegna þessa óhapps, átt- um við okkur miklu betur á því en áður hvað það er sem mestu máli skiptir.“ Allir fyrir einn – Það var kominn viss leiði í sveitina, er það ekki um það leyti sem slysið átti sér stað? „Já, ég get ekki neitað því. Við vorum búnir að túra í heilt ár. Vorum þreyttir. Á þessu lífi og hver á öðrum enda höfðum við eytt saman 15 stundum á dag í allan þennan tíma. Við þráðum því ekk- ert heitar en sjálfstæði og einkalíf okkar aftur. En slysið færði okkur á silfurfati þetta kærkomna tæki- færi til að fara í langa pásu og ná áttum. Það má því segja að slysið hafi verið blessun í dulargervi og bjargað Travis frá glötun.“ – Það hlýtur að hafa glatt þig er félagar þínir lýstu yfir að ef þú gætir ekki leikið framar þá gæti sveitin ekki starfað lengur saman. Að í Travis væri einn fyrir alla, all- ir fyrir einn félagsskapur. „Og þú veist ekki hvað gleður mig mikið að hafa ekki orðið þess valdandi að sveitin hætti.“ – Hvernig er að þurfa endalaust að svara spurningum blaðamanna um þessa erfiðu lífsreynslu? „Það er í lagi. Ég lít á það sem nokkurs konar meðferð. Tala út um hlutina. Hjálpar mér að halda áfram, snúa mér að öðrum.“ Myrkar minningar Travis ákvað að taka upp plöt- una nýju sem þeir kalla 12 Memor- ies nær heimahögunum, í smábæ skammt frá Glasgow í Skotlandi. Primrose segir að það hafi verið þeim nauðsynlegt til að geta ein- beitt sér almennilega, til að vera lausir við allt ónæði. „Þetta var svo afskekkt. Engir barir, engir pöbb- ar, engin bíó, ekkert sjónvarp. Bara við fjórir. Nokkrar flöskur af víni. Og græjurnar okkar. Svefn- herbergin lágu öll að aðalæfing- araðstöðunni, þannig að við gátum varla fundið betri aðstæður til að vinna að plötunni. Allt svo afslapp- að og sköpunarhvetjandi.“ Eftir að vinnunni í sveitinni lauk í blálok síðasta árs var tekin önnur pása, allt þar til nokkrum vikum síðar að haldið var áfram í hljóð- veri Peters Gabriels, Real World, í borginni Bath á Englandi. Þá var enn farið í pásu, allt vegna end- urhæfingar Primrose, og enda- hnúturinn var svo hnýttur nú snemmsumars. – Hvers vegna ákváðuð þið að stjórna upptökum sjálfir í fyrsta sinn? „Þetta small allt svo vel saman í Skotlandi, að okkur fannst, útsetn- ingarnar og hljómurinn. Því sáum við einfaldlega ekki tilganginn með því að hleypa einhverjum ut- anaðkomandi í efnið, bara til að breyta því.“ – 12 Memories er tvímælalaust myrkari en fyrri plötur Travis, bæði tónlist og textar. Er það einn- ig þín tilfinning fyrir henni? „Já. Hún er persónulegri. Og meðvitaðri hvað varðar ádeilu á bagalegt stjórnmálaástand í heim- inum. Vissulega hafði 11. sept- ember sitt að segja, árásin á Írak einnig. Heimurinn er í tómu tjóni. Leiðtogar stórveldanna ljúga upp í opið geðið á okkur og á meðan eru alnæmisfaraldurinn og hungurs- neyðin skæðari en nokkru sinni fyrr í Afríku.“ – Er erfitt að syngja saklausa söngva um ástina undir slíkum kringumstæðum? „Nei, eiginlega ekki því ástin ein mun hjálpa okkur í gegnum þetta. Við þurfum meira á ást að halda nú en nokkru sinni fyrr. Hlustum því fyrir alla muni á fleiri söngva um ástina.“ – Hverju vonist þið til að áorka með því að syngja um ástandið í heiminum, með því að boða betri tíð? „Samkennd. Jákvæðari sýn á líf- ið og framtíðina. Að það sé hægt að breyta þessu ástandi, og það á friðsælan og uppbyggjandi máta.“ – Þetta er sem sagt plata manna sem orðnir eru fullorðnir, hafa tekið út sinn þroska og eru tilbúnir að axla sína ábyrgð? „Einmitt. Gott þú gast þess.Við erum komnir yfir þrítugt og kom- inn tími á að hætta þessum ungæð- ishætti. Karlmenn taka reyndar aldrei út fullan þroska í reynd. En við megum allavega þykjast, komnir á fertugsaldurinn.“ Beint í Bláa lónið Þegar talið berst að tónleikaferð er Primrose fljótur að taka orðið af blaðamanni og segir eitt af höf- uðmarkmiðum þeirra félaga á komandi vertíð að endurnýja kynnin við Ísland og íslenska aðdá- endur. „Við setjum það á oddinn að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. Stökkva út úr flugvélinni og stefna rakleiðis á Bláa lónið.“ Primrose segist hugsa hlýtt til Íslandsheimsóknarinnar hinnar fyrstu. „Fólkið var dásamlegt við okkur. Mér er ofarlega í huga reiðtúrinn. Og allar ferðirnar í Bláa lónið. Öll útiveran.“ – Hvað kom þér mest á óvart við Ísland? „Að koma út af öldurhúsi kl. 4 að nóttu og fá dagsbirtuna í fang- ið. Það var stórundarlegt. Þegar ég leiði hugann að þessu aftur fæ ég óstjórnlega tilfinningu til að skella mér. Verð að gera það sem fyrst. Lofa því.“ Skoska hljómsveitin Travis hefur gefið út plötuna 12 Memories eftir að hafa gengið í gegnum miklar raunir Dagar Travis voru næstum því taldir Fyrir 15 mánuðum leit út fyrir að Neil Prim- rose myndi aldrei leika framar á trommur með hljómsveit sinni Travis eftir að hafa lent í hörmulegu slysi. En nú þegar hann er farinn að lemja húðirnar aftur af fullum krafti og bú- inn að gefa út nýja plötu með félögum sínum segir hann Skarphéðni Guðmundssyni að slysið hafi í raun bjargað Travis frá glötun. Einn fyrir alla – allir fyrir einn: Fran Healy, Andy Dunlop, Neil Primrose og Dougie Payne. Fjórða plata Travis, 12 Mem- ories, er komin út. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.