Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 57 VAXTARBRODDURINN í ís- lenskri kvikmyndagerð er nú um stundir í heimildar- og stuttmyndagerð, segir Sæbjörn Valdimarsson, í lofsamlegum dómi um stuttmyndina Síðasta kynslóðin: Boðorðin 10. Leik- stjóri er Bragi Þór Hinriksson og hann sér líka um handrit, klippingu og framleiðslu. Myndin er sýnd á Kvik- myndahátíð Eddunnar í Regn- boganum, sem lýkur á sunnu- daginn, en búið er að ákveða að sýna myndina áfram eftir hátíðina um óákveðinn tíma. Bragi er ánægður með við- tökurnar, sem myndin hefur fengið. „Viðbrögðin hafa eig- inlega bara verið jákvæð. Ég er alveg í skýjunum,“ segir hann. „Þetta er mikil hvatning. Maður renndi alveg blint í sjó- inn.“ Myndin var tekin upp á viku- tímabili í sumar. „Hún var hálfkláruð fyrir um mánuði en þá sýndi ég myndina þeim í Skífunni sem eru með Regn- bogann. Þeim leist vel á hana og vildu fá hana á hátíðina,“ segir Bragi og það varð úr. Allt var sett á fullt í eft- irvinnslunni og hljóð klárað og tæknivinna. Rekur framleiðslufyrirtæki Þetta er fyrsta mynd Braga, sem er 29 ára gamall, en hann segist samt hafa verið viðloð- andi kvikmyndagerð lengi. „Ég er búinn að vera nánast í þessum bransa síðan ég var 12 ára en þetta er fyrsta myndin mín,“ segir Bragi en hann rekur framleiðslu- fyrirtækið Hreyfimyndasmiðjuna. „Ég er að gera mikið af auglýs- ingum og þá mjög mikið fyrir bíó- húsin.“ Hann segir það hafa hjálpað að vera með fyrirtækið. „Það er grunnurinn að því að geta gert þessa mynd því maður er búinn að koma sér upp það miklu af tækj- um. Myndin er gerð alveg á minn kostnað. Ég fjármagnaði hana 100% sjálfur, engir styrkir,“ segir Bragi en myndin kostar samt sitt. „Þetta getur verið dýrt ef maður reiknar saman allt sem þarf til. En það vill svo til að ég á kameru og klippigræjur. Ég nota þetta allt og innkalla alla greiða.“ Öll brotin á einum degi Síðasta kynslóðin: Boðorðin 10 fjallar um ungan athafna- mann, jakkafataklæddan Range Rover-eiganda, sem brýtur öll boðorðin á einum degi. „Myndin sprettur uppúr því sem maður heyrir dags- daglega í fréttum, eins og um viðskiptasiðferði,“ segir Bragi. „Það kom upp þessi hugmynd að fjalla um boðorðin 10. Þeg- ar ég settist niður og fór að búa til sögu sá ég að það væri hægt að brjóta öll boðorðin í réttri röð, sama daginn eins og að drekka vatn í nútíma- samfélagi,“ segir Bragi sem stúderaði m.a. Biblíuna mikið í kringum gerð myndarinnar. „Þetta er dæmisaga. Manni finnst svolítið traðkað á náung- anum í daglegu lífi og svona maður með peninga er í góðri aðstöðu til þess.“ Á fleiri hátíðir? Bragi segir að myndin virð- ist hafa áhrif á fólk. Hann er sérstaklega ánægður með aðal- leikarann, Hafstein Gunnar Hafsteinsson. „Hann er al- gjörlega óreyndur. Við kynnt- ust í gegnum auglýsingu sem ég var að gera. Við tókum hann að gamni í prufu og það gekk svona vel. Hann blómstraði í þessu hlutverki.“ Næst á dagskrá hjá Braga er að reyna að koma myndinni á fleiri kvikmyndahátíðir. „Ég er búinn að senda myndina á nokkrar há- tíðir og er að bíða eftir að fá svar hvort maður fái inni. En þetta er góð byrjun, myndin fær þann stimpil að hún hefur verið valin á kvikmyndahátíð og ég er ofsalega þakklátur fyrir það. Þetta er rosa- leg vítamínsprauta.“ Stuttmyndin Síðasta kynslóðin: Renndi blint í sjóinn ingarun@mbl.is Boðorðin 10 hefur fengið góðar viðtökur Morgunblaðið/Þorkell Leikstjóri myndarinnar er Bragi Þór Hin- riksson og hann sér líka um handrit, klipp- ingu og framleiðslu. Myndin fjallar um ungan athafnamann, sem Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson leikur, en hann brýtur öll boðorðin á einum degi.                             !" #$%  "   & '( '!"    )      %    *      '%  +,"   * $  * *  - &.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.