Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 21.10.2003, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Mikið hefur verið rætt um það á Akureyri að undanförnu að Kaupfélag Eyfirðinga hafi dregið sig út úr verslunarrekstri eftir áratuga afskipti. Ýmsir hafa af því áhyggj- ur að verslunarrekstur KEA, sem í seinni tíð tengdist eignarhaldi í Kaldbaki, sé nú nánast allur á hendi „þeirra fyrir sunnan.“ En skiptir það svo miklu máli hver á þess- ar verslanir, svo framarlega sem vöruverð og þjónusta er það sama og fyrir sunnan? Þannig hefur það nú verið og það eru ein- mitt „þeir fyrir sunnan“ sem hafa bæði boðið lægsta vöruverðið í bænum og sólar- hringsþjónustu í matvöruverlsun í bænum.    Einnig hefur mikið verið rætt um sam- einingu fyrirtækja og það er í sjálfu sér hið besta mál ef menn geta hagrætt í rekstr- inum, t.d. með sameiningu. Sameining eða frekara samstarf íþróttafélaga hefur líka borið á góma og sýnist sitt hverjum. Hins vegar er það áhyggjuefni hversu mikil ósamstaða er á milli sveitarfélaga í Eyja- firði, eða kannski ætti frekar að tala um ósamstöðu á milli sveitarstjórnarmanna. Reglulega er rætt um sameiningu sveitar- félaga en ansi lítið gerist. Það er helst á þingum eða fundum sem menn álykta um sameiningarmál en svo gerist ekkert. Gott dæmi um mál, sem hefur lengi verið í umræðunni en lítið komið út úr, er sorp- urðun. Lengi hefur verið leitað eftir nýjun urðunarstað í firðinum, því stutt er í að sorpurðun verði hætt á Glerárdal. Það vill hins vegar enginn taka við sorpinu og eng- in niðurstaða því fengist í málinu. Stöðugt er leitað nýrra atvinnutækifæra og lengi hefur verið horft til stóriðju í Eyjafirði en lítið gerst í þeim málum. Enda ekki von, Eyfirðingum hefur ekki enn tek- ist að ákveða, eða réttara sagt, samþykkja stað fyrir stóriðju í firðinum, sem hægt væri að bjóða upp á, ef svo ólíklega vildi til að einhverjir erlendir aðilar sýndu því áhuga að byggja upp atvinnustarfsemi hér.    Akureyringar eru frekar íhaldssamir og eiga margir þeirra erfitt með að vera háðir öðrum, sérstaklega „þeim fyrir sunnan“. Gott er dæmið af fundi athafnamanna sem funduðu um möguleika á því að fjölga ferðafólki í bænum. Einn hafði mestar áhyggjur af því að boðið var upp á bjór „að sunnan“ á fundinum. Hann sá ástæðu til að geta þess sérstaklega, þar sem hér fyrir norðan væri bjórverksmiðja. Akureyr- ingar eru tilbúnir í landvinninga á öðrum svæðum landsins en finnst verra ef aðrir verða of fyrirferðarmiklir í þeirra heima- byggð. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMANN Akureyri | Nátt- úruverndarnefnd Ak- ureyrar hefur óskað eftir því við stjórnsýslunefnd að fram fari athugun á því hvort opna beri að einhverju leyti fundi hjá nefndum bæjarins og að niðurstaða athugunar- innar verði notuð við gerð nýrra erindisbréfa fyrir nefndir og ráð bæj- arins. Bent er á að í fram- kvæmdaáætlun Stað- ardagskrár 21 fyrir Ak- ureyri sé gert ráð fyrir að athugað verði með opna fundi hjá nefndum bæjarins í því skyni að auka möguleika fólks á að fylgjast með málum, þ.e. að auka íbúalýðræði. Opnir nefnd- arfundir? Fljótsdalshéraði | Þær léku sér þessar þrjár í Orm- arsstaðarétt í Fellum á dögunum. Allar ungar að árum virtust þær ánægðar með félagsskapinn. F.v. Katrín Rós Arnarsdóttir, Kola frá Staffelli og Ásta Evlalía Hrafn- kelsdóttir. Haustblíðan hefur verið með eindæmum aust- ur á Héraði síðustu dagana, ríflega vikulangur hlýinda- kafli með tólf og fjórtán stiga hita frá morgni til kvölds gerði fólki glatt í geði og gróðrinum nokkurt langlífi. Við tók bjart og stillt haustveður við frostmark, sem er ekki síður elskulegt haustviðri og gott til útivistar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gagnkvæm aðdáun ÍSunnlenska frétta-blaðinu var í byrjunoktóber greint frá starfi Veðurklúbbsins Ír- isar á Hvolsvelli og fyrsta fundi klúbbsins á þessum vetri. Í upphafi fundar var gluggað í veðurdagbók sem Geir frá Hlíð hefur haldið vandlega frá stofn- un klúbbsins árið 2000, eins og segir í Sunnlenska. Í lok pistilsins segir: Mús- arholur sem fundist hafa snúa allar opum sínum í suður, því að sjálfsögðu mun hann oft blása norð- ankulda síðar í vetur. Það verður oft ullarsokka- veður en Sunnlendingar munu ekki fara í bakinu á snjómokstri. Ílok veðurpistilsins birt- ist spádómsvísa sem gekk eftir og ort var í lok kulda- kaflans í byrjun júlí: Eftir þennan kuldakafla kemur hlý og indæl tíð. Grösin bráðum ná að nafla næstum því á Geir í Hlíð. Gott veður Hlíðunum | Það var gaman hjá krökkunum á Sólbakka að taka fyrstu skóflustungurnar að nýja leikskólanum sínum. Um 35 hressir krakkar af leikskólanum Sólbakka tóku fyrstu skóflu- stunguna að nýjum leikskóla við Stakkahlíð 19 síðasta föstudag. Leikskólinn er nú við Vatns- mýrarveg, á fyrirhuguðu veg- stæði nýrrar Hringbrautar, og þarf því óhjákvæmilega að flytja hann fljótlega. „Þetta gekk mjög vel fyrir sig og krökkunum fannst þetta rosalega gaman,“ segir Bryndís Mattíasdóttir, leiðbeinandi á Sólbakka. „Þau elstu fengu að prófa litla gröfu, þau sátu hjá gröfumanninum og prófuðu að moka.“ Þau sem yngri voru voru líka hæstánægð með að grafa fyrir nýjum leikskóla með hefð- bundnari verkfærum leikskóla- barna, skóflum og fötum, sem hafa dugað þeim hingað til. Nýi leikskólinn verður tveggja deilda með rými fyrir 50 börn og ráðgert er að flytja í nýtt hús í byrjun næsta árs. Morgunblaðið/Ásdís Grafið fyrir nýjum leikskóla Framkvæmdir FULLTRÚAR frá japönsku fyrir- tækjunum Japan Capacitor Industrial og Nippon Light Metal voru staddir hér á landi á dögunum til að skoða staði fyrir álþynnu- verksmiðju sem fyrirtækin áforma að reisa í sameiningu. Þeir skoðuðu Straumsvík, Helguvík og Rangárvelli við Akureyri og ræddu við fulltrúa viðkomandi sveitarfé- laga, Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Einnig ræddu þeir við forsvars- menn íslenskra verktaka- og orkufyrir- tækja en verksmiðja af þessu tagi er frekar orkufrek. Talið er að hún geti skapað 50-60 manns atvinnu, aðallega tæknimenntuðu fólki. Japanirnir voru á ferð með fulltrúum Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) en sendiráð Íslands í Tókýó hefur einnig haft milligöngu í málinu með sendiherrann, Ingimund Sigfússon, fremstan í flokki. Afskipti hans hófust eftir að annað japanskt fyrirtæki í sömu iðngrein kom til Íslands í ársbyrjun 2002 á vegum MIL að skoða aðstæður en ekkert hefur orðið úr áformum þess fyrirtækis hér á landi. Vinnufundir gengu vel Stofnkostnaður við að reisa verksmiðju af þessu tagi er talinn fjórir til fimm milljarðar króna. Orkuþörfin er um 45 MW og undir starfsemina þyrfti um 60 þúsund fermetra lóð, að sögn Páls Magnússonar, aðstoðar- manns iðnaðarráðherra. Eins og nafnið gef- ur til kynna eru álþynnur framleiddar úr áli. Eru þær m.a. settar í sýruböð, vafðar upp í vafninga og renna í gegnum verksmiðjuna líkt og í stórri prentsmiðju. Þynnurnar eru síðan notaðar í svonefnda rafeindaþétta, sem eru í öllum rafmagns- vörum. Þær eru svipaðar viðkomu og ál- pappír en eilítið þykkari og stífari. Verði af áformum um svona verksmiðju hér yrðu þynnurnar fluttar úr landi til Kína eða Jap- an til frekari úrvinnslu. Páll segir að vinnufundir í þessari ferð japönsku fyrirtækjanna hafi gengið vel. Ákvörðunar um staðarval sé að vænta á fyrri hluta næsta árs. Verði Ísland fyrir val- inu komi fyrrnefndir þrír staðir til greina. „Markaðsskrifstofan mun í framhaldi þessarar heimsóknar svara fjölmörgum spurningum sem upp komu í ferðinni. Við- ræður munu því halda áfram næstu mánuði, meðal annars með milligöngu sendiráðs Ís- lands í Japan,“ segir Páll Magnússon. Álþynnu- verksmiðja gæti skapað 50–60 störf Japanir skoðuðu Straumsvík, Helguvík og Rangárvelli í Eyjafirði EITT AF tómstundatilboðum í Borgarbyggð er Mótorsmiðjan þar sem unglingar grúska í bílum og bílaviðgerðum. Í haust var farið af staðið með sex vikna námskeið þrjú kvöld í viku og er það Pétur Hann- esson sem leiðbeinir. Engin stelpa hefur tekið þátt í Mótorsmiðjunni ennþá en þar eru að jafnaði allt að 10–12 strákar. Eru þeir að eigin sögn mjög duglegir og áhugasamir og staðfestir Pétur það. Sumir þeirra eiga eigin bíla sem þeir eru að gera upp eða vinna í. Þetta er annað árið sem Borgarbyggð starf- rækir Mótorsmiðjuna sem er til húsa í gamla hafnarhúsinu í Brák- arey. Morgunblaðið/Guðrún Vala Strákarnir hafa gaman af því grúska í bílum: Davíð Örn Gunnarsson, Ingi Björn Róbertsson, Guðmundur Þór Ólafsson, Björn Viggó Björnsson og Símon Grétar Rúnarsson ásamt leiðbeinandanum Pétri Hannessyni. Mótorsmiðja í Borgarbyggð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.