Morgunblaðið - 21.10.2003, Side 53

Morgunblaðið - 21.10.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 53 FYRIR fáeinum vikum stóð yfir vel heppnuð kvikmyndahátíð hér á landi sem helguð var breskri kvikmyndagerð. Í vikunni koma út fjórar af níu myndum sem voru sýndar voru á Bresku bíó- dögunum, eins og hátíðin kall- aðist. Fjórar ólíkar myndir og all- ar áhugaverðar mjög, hver á sinn hátt. Þetta eru eftirfarandi myndir: Ársmiðarnir (Purely Belter), mynd um tvo blásnauða unglingspilta sem þrá ekkert heitar en að eignast ársmiða á heimaleiki uppáhalds fótbolta- liðsins, Newcastle United. Féhirð- ir (Croupier), krimmi eftir Mike Hodges leikstjóra hinnar sígildu Get Carter, um féhirði í spilavíti sem lætur ástkonu sína tæla sig til að reyna að ræna spilavítið, Gullna tækifærið (Lucky Break), nýjasta gamanmynd Peters Catt- aneo, sem gerði Full Monty, og Hrein (Pure) átakanleg mynd um 10 ára dreng og máttvana til- raunir hans til að bjarga móður sinni úr viðjum vímuefna. Af öðrum nafntoguðum mynd- um sem út koma í vikunni á myndbandi og -diskum má nefna grínmyndina Reiðistjórnun (Ang- er Management) með Adam Sand- ler og Jack Nicholson, mynd Spi- kes Lees Á síðustu stundu (25th Hour) með Edward Norton og Í trúnaði (Confidence) með eðal- leikurunum Dustin Hoffman, Rachel Weisz, Robert Forster, Paul Giamatti og Andy Garcia. Edward Burns fer hins vegar með stærsta hlutverkið. Frumsýningar vikunnar á myndbandi eru svo ástralska svarta kómedían Skítverk (Dirty Deeds) með Bryan Brown, John Goodman, Toni Collette og Sam Neill, rómantíska gamanmyndin Strákavandi (A Guy Thing) með Jason Lee og Juliu Stiles, geim- tryllirinn Geimveruveiðarinn (Al- ien Hunter) með James Spader og þýska unglingaspennan Anatómía 2 (Anatomy 2). Af leigunum er það að frétta að Matrix endurhlaðin er vinsæl- ust og hún kemur svo sterk inn sem fimmta mest leigða myndin, hrollvekjan Myrkrið fellur (Dark- ness Falls).                                                              ! "#  $  ! "#  ! "# %   ! "# %  %  %  %   ! "#  $  $ %   ! "# %  %   ! "# %  %  & & '  '  & & '  ( & '  & ( '  '  & '  '  '  '  (                !   " #  ! $       %   &  % ! '( #   (    $ )*+ % , - +   # ./   /   0      Breska bíóveislan á myndband KEÐJUSAGARMORÐINGINN, endurgerð á hrollvekjunni alræmdu The Texas Chainsaw Massacre frá 1974, sló rækilega í gegn vestanhafs og reyndist vinsælasta myndin í bíó- húsum þar. Má því segja að sannköll- uð blóðveisla standi nú yfir í banda- rískum bíóhúsum því ekki skortir blóðsúthellingarnar í toppmyndinni frá því í síðustu viku og þeirri næst- vinsælustu um þessar mundir, Bana Billa, mynd Tarantinos. En Keðjusagarmorðinginn átti hug og hjörtu bíógestanna um helgina og það miklu fleiri bíógesta en búist hafði verið við. Myndin kostaði ekki nema tæplega 10 milljónir dala og nú þegar er hún því búin að skila 20 millj- óna dala hagnaði. Um er að ræða næstmesta opnunarhagnað í október- mánuði, á eftir Hannibal Lecter- myndinni, Rauða drekanum (Red Dragon), enn einum blóðóðnum. Eins og margir muna þá lék Íslend- ingurinn Gunnar Hansen Leðurfésið, fjöldamorðingjann geðsjúka, sem vopnaður keðjusög stráfelldi alla sem á vegi hans urðu í fyrri mynd, sem gerð var af hrollvekjumeistaranum Tobe Hopper. Að þessu sinni hlotnast Andrew nokkrum Bryniarski sá vafa- sami heiður að fá að leika Leðurfésið en leikstjórinn er Marcus Nispel, ný- græðingur í kvikmyndagerð, en van- ur maður á sviði tónlistarmyndbanda- gerðar. Enn ein kvikmyndin gerð eftir lagaspennusögu metsöluhöfundarins Johns Grishams var frumsýnd fyrir helgi. Um er að ræða kvikmyndagerð á metsölubókinni Runaway Jury, Kviðdómnum. Þótt myndin skarti þungavigtarleikurum á borð við John Cusack, Dustin Hoffman, Gene Hack- man og Rachel Weisz og hafi verið leikstýrt af Gary Fleder, sem á að baki smelli á borð við Kiss The Girl og Don’t Say A Word, þá voru viðtökur undir væntingum og myndin náði ein- ungis þriðja sæti. Nýjasta mynd Clints Eastwoods, Dulfljót (Mystic River), steig um heil 12 sæti milli vikna, náði 5. sæti listans enda hefur hún fengið einkar góða dóma, þar sem Eastwood og leikurunum Sean Penn, Kevin Bacon, Lauru Linney og Tim Robbins hefur verið hælt á hvert reipi. Eins og vant er með myndir sem bræða gagnrýnendur þá eru há- værar Óskarsraddir farnar að heyr- ast í kringum hana. Spurningin er bara hvort bergmál þeirra radda muni ennþá hljóma þegar farið verð- ur að velja úr myndum í upphafi næsta árs.                                                                                         ! " #  $   %& ' !      !           ()* (*+ (* *, -*. )*- /*) .* ,*. (*0 ()* .,*, (* ++*( ,*. (+*0 (,* ,+*, ,,*1 ..*/ Keðjusagarmorðinginn snýr aftur Blóðveisla í banda- rískum bíóhúsum Keðjusagarmorðingi nýrrar aldar. skarpi@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. PIRATES OF THE CARIBBEANONCE UPON A TIME IN MEXICO AMERICAN PIE THE WEDDING EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i.10 Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. AKUREYRI Sýnd kl. 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.”  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. 18.10. 2003 5 4 3 0 9 7 4 4 7 0 2 9 15 20 27 18 15.10. 2003 1 17 29 32 42 44 18 21 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.