Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 290. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Espólín frá Espihóli Norðmaður leitaði heimilda um Espólína fyrr og nú | Sunnudagur B5 Rætur í Hamrahlíð Lífsorka og sköpun einkenndi starfsemi Diabolus | Fólk 50 Aftur í djassinn Van Morrison í hlutverki djass- söngvara á nýrri plötu | 20 Í NOREGI er skattaálagningin birt á Netinu og þar er hún opin öllum, jafnt börnum sem fullorðnu fólki. Í sumum skólabekkjum hefur borið á því, að börnin hafi verið flokkuð í 10 efstu og 10 neðstu miðað við skatta eða tekjur foreldranna og þeim, sem eru á botninum, finnst sem þau séu lögð í einelti. Margir hafa haft samband við umboðs- mann barna og fjármálaráðuneytið og sagt frá því hvernig þessar upplýsingar eru not- aðar og oft sem einhvers konar skemmti- eða stríðnisefni. Kom þetta fram í Aftenposten. Að frumkvæði norska fjármálaráðuneytis- ins verður lagt fram frumvarp á þingi um að takmarka aðgang að skattskrám, til dæmis með því að hafa þær ekki á Netinu nema í þrjár vikur. Segir Anne-Sissel Skånvik, deild- arstjóri, að fjármálaráðuneytinu hafi borist margvíslegar upplýsingar um það hvernig þær séu misnotaðar, meðal annars af glæpa- lýð, sem velji fórnarlömb sín út frá þeim. Skattskrár á Netinu auka einelti FYRSTI vetrardagur stóð ekki undir nafni á höfuðborgarsvæðinu í gær, laugardag, en hlýtt loft fór yfir landið og klukkan sex um undanfarin ár. Þessar ungu stúlkur kunnu að meta blíðuna og léku sér undir skýja- myndum í grjótinu við Kópavogskirkju. morguninn var 7 stiga hiti í Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu hefur með- alhiti í október verið á bilinu 2 til 5 gráður Morgunblaðið/Kristinn Vetur heilsaði með hlýindum RÚSSNESKUR námuverkamaður veifar til við- staddra eftir að búið var að bjarga honum úr tveggja sólarhringa langri prísund í námu í í Novoshakhtinsk í Suður-Rússlandi í gær. Búið var að bjarga ellefu námamönnum um hádegið að íslenskum tíma en a.m.k. einn þeirra var illa hald- inn. Yfirvöld sögðu að staðfest væri að a.m.k. 33 námamenn væru á lífi en alls voru 46 innilokaðir. AP Bjargað úr prísundinni MIKIL ólga er í Rússlandi eftir að forstjóri Yukos-olíurisans, Míkhaíl Khodorovskí, var hand- tekinn á flugvelli í Síberíu, yfir- heyrður og síðan ákærður fyrir skatt- og fjársvik. Segja frétta- skýrendur að þessir atburðir kunni að draga dilk á eftir sér og forystumenn í stjórnmálum og viðskiptalífi Rússlands höfðu þegar lýst áhyggjum sínum. Khodorovskí var handtekinn á flugvellinum í Novosibirsk eld- snemma í gærmorgun. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á flugvél hans og var síðan flogið með Khodorovskí til Moskvu þar sem hann var yfirheyrður. Khodorovskí er einn af ríkustu mönnum Rússlands, einn þeirra sem auðguðust í lagalegu ringul- reiðinni eftir hrun Sovétríkjanna. Stalínískir stjórnarhættir? Saksóknarar í Rússlandi hafa um nokkurra mánaða skeið rann- sakað Yukos á grundvelli grun- semda um skattsvik og þjófnað á eigum ríkisins. Fréttaskýrendur segja hins vegar að rannsóknirn- ar séu að hluta til liður í pólitísku valdatafli og að með aðgerðunum í gær hafi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, m.a. verið að refsa Khodorovskí fyrir að styðja stjórnarandstöðuöfl í landinu. Grígorí Javlinskí, leiðtogi Jab- loko-umbótaflokksins sem nýtur stuðnings Yukos, sakaði Pútín einmitt um það á föstudag að hafa innleitt stalíníska stjórnar- hætti að nýju í Rússlandi. „Þetta minnir okkur á fortíðina, hefur sömu einkenni og það kerfi sem búið var til í Rússlandi á þriðja áratugnum. Í dag búum við við kapítalisma með stalínískri ásjónu,“ sagði Javlinskí. Moskvu. AFP, AP. Pútín leggur til at- lögu gegn olíurisa sjálfstæðri rannsókn um langan tíma og vakti athygli ríkissaksóknara og lögreglu á málinu í sumar. Í framhaldi af umræðum sem urðu um samskipti Samkeppnisstofnunar og lögreglu og ákæruvalds sagðist Bogi Nilsson rík- issaksóknari álíta að það færi þvert gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni í rannsóknum á brotum á samkeppnislögum að tveir aðilar rannsökuðu sama málið samhliða en tók fram að lögin bönnuðu það ekki. Bogi Nilsson segist enn þeirrar skoðunar að svona mál ætti að af- greiða í einum farvegi og hafi hann til- kynnt Samkeppnisstofnun formlega að rannsókn lögreglu væri hafin. RÍKISSAKSÓKNARI hefur tilkynnt Samkeppnisstofnun með formlegum hætti að lögreglurannsókn sé hafin á ætluðum brotum olíufélaga og starfs- manna þeirra á samkeppnislögum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari lýsti þeirri skoðun sinni í ágúst að æskilegt væri að slík rannsókn væri í einum farvegi og ítrekar hann þá skoðun sína nú í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnisstofnun heldur áfram með sína rannsókn. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hefur tekið til rannsóknar ætl- uð brot þriggja olíufélaga og starfs- manna þeirra á samkeppnislögum. Samkeppnisstofnun hefur unnið að Spurður að því í hverju það felist seg- ir ríkissaksóknari að hann geti ekki sagt Samkeppnisstofnun hvað henni beri að gera. Hins vegar telji hann að stofnunin verði nú að taka tillit til hagsmuna lögreglurannsóknarinnar. Í því sambandi nefnir Bogi að þeg- ar starfsmenn Samkeppnisstofnunar eigi samskipti við þá sem hugsanlega verða sakborningar í málinu verði þeir að taka tillit til þeirra reglna sem gætt er við lögreglurannsóknir, m.a. um að þeir þurfi ekki að svara spurn- ingum um sakarefnið eða veita lið sitt við að upplýsa ætluð brot. Þetta sé ein af grundvallarreglum rannsóknar op- inberra mála. Þá nefnir ríkissaksókn- ari að þetta verði einnig að hafa í huga við kynningu á gögnum málsins fyrir hugsanlegum sakborningum í lög- reglurannsókninni, það kunni að fara í bága við hagsmuni rannsóknarinnar. Halda áfram rannsókn Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðing- ur Samkeppnisstofnunar, segir að rannsókn sé haldið áfram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sam- keppnisstofnun kynnti olíufélögunum í byrjum árs skýrslu um fyrri frum- athugun sína og hefur fengið andsvör frá Olíufélaginu hf. Komið hefur fram að stofnunin er að vinna skýrslu um frumathugun á öðrum atriðum. Ríkissaksóknari tilkynnir Samkeppnisstofnun um rannsókn lögreglu Verða að taka tillit til hags- muna lögreglurannsóknar STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu sögðust í gær reiðubúin að íhuga tilboð George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að ef þau legðu kjarnorkuáætlanir sínar til hliðar myndu Bandaríkjamenn gefa út skriflega yfirlýsingu þess efnis að engin áform væru uppi um hernaðaraðgerðir gegn landinu. Norður-Kóreumenn höfðu upphaflega hafnað málamiðlun Bush sem hann viðraði þegar hann var staddur í Bangkok í Taílandi fyrir viku. Sögðust þeir þá ekki sætta sig við neitt minna en formlegt samkomulag við Bandaríkin. Mildari af- staða Norð- ur-Kóreu Seoul. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.