Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 290. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Espólín frá Espihóli Norðmaður leitaði heimilda um Espólína fyrr og nú | Sunnudagur B5 Rætur í Hamrahlíð Lífsorka og sköpun einkenndi starfsemi Diabolus | Fólk 50 Aftur í djassinn Van Morrison í hlutverki djass- söngvara á nýrri plötu | 20 Í NOREGI er skattaálagningin birt á Netinu og þar er hún opin öllum, jafnt börnum sem fullorðnu fólki. Í sumum skólabekkjum hefur borið á því, að börnin hafi verið flokkuð í 10 efstu og 10 neðstu miðað við skatta eða tekjur foreldranna og þeim, sem eru á botninum, finnst sem þau séu lögð í einelti. Margir hafa haft samband við umboðs- mann barna og fjármálaráðuneytið og sagt frá því hvernig þessar upplýsingar eru not- aðar og oft sem einhvers konar skemmti- eða stríðnisefni. Kom þetta fram í Aftenposten. Að frumkvæði norska fjármálaráðuneytis- ins verður lagt fram frumvarp á þingi um að takmarka aðgang að skattskrám, til dæmis með því að hafa þær ekki á Netinu nema í þrjár vikur. Segir Anne-Sissel Skånvik, deild- arstjóri, að fjármálaráðuneytinu hafi borist margvíslegar upplýsingar um það hvernig þær séu misnotaðar, meðal annars af glæpa- lýð, sem velji fórnarlömb sín út frá þeim. Skattskrár á Netinu auka einelti FYRSTI vetrardagur stóð ekki undir nafni á höfuðborgarsvæðinu í gær, laugardag, en hlýtt loft fór yfir landið og klukkan sex um undanfarin ár. Þessar ungu stúlkur kunnu að meta blíðuna og léku sér undir skýja- myndum í grjótinu við Kópavogskirkju. morguninn var 7 stiga hiti í Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu hefur með- alhiti í október verið á bilinu 2 til 5 gráður Morgunblaðið/Kristinn Vetur heilsaði með hlýindum RÚSSNESKUR námuverkamaður veifar til við- staddra eftir að búið var að bjarga honum úr tveggja sólarhringa langri prísund í námu í í Novoshakhtinsk í Suður-Rússlandi í gær. Búið var að bjarga ellefu námamönnum um hádegið að íslenskum tíma en a.m.k. einn þeirra var illa hald- inn. Yfirvöld sögðu að staðfest væri að a.m.k. 33 námamenn væru á lífi en alls voru 46 innilokaðir. AP Bjargað úr prísundinni MIKIL ólga er í Rússlandi eftir að forstjóri Yukos-olíurisans, Míkhaíl Khodorovskí, var hand- tekinn á flugvelli í Síberíu, yfir- heyrður og síðan ákærður fyrir skatt- og fjársvik. Segja frétta- skýrendur að þessir atburðir kunni að draga dilk á eftir sér og forystumenn í stjórnmálum og viðskiptalífi Rússlands höfðu þegar lýst áhyggjum sínum. Khodorovskí var handtekinn á flugvellinum í Novosibirsk eld- snemma í gærmorgun. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á flugvél hans og var síðan flogið með Khodorovskí til Moskvu þar sem hann var yfirheyrður. Khodorovskí er einn af ríkustu mönnum Rússlands, einn þeirra sem auðguðust í lagalegu ringul- reiðinni eftir hrun Sovétríkjanna. Stalínískir stjórnarhættir? Saksóknarar í Rússlandi hafa um nokkurra mánaða skeið rann- sakað Yukos á grundvelli grun- semda um skattsvik og þjófnað á eigum ríkisins. Fréttaskýrendur segja hins vegar að rannsóknirn- ar séu að hluta til liður í pólitísku valdatafli og að með aðgerðunum í gær hafi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, m.a. verið að refsa Khodorovskí fyrir að styðja stjórnarandstöðuöfl í landinu. Grígorí Javlinskí, leiðtogi Jab- loko-umbótaflokksins sem nýtur stuðnings Yukos, sakaði Pútín einmitt um það á föstudag að hafa innleitt stalíníska stjórnar- hætti að nýju í Rússlandi. „Þetta minnir okkur á fortíðina, hefur sömu einkenni og það kerfi sem búið var til í Rússlandi á þriðja áratugnum. Í dag búum við við kapítalisma með stalínískri ásjónu,“ sagði Javlinskí. Moskvu. AFP, AP. Pútín leggur til at- lögu gegn olíurisa sjálfstæðri rannsókn um langan tíma og vakti athygli ríkissaksóknara og lögreglu á málinu í sumar. Í framhaldi af umræðum sem urðu um samskipti Samkeppnisstofnunar og lögreglu og ákæruvalds sagðist Bogi Nilsson rík- issaksóknari álíta að það færi þvert gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni í rannsóknum á brotum á samkeppnislögum að tveir aðilar rannsökuðu sama málið samhliða en tók fram að lögin bönnuðu það ekki. Bogi Nilsson segist enn þeirrar skoðunar að svona mál ætti að af- greiða í einum farvegi og hafi hann til- kynnt Samkeppnisstofnun formlega að rannsókn lögreglu væri hafin. RÍKISSAKSÓKNARI hefur tilkynnt Samkeppnisstofnun með formlegum hætti að lögreglurannsókn sé hafin á ætluðum brotum olíufélaga og starfs- manna þeirra á samkeppnislögum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari lýsti þeirri skoðun sinni í ágúst að æskilegt væri að slík rannsókn væri í einum farvegi og ítrekar hann þá skoðun sína nú í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnisstofnun heldur áfram með sína rannsókn. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hefur tekið til rannsóknar ætl- uð brot þriggja olíufélaga og starfs- manna þeirra á samkeppnislögum. Samkeppnisstofnun hefur unnið að Spurður að því í hverju það felist seg- ir ríkissaksóknari að hann geti ekki sagt Samkeppnisstofnun hvað henni beri að gera. Hins vegar telji hann að stofnunin verði nú að taka tillit til hagsmuna lögreglurannsóknarinnar. Í því sambandi nefnir Bogi að þeg- ar starfsmenn Samkeppnisstofnunar eigi samskipti við þá sem hugsanlega verða sakborningar í málinu verði þeir að taka tillit til þeirra reglna sem gætt er við lögreglurannsóknir, m.a. um að þeir þurfi ekki að svara spurn- ingum um sakarefnið eða veita lið sitt við að upplýsa ætluð brot. Þetta sé ein af grundvallarreglum rannsóknar op- inberra mála. Þá nefnir ríkissaksókn- ari að þetta verði einnig að hafa í huga við kynningu á gögnum málsins fyrir hugsanlegum sakborningum í lög- reglurannsókninni, það kunni að fara í bága við hagsmuni rannsóknarinnar. Halda áfram rannsókn Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðing- ur Samkeppnisstofnunar, segir að rannsókn sé haldið áfram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sam- keppnisstofnun kynnti olíufélögunum í byrjum árs skýrslu um fyrri frum- athugun sína og hefur fengið andsvör frá Olíufélaginu hf. Komið hefur fram að stofnunin er að vinna skýrslu um frumathugun á öðrum atriðum. Ríkissaksóknari tilkynnir Samkeppnisstofnun um rannsókn lögreglu Verða að taka tillit til hags- muna lögreglurannsóknar STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu sögðust í gær reiðubúin að íhuga tilboð George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að ef þau legðu kjarnorkuáætlanir sínar til hliðar myndu Bandaríkjamenn gefa út skriflega yfirlýsingu þess efnis að engin áform væru uppi um hernaðaraðgerðir gegn landinu. Norður-Kóreumenn höfðu upphaflega hafnað málamiðlun Bush sem hann viðraði þegar hann var staddur í Bangkok í Taílandi fyrir viku. Sögðust þeir þá ekki sætta sig við neitt minna en formlegt samkomulag við Bandaríkin. Mildari af- staða Norð- ur-Kóreu Seoul. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.