Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS M OR 2 27 64 1 1/ 20 03 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Afmæli og ársrit Fuglaverndar Fuglar eiga erindi til allra Út var að koma veg-legt blað, Fuglar– Ársrit Fugla- verndar 2003 og er það út- gefið í tilefni af fjörutíu ára afmæli Fuglaverndar- félags Íslands, sem er út- gefandi blaðsins. Ritstjóri Fugla er Daníel Berg- mann náttúruljósmynd- ari. – Segðu okkur aðeins frá útgefandandum … „Útgefandi er Fugla- verndarfélag Íslands. Nafn félagsins hefur löngum þótt óþjált og því var ákveðið að stytta það. Fuglavernd – Birdlife Ice- land er nýtt heiti félagsins og vísar erlenda nafnið til þess að Fuglavernd er að- ili að alþjóða fuglavernd- arsamtökunum Birdlife Inter- national.“ – Hver er tilurð þessa blaðs og aðdragandi? „Það eru fjörutíu ár síðan Fuglaverndarfélagið var stofnað og fyrsta tölublaðið er afmælisrit sem fagnar þeim áfanga í sögu félagsins. Síðastliðinn vetur var byrjað að undirbúa útgáfuna. Jó- hann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson skipuðu með mér rit- stjórn og fengum við til liðs við okkur fjöldann allan af fugla- áhugamönnum og fræðingum til að vinna efni fyrir ritið. Útkoman er fjölbreytt efni sem tengist ekki aðeins afmæli félagsins þó svo að um afmælisútgáfu sé að ræða. Í framtíðinni er síðan ætl- unin að Fuglar komi út árlega og verði þar af leiðandi ársrit Fugla- verndar.“ – Hver er markhópurinn og hvernig verður kynningu, sölu og dreifingu blaðsins háttað? „Fuglar eiga erindi til alls áhugafólks um fugla og náttúru. Ritið verður hins vegar ekki selt, heldur verður því einungis dreift til félaga í Fuglavernd. Fuglar eru því kostaðir af styrktarað- ilum og félagsgjöldum. Í dag eru um 500 félagar og við höfum sett okkur það markmið að fjölga þeim um helming á komandi ár- um. Með því að ganga í félagið er hægt að tryggja sér áskrift að ritinu og fá fyrsta tölublaðið sent. Það er meðal annars hægt að gera á heimasíðu okkar, www.fuglavernd.is“ – Hvert er efni þessa blaðs? „Meðal efnis má nefna grein Kristins Hauks Skarphéðinsson- ar um örninn og Fuglaverndar- félagið, grein Jóhanns Óla Hilm- arssonar um friðlandið í Flóa, Fugla og framvindu eftir Borg- þór Magnússon og Erling Ólafs- son, Fjarsjárljósmyndun eftir Yann Kolbeinsson, Fuglaskoðun á Spáni eftir Edward B. Rickson, Fuglavernd og náttúruvernd eft- ir Arnþór Garðarsson og grein sem heitir Um tvits og tvitsara eftir mig sjálfan.“ – Er grundvöllur fyrir jafnveg- legri útgáfu fyrir svo þröngan markhóp? „Er markhópurinn þröngur? Við teljum að svo sé ekki. Þess má geta að í breska Fuglaverndarfélaginu eru yfir milljón félagar og ef við hefðum hlutfallslega sama fjölda félaga miðað við íbúafjölda þýddi það að í Fuglavernd ættu að vera yfir 5.000 manns. En við erum hógvær og teljum raunhæft að hér sé nægur áhugi á fuglum og fuglavernd til að ná þúsund fé- laga markinu og með þeim fé- lagafjölda væri áframhaldandi útgáfa Fugla nokkuð trygg. Þetta er annað tímaritið um fugla sem kemur út á Íslandi, en fyrir er Bliki sem hefur komið út í 20 ár. Fuglavernd er aðili að útgáfu Blika og við teljum að forsendur fyrir útgáfu þessara tveggja rita skarist lítið, því efnistökin eru ólík.“ – Helstu áherslurnar í blaðinu? „Áherslan er létt og aðgengi- legt efni um allt milli himins og jarðar sem viðkemur fuglum og náttúrunni. Þá er ríkuleg áhersla á fallegt myndefni, en við erum svo lánsamir innan stjórnar Fuglaverndar eru tveir af af- kastamestu fuglaljósmyndurum landsins. Þá er ég að tala um sjálfan mig og Jóhann Óla Hilm- arsson, formann Fuglaverndar, sem er löngu orðinn landsþekkt- ur fyrir sínar glæsilegu fugla- myndir. Með tilkomu framfara í ljósmyndatækni og öflugri að- dráttarlinsum, er verið að taka myndir af fuglum í dag sem voru ekki mögulegar áður. Í þessu fyrsta tölublaði frumsýni ég m.a. myndir af haförnum sem voru teknar í sumar við hreiður með leyfi umhverfisráðuneytisins. Ég held að mér sé óhætt að segja að sú myndasería marki nýja tíma í arnarljósmyndun hér á landi því þessi styggi og viðkvæmi fugl hefur verið erfitt viðfangsefni og það tók mig fjögur ár að ná arn- armyndum sem ég er sáttur við.“ – Viðtökurnar? „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Í gær var fyrsti fræðslu- fundur Fuglaverndar á þessum vetri og þar hitti ég fyrir félaga og gat ekki betur heyrt en að all- ir væru ánægðir með tilkomu Fugla. Mörgum finnst tilkomu- mikið að sjá fuglaljósmyndum gert eins hátt undir höfði og við gerum í ritinu. Brot þess er stórt og mynd- ir fá að njóta sín á heil- síðum sem ekki hefur sést hér áður í sam- bærilegri útgáfu. Það á reyndar að stækka brot Blika frá og með næsta tölublaði þess, til að gefa ljósmyndum meira vægi, en það verður þó aldrei gengið eins langt í notkun mynd- efnis og við gerum í Fuglum. Ég er þess fullviss að þessi tvö tíma- rit eiga eftir að dafna vel saman á komandi árum og koma til með að auka áhuga manna á fuglum og fuglavernd.“ Daníel Bergmann  Daníel Bergmann fæddist 21. september 1971. Hann starfar sjálfstætt sem náttúruljósmynd- ari og er höfundur bókarinnar Íslensk náttúra sem kom út hjá JPV forlagi sl vor. Daníel er í stjórn Fuglaverndarfélags Ís- lands og ritstjóri tímaritsins Fugla. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendurbílar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.