Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 10
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins og utanríkisráðherra, sagðist í ræðu í
upphafi miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í
gær vera sannfærður um að misrétti felist í hrein-
um og tærum markaðslausnum í heilbrigðisþjón-
ustunni.
„Þeir eru fjölmargir sem stíga nú fram á op-
inberum vettvangi og tefla fram töfralausnum í
heilbrigðismálunum. Umræða um jafnmikilvæg
mál er vissulega af hinu góða, en nauðsynlegt er
að hún byggist á þekkingu og sanngirni. Þegar um
er að ræða heilbrigðismál verður að hafa í huga að
á bak við tölur um kostnað við aðgerðir og þjón-
ustu eru margvíslegar sögur, einstakar sögur –
jafnvel kraftaverk. Sjúkir fá bót meina sinna,
njóta bestu mögulegu þjónustu sem hægt er að fá
og hver og ein slík saga er í raun einstakur við-
burður og fullkomin réttlæting í sjálfu sér á því að
bjóða upp á fullkomna heilbrigðisþjónustu,“ sagði
Halldór.
Hann sagði að það sem horft væri til í þessum
efnum væri markaðslausnin og sagði síðan: „Gæt-
um við verið viss um að sjúklingurinn hefði getað
greitt lyfin án þess að samfélagið kæmi þar nærri,
eða dýra aðgerð? Værum við viss um að markaðs-
lausnin hefði skilað heilbrigðu barni aftur í faðm
foreldra sinna?“
Halldór sagði að þetta mætti ekki skilja á þann
veg að hann væri á móti fjölbreytileika í þessum
efnum. Hins vegar væri þjónustan og gæði hennar
lykilatriði og okkur bæri skylda til að tryggja góða
þjónustu og veita nauðsynlegt öryggi í heilbrigð-
ismálum. „Eru markaðslausnirnar í heilbrigðis-
þjónustunni hagur hins sjúka? Eða eru menn
kannski að tala um hagsmuni heilbrigðisstéttanna
og fyrirtækjanna þegar þeir halda fram markaðs-
lausnum með miklum látum? Og hverjir eru svo
hagsmunir skattborgaranna?“
Höfum náð miklum árangri
Halldór sagði í ræðunni ennfremur að alþjóð-
legar mælingar staðfestu að við hefðum náð mikl-
um árangri í að treysta stoðir efnahagslífsins og
leggja grunn að áframhaldandi hagvexti og vel-
megun. Vék hann meðal annars að ferðaþjónust-
unni og þeim miklu möguleikum sem í henni fæl-
ust og sagði að gert væri ráð fyrir að fjöldi
ferðamanna hingað til lands myndi tvöfaldast á
næstu sjö árum eða fram til ársins 2010. Nýjar
farþegaþotur þyrfti til að flytja þessa farþega og
hver og ein þeirra veitti 200 manns atvinnu.
Halldór sagði að við Íslendingar stæðum nú við
upphaf nýs hagvaxtarskeiðs. „Það sem er einstakt
við þessi tímamót nú, er að drifkrafturinn kemur
úr nýrri átt. Það er ekki hér á höfuðborgarsvæð-
inu sem boltinn byrjaði að rúlla. Í dag er Austur-
land miðpunktur athyglinnar. Það er ekki síst
Austurland sem fyrirtækin horfa til, hvort sem um
er að ræða banka, verslanir eða þjónustufyrir-
tæki. Flugþjónusta eykst, fólki fjölgar, fasteigna-
verð hækkar, verktakar hefjast handa, barist er
um byggingarlóðir. Það blasir nýtt Austurland við
hverjum sem þangað kemur þessa dagana,“ sagði
hann í ræðunni. Hann sagði að Framsóknarflokk-
urinn hefði tekið að sér málaflokka atvinnu- og
byggðamála. „Við erum stolt af verkum okkar síð-
ustu árin, og erum hvergi nærri hætt. Við höfum
mikinn metnað fyrir hönd íslensks atvinnulífs,
hvar á landinu sem er og viljum leggja okkar af
mörkum til að búa því sem best skilyrði. Hlutir
gerast ekki af sjálfu sér. Það þarf alltaf eitthvert
afl til að koma hlutum af stað og á réttan stað. Það
er hlutverk ríkisins að skapa skilyrði til þess að at-
vinnulíf hér á landi blómstri. Við höfum gripið til
aðgerða í því sambandi. Tekjuskattur fyrirtækja
er t.a.m. með því lægsta sem þekkist,“ sagði hann.
Halldór sagði einnig að hann væri þeirrar skoð-
unar að menntamál væru einhver mikilvægustu
verkefni samfélagsins í framtíðinni, bæði hvað
snerti öll skólastigin og einnig símenntun og end-
urmenntun. Lagði hann til að málefnanefnd mið-
stjórnar yrði falið að setja á laggirnar sérstakan
umræðuhóp um menntamál sem myndi skila
skýrslu til miðstjórnar, sem hægt yrði að nýta í
ríkisstjórnarsamstarfinu og almennri stefnumót-
un í flokksstarfinu til framtíðar.
„Enn á ný hefur Framsóknarflokkurinn tekið á
sig mikla ábyrgð í stjórn landsmála og framþróun
samfélagsins. Það gerum við á grundvelli hug-
sjóna okkar og framtíðarsýn. Það gerum við á
grundvelli bjartsýni okkar á framtíð Íslands, en
um leið þess raunsæis sem er nauðsynlegt til að
koma málum fram.
Við gerum það í einlægum vilja til að láta gott af
okkur leiða. Við gerum það ekki í þeim anda að við
getum leyst allt sem steðjar að, heldur fullviss um
að ekkert fái stöðvað framþróun samfélagsins ef
skynsamlega er staðið að málum. Verkefnin blasa
hvarvetna við. Við skulum ræða þau hér og þau
mál sem okkur brenna í brjósti. Að því loknu skul-
um við ganga samhent af fundi til okkar verka.
Samstaðan og samvinnan hafa ávallt verið okk-
ar styrkur. Þess vegna erum við það sem við erum
og þess vegna hefur íslensk þjóð falið okkur
ábyrgð,“ sagði Halldór að lokum.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fjallaði meðal annars
um heilbrigðismál í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær
Sannfærður um að misrétti
felist í markaðslausnum
Morgunblaðið/Kristinn
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGMENN spara ekki alltaf stóru
orðin í umræðum á Alþingi. A.m.k.
hafa þau ekki verid spöruð síðast-
liðnar þingvikur. Og í vikunni gengu
skeytin a víxl milli Framsókn-
arflokksins og Samfylkingarinnar.
Til að mynda líkti Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingarinnar,
utanríkisráðherra, Halldóri Ás-
grímssyni, við strút sem stingi höfð-
inu í sandinn og Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra líkti Samfylk-
ingunni við sundurlausan her, sem
væri ómerkilegur í málflutningi.
Guðni fullyrti ennfremur að Össur
Skarphéðinsson væri með höfuðverk;
sagðist sjá það „langar leiðir úr
ræðustól“ og Össur sagði að eina
lausnin á vanda sauðfjárbænda væri
að skipta um landbúnaðarráðherra.
„Herra forseti. Hæstvirtur utan-
ríkisráðherra er nýlega kominn frá
Afríku og ég býð hann velkominn úr
þeirri miklu för,“ sagði Össur í upp-
hafi ræðu sinnar um utanríkismál á
fimmtudag. „Ef hæstvirtur utanrík-
isráðherra hefur farið nógu norð-
arlega kann að vera að hann hafi séð
þar á ferðalögum sínum sérkennilega
fuglategund sem lifir á jaðri eyði-
marka. Hún er þekkt um víða veröld
fyrir þá sérkennilegu háttsemi sína
að ef hún sér eitthvað sem er óþægi-
legt eða hún hræðist, þá stingur hún
höfðinu í sandinn. Þá líður strútnum
miklu betur því að heimurinn lítur
svo miklu betur út fyrir honum ofan í
sandgryfjunni heldur en uppi, í raun-
veruleikanum sem við hin lifum og
hrærumst í.“ Bætti Össur því við að
honum fyndist þessi aðferð strútsins
lýsa best nálgun utanríkisráðherra
gagnvart þeim vandamálum sem
blöstu við í utanríkismálum líðandi
dags. „Hæstv. ráðherra hefur valið
þann kost að stinga höfðinu í sandinn
og lætur eins og það séu engin
vandamál,“sagði Össur ennfremur.
Fyrr í vikunni fór fram umræða
um vanda sauðjárbænda. Þar féllu
einnig stór orð. „Herra forseti. Mað-
ur verður sífellt hissa þegar madur
hlustar a Samfylkinguna í hvers lags
brotum hún er. Þetta er sundurlaus
her sem er óvæginn og ómerkilegur í
málflutningi,“ sagði Guðni Ágústs-
son, eftir að Jóhann Ársælsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, hafði lýst
því m.a. yfir að það væri engin fram-
tíðarlausn fólgin í því að greiða sauð-
fjárbændum 140 milljónir kr. Síðan
sagði ráðherra: „Kemur ekki svarti
herinn úr Samfylkingunni hér upp í
dag…“ Eftir að þessi orð féllu, kall-
aði einhver úr þingsal spyrjandi:
„Svarti herinn?“ Guðni útskýrði ekki
nánar hvað hann ætti við með þeirri
líkingu en hélt áfram og sagði að
honum leiddist málflutningur Sam-
fylkingarinnar. „Mér finnst hann
ekki málefnalegur. Ég sé að formað-
ur Samfylkingarinnar fær höfuðverk
yfir þessu öllu saman,“ bætti ráð-
herra við og fór síðan að útskýra
vanda sauðfjárbænda.
Össur, sem fram að þessu hafði
ekki tekið til máls í umræðunni um
sauðfjárbændur, sá greinilega
ástæðu til að svara fyrir sig. „Það
þýðir ekkert fyrir hæstvirtan ráð-
herra að koma hingað og hella fúk-
yrðum yfir þá þingmenn sem benda á
þá augljósu staðreynd að á meðan
hæstvirtur ráðherra hefur setið á
rassinum sínum aðgerdarlít-
ill…hefur fjarað undan sauð-
fjárbændum.“ Síðan sagði hann: „Ég
spyr frú forseti, er ekki eina lausnin
á vanda sauðfjárbænda í dag sú að
skipta um landbúnaðarráðherra?“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, heyrðist þá kalla úr
þingsal: Hvaðan á sá nýi að koma?
Seinna þegar Guðni kom aftur í
pontu, fór hann aftur að tala um
meintan hausverk Össurar: „Herra
forseti. Ég sá það langar leiðir úr
ræðustól áðan að háttvirtur þing-
maður Össur Skarphéðinsson er með
höfuðverk í dag. Málflutningur hans
er fyrir neðan allar hellur. Auðvitað
hefur sýnt sig að Samfylkingin kann
ekkert í landbúnaðarmálum og hefur
aldrei kunnað.“ Bætti hann því auk-
inheldur við að enginn skildi ræður
Jóhanns Ársælssonar um kvótakerf-
ið í sjávarútvegi.
Fyrir þá sem fylgjast með utanfrá
eru snerrur sem þessar langt frá því
að vera vinsamlegar eda „dipló“ ef
svo má að orði komast. Þrátt fyrir
það er þó iðulega farið eftir þing-
sköpum og þingvenjum, þ.e. venju-
lega er sagt: háttvirtur þingmaður
eða hæstvirtur ráðherra. Af þeim
sökum getur því verið öfugsnúið að
heyra þingmenn segja t.d. að „hæst-
virtur ráðherra“ sitji á rassinum að-
gerðalaus! Eða að ræður „háttvirts
þingmanns“ séu afskaplega leið-
inlegar.
Þegar betur er að gáð rista þessi
hörðu ummæli þó sjaldnast mjög
djúpt. Þeir sem verða, að því er virð-
ist, afar reiðir í þingræðum eru
a.m.k. ótrúlega fljótir að jafna sig;
þannig sér maður oft þingmenn sem
hafa tekist harkalega á í þingsalnum,
sitja saman eftir snerrurnar í öðrum
sal; matsal þinghússins og ræða þar
saman í sátt og samlyndi um allt önn-
ur og hversdagslegri málefni… þ.e.
málefni sem þeir geta verið sammála
um.
Skeytin ganga á víxl
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
STURLA Gunnarsson, kvikmyndaleikstjóri
í Kanada, ætlar að taka upp kvikmynd hér
á landi næsta sumar og verður myndin að
öllu leyti tekin upp hér á landi.
Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ás-
grímssonar, formanns Framsóknarflokks-
ins, á miðstjórnarfundi í gær. Sagði Hall-
dór að myndin yrði tekin upp á Hornafirði
og næmi kostnaður hundruðum milljóna
króna.
Halldór sagði að fleiri stór kvikmynda-
verkefni væru til skoðunar og hefðu lög um
endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar,
sem Framsóknarflokkurinn hefði beitt sér
fyrir, hleypt nýju lífi í þennan iðnað hér á
landi og væri það í langflestum tilvikum
landsbyggðin sem nyti góðs af.
Kvikmynd tekin upp á
Hornafirði næsta sumar
Halldór Ásgrímsson, Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústsson á miðstjórnarfundinum í gær.
LAXAR af eldisuppruna eiga stóra
hlutdeild í hærri veiðitölum í laxveiði
í norskum laxveiðiám síðustu sumur
og þess vegna gefa tölurnar falska
mynd af ástandi villtra stofna í land-
inu, að sögn Orra Vigfússonar for-
manns NASF, Norður-Atlantshafs-
laxasjóðsins sem segist undrast þær
fullyrðingar í grein Gísla Jónssonar
dýralæknis fisksjúkdóma hjá emb-
ætti yfirdýralæknis á Keldum, í
Morgunblaðinu í vikunni, að góð
veiði í norskum ám síðustu ár bendi
til að allt sé þar með felldu. Í raun
séu villtir laxastofnar í landinu í lág-
marki.
„Ég er með nýjar tölur úr skrán-
ingum í norskum laxveiðiám. Um
20% laxveiðinnar í Alta í fyrrasumar
er eldislax, 48% í Namsen og nýlegar
tölur sýna 65% í Vosso og 71% í
Oeselva, svo ég nefni nokkrar af
þeirra frægustu laxveiðiám. Og sum-
arið 2002 voru 65% allra stangar-
veiddra laxa í ám í Hörðalandi eld-
islaxar. Þetta eru nýjar og nýlegar
tölur sem lagðar hafa verið fram um
strokufiska í laxveiði. Þetta er það
sem Gísli Jónsson er að kalla met-
veiði síðustu árin,“ segir Orri.
Orri bætti við að hann væri ósáttur
við framgöngu Gísla Jónssonar í um-
ræðunni um þá ógn sem talin er stafa
af eldislaxi í nábýli við villta laxa.
Eldislax úr slysinu í Neskaupstað,
sem veiddist í Breiðdalsá í haust.
Eldislax fals-
ar veiðitölur
FÉLAGSMENN í Félagi bókagerð-
armanna hafa samþykkt að sækja
um aðild að Alþýðusambandi Ís-
lands, samkvæmt niðurstöðu alls-
herjaratkvæðagreiðslu sem fram fór
í byrjun nóvember. Á kjörskrá voru
1.186 og greiddu 450 atkvæði eða
tæplega 38%. Já sögðu 347, eða
77,1%, og nei sagði 91, eða 20,2%.
Auðir og ógildir voru 12 eða 2,7%.
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar um
atkvæðagreiðsluna þurfti samþykki
2⁄3 hluta greiddra atkvæða til að aðild
teldist samþykkt.
Félagið hefur staðið utan sam-
bands launafólks allt frá sameiningu
þriggja félaga í Félag bókagerðar-
manna árið 1980. Fram að þeim tíma
höfðu Hið íslenska prentarafélag og
Bókbindarafélag Íslands verið aðilar
að ASÍ og voru meðal stofnfélaga
sambandsins, en Grafíska sveina-
félagið stóð utan þess.
FBM samþykk-
ir aðild að ASÍ
♦ ♦ ♦