Morgunblaðið - 15.11.2003, Síða 14
ERLENT
14 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKIR hermenn úr verkfræðingasveit fót-
gönguliðsins kanna vettvang í gær í byggingu sem áð-
ur var bækistöð Lýðveldisvarðar Íraks, sérsveita
íraska hersins, í Bagdad. Bandarísk herflugvél varp-
aði sprengjum á bygginguna sem skæruliðar notuðu
sem bækistöð til að gera sprengjuárásir á setuliðið,
að sögn talsmanna þess. Í aðgerð kallaðri „Járnham-
ar“ gerðu Bandaríkjamenn hliðstæðar árásir á fleiri
staði sem þeir gruna skæruliða um að hafa notað sem
fylgsni.
Reuters
Kanna vettvang í Bagdad
FÉLAG í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar, stjórnarformanns
Pharmaco, hefur keypt 5,4% í
Pharmaco af félögum tengdum
Magnúsi Þorsteinssyni, stjórn-
armanni í Pharmaco og stærsta
hluthafa í Air Atlanta og Íslands-
flugi. Félög í eigu Magnúsar eiga
ekki hlut í Pharmaco eftir þessa
sölu, en félög í eigu Björgólfs Thors
eiga samanlagt 36,2%.
Gengið í viðskiptunum var 35 og
verðmæti viðskiptanna
5.662 milljónir króna. Í
fréttatilkynningu seg-
ir að ástæða sölunnar
sé að Magnús hyggist
beina kröftum sínum meira að fjár-
festingum sínum í alþjóðlegri flug-
starfsemi, en starfsemi Air Atlanta
og Íslandsflugs hafi aukist mikið
síðustu mánuði.
Markaðsverð 30% yfir verðmati
Greiningardeildir viðskiptabank-
anna þriggja, Íslandsbanka, Kaup-
þings Búnaðarbanka og Lands-
banka, meta verðmæti hlutabréfa
Pharmaco mun lægra en gengi fé-
lagsins er á markaði nú. Lokaverð
hlutabréfanna í gær var 35,4 og
lækkaði um 0,8% yfir daginn eftir
töluverða hækkun síðustu daga.
Mat greiningardeildanna liggur á
bilinu 26,9 til 27,6, og er verðið á
markaðnum því tæpum 30% yfir
meðaltali verðmatsins.
Í Hálffimm fréttum greining-
ardeildar Kaupþings Bún-
aðarbanka segir að núverandi verð
á markaði sé að mati deildarinnar
hærra en réttlæta megi með hefð-
bundnum verðmatsaðferðum út frá
fyrirliggjandi upplýs-
ingum. Verðmat grein-
ingardeilda Lands-
banka og Kaupþings
Búnaðarbanka stendur
óbreytt eftir birtingu níu mánaða
uppgjörs Pharmaco á þriðjudag, en
í Morgunkorni Íslandsbanka segir
að verðmatið hafi verið hækkað um
4,6% í kjölfar uppgjörsins. Engu að
síður sé verðmatið undir markaðs-
verðinu og fjárfestum sé ráðlagt að
selja hlutabréf í Pharmaco.
139% hækkun frá áramótum
Hlutabréf í Pharmaco hafa
hækkað um 139% frá áramótum og
markaðsverð félagsins er nú um
106 milljarðar króna.
Björgólfur Thor
eykur hlut sinn
í Pharmaco
Bankarnir telja hlutabréf félagsins
ofmetin. Ráðleggja fólki að selja.
VIÐSKIPTI
HAGNAÐUR samstæðu
Sjóvár-Almennra trygg-
inga hf. á fyrstu níu
mánuðum þessa árs nam
1.948 milljónum króna
eftir skatta. Á sama
tímabili á síðasta ári var
hagnaðurinn 320 milljón-
ir. Munar mest um auk-
inn hagnað samstæðunn-
ar af fjármálarekstri, en
hann nam 2.082 milljón-
um á þessu ári en 30
milljónum í fyrra. Þar af
var hagnaður af sölu
fjárfestinga 2.426 millj-
ónir á þessu ári en 202
milljónir í fyrra. Hagnaður af vá-
tryggingarekstri nam 292 milljónum
á fyrstu níu mánuðum þessa árs en
239 milljónum á sama tímabili á síð-
asta ári.
Bókfærð iðgjöld í skaðatrygging-
um voru 7.090 milljónir króna en
bókfærð tjón 3.892 milljónir. Bók-
færð iðgjöld líftrygginga voru 824
milljónir en bókfærð tjón 184 millj-
ónir. Hreinn rekstrarkostnaður
vegna skaðatryggingarekstrar var
1.285 milljónir og vegna líftrygg-
ingarekstrar 214 milljónir. Fjárfest-
ingartekjur samstæðunnar voru
3.688 milljónir króna á tímabilinu og
fjárfestingargjöld voru 708 milljónir
króna.
Heildareignir Sjóvár-Almennra
trygginga í lok september síðastlið-
inn voru 29,5 milljarðar króna og
höfðu hækkað um rúma tvo millj-
araða frá sama tíma á síðasta ári.
Eigið fé var 6,4 milljarðar saman-
borið við 5,9 milljarða í fyrra. Hand-
bært fé samstæðunnar í lok tíma-
bilsins var 3,6 milljarðar á þessu ári
en 1,1 milljarður í fyrra
Í tilkynningu frá Sjóvá-Almenn-
um tryggingum segir að vátrygg-
ingarekstur samstæðunnar á fyrstu
níu mánuðum ársins sé í samræmi
við áætlanir stjórnenda. Vátrygg-
ingareksturinn hafi verið í betra
jafnvægi en mörg undanfarin ár.
Tjónum hafi fækkað á tímabilinu í
öllum tryggingagreinum frá því sem
var á sama tímabili árið áður.
„Tekjur af fjármálastarfsemi hafa
aukist verulega hjá félaginu umfram
það sem áætlað var í lok fyrra árs-
helmings og er einkum um að ræða
hagnað af sölu fjárfestinga,“ segir í
tilkynningunni. „Hagnaður af sölu
fjárfestinga hefur enn aukist frá lok-
um tímabilsins og fyrirsjáanleg er
frekari sala fjárfestinga á árinu.“
Fram kemur í tilkynningunni að
það sé álit Einars Sveinssonar, for-
stjóra Sjóvár-Almennra trygginga,
að reksturinn hafi gengið vel á
fyrstu níu mánuðum ársins. Vá-
tryggingareksturinn sé í jafnvægi
og hagnaður af sölu fjárfestinga hafi
orðið verulega umfram það sem
áætlanir í ársbyrjun gerðu ráð fyrir.
Áætluð afkoma félagsins á árinu hafi
því verið endurmetin og verði tjóna-
þungi svipaður og verið hefur fram
að þessu sé áætlað að afkoma félags-
ins á árinu 2003 verði jákvæð um
a.m.k. 3 milljarða króna.
Sjóvá-Almennar
hagnast um
tæpa 2 milljarða
Fjármálarekstur skilaði 2.082 m.kr.
Morgunblaðið/Kristinn
JOHN Balash fékk 45 mínútur til
að tryggja sér draumastarfið. Hann
fór í nýja hvíta skyrtu og röndótta
peysu og greiddi sér. Hann bað
systur sínar að biðja fyrir sér. Hann
vildi ekki klúðra þessu.
Hann leit á þetta sem mikilvæg-
asta starfsviðtal ævi sinnar og lík-
lega eina tækifærið sem hann fengi
til að þiggja laun fyrir að leika sér
að Lego-kubbum.
Balash var einn af um það bil sex-
tíu listnemum sem fóru á dögunum
í Listastofnunina í Arlington-sýslu,
nálægt Washingtonborg, til að taka
þátt í fyrstu Leitinni að meist-
aranum í líkanasmíði á vegum
Lego. Keppnin fer fram í níu
bandarískum borgum og þeir sem
standa sig best komast í úr-
slitakeppni í Kaliforníu í janúar.
Sigurvegarinn í keppninni verður
áttundi maðurinn í hópi sem starfar
við að búa til líkön úr kubbum í
Legolandi í Kaliforníu.
„Draumur allra barna“
„Það er auðvitað draumur allra
barna að vinna hjá Lego,“ sagði
Balash, tvítugur listnemi frá Cleve-
land. Lego var eina leikfangið sem
foreldrar Balash keyptu – og eina
leikfangið sem hann vildi. Nú þegar
hann hefur hleypt heimdraganum
kaupir hann Lego sjálfur í miklum
mæli og hann áætlar að hann eigi
alls 1,5 milljónir kubba. Hann setur
þá í poka sem hann ber á bakinu,
eins og jólasveinninn.
Balash hefur meðal annars búið
til þríþekjuflugvél í stíl Rauða bar-
ónsins með blökum og hliðarstýri
sem hægt er stjórna úr flugmann-
sklefanum, knattspyrnuleikvang
með rafeindastigatöflu og svip-
mynd af Waterloo-orrustunni.
Í keppninni fékk Balash 2.000
kubba og hann ákvað að búa til
mörgæs. Það tókst ekki alveg þar
sem hvítu og svörtu kubbarnir voru
ekki nógu margir. Hann bjó þó til
einhvers konar fugl og það nægði til
að hann kæmist í úrslitakeppnina í
Kaliforníu ásamt tveimur öðrum
keppendum í Listastofnuninni.
„Ég er á leiðinni til Legolands!“
hrópaði Balash þegar hann heyrði
fréttirnar.
Keppt um draumastarfið
The Washington Post.
Dayna Smith/Washington Post
Tveir af um 60 þátttakendum í keppni á vegum Lego í Virginíuríki.
DRAGOLJUB Micunovic, frambjóð-
andi ríkisstjórnarflokkanna í Serbíu,
er talinn líklegastur til að bera sigur
úr býtum í for-
setakosningum
sem fara fram í
landinu á morg-
un. Þetta er í
þriðja skipti á
tæpu ári sem
Serbar gera til-
raun til að kjósa
sér nýjan forseta
en fyrri tilraunir
hafa báðar verið
ógildar vegna
þess að kjörsókn var minni en 50%.
Skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar Belgrað-borgar bendir til
að Micunovic fái 27% greiddra at-
kvæða en að öfgaþjóðernissinninn
Tomislav Nikolic veiti honum harð-
asta keppni, fái 11,5% atkvæða.
Könnunin bendir jafnframt til að í
þetta sinn muni það markmið nást að
velja nýjan, réttkjörinn forseta.
Sögðust 50,2% örugglega ætla að
greiða atkvæði í kosningunum á
meðan 20,7% til viðbótar ætluðu „lík-
lega“ að mæta á kjörstað.
Forseti serbneska þingsins, Nat-
asa Micic, hefur sinnt embætti for-
seta Serbíu lengst af þessu ári eftir
að í tvígang hafði mistekist að kjósa
nýjan forseta en sem fyrr segir
kveða lög í Serbíu á um að forseti
teljist ekki réttkjörinn nema kjör-
sókn hafi verið meira en 50%.
Rétt er að taka fram að aðeins er
verið að kjósa um forseta í Serbíu.
Svartfjallaland hefur sinn eigin
forseta og síðan er Svetozar Marovic
forseti í ríkjasambandi landanna
tveggja sem áður hét Júgóslavía.
Þingkosningar einnig boðaðar
Á fimmtudag var einnig boðað til
þingkosninga í Serbíu en þá var orð-
ið ljóst að ekki var lengur sátt um
áframhaldandi stjórnarsamstarf inn-
an kosningabandalagsins sem vann
sigur á flokki Slobodans Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í
kosningum árið 2000. Viðurkenndi
Zoran Zivkovic forsætisráðherra –
sem tók við embættinu þegar Zoran
Djindjic var myrtur í mars – að
stjórn hans væri nú óstarfhæf vegna
innbyrðis átaka. Boðaðar kosningar
eiga að fara fram 28. desember nk.
Serbar gera nýja til-
raun til forsetakjörs
Belgrað. AP, AFP.
Dragoljub
Micunovic