Morgunblaðið - 15.11.2003, Qupperneq 20
Andaðu léttar
og sýndu vistvernd í verki
Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað
Landvernd hefur umsjón með mörgum verkefnum sem öll miða að því
að bæta umhverfið og vekja fólk til umhugsunar um það. Þú getur lagt
Landvernd lið og gerst félagi á www.landvernd.is
Sjá bækling sem fylgir blaðinu í dag
Vistakturskeppni Landverndar
Í dag kl. 11.00 í Nauthólsvík!
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Harma aðför | Stjórn Samtaka fá-
mennra skóla harmar þá „aðför sem gerð
er að fámennum sveitarfélögum í landinu
með nýjum starfsreglum Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga“ segir í ályktun sem sam-
tökin hafa sent frá sér.
Sveitarfélög í dreif-
býli koma illa út
Í ályktuninni segir einnig:
„Ljóst er, að þau sveitarfélög sem í
dreifbýlinu eru, koma illa út og er mennt-
un grunnskólanema í þeim stefnt í mikla
hættu. Aukinn kostnaður hefur m.a. orðið
vegna:
valgreina í eldri bekkjum grunnskóla
endurmenntunar starfsfólks
mats á skólastarfi
breyttra kennsluhátta
stóraukins vægis upplýsinga- og tækni-
menntar sem kallar á dýra aðstöðu
lengingu skólaárs
fjölgun kennslustunda.
Öllum er ljós sú staða, að sveitarfélögin
sem minnsta hafa tekjustofnana, hafa
treyst á framlag Jöfnunarsjóðsins til að
tryggja íbúum sínum lögboðna þjónustu
s.s. leik- og grunnskóla.
Fámennir skólar gullmolar
Stjórn samtaka fámennra skóla skorar
á ríkisvaldið að taka sérstakt tillit til fá-
mennari og dreifðari byggða, þar sem
sameining sveitarfélaga hefur ekki enn
farið fram. Stjórn samtakanna bendir
einnig á að ekki verður alltaf hagræðing
af því að sameina sveitarfélög þar sem
vegalengdir verða í sumum tilfellum
lengri og því aukinn kostnaður við skóla-
akstur, sem ekki verður hjá komist. Þá
má benda á að til eru þau byggðarlög þar
sem sameining hefur farið fram og verð-
ur hagræðingu ekki náð með frekari sam-
einingu þrátt fyrir að byggðarlagið sé
fremur fámennt (u.þ.b. 500 íbúar). Fá-
mennu skólarnir eru gullmolar í byggð-
arlögum landsins sem eru of dýrmætir til
að láta fjúka eða skolast burt í veðurofsa
sameiningarlægðarinnar.“
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Óbreytt útsvar | Lagt er til að útsvars-
prósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á
Akureyri á næsta ári verði óbreytt frá
fyrra ári, eða 13,03% af álagningarstofni.
Þá er lagt til að sorphirðugjald af íbúðar-
húsnæði verði 6.500 krónur á hverja íbúð.
Maður var hand-tekinn áfimmtudag í
tengslum við rannsókn á
nokkrum innbrotum á
Akureyri undanfarið, en
þýfi fannst heima hjá
honum. Farið var fram á
gæsluvarðhald yfir hon-
um í þágu rannsókn-
arinnar. Sjónvarpstæki
var stolið úr bílskúr á
Brekkunni í síðustu viku
og á þriðjudag var til-
kynnt um innbrot í
Dekkjahöllina þar sem
farið hafði verið inn um
glugga og brotin upp
sjóðsvél og skiptimynt
stolið. Þá var tilkynnt um
að brotist hefði verið inn í
Bónusvídeó, rúða hafði
verið tekin úr bakdyrum
og stolið töluverðu af tób-
aki og peningum ásamt
símakortum fyrir um 100
þúsund krónur. Skemmd-
ir voru unnar á pen-
ingakassa og spilaköss-
um.
Í gæsluvarðhald
Nemendur og starfsfólk Glerárskóla á Akureyritóku í vikunni þátt í Norrænni bókasafnsviku,en þema hennar er hafið. Fjallað hefur verið um
hafið á ýmsan hátt í vikunni og einn daginn tóku allir sig
til og mættu í sjóræningjabúningum í skólann enda var
dagurinn kenndur við þennan miður þokkaða þjóðflokk
sem sjóræningjar eru. Eftir að hafa spókað sig í búning-
unum um morguninn söfnuðust allir saman í íþróttasaln-
um þar sem stigið var á svið og sungin sjóaralög af ýmsu
tagi og virtust allir skemmta sér hið besta.
Hafið var svo enn og aftur í öndvegi þegar haldið var
upp á Dag íslenskrar tungu í skólanum, en þá voru lesin
ljóð um hafið og sögur sem tengjast því.
Morgunblaðið/Kristján
Sjóræningjadagur í Glerárskóla
Ólína Þorvarð-ardóttir rifjaðiupp limru eftir
Friðrik Steingrímsson,
sem Friðrik orti þegar
hann var spurður hvort
hann væri lengur að búa
til ferskeytlu eða limru:
Ég limru er lengi að semja
það listform er erfitt að hemja;
það líkist því mest
að leggja við hest
sem láðst hefur alveg að temja.
„Æ, þetta bara datt...“
hváði séra Hjálmar
Jónsson og orti:
Ólína með orðasveim
andann þarf að hemja.
Hún er eflaust ein af þeim
sem ekki er hægt að temja.
Friðrik frétti af þessu
norður í Mývatnssveit og
fannst Ólína verða að
svara þessu sjálf:
Um það get ég ekkert sagt
sem á er minnst að framan.
Við Ólínu hef aldrei lagt
þó eflaust sé það gaman.
Ólína með
orðasveim
pebl@mbl.is
Reykjavík | Blíða og hægviðri hafa ríkt víða um
land síðustu daga og margir nýtt sér góða veðrið
til heilsubótar. Þessar ungu konur notuðu veð-
urblíðuna til gönguferðar í Vesturbænum í höf-
uðborginni. Spáð er hlýnandi veðri en smáskúrum
sunnan- og suðvestanlands fram eftir degi í dag.
Morgunblaðið/Sverrir
Með barnavagna í blíðviðrinu
Veðrið
ALMENN óánægja heimamanna í Keldu-
hverfi kom fram á kynningarfundi fyrir
skemmstu um friðlýsingu Öxarfjarðar,
sem Náttúruverndaráætlun 2004 til 2008
gerir ráð fyrir. Fundurinn var haldinn í
Skúlagarði í Kelduhverfi og mættu um 80
manns. Að sögn Einar Ófeigs Björnssonar
voru heimamenn ekki hrifnir af friðlýsing-
aráformum Umhverfisstofnunar, þar sem
umrætt land er nánast allt í umsjá Land-
græðslu ríkisins. Telja heimamenn ástand
svæðisins mjög gott og þurfi engrar frið-
lýsingar við. Telja þeir að frekar ætti að
hugsa betur um Þjóðgarðinn í Jökulsár-
gljúfri.
Í tillögu Umhverfisstofnunar að nátt-
úruverndaráætlun kemur fram að influttar
og framandi tegundir, t.d. minkur og alska-
lúpína, hafi raskað og ógnað lífríki svæð-
isins. Einnig sé sandfokshætta á svæðinu
og vaxandi ásókn í fuglaveiði. Þá sé sums
staðar mikil eggjataka og skógrækt norð-
an Ásbyrgis. Þá sé talin hætta af virkjun
jarðhita og rask samfara því auk utanvegar
aksturs.
Óánægðir með
friðlýsingu
Öxarfjarðar
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur
tekið í notkun nýjar skurðarvélar frá Mar-
el hf. þar sem enn lengra er stigið í
tækniþróuninni en áður, eins og haft er eft-
ir Gunnari Larsen, framkvæmdastjóra
ÚA, á heimasíðu félagsins.
Nýju vélarnar koma í stað eldri skurð-
arvéla frá sama fyrirtæki, sem hafa dugað
vel undanfarin ár, segir á heimasíðunni.
„Þetta er þriðja kynslóð af skurðarvél-
um frá Marel, sem við tökum hingað inn.
Nýjungin í þessari vél er fyrst og fremst
mun nákvæmari tölvusjón en í eldri vélum,
en tölvusjónin metur þyngdina á flakinu og
ákvarðar út frá gefnum forsendum hvernig
það skuli skorið.“
Gunnar segir nýju vélarnar mæla rúm-
mál bitans mjög nákvæmlega, „og að sama
skapi er unnt að mæla þyngd hvers bita
mjög nákvæmlega. Með aukinni nákvæmni
minnkar afskurðurinn og nýtingin úr
hverju flaki verður meiri en áður. Jafn-
framt eykst öryggið í framleiðslustýring-
unni,“ segir Gunnar Larsen.
ÚA fær þriðju
kynslóð skurð-
arvéla frá Marel
♦ ♦ ♦
Úr
bæjarlífinu