Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 28
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Sigurvegari: Jón Steinar Jónsson
sigraði í stuttmyndakeppninni.
Hveragerði | Árleg hæfileikakeppni
unglinga, sem nefnist í daglegu tali
MEGA-MIX var haldin í vikunni sem
leið. Það eru félagsmiðstöðin Skjálfta-
skjól og Grunnskólinn sem standa að
þessari skemmtun. Í ár var keppt í
hárgreiðslu, förðun, módel, stutt-
myndum og kökuskreytingum. Í
hléinu var gestum boðið að kaupa sér
kaffi og meðlæti.
Úrslitin urðu þau að nöfnurnar
Katrín Ottesen og hennar módel
Katrín Þóra Eyvindardóttir unnu
fyrsta sæti í förðun og einnig í hár-
greiðslunni. Besta stúlknamódelið
var Kamilla Gylfadóttir, besta stráka-
módelið var Haukur Sigurjón Krist-
insson. Flottasta kakan var kaka sem
nefndist „Trillurnar þrjár“ og var
bökuð og skreytt af Guðrúnu Helgu
Sigurðardóttur og Jönu Maren Ósk-
arsdóttur.
Sigurvegari í stuttmyndakeppninni
var Jón Steinar Jónsson. Myndin
hans var eftirherma af kong fú-mynd-
um og fjallar hún um mann sem er að
hefna meistara síns, sem er gamall
kong fú-meistari. Verðlaunin voru
glæsileg og voru sigurvegararnir
einnig leystir út með rós. Glæsilegt
kvöld og krökkunum til sóma.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
„Trillurnar þrjár“: Kakan sem þótti
flottust að mati unglinganna.
Fjölbreytt
keppni
unglinga
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
28 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hveragerði | Á Dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði, er rekin handavinnu og
föndurstofa. Þar ráða ríkjum þær
Elísabet Kristinsdóttir og Þórdís
Öfjörð. Þær stöllur taka á móti gest-
um af alúð og þar ríkir kyrrð og
friður. Það er eins og að koma inn í
annan heim þegar maður kemur inn
til þeirra úr skarkala daglega lífs-
ins.
Föndurstofan er opin fyrir heim-
ilisfólkið á Ási alla virka daga eftir
hádegi og einn morgun, en þá er
unnið með leir. Munirnir sem unnir
eru þarna eru æði fjölbreyttir. Það
er m.a. prjónað, saumað út, málverk
eru máluð, blóm eru hekluð og einn-
ig föt. Þá eru unnar þrívídd-
armyndir, skornar út klukkur sér-
staklega fallegar. Núna eru jólin að
nálgast og þá er byrjað að búa til
jólakort, jóladúka, jólakúlur og
fleira. Einn handverksmaðurinn
hefur smíðað fjárhúsið, þar sem Jes-
ús fæddist forðum, og inni í því eru
þeir sem sögunni tengjast.
Að meðaltali eru það þrjátíu
manns sem koma daglega í föndrið
og er boðið upp á kaffi og „meððí“.
Næsta sunnudag verður árlegur
haustbasar og verða þá flestir mun-
irnir til sölu. Einnig á að hafa lifandi
kaffihús, þar sem fólk getur keypt
sér kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Dægrastytting: Nokkrar af handverkskonunum sem mæta í föndrið á Ási.
Listafólk á besta aldri
Handverksfólk á föndurstofunni
Selfoss | Handboltadeild Selfoss
skrifaði nýlega undir samning við
skyndibitastaðinn KFC á Selfossi
um að KFC verði helsti styrktaraðili
deildarinnar til tveggja ára. KFC
hefur áður komið að stuðningi við
deildina og Bergur Guðmundsson
formaður deildarinnar sagði þennan
stuðning frá KFC afar þýðingarmik-
inn fyrir handboltann á Selfossi.
Deildin vinnur að því að byggja upp
sitt starf til framtíðar.
Á myndinni eru Bergur Guð-
mundsson formaður handknattleiks-
deildar Selfoss og Kristján Stef-
ánsson, yfirmaður KFC á Selfossi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
KFC styður hand-
boltann á Selfossi
Selfoss | „Hlaupin gefa manni aukið
þrek við hvað sem er, byggja mann
upp andlega og líkamlega og eru við-
bót við aðra orku sem maður hefur.
Maður þarf úthald og kraft í svo
mörgu sem maður er að fást við dags
daglega. Við látum veðrið aldrei
hamla okkar för og nennum alveg að
fara hvenær sem er,“ segir Ingileif
Auðunsdóttir en hún og maður
hennar Sigmundur Stefánsson hafa
tamið sér heilbrigðan lífsstíl með
mikilli útiveru við göngur, kaj-
aksiglingar, skíðaiðkun og hlaup.
„Við höfum á hverju sumri síðast-
liðin 15 ár farið í skipulagðar göngu-
ferðir um hálendið ásamt því að
stunda hlaupin,“ segir Sigmundur
sem hét sjálfum sér því árið 1999 að
hlaupa maraþonhlaup árið sem hann
yrði fimmtugur. Hann lét það ekki á
sig fá þó hann fengi hjartaáfall á
hlaupaæfingu í maí það ár. Hann
kláraði 8 kílómetra hlaupaæfingu
þennan dag og fór á spítalann í
hjartaþræðingu og blástur. Hann
gerði stutt hlé á hlaupunum en hljóp
10 km í Brúarhlaupi Selfoss um
haustið það ár.
Um Jónsmessuna í vor hljóp hann
fyrsta maraþonhlaupið og síðan aft-
ur nú í haust þegar hann hljóp í
Búdapest ásamt nokkrum hlaupa-
félögum. Í fyrra hljóp hann Lauga-
veginn á hálendinu, 55 kílómetra
víðavangshlaup, til að undirbúa sig
fyrir árið í ár.
Bakpoki, tjald og kajak
„Hlaupin og gönguferðirnar eru
einfaldlega hluti af þeim lífsstíl sem
við hjónin höfum tamið okkur. Þetta
er orðin föst regla hjá okkur og við
erum að hugsa um sjálf okkur og
heilsuna. Á sumrin eru þetta skipu-
lagðar ferðir annaðhvort á eigin veg-
um eða með hópum. Á síðastliðnum
þremur árum höfum við svo bætt við
kajaksiglingum þar sem við tengjum
saman gönguferð á hálendinu eða
við ströndina og kajaksiglingar. Þá
erum við með ferðabáta þar sem
maður getur verið með tjald og bún-
að með í bátnum.
Hlaupin eru eiginlega vetr-
arsportið hjá okkur þó sjálfur hlaupi
ég mikið á vorin en á sumrin hafa
gönguferðirnar forgang. Svo erum
við líka á skíðum og förum í ferðalög
á gönguskíðum með tjald og gistum í
tjaldi. Fórum til dæmis árið 2001 í
skipulagða vikuferð til Grænlands
sem var stórkostleg ferð,“ segir Sig-
mundur.
Höfum yndi af hreyfingunni
„Það sem ég legg áherslu á er að
þegar barnauppeldi lýkur og öllu
lífsins brasi sem því fylgir er mik-
ilvægt að hjónum takist að vera sam-
stiga í áhugamálum sínum. Hjá okk-
ur eru það ferðalög, hlaup og
göngur. Við tökum þátt í þessu sam-
an og höfum mikið yndi af. Þetta
gefur okkur betra form og maður
fær lífsfyllingu sem aftur gerir
manni betur kleift að takast á við
daglegt líf. Ég er með þessu að vinna
gegn B-tegund sykursýkinnar sem
ég er með, vinn á sykrinum með því
að reyna á mig. Ég lét hjartaáfallið
ekki stoppa mig og komst áfram eft-
ir það, þakka það reyndar því að
hafa tamið mér þennan lífsstíl og því
góða formi sem ég er í.“
Hlaupið undan vindi
„Félagsskapurinn í kringum
hlaupin er afskaplega mikilvægur.
Við erum í hlaupahópnum Frískir
Flóamenn þar sem eru 30 – 35
hlauparar. Þessi hópur hittist og
hleypur saman og þarna er á ferð-
inni mikil samheldni. Við ákváðum
að koma á nýju hlaupi í Flóanum en
það heitir Hlaupið undan vindi. Eins
og nafnið bendir til þá verður hlaup-
ið undan vindi en hlaupaleiðin er eft-
ir Gaulverjabæjarvegi og fer rás-
markið eftir því hvernig vindar
blása. Þetta verður miðdegishlaup
þann 22. nóvember. Ástæðan fyrir
þessu er sú að hlaupaleiðir hér hjá
okkur eru hraðar en níu af tíu bestu
tímum í hálfmaraþoni á síðastliðnu
ári eru á Selfossi í Brúarhlaupinu,“
segir Sigmundur.
Ingileif tekur undir með manni
sínum og leggur áherslu á orðin þeg-
ar hún segir: „Þetta gefur manni
lífsánægju, þessi lífsstíll verður
hreinlega vani og manni líður mjög
vel.“
Sigmundur og Ingileif á Selfossi eiga sinn heilbrigða lífsstíl
Látum veðrið aldrei hamla för
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Útivistin verður lífsstíll: Ingileif og Sigmundur fyrir utan íbúðarhús sitt á Selfossi.
Hveragerði | Það hefur haustað
rólega og stillur hafa gert það að
verkum að laufið hefur fallið
hægar en oft áður. Á dögunum
var kyrrt og kalt við Sogið í landi
Öndverðarness, þar sem fréttarit-
ara tókst að fanga þessar fallegu
haustmyndir.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Stemmning
við Sogið