Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ERLA B. Axeldóttir myndlist-
arkona opnar fimmtándu einkasýn-
ingu sína í Húsi málaranna á Eið-
istorgi í dag kl. 14, en stærstur hluti
sýningarinnar verður samtímis
opnaður á Netinu á slóðinni
www.erlaaxels.com. Á sýningunni
gefur að líta fjörutíu olíumálverk
og sautján vatnslitamyndir sem
Erla hefur unnið á sl. þremur árum.
Að sögn Erlu má í myndunum
merkja gagngera breytingu í verk-
um hennar frá því að hún sýndi síð-
ast olíumálverk á einkasýningu
hérlendis fyrir fimm árum, bæði
hvað áferðir myndanna og hug-
myndafræði varðar. Á þeim tíma
var hún ein þeirra sem ráku Art-
Hún, vinnustofur og gallerí, sem
hætti rekstri árið 2000 eftir tólf ára
starf.
„Í kjölfarið fékk ég mér eigin
vinnustofu og fékk síðan inni í Kjar-
valsstofu í París þar sem ég dvaldi í
tvo mánuði sumarið 2000, en þar
varð algjör kúvending á minni
vinnu. Áður en ég fór til Parísar
fannst mér ég ekki lengur vera eins
áhugasöm um myndlistina, fann
fyrir einhverri stöðnun. Enda kem-
ur alltaf að þeim tímapunkti í lífi
hvers málara að þeir verða áhuga-
lausir í einhvern tíma, en þá er að-
almálið að gefast ekki upp. Í París
fannst mér ég allt í einu sjá hlutina í
nýju ljósi, enda fékk ég þar nauð-
synlega fjarlægð á hlutina,“ segir
Erla B. Axelsdóttir og leggur
áherslu á að mikilvægt sé einmitt
að skoða hver maður er, læra að
þora að vera maður sjálfur og taka
áhættu.
Lóðin birtust sem mannverur
Á vinnustofunni í París byrjaði
Erla að leggja drög að verkunum
sem sjá má í Húsi málaranna. „Ég
gerði skissur auk þess að stúdera
nýjar aðferðir. Ég gaf mér tíma til
að gera ýmsar tilraunir með litina
og áferðina í olíunni. Vendipunkt-
urinn hvað þessa sýningu varðar
var þegar ég rakst á eldgamla ant-
íkvigt á markaði nálægt vinnustof-
unni. Á vigtinni stóðu lóð í röð og
þau höfðuðu sterkt til mín. Ég
hugsaði með mér að lóðin væru eig-
inlega alveg eins og mannverur.
Þessi vigt, sem hefur unnið mikið
starf í gegnum árin, heillaði mig og
því endaði ég með að kaupa hana
og leyfði henni að vera á vinnustof-
unni minni. Smám saman tóku þess-
ar mannverur síðan að birtast í
málverkum mínum.“
En Erla segir vigtina líka hafa
kveikt hjá sér hugsun um verðgildi
hlutanna, enda er yfirskrift sýning-
arinnar „Verðgildi, vor og vigt“. „Í
gegnum tíðina hef ég mikið málað
landslag og náttúru og mér fannst
lóðin minna mig á hvers virði nátt-
úran er. En lóðin tengjast líka kíló-
um og þá ekki síst aukakílóum, sem
er nokkuð spaugileg hlið á lóð-
unum. Þannig að þegar lóðin, eða
manneskjurnar, birtast í málverk-
unum, eru þau stundum með ein-
hver aukakíló og stundum eru mál-
verkin jafnvel með
strikamerkingar, en það tengist
hugmyndinni um verðgildið.“
Ófeimin við að leyfa
hlutunum að koma
Erla segist mála mest uppi á Mos-
fellsheiði þar sem hún á bústað og
heldur mikið til. „Flestar mynd-
anna hér á sýninguni eru unnar út
frá vorinu í gilinu mínu þar sem ég
sit mikið og skissa. Áður fyrr mál-
aði ég landslagið fremur nákvæm-
lega, en hef fjarlægst þetta hreina
landslag og í æ ríkara mæli farið að
mála nærmyndir af náttúrunni. Það
sem er kannski nýtt í verkunum er
þessi léttleiki sem þar birtist. Ég er
orðin mun ófeimnari við að leyfa
hlutunum bara að koma, en auðvit-
að þarf samt alltaf að láta mynd-
verkið ganga upp á fletinum. Þótt
maður hafi ýmsar skemmtilegar
hugmyndir er náttúrlega grunn-
hugsunin að koma öllu þannig fyrir
að myndbyggingin gangi upp á
myndfletinum.“
Að sögn Erlu finnur hún fyrir
meira frelsi við myndsköpun sína
núna og getur þannig leyft mál-
verkinu að njóta sín betur. „Oft á
maður það til að vera svolítið
hræddur um að hlutirnir séu ekki
nógu góðir og vilja þá stjórna og sí-
fellt betrumbæta, sem er auðvitað
ágætt ef maður sér að verkið er
ekki búið, en það er ekki gott ef
maður er farinn að þvinga eitthvað
fram. Að því leyti hefur afstaða mín
gagnvart sköpunarferlinu breyst.
Ef hlutirnir ganga ekki upp þá bara
pakka ég saman, fer í göngutúr úti
í móunum mínum og kem síðan aft-
ur að málum í stað þess að reyna að
þrjóskast við. Og að mörgu leyti er
þetta mun líflegri og frjálsari leið
til sköpunar.“
Sýning Erlu er opin fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14–18 og
stendur til 30. nóvember nk.
Innblásin af antíkvigt
Erla B. Axelsdóttir myndlistarkona sýnir í Húsi málaranna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
silja@mbl.is
ÞÁTTUR bókmenntanna í sögunni er hug-
stæður Erlendi Jónssyni í bók hans Svipmót og
manngerð sem er endurútgefin um þessar mund-
ir aukin og endurbætt. Hún er ævisöguleg ferð en
þó ekki ævisaga því að höfundur heldur einka-
málum sínum frá en leitast við að segja menning-
arsöguna og kannski einkum og sér í lagi bók-
menntasöguna út frá sínu sjónarhorni og sinni
reynslu. Hann greinir m.a. frá kynnum sínum af
rithöfundum, útgefendum og öðrum þeim sem
létu menningu Íslands sig skipta.
Við fáum einnig innsýn í viðhorf Erlendar til
menningarmála og hann lýsir því raunar hvernig
rætur hans í sveit hafa áhrif á smekk hans og
áhuga. Hann missir ungur föður og lífs- og
menntunarbaráttan er honum hörð. Mótar þetta
nokkuð viðhorf hans sem mér sýnast jarðbundin
og fastmótuð og ef til vill nokkuð íhaldssöm. Jafn-
framt er hann nokkuð dómharður um menn og
málefni. Ekki fær til að mynda skólastjóri einn,
sem tók fremur slælega á móti Erlendi, Jóhanni
Hjálmarssyni og Indriða G. Þorsteinssyni í bók-
menntalegri yfirferð þeirra um Norðurland, fagr-
an dóm.
Kímni Erlendar er dálítið þurr og á stundum
afhelgandi. Eftir að þeir Indriði og Jóhann hafa
farið yfirferð yfir Norðurland býður Indriði þeim
heim til sín í nýlegt hús sitt en í því er anddyri svo
hátt og mikilfenglegt að það sæmir höll og er hús-
bóndinn bersýnilega stoltur af því. Þegar Indriði
býður þeim Jóhanni inn líkir Erlendur anddyrinu
við súrheysturn. Mér þykir nokkuð athyglisverð-
ar í því samhengi hugleiðingar Erlendar um það
hvers vegna honum var ekki boðið aftur heim til
Indriða. Óborganleg þykja mér einnig viðskipti
Erlendar við Petersen nokkurn, danskan þýð-
anda íslenskra ljóða, sem reynist erfiður viðskipt-
is í meira lagi.
Erlendur er ófeiminn við að lýsa sjálfum sér
sem hægri manni og hikar jafnvel ekki við að eig-
in sögn á gleðimóti að mæra Franco, einræðis-
herra Spánar, svo að aðrir hægri menn í kringum
hann fara hjá sér. Í bók hans er merkileg lýsing á
hugsunarhætti kaldastríðsins og hvernig and-
stæður austurs og vesturs spegluðust í bók-
menntaheiminum. Telur hann að þeir sem ekki
töldust vinstri sinnar hafi verið frystir úti og er
ábyggilega eitthvað til í því. Áttunda áratuginn
telur hann þann versta. Þá hafi kastað tólfunum
og kennir hann ’68-kynslóðinni um margt sem af-
laga fór að hans mati.
Mikilvægt er honum á lífs-
leiðinni Félag íslenskra rit-
höfunda sem hann ræðir ít-
arlega. Var hann í stjórn þess
félags á tímabili. Á þeim tíma
var kaldastíðið í algleymingi
og tvö rithöfundafélög í land-
inu. Það sárnar honum mjög
hve vegur hins félagsins og
róttækra höfunda er mikill á
kostnað hans félags. Merki-
legir eru þess vegna í því samhengi harðir palla-
dómar um ýmsa þá rithöfunda sem þar störfuðu
með honum í Félagi íslenskra rithöfunda. Um
suma þeirra og einkum einn kemst hann svo að
orði: „Og hræsnin í mannskepnunni bendir ekki
alltaf til að hún sé sköpuð í guðs mynd svo vægt
sé til orða tekið, hvað sem líður helgimyndum og
lúthersljóðum.“
Af þessu má sjá að Erlendur hikar ekki við að
höggva nærri sér ef honum ofbýður. Á hinn bóg-
inn er hann oft sanngjarn í orðræðu um suma
pólitíska andstæðinga sína, t.a.m. Kristin E.
Andrésson.
Sem fyrr getur hnýtir Erlendur tölvert í ’68-
kynslóðina og kennir henni um margt sem aflaga
fer. Hún hafi verið dekurbörn sem risið hafi upp
með rauða fána í uppreisn, ást á hassi og annarri
ómenningu og meðal annars valdið því að ýmsir
þeir höfundar með rætur í sveitinnni, sem Er-
lendi voru kærir, féllu í skuggann. Bylting hennar
hafi ekki einungis verið pólitísk heldur miklu
fremur hugarfarsleg. Án þess að vilja taka upp
einhverja vörn fyrir þá kynslóð þó að mér sé mál-
ið skylt finnst mér rétt að benda á að það er allt of
mikil einföldun að kenna einhverri kynslóð undir
áhrifum frá erlendum menningarstefnum um að
rithöfundar falli í gleymsku. Kynslóðin sem
kennd er við þetta merka ártal var ef til vill fyrsta
kynslóðin sem í reynd var alin upp í þéttbýli hér á
landi og mikill hluti hennar í borgarsamfélagi.
Hvernig átti sú kynslóð að hafa áhuga á kreppu
uppflosnandi dreifbýlis og rithöfundum sem fyrst
og fremst litu á borgarmyndunina sem syndafall?
Ísland hafði á þessum árum verið að breytast úr
dreifbýli með höfuðborg í borgríki með sveita-
héruð í kring. Markaðssamfélagið var að komast
á og eyða lífsháttum fortíðarinnar. Það að skáld-
bændur skyldu falla í gleymsku var fyrst og
fremst merki um breytta þjóðfélagshætti og var-
legt að rekja það allt til vinstri manna hvað þá ’68-
kynslóðarinnar.
Svipmót og manngerð er svipmikil greinargerð
um tímabil umbyltinga í íslenskum menningar-
heimi. Hún greinir frá mönnum og málefnum og
höfundur liggur ekki á skoðunum sínum.
Af menningarátökum
BÆKUR
Minnisgreinar
eftir Erlend Jónsson. Bókaútgáfan Smáragil. 2004 –
192 bls.
SVIPMÓT OG MANNGERÐ
Skafti Þ. Halldórsson
Erlendur Jónsson
vinn ég það upp á nýtt. Ég
klippi það og raða niður – það
fer einn eða tvo umganga í
gegnum hakkavélina. Hljóð-
verið er ekkert annað en
hakkavél og úrvinnsla tóna.
Þetta er leið til að gera tónana
öðruvísi en þeir eru í nátt-
úrunni. Þetta er því svipað –
kannski í annarri röð og
kannski með viðbót. Tónbandið
tengir því verkin saman, og
þar eru börnin og söngkon-
urnar áberandi. Þetta er fram-
andlegur heimur, og þess
vegna kalla ég þetta súrreal-
ískar skrautsýningar.“
Þegar að hljóðfærunum
kemur, kveðst Atli Heimir nota meira en
tólf tóna tónstigans, þó ekki kvarttóna.
„Hverjum tóni er skipt í smátónabil, en
ekki kvarttóna. Ég hef aldrei trúað á þá.
Það var einhver ægilegur misskilningur að
segja að indversk músík og annað væri í
kvarttónum. Hún er fimm tóna eða sjö tóna,
og svo hefur hver tónn mismunandi birting-
armyndir, örlítið mismunandi blæ, örlítið
mismunandi hæð og örlítið mismunandi
styrk. Þetta nota ég. Hjá blásurunum krefst
þetta þess að hljóðfæraleikararnir finni sér-
stök grip og það hefur gengið mjög vel. En
það þarf að hugsa þessa músík öðruvísi.
Eftir því sem skalinn er fíngerðari verður
tónhugsunin láréttari og maður þarf að
gera meiri melódíur. Ef skalinn er grófur,
þá gerir maður hljóma. Þetta er mín kamm-
ermúsík – músík sem heillaði mig.“
Að baki þessara verka Atla Heimis liggja
ljóð skálda á borð við Goethe, Saint-John
Perse og Einar Benediktsson. Stóru dúett-
arnir fjórir hafa ekki verið fluttir áður á
einum tónleikum en saman mynda þeir
heila veröld furðulegra ævintýra í tónum og
hljóðum.
Flytjendur eru flautuleikararnir Guðrún
Birgisdóttir, Martial Nardeau og Kolbeinn
Bjarnason, saxófónleikararnir, Guido Bäum-
er og Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður
Halldórsson sellóleikari og Guðni Franzson
klarinettuleikari.
15:15 tónleikarnir eru á haldnir á Nýja
sviði Borgarleikhússins og hefjast kl. 15.15.
Á TÓNLEIKUM í 15:15 röðinni
í Borgarleikhúsinu í dag verða
fluttir fjórir stórir dúettar eða
„Grand dui Concertante“ eftir
Atla Heimi Sveinsson. Þeir voru
samdir á árunum 1991 til 2001.
Hinn fyrsti nefnist „Hand-
anheimar“ og var saminn fyrir
flautuleikarana Guðrúnu Birg-
isdóttur og Martial Nardeau.
Númer tvö „Schumann ist der
dichter“ (Shcumann er skáldið)
er fyrir flautu og klarinettu,
þriðji dúettinn „Portes ouvert“
(Opnar dyr) er saminn fyrir
flautu og selló og sá fjórði, „Til
vökunnar helkalda voðadraums“
er fyrir tvo saxófóna. Lokadú-
ettinn, sá fimmti, er hins vegar saminn fyrir
vestræna flautu og japönsku bambusflaut-
una, shakuhachi, og verður ekki fluttur á
tónleikunum. Auk hljóðfæraleikaranna
gegna upptökur á bandi mikilvægu hlut-
verki í öllum verkunum. Þetta eru meðal
annars upptökur af börnum, söngkonum,
hljóðfæraleik, tónskáldi og verkum annarra
tónskálda. Þessar upptökur tengja öll verk-
in saman.
„Það er sama efnið á öllum tónböndunum,
einhvers konar barnsraddir úr þessum
heimi eða öðrum heimum – kannski draum-
heimum – kannski eru þau dáin – og ein-
hvers konar söngkvennahljóð. Þær tjútta
með röddinni. Þetta er einhvers konar súr-
realísk skrautsýning,“ segir Atli um verkin.
Hann segir að verkin séu hugleiðingar
um hitt og þetta, hugleiðingar sem eiga svo-
litlar rætur í bókmenntum, enda hafi hann
alltaf verið bókmenntamaður.
„Þetta er sú list að gera eitthvað sem
aðrir hafa ekki gert. Ég hef aldrei haft mik-
inn áhuga á því að endurtaka það sem aðrir
hafa gert. Það er endurtekning en ekki
sköpun.“
Tvisvar í gegnum hakkavélina
Efnið á tónböndunum er nokkurn veginn
það sama í öllum verkunum, en þó ekki
eins.
„Þetta er yfirleitt sama efnið, en þegar
ég bý til hvert dúó tek ég tónbandsefnið frá
því síðasta og bæti stundum við og stundum
Súrrealískar
skrautsýningar
Atli Heimir Sveinsson
Kama Sutra er
eftir breska kyn-
lífsfræðinginn
Anne Hooper.
Bókin er prýdd
fjölda ljósmynda
sem sýna stell-
ingarnar sem lýst
er í fornum aust-
urlenskum ritum.
„Með lestrinum má uppgötva hvern-
ig öðlast má enn nánari líkamlega og
andlega einingu í kynlífinu og auka enn
á unað þess með margvíslegri eró-
tískri tækni,“ segir í frétt frá útgef-
anda.
Anne Hooper er meðlimur í félagi
breskra kynlífs- og hjónabandsráðgjafa
og starfar einnig sem sálfræðingur.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
240 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 2.980
kr.
Handbók
Íslensk knatt-
spyrna 2003 er
eftir Víði Sig-
urðsson, íþrótta-
fréttamann á
Morgunblaðinu.
Fjallað er um ís-
lenska knatt-
spyrnu árið
2003 í máli og
myndum og er þetta 23. bókina í
þessum flokki. Fjallað er um úrvals-
deildina, bikarkeppnina, Evrópuleiki
félagsliða, ævintýri landsliðanna
bæði hjá körlum og konum, og úrslit
allra leikja yngri flokka. Auk þess eru
viðtöl við Guðna Bergsson og Eyjólf
Sverrisson og farið yfir feril þeirra.
Útgefandi er Tindur. í samstarfi við
KSÍ. Bókin er prýdd 400 ljósmyndum
og eru 50 síður í lit. Verð: 4.680 kr.
Knattspyrna