Morgunblaðið - 15.11.2003, Page 37
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 37
gef›u
flú átt fla› skili›
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
28
26
11
/2
00
3
Sælla er að gefa en þiggja
og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur
á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart.
NÝTT KORTATÍMABIL
„GIMLI er líflegur bær sem bygg-
ist á áhugasömum sjálfboðaliðum
til margvíslegra verka,“ sagði
Tammy Axelsson, kjörræð-
ismaður Íslands í Gimli, þegar
hún tók við árlegri viðurkenn-
ingu frá Félagi Alþjóðasambands
ræðumanna í Manitoba og Norð-
vestur-Ontario í Kanada fyrir
skömmu.
Alþjóðasamband ræðumanna,
Toastmasters International
(www.toastmasters.org), var
stofnað í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum fyrir rúmlega 70 árum og
hafa meira en þrjár milljónir
manna tekið þátt í starfinu sem
byggist á þjálfun meðlima í ræðu-
mennsku. Nú eru starfandi innan
sambandsins meira en 8.800
deildir með rúmlega 175.000 fé-
lagsmenn í liðlega 70 ríkjum víðs
vegar um heiminn, en verið er að
endurvekja deild í Gimli og var
haustfundur félagsins í Manitoba
og Norðvestur-Ontario haldinn
þar að þessu sinni.
Tammy Axelsson, sem er fram-
kvæmdastjóri Safns íslenskrar
menningararfleifðar í Nýja Ís-
landi, New Iceland Heritage Mus-
eum, er fyrsti Vestur-Íslending-
urinn, sem félagið á kanadísku
sléttunni heiðrar, en viðurkenn-
ingin er veitt fyrir sjálfboðastarf
í þágu samfélagsins. Viðurkenn-
ingin var fyrst veitt 1983 og á
meðal þeirra sem hafa verið verð-
launaðir eru Peter Liba, fylk-
isstjóri Manitoba, og Gary Filmon
og Edward Schreyer, fyrrverandi
forsætisráðherrar Manitoba.
Ísland og íslensk málefni hafa
verið mjög áberandi í Gimli en
Tammy hefur tekin virkan þátt í
starfi þessu tengdu á nýliðnum
árum. Hún hefur meðal annars
starfað fyrir Íslendingadags-
nefndina síðan 1995 og tók við
ræðismannsstarfinu af Neil Bar-
dal í júní sl.
Lyle Appleyard, formaður Fé-
lags Alþjóðasambands ræðu-
manna í Manitoba og Norðvestur-
Ontario í Kanada, segir að ís-
lenska samfélagið í Gimli, hafi
vakið athygli félagsins og Tammy
sé verðugur fulltrúi þess.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Lyle Appleyard, formaður Félags Alþjóðasambands ræðumanna í Manitoba
og Norðvestur-Ontario í Kanada, afhendir Tammy Axelsson verðlaunin.
Tammy Axelsson í góð-
um hópi verðlaunahafa
Fyrsti Vestur-Íslendingurinn sem
ræðumannafélagið heiðrar